Færsluflokkur: Bloggar

Vegur til farsældar

Það er gott að líta til baka annað slagið hversu langt þú hefur náð en það er enn betra horfa fram á við til fjallanna sem enn eru óklifin, og til útsýnisins sem mun heilla þig ef þú heldur áfram að klifra og gefst ekki upp.


Þar sem engin stjórn er...

Látum hughreysti og djörfung stjórna lífi okkar og lítum til framtíðar með gleði í hjarta og staðfestu í huga. 

Þar sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel Orðskviðirnir 11:14

Without wise leadership, a nation falls; there is safety in having many advisers. -Proverbs 11:14

Ef við gætum farið eftir þessum  sígildu og aldagömlu leiðbeiningum í okkar daglega lífi og starfi og stefna þannig að meiri einingu í samfélaginu og taka þátt í að efla það og bæta væri heimurinn öðruvísi en í dag.

 


Í LOK ÁRSINS

ÞÖGLAR STUNDIR

12.At-the-close-of-the-year-636x322

Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu. (Sjá Orðskviðirnir 25:25.) En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs. (Sjá Sálmarnir 90:9.) Á milli þessa há- og lágpunkta voru svo venjulegir dagar þegar ekkert óvenjulegt gerðist.

 

Nú árið er liðið, metið sett,

síðasta dáðin drýgð, síðasta orðið sagt.

Minningin er eftir ein

um alla gleði, sorg, og bót

og nú með áform hrein og bein,

við tökum nýju ári mót.

—Róbert Browning (1812–1899) (Þýtt á íslensku)

 

Nýtt ár er að hefjast og án efa mun það vera stráð gleðistundum, fögnuði, góðum fréttum, einhverjum vandræðum og mörgum hverdagslegum dögum. Þó svo við væntum einhverra stórra atburða, svo sem að byrja í nýrri vinnu, flytja inn á nýtt heimili eða eignast barn, þá eru flest atriði framtíðarinnar hulin okkur eins og gamall málsháttur hermir svo viturlega: „Hulan sem hylur framtíðina fyrir okkur er ofin af engli miskunnarinnar.“

 

Ég sé ekki ófarið skref þegar ég stíg yfir á annað ár; en ég hef skilið fortíðina eftir í höndum Guðs – Hann mun lýsa upp framtíðina með miskunn Sinni og það sem lítur út fyrir að vera myrkt í fjarlægðinni getur lýst upp er ég nálgast það.

—Mary Gardiner Brainard (1837–1905)

 

Og hvað með einmitt núna? Guð er hér hjá okkur núna, alveg eins og Hann var í fortíð og Hann mun vera hjá okkur um alla framtíð. Við skulum ljúka þessu ári með því að þekkja Þann sem er byrjunin og endirinn. (Sjá Opinberun Jóhannesar 22:13.) og sem verður ávallt með okkur; í byrjun, í lokin og alla leiðina þar á milli. (Sjá Matteus 28:20.)

 


MIKILVÆGAST AF ÖLLU

11.The-most-important-thing-636x322

 —Breyting á tilvitnun í 1. Kórintubréfi 13

Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður.

Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar kokkur.

Ef ég vinn við matargerð í Hjálpræðishernum, syng jólasöngva á hjúkrunarheimili og gef allt sem ég á í góðgerðarstarfsemi en sýni engan kærleika, þá græði ég ekkert á því.

Ef ég skreyti jólatréð með glitrandi englum og hekluðum snjóflyksum, mæti í ótal jólaboð og syng kantötu með kórnum en einbeiti mér ekki að Kristi, þá hef ég farið á mis við aðalatriðið.

Ef þú sýnir kærleika, þá hættir þú að elda til þess að faðma barnið þitt að þér. Ef þú ert kærleiksrík, hættir þú að skreyta til þess að kyssa eiginmanninn. Kærleikurinn er hlýr og vingjarnlegur þrátt fyrir strit og þreytu. Kærleikurinn kemur í veg fyrir öfund í garð nágrannans sem hefur dekkað fallegt jólaborð með postulíni og jóladúkum.

Kærleikurinn kemur í veg fyrir óp og öskur á börnin að vera ekki fyrir. Í staðinn gerir kærleikurinn það að verki að allir þakka fyrir það að þau séu þarna, einmitt til þess að vera fyrir. Ef þú sýnir kærleika, þá gefur þú ekki bara þeim gjafir sem geta gefið þér gjafir, heldur gleðst yfir því að gefa þeim sem ekki geta það.

Kærleikurinn eflir biðlund gagnvart öllu, hann styrkir trú á alla hluti, styrkir von um góða hluti og eflir þolinmæði. Ef þú ert kærleiksrík/ur mistekst þér aldrei. Geisladiskar munu koma til með að rispast, leikföng að gleymast, ný tölva mun verða úrelt en besta gjöfin, kærleikurinn, mun endast.

Á meðan við erum að rembast við að gera innkaupalista og senda út boðskort í dæmigerðu desemberveðri, þá er gott að vera minnt/ur á að það er til fólk í kringum okkur sem er umstangsins virði og fólk sem finnst það sama um okkur. Jólin tengja okkur saman með þráðum kærleika og væntumþykju sem ofnir eru á hinn einfaldasta og öflugasta hátt.

—Donald E. Westlake (1933–2008)

 

Gefðu af þér gleði,

gefðu söng í hjarta,

sýndu samkennd þína

sem varir alla ævi.

Sendu glaðvær skilaboð,

rétt' út hjálparhönd,

segðu þreyttum nágranna:

„Jesús skilur allt!“

Sendu nýjar fréttir

fjarlægs vinar til;

gefðu blóm úr garði

með ljáðri bók.

Þvoðu diska kvöldsins,

þurrka ryk í stofu;

gefðu bæn um að lyfta

mannsins drunga og deyfð!

Gefðu gjöfina að deila,

gefðu vonargjöf;

ljós af blikandi kerti trúar

til handa þeim sem fálma

hægt í gegnum skugga.

Linaðu daga drunga

þeirra týndu og aleinu.

Gefðu æ af sjálfri/um þér, ALLTAF.

Margaret E. Sangster (1838 – 1912) (Þýtt á í íslensku)

 

 


Hvað viltu færa Mér?

13.What-will-you-give-Me-636x322Hvað getur þú fært Mér, Konungi konunganna,

Lávarði lávarðanna, sem ríkir á himnum og jörðin er fótskör Mín. (Sjá Tímóteusarbréf 1 6:15; Jesaja 66:1). Hvað gætir þú mögulega fært Mér, Þeim sem á allt? Hvað gæti Mig svo sem vantað? – Gjafir sem koma frá hjartanu. Ég mun varðveita allar þær gjafir sem koma frá hjartanu.

Sérhver einstaklingur er skapaður með einstaka blöndu af náðargáfu, hæfileikum og getu. Sumir þessara eiginleika virðast vera eðlilegir – T.d. skarpur eða leitandi hugur, hæfni til ákveðinnar fagkunnáttu eða starfsemi. Sumar náðargjafir koma skýrt fram í eðli einstaklings, eins og persónutöfrar. Aðrar náðargjafir láta oft lítið á sér bera en geta hjálpað þér á lífsleiðinni, eins og hógværð, bjartsýni, samkennd og sjálfsfórn. Og svo er það stærsta gjöf allra gjafa: Að geta gefið kærleik og tekið á móti honum. Þetta er náðargjöf sem allir fá í einhverju magni og er hluti af því að vera skapaðir í Guðsmynd. Hverjar svo sem náðargjafirnar eru, þá vinna þær saman og gera þig einstaka/n í Mínum augum.

Allar þessar náðargjafir hafa verið gefnar til að auðga líf þitt og annarra en hvernig þú verð þeim og hversu oft þú beitir þeim er undir þér sjálfri/sjálfum komið. Ekkert gleður Mig meira en að sjá þig nota þær til að koma öðru fólki til góða og gleðja það. Þegar þú gerir það gerist hið undursamlega; náðargjafir þínar og hæfileikar vaxa og margfaldast og kærleikurinn breiðist út frá hjarta til hjarta og síðan aftur til þín.

Hvað getur þú gefið Mér þessi jól og á næsta ári? Notaðu það sem þú átt, allt það sem þú hefur nú þegar fengið í vöggugjöf. Það væri hin fullkomna gjöf handa Mér.

Kærleikskveðja frá Jesú


Bestu jólin

 

B

Bestu Jólin

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.

Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja

i þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.

Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.

Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: „Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum!“ „Ég setti borðann á þennan!“ Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna – en áttum þó hvert annað.

 
 
 

ATRIÐI TIL UMHUGSUNAR

Stöðug jól

878af4972e07916863ae909a162bf74b_L

Englarnir sem sungu Guði lofsöng nóttina sem Jesús fæddist syngja enn þann dag í dag. Ef þú leggur vandlega við hlustir geturðu heyrt í þeim þrátt fyrir skarkala lífsins. Syngdu með.

 

Jesús var gjöf Guðs handa öllum heiminum, ekki bara á jólunum heldur á hverjum degi gegnum allt lífið og handan þess um alla eilífð. Það var hin fullkomna gjöf því Jesús getur mætt sérhverri þörf sem er og getur látið alla drauma rætast.

 

Sagan um jólin segir okkur að það sé í lagi að byrja með lítið. Jesús hóf lífið sem lítið barn sem fæddist í fjárhúsi en endaði við hægri hlið hásætis Guðs. Vegna Hans mun lítilfjörlegt upphaf okkar hafa stórkostlegri enda í eilífu ríki Hans.

 

Jólin eru hugarástand. Þau eru hamingja, þakklæti, kærleikur og örlæti. Iðkaðu þetta og hver dagur getur líkst aðfangadegi.

 

Jólin koma og fara en Jesús yfirgefur aldrei hjartað.


Töfrar jólanna í hnotskurn

Töfrum hl08.following-star-636x322aðinn árstími

Fyrir fáeinum árum varði mjög hæfileikaríkur vinur minn mörgum klukkutímum í að búa til úr deigi dásamlega, margbrotna mynd af fæðingu Jesú í fjárhúsinu. Miðpunkturinn var fjárhúsið, en myndin náði miklu lengra til Betlehem og landslagsins í kringum það þorp.

Hann málaði byggingarnar í Betlehem og götur hennar voru þaktar fíngerðri möl, mosi var í görðunum og í brekkunum og stór íbúðarhús, hjallar, búðir, krár og margt fólk prýddi þorpið ásamt villiköttum sem voru á ferð.    

Aldrei gæti ég byggt nokkuð sem minnti á þessa smíð! Ef satt skal segja er nógu erfitt fyrir mig að brjóta saman pappír svo úr verði pappírsflugvél. Snilld þessa vinar  jafnaðist á við   fórnfýsi hans, þar eð hann gaf fólki myndina snemma á næsta ári.   

Ég var hrifinn af því hvernig myndin varpaði ekki aðeins ljósi á það sem átti sér stað í fjárhúsinu heldur líka hvað var að gerast á öðrum stöðum í þorpinu þá nótt. Það sýndi að frátöldum hirðingjunum sem sáu og heyrðu englasöng og lofsöng um Guð var flest fólk líklega að huga að eigin málum án þess að hafa hugmynd um hvað átti sér stað þessa nótt. 

Að sumu leyti er hlutunum svona fyrir komið enn þann dag í dag. Við getum farið í gegnum jólin án þess að upplifa þau til fulls. Þótt við njótum hátíðahaldanna getur dýpri merking jólanna farið fram hjá okkur.

Án vitundar flestra Betlehemsbúa átti unaðaslegur hlutur sér stað mitt á meðal þeirra, þessa nótt á fyrstu jólum og dásamlegur hlutur getur átt sér stað þetta árið hjá sérhverju okkar ef við höldum hjötum okkar opnum. Ef til vill er það ekki íburðarmikið eða stórt en ef við erum ekki miðvituð um það sem er að gerast gæti þetta farið framhjá okkur. Ég tel að jólin séu töfrandi tími og ég hlakka til  að finna leyndardóma þeirra. Ég vona að þú gerir það líka. 

 

Gleðileg jól!

 

Samuel Keating 

 


Hamingjan...

Við konan mín höfðum gert ráð fyrir að halda litla veislu með fáum vinum og vandamönnum á heimili okkar, á fyrsta afmælisdegi Audrey, dóttur okkar; þess í stað endaði veislan í formkökuhúllumhæ á veitingastaðnum sem afi hennar og amma stýra. Það skal viðurkennt að þetta var líklega gert í þágu allra hinna. Audrey gerði mest af því að virða hin gætilega fyrir sér í örygginu sem fólst í því að sitja á handlegg einhvers og hún neitaði algjörlega að láta taka mynd af sér við eina kertið þrátt fyrir hvatningu í þá veru.

Fólk talar um hversu hratt tíminn líður og mér finnst það sannarlega líka. Kannski er það vegna þess að ég er að eldast. Þegar ég var barn að aldri virtust dagar, vikur og mánuðir – að maður tali nú ekki um ár – líða svo hægt. Nú virðast aðeins nokkrar vikur síðan ég sá Audrey í fyrsta skipti. Ég man svo vel eftir þeim degi ásamt öllum hinum fyrstu áhrifunum og tilfinningunum sem hún vakti, eins og þegar hjúkrunarfræðingurinn baðaði Audrey í fyrsta skipti og síðan þegar hún sofnaði í fyrsta skipti í fangi mér.

Áður en hún fæddist heyrði ég foreldra oft tala um ánægjuna við það að eiga börn en ég sannfærðist ekki um það. Voru þeir ekki stressaðri, þreyttari og líf þeirra erilsamara en áður? Áttu þeir ekki minni frítíma? Fóru þeir ekki hjá sér þegar börnin hvolfdu matardiski eða relluðu þegar þau voru þreytt; mislíkaði þeim ekki hvernig þau héldu sér í þá eða voru sífellt að óhlýðnast þeim? Ég var viss um að ég yrði þannig. Þótt mér þætti skemmtilegt að umgangast börn annarra fannst mér að ég myndi taka minn eigin tíma og þægindi fram yfir að sjá um eigin börn.

Hins vegar get ég núna ekki ímyndað mér lífið án Audrey. Hvert bros, hver hlátrasköll, hver uppgötvun sem hún gerir, hvert nýtt leikfang sem hún ræður við, hvert dýrahljóð sem hún nær að herma eftir, fyllir mig dýpri hamingjutilfinningu og þakklæti fyrir nærveru hennar í lífi mínu. Síðasta uppgötvun hennar er að skríkja upp yfir sig en það virkar vel til þess að ná athygli minni þegar hún vill leika sér við mig eða láta lesa fyrir sig en jafnvel það minnkar ekki ástina sem ég ber til hennar eða hamingjutilfinninguna sem hún veitir.

Maður gæti haldið að Guð, himneskur faðir okkar, færi hjá sér við skort okkar á visku, yrði þreyttur á eilífri þörf okkar fyrir Hann og vera leiður vegna annmarka okkar. En Guð verður aldrei leiður á okkur né þreyttur á að umgangast okkur.

-Samuel Keating er verkefnisstjóri við Tengsl tímaritið og býr í Mílanó, Ítalíu.

 

Kærleikur í verki    

Sýndu fólki ósvikinn kærleika og umhyggju og þú munt ekki eiga erfitt með að eignast vini. Fólk getur ekki komist hjá því að laðast að manneskju sem er elskuleg. Þeim sem fellur vel við annað fólk er einstaklingur sem öðru fólki líkar við. Þegar þú fylgir Gullnu reglunni “Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” mun fólk laðast að þér eins og býflugur að hunangi. Fyrr eða síðar mun það gjalda líku líkt. Það er eitt af gleðiefnum við að þekkja og elska Jesú og fylgja Gullnu reglunni.

  • Shannon Shayler

 

"Persónuleg leit að eigingjarnri hamingju og ánægju leiðir ekki til hamingju, heldur leiðir það til hamingju að finna Guð og færa líf Hans öðrum og færa þeim hamingju. Þá leitar hamingjan þig uppi og umlykur þig, jafnvel án þess að þú leitir hennar. Leitaðu að einhverjum sem þú getur glatt, þá finnur hamingjan þig. Vertu svo upptekin/n við að reyna að gera einhvern annan hamingjusaman, þá geturðu ekki komist hjá því að vera hamingjusamur/söm. Sýndu öðrum óeigingjarna ást og þau munu elska þig meira en nokkurn annan." – 

 

Við skulum elska hvort annað í meira mæli. Við skulum gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Við skulum láta kærleika Guðs skína í gegnum okkur og birtast í meiri fyrirgefningu, meiri skilningi, meiri samskiptum, meiri sameiningu, meiri stuðningi, velvilja, kærleika og í raunhæfum, umhyggjusömum verkum.

Við skulum gefa af tíma okkar. Við skulum vera hlustendur. Opnum hjarta okkar og líf fyrir öðrum. Við skulum vera fljót að fyrirgefa og gleyma. Við skulum leggja okkur fram við að gæta bróður okkar. Við skulum ekki halda aftur af einfaldri væntumþykju sem miðlar á dásamlegan hátt kærleika Guðs. Við skulum reyna eftir fremsta megni að vera gott fordæmi. Við skulum vera sterkar axlir sem hægt er að halla sér að og gráta við. Við skulum ekki vera fljót að draga ályktanir eða dæma óréttmæta dóma en frekar láta fólk njóta vafans þegar það á í erfiðleikum. Við skulum bera byrðar hvers annars og uppfylla þannig æðsta boðorð Guðs: miðlun kærleika. Við skulum öll keppa að því að vera dæmi um skilyrðislausan kærleika Guðs. – Maria Fontaine

 

Allir hafa áhrif. Þegar ein manneskja gengur fram í kærleika hvetur hún aðra til að fara eins að. Ef þú aðeins sýnir ástúð, mun einhver annar grípa anda þess á lofti. Kærleikur í verki er svo smitandi og hann berst út frá hjarta til hjarta. Ef ástríki skín af okkur, munu aðrir endurvarpa því. D.B.B.

 

Kærleikur getur komið af stað dásamlegri keðjuverkun. Þegar einstaklingur hefur frumkvæði að því að elska aðra setur hann í gang keðjuverkun kærleika sem endist og endist og endist. Einfalt kærleiksverk, hlýtt orð eða jafnvel ástrík hugsun er það eina sem þarf. Kærleikur fæðir af sér kærleika. - S.S.  

 

 

Elska                                                     (page 5, omit)

Eftir Phillip Lynch

Í fyrstu þegar ég hóf að lesa Biblíuna var orð sem dró að sér athygli mína “elska” (kærleikur). Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég las setningar eins og: “Og ég mun festa þig mér eilíflega og ég mun festa þér mér í réttlæti og réttvísi, í kærleika og miskunnsemi” 1) eða “með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig.” 2) eða “leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn” 3) eða “Um daga býður Drottinn út náð sinni og um nætur syng ég honum ljóð, bæn til Guðs, lífs míns.” 4)

Í sumum enskum þýðingum eru orð eins og “stöðugur kærleikur,” “miskunn” eða einfaldlega “kærleikur” notuð í staðinn fyrir “elska,” og ég sakna þess orðs. Það virðist í einu orði ná yfir merkingu sem Guð hefur ríkasta fyrir mér (það virðist skilgreina merkingu Guðs best fyrir mér). Það er þýðing á hebreska orðinu chased og Miles Coverdale þrykkti það fyrir löngu, einn af fyrstu þýðendum Biblíunnar á ensku. Í grískum og latneskum þýðingum sem áttu sér stað á undan enskri þýðingu Coverdales hafði chased verið þýtt með orðunum eleos og misericordia á hvoru máli en var ámóta og íslenska orðið “náð.”

Náð er dásamlegur hlutur og við getum virkilega orðið sammála um að Guð er fullur náðar en Coverdale varð þess áskynja að orðið hafði blæbrigðaríkari og dýpri merkingu, þannig sátum við uppi með hið dásamlega orð “elska.” (Lovingkindness) Greinilega voru síðari tíma fræðimenn sammála um það því orðið barst yfir í aðrar þýðingar á fyrstu öldum enskrar þýðingar, t.d. Tyndales og Authorized (heimil) útgáfan eða King James Version.

Þegar kærleikur umlykur mannfólkið – a.m.k. í huga okkar – vegna Valentínusardagsins, finnst mér við hæfi að rifja upp þennan dásamlega kærleik sem Guð ber til okkar. Jóhannes greip kjarna Guðs í hinni dásamlegu yfirlýsingu: “Guð er kærleikur” 5) Það er greinilegt að margir höfundar Biblíunnar sem höfðu verið uppi öldum eða árþúsundum áður, skildu þetta líka. Þeir höfundar sem þekktu Guð til fulls vissu að Hann bar umhyggju fyrir fólki með elsku. (að Hann bar elsku til þeirra)

Þeir sem telja Guð dómharðan og reiðan og vilja murka lífið úr þeim sem dirfast að reita Hann til reiði, líta í höfuðatriðum á Hann sem Guð Gamla testamentisins. Sú skoðun byggist mikið á vali og hefur að engu samskipti sem Guð hefur við meirihluta mannkyns. Guð hefur alltaf elskað okkur. Það er í eðli Hans. Þótt Hann vildi það ekki gæti Hann ekki látið það vera. Hann er að sjálfsögðu fær um hvað sem er, nema að fara gegn eigin eðli. Þannig heldur Hann áfram að ausa yfir okkur elsku og ég er persónulega feginn því!

  • Phillip Lynch er rithöfundur og álitsgjafi í andlegum málum og heimslitafræðum og býr í Atlantic, Kanada.
  • 1) Hósea 2:19
  • 2) Jeremía 31:3
  • 3) Sálmarnir 103:4
  • 4) Sálmarnir 42:9

Þýðing jólanna

Jólin eru miknine_devotionals_largeilvæg hátíð hjá þeim sem eru kristnir. Þau eru tími einlægrar gleði því þá minnumst við fæðingar Frelsarans og þeirra atburða sem gerðust einmitt þá þegar Hann kom fyrst til jarðarinnar. Stundum erum við svo upptekin af öllu jólastússinu; fjölskylduboðum og því að sinna þörfum annarra, að við gefum okkur ekki nægan tíma til að leiða hugann að því stórkostlega undri sem fæðing Krists bar í skauti sér. Slíkt hefur stundum hent mig. Á þessu ári varði ég smátíma í það að athuga hvernig ég gæti einbeitt mér að því að gefa jólunum meiri andlega þýðingu; einbeita mér að þýðingu þeirra, sögu og því dásamlega undri sem jólin eru. Það er einlæg von mín að allt það, sem ég uppgötvaði, verði öðrum einnig til blessunar. Meira...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband