Færsluflokkur: Bloggar

Einstök gjöf...

Chistmas light 2019Jólin eru afmælisdagurinn Minn, dagurinn sem Ég fæddist inn í þennan heim og birtist í veraldarsögunni með það fyrir augun að gefa mannkyninu einstaka gjöf. Getur þú verið með Mér í smástund á þessum afmælisdegi Mínum? Ég bið aðeins um eitt stundarkorn til þess að beina huga þínum og hjarta til Mín svo Ég geti tjáð þér hversu mikið Ég elska þig. Það var vegna elsku Minnar til þín að Ég fékk að lifa og Ég dó þín vegna. Kærleikurinn var og er enn þann dag í dag mikilvægasti þátturinn í Mínu eðli. Dauði Minn á krossinum var til hjálpræðis öllum þeim sem lifa, hafa lifað og munu lifa. Samt hefði Ég gert þetta aðeins fyrir þig því þú ert Mér svo mikils virði!“

 

 


Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem Guð einn getur gefið ef við stöldrum við og gefum okkur tíma.

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6Hrifningin veitir þér gleði og glans,

hertu þig upp og bregð´ þér í dans.

Um er að gera og farsæld uppskera,

átt allt sem þarf með þér að bera.

 

Fylgi þér gæfa um ókomna daga

gegnum allt sem enn mætti laga.

Mannsandinn leitar á gæfunnar mið

magnast og styrkist við Almættis hlið.

Þangað til erfiðið burtrekið verður,

Allsherjar kraftur til staðar þér bregður.

Reynist þér vel og þrótt til þín gefur,

aldrei á verðinum yfir sig sefur.


Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...

Gleðilega páska til fjölskyldu, vina og fleiri sem þetta lásu.

Gleðiboðskapur páskanna er engu líkur, einstakur á sinn hátt og dýrðlegur . Hann er lífskrafturinn og kærleikurinn sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum, Guðsmanninn sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkyn og með því opnaði dyrnar til eilífs lífs. Þessi kærleikur breytti breytti gangi mannkynssögunnar um ókomna framtíð. 

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6


Innlegg inn í daginn

Sami ljósgeislinn getur haft mismunandi áhrif á tvo hluti sem hann lýsir upp. Það fer eftir því hversu mikið ljós hver og einn hlutur dregur að sér eða varpar frá sér. Þannig getur sama reynslan haft áhrif á tvo einstaklinga á mismunnandi hátt.
Vegur til farsældar nr.1
 

 


Politísk rétthugsun...

Það er lögð mikil áhersla þessa dagana á pólitíska rétthugsun - segja og gera ekkert sem móðgað getur aðra - en andleg rétthugsun gengur lengra. Ekki vegna þess að samfélagslegar reglur krefjast þær heldur vegna þess að kærleikurinn laðar það fram.

Vegur til farsældar

 


Allir þurfa á hvatningu að halda...

ásmenn þurfa á hvatningu að halda að það sé tekið eftir hversu mikið þeir leggja á sig.
Vegur til farsældar nr. 2

Stundum verðum við þreytt á heiminum og eldumst hraðar en við vildum. Líttu á heiminn með augum barnsins og þú endurnýjar lífsþrótt þinn.
Vegur til farsældar nr. 1

Farsælar ákvarðanir mótast af því hvað sé rétt en ekki af því að breyta rétt.
Vegur til farsældar nr. 2


Farsælir leiðtogar

Hlutverk leiðtoga er tvíþætt; að sjá til þess að verkið sé unnið og að vera umhugað um þá sem vinna verkið. Leiðtogi, sem gerir vel æi því síðara, er mun líklegri til að ganga vel með það fyrra. 

6


Besta leiðin til að leiðrétta ágreining...

Besta leiðin til að leiðrétta ágreining er ekki fólgin í því hver hafi rétt fyrir sér heldur hvað sé rétt.

 

Já, þessi orð virka mjög vel í samskiptum en okkur hættir oft til að fylgja tilfinningunum í stað þess að reyna að stjórna þeim og jafna hlutina. Það þarf ekki að vera sammála um allt því að við upplifum hluti á mismunandi hátt og sjáum þá ekki eins. Það er mín reynsla að vera góður hlustandi sem getur breytt erfiðum aðstæðum í geislandi gleði. Þú ert að sigra með Guðs gefinni innri gleði sem "vonar allt og umber allt."

02 Febuary 2001 02


Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...

Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs, Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.


Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...

Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok dagsins minnir okkur á gleði í stað eftirsjár. 

 

Nýtt ár veitir ný tækifæri til nýs og betra lífs. Nýttu þér þau til fulls. 

 

Stefndu hærra, náðu lengra, afrekaðu meira - vegna þess að þú getur það!á 

 

Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs,Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.


Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband