MIKILVÆGAST AF ÖLLU

11.The-most-important-thing-636x322

 —Breyting á tilvitnun í 1. Kórintubréfi 13

Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður.

Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar kokkur.

Ef ég vinn við matargerð í Hjálpræðishernum, syng jólasöngva á hjúkrunarheimili og gef allt sem ég á í góðgerðarstarfsemi en sýni engan kærleika, þá græði ég ekkert á því.

Ef ég skreyti jólatréð með glitrandi englum og hekluðum snjóflyksum, mæti í ótal jólaboð og syng kantötu með kórnum en einbeiti mér ekki að Kristi, þá hef ég farið á mis við aðalatriðið.

Ef þú sýnir kærleika, þá hættir þú að elda til þess að faðma barnið þitt að þér. Ef þú ert kærleiksrík, hættir þú að skreyta til þess að kyssa eiginmanninn. Kærleikurinn er hlýr og vingjarnlegur þrátt fyrir strit og þreytu. Kærleikurinn kemur í veg fyrir öfund í garð nágrannans sem hefur dekkað fallegt jólaborð með postulíni og jóladúkum.

Kærleikurinn kemur í veg fyrir óp og öskur á börnin að vera ekki fyrir. Í staðinn gerir kærleikurinn það að verki að allir þakka fyrir það að þau séu þarna, einmitt til þess að vera fyrir. Ef þú sýnir kærleika, þá gefur þú ekki bara þeim gjafir sem geta gefið þér gjafir, heldur gleðst yfir því að gefa þeim sem ekki geta það.

Kærleikurinn eflir biðlund gagnvart öllu, hann styrkir trú á alla hluti, styrkir von um góða hluti og eflir þolinmæði. Ef þú ert kærleiksrík/ur mistekst þér aldrei. Geisladiskar munu koma til með að rispast, leikföng að gleymast, ný tölva mun verða úrelt en besta gjöfin, kærleikurinn, mun endast.

Á meðan við erum að rembast við að gera innkaupalista og senda út boðskort í dæmigerðu desemberveðri, þá er gott að vera minnt/ur á að það er til fólk í kringum okkur sem er umstangsins virði og fólk sem finnst það sama um okkur. Jólin tengja okkur saman með þráðum kærleika og væntumþykju sem ofnir eru á hinn einfaldasta og öflugasta hátt.

—Donald E. Westlake (1933–2008)

 

Gefðu af þér gleði,

gefðu söng í hjarta,

sýndu samkennd þína

sem varir alla ævi.

Sendu glaðvær skilaboð,

rétt' út hjálparhönd,

segðu þreyttum nágranna:

„Jesús skilur allt!“

Sendu nýjar fréttir

fjarlægs vinar til;

gefðu blóm úr garði

með ljáðri bók.

Þvoðu diska kvöldsins,

þurrka ryk í stofu;

gefðu bæn um að lyfta

mannsins drunga og deyfð!

Gefðu gjöfina að deila,

gefðu vonargjöf;

ljós af blikandi kerti trúar

til handa þeim sem fálma

hægt í gegnum skugga.

Linaðu daga drunga

þeirra týndu og aleinu.

Gefðu æ af sjálfri/um þér, ALLTAF.

Margaret E. Sangster (1838 – 1912) (Þýtt á í íslensku)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband