Hamingjan...

Við konan mín höfðum gert ráð fyrir að halda litla veislu með fáum vinum og vandamönnum á heimili okkar, á fyrsta afmælisdegi Audrey, dóttur okkar; þess í stað endaði veislan í formkökuhúllumhæ á veitingastaðnum sem afi hennar og amma stýra. Það skal viðurkennt að þetta var líklega gert í þágu allra hinna. Audrey gerði mest af því að virða hin gætilega fyrir sér í örygginu sem fólst í því að sitja á handlegg einhvers og hún neitaði algjörlega að láta taka mynd af sér við eina kertið þrátt fyrir hvatningu í þá veru.

Fólk talar um hversu hratt tíminn líður og mér finnst það sannarlega líka. Kannski er það vegna þess að ég er að eldast. Þegar ég var barn að aldri virtust dagar, vikur og mánuðir – að maður tali nú ekki um ár – líða svo hægt. Nú virðast aðeins nokkrar vikur síðan ég sá Audrey í fyrsta skipti. Ég man svo vel eftir þeim degi ásamt öllum hinum fyrstu áhrifunum og tilfinningunum sem hún vakti, eins og þegar hjúkrunarfræðingurinn baðaði Audrey í fyrsta skipti og síðan þegar hún sofnaði í fyrsta skipti í fangi mér.

Áður en hún fæddist heyrði ég foreldra oft tala um ánægjuna við það að eiga börn en ég sannfærðist ekki um það. Voru þeir ekki stressaðri, þreyttari og líf þeirra erilsamara en áður? Áttu þeir ekki minni frítíma? Fóru þeir ekki hjá sér þegar börnin hvolfdu matardiski eða relluðu þegar þau voru þreytt; mislíkaði þeim ekki hvernig þau héldu sér í þá eða voru sífellt að óhlýðnast þeim? Ég var viss um að ég yrði þannig. Þótt mér þætti skemmtilegt að umgangast börn annarra fannst mér að ég myndi taka minn eigin tíma og þægindi fram yfir að sjá um eigin börn.

Hins vegar get ég núna ekki ímyndað mér lífið án Audrey. Hvert bros, hver hlátrasköll, hver uppgötvun sem hún gerir, hvert nýtt leikfang sem hún ræður við, hvert dýrahljóð sem hún nær að herma eftir, fyllir mig dýpri hamingjutilfinningu og þakklæti fyrir nærveru hennar í lífi mínu. Síðasta uppgötvun hennar er að skríkja upp yfir sig en það virkar vel til þess að ná athygli minni þegar hún vill leika sér við mig eða láta lesa fyrir sig en jafnvel það minnkar ekki ástina sem ég ber til hennar eða hamingjutilfinninguna sem hún veitir.

Maður gæti haldið að Guð, himneskur faðir okkar, færi hjá sér við skort okkar á visku, yrði þreyttur á eilífri þörf okkar fyrir Hann og vera leiður vegna annmarka okkar. En Guð verður aldrei leiður á okkur né þreyttur á að umgangast okkur.

-Samuel Keating er verkefnisstjóri við Tengsl tímaritið og býr í Mílanó, Ítalíu.

 

Kærleikur í verki    

Sýndu fólki ósvikinn kærleika og umhyggju og þú munt ekki eiga erfitt með að eignast vini. Fólk getur ekki komist hjá því að laðast að manneskju sem er elskuleg. Þeim sem fellur vel við annað fólk er einstaklingur sem öðru fólki líkar við. Þegar þú fylgir Gullnu reglunni “Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” mun fólk laðast að þér eins og býflugur að hunangi. Fyrr eða síðar mun það gjalda líku líkt. Það er eitt af gleðiefnum við að þekkja og elska Jesú og fylgja Gullnu reglunni.

  • Shannon Shayler

 

"Persónuleg leit að eigingjarnri hamingju og ánægju leiðir ekki til hamingju, heldur leiðir það til hamingju að finna Guð og færa líf Hans öðrum og færa þeim hamingju. Þá leitar hamingjan þig uppi og umlykur þig, jafnvel án þess að þú leitir hennar. Leitaðu að einhverjum sem þú getur glatt, þá finnur hamingjan þig. Vertu svo upptekin/n við að reyna að gera einhvern annan hamingjusaman, þá geturðu ekki komist hjá því að vera hamingjusamur/söm. Sýndu öðrum óeigingjarna ást og þau munu elska þig meira en nokkurn annan." – 

 

Við skulum elska hvort annað í meira mæli. Við skulum gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Við skulum láta kærleika Guðs skína í gegnum okkur og birtast í meiri fyrirgefningu, meiri skilningi, meiri samskiptum, meiri sameiningu, meiri stuðningi, velvilja, kærleika og í raunhæfum, umhyggjusömum verkum.

Við skulum gefa af tíma okkar. Við skulum vera hlustendur. Opnum hjarta okkar og líf fyrir öðrum. Við skulum vera fljót að fyrirgefa og gleyma. Við skulum leggja okkur fram við að gæta bróður okkar. Við skulum ekki halda aftur af einfaldri væntumþykju sem miðlar á dásamlegan hátt kærleika Guðs. Við skulum reyna eftir fremsta megni að vera gott fordæmi. Við skulum vera sterkar axlir sem hægt er að halla sér að og gráta við. Við skulum ekki vera fljót að draga ályktanir eða dæma óréttmæta dóma en frekar láta fólk njóta vafans þegar það á í erfiðleikum. Við skulum bera byrðar hvers annars og uppfylla þannig æðsta boðorð Guðs: miðlun kærleika. Við skulum öll keppa að því að vera dæmi um skilyrðislausan kærleika Guðs. – Maria Fontaine

 

Allir hafa áhrif. Þegar ein manneskja gengur fram í kærleika hvetur hún aðra til að fara eins að. Ef þú aðeins sýnir ástúð, mun einhver annar grípa anda þess á lofti. Kærleikur í verki er svo smitandi og hann berst út frá hjarta til hjarta. Ef ástríki skín af okkur, munu aðrir endurvarpa því. D.B.B.

 

Kærleikur getur komið af stað dásamlegri keðjuverkun. Þegar einstaklingur hefur frumkvæði að því að elska aðra setur hann í gang keðjuverkun kærleika sem endist og endist og endist. Einfalt kærleiksverk, hlýtt orð eða jafnvel ástrík hugsun er það eina sem þarf. Kærleikur fæðir af sér kærleika. - S.S.  

 

 

Elska                                                     (page 5, omit)

Eftir Phillip Lynch

Í fyrstu þegar ég hóf að lesa Biblíuna var orð sem dró að sér athygli mína “elska” (kærleikur). Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég las setningar eins og: “Og ég mun festa þig mér eilíflega og ég mun festa þér mér í réttlæti og réttvísi, í kærleika og miskunnsemi” 1) eða “með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig.” 2) eða “leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn” 3) eða “Um daga býður Drottinn út náð sinni og um nætur syng ég honum ljóð, bæn til Guðs, lífs míns.” 4)

Í sumum enskum þýðingum eru orð eins og “stöðugur kærleikur,” “miskunn” eða einfaldlega “kærleikur” notuð í staðinn fyrir “elska,” og ég sakna þess orðs. Það virðist í einu orði ná yfir merkingu sem Guð hefur ríkasta fyrir mér (það virðist skilgreina merkingu Guðs best fyrir mér). Það er þýðing á hebreska orðinu chased og Miles Coverdale þrykkti það fyrir löngu, einn af fyrstu þýðendum Biblíunnar á ensku. Í grískum og latneskum þýðingum sem áttu sér stað á undan enskri þýðingu Coverdales hafði chased verið þýtt með orðunum eleos og misericordia á hvoru máli en var ámóta og íslenska orðið “náð.”

Náð er dásamlegur hlutur og við getum virkilega orðið sammála um að Guð er fullur náðar en Coverdale varð þess áskynja að orðið hafði blæbrigðaríkari og dýpri merkingu, þannig sátum við uppi með hið dásamlega orð “elska.” (Lovingkindness) Greinilega voru síðari tíma fræðimenn sammála um það því orðið barst yfir í aðrar þýðingar á fyrstu öldum enskrar þýðingar, t.d. Tyndales og Authorized (heimil) útgáfan eða King James Version.

Þegar kærleikur umlykur mannfólkið – a.m.k. í huga okkar – vegna Valentínusardagsins, finnst mér við hæfi að rifja upp þennan dásamlega kærleik sem Guð ber til okkar. Jóhannes greip kjarna Guðs í hinni dásamlegu yfirlýsingu: “Guð er kærleikur” 5) Það er greinilegt að margir höfundar Biblíunnar sem höfðu verið uppi öldum eða árþúsundum áður, skildu þetta líka. Þeir höfundar sem þekktu Guð til fulls vissu að Hann bar umhyggju fyrir fólki með elsku. (að Hann bar elsku til þeirra)

Þeir sem telja Guð dómharðan og reiðan og vilja murka lífið úr þeim sem dirfast að reita Hann til reiði, líta í höfuðatriðum á Hann sem Guð Gamla testamentisins. Sú skoðun byggist mikið á vali og hefur að engu samskipti sem Guð hefur við meirihluta mannkyns. Guð hefur alltaf elskað okkur. Það er í eðli Hans. Þótt Hann vildi það ekki gæti Hann ekki látið það vera. Hann er að sjálfsögðu fær um hvað sem er, nema að fara gegn eigin eðli. Þannig heldur Hann áfram að ausa yfir okkur elsku og ég er persónulega feginn því!

  • Phillip Lynch er rithöfundur og álitsgjafi í andlegum málum og heimslitafræðum og býr í Atlantic, Kanada.
  • 1) Hósea 2:19
  • 2) Jeremía 31:3
  • 3) Sálmarnir 103:4
  • 4) Sálmarnir 42:9

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1134

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband