Færsluflokkur: Bækur

Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem Guð einn getur gefið ef við stöldrum við og gefum okkur tíma.

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6Hrifningin veitir þér gleði og glans,

hertu þig upp og bregð´ þér í dans.

Um er að gera og farsæld uppskera,

átt allt sem þarf með þér að bera.

 

Fylgi þér gæfa um ókomna daga

gegnum allt sem enn mætti laga.

Mannsandinn leitar á gæfunnar mið

magnast og styrkist við Almættis hlið.

Þangað til erfiðið burtrekið verður,

Allsherjar kraftur til staðar þér bregður.

Reynist þér vel og þrótt til þín gefur,

aldrei á verðinum yfir sig sefur.


Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...

Gleðilega páska til fjölskyldu, vina og fleiri sem þetta lásu.

Gleðiboðskapur páskanna er engu líkur, einstakur á sinn hátt og dýrðlegur . Hann er lífskrafturinn og kærleikurinn sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum, Guðsmanninn sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkyn og með því opnaði dyrnar til eilífs lífs. Þessi kærleikur breytti breytti gangi mannkynssögunnar um ókomna framtíð. 

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6


Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...

Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs, Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.


Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...

Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok dagsins minnir okkur á gleði í stað eftirsjár. 

 

Nýtt ár veitir ný tækifæri til nýs og betra lífs. Nýttu þér þau til fulls. 

 

Stefndu hærra, náðu lengra, afrekaðu meira - vegna þess að þú getur það!á 

 

Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs,Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.


Jólin eru nokkurs konar töfratími...

k2.items.cache.02465e9ee395604fff849b7af2f9a088_Lnsp_528
Gleðilega jólahátíð, kæru ættingjar og vinir með ósk um farsæld á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir gamlar og góðar liðnar stundir. Jólin eru nokkurs konar töfratími þegar kærleika og gjöfum er deilt á meðal ættingja og vina. Það sem skiptir mestu máli er það að um jólin minnumst við fæðingar Jesú Krists sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur hvert og eitt. Vonandi hafa sem flestir átt dásamlegar stundir á þessum tíma, fullir af lífskrafti og viljastyrk til þess að takast á við allar þær áskoranir sem nýja árið ber í skauti sér.


Lykill að velgengni...

Þegar fLykill að velgengniólk lítur upp til þín þá hefur þú kjörið tækifæri til að hjálpa því að uppgötva hæfileika sína og fá að vita hvað í því búi. Það fylgir því engin farsæld fyrir stjórnanda ef hann/hún krefst þess að ráða og stjórna öllu.

Að hafa rétt fyrir sér eða njóta velgengni þarf ekki að vera á kostnað annarra. Léttu öðrum byrðarnar, sýndu  þeim ljúfmennsku og kærleika og þér mun farnast vel. 

 

 


Í morgunsárið...

Frelsið

 

Þegar sortinn sækir þig á 

og sækist eftir þér að fá.

Frelsisandinn faðmi þig,

hann færir þig á æðra stig.

 

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Ljósinu hleyptu að þér nú,

hamingja og gleði eflir trú.

 

Í hjarta þínu leiktu lag

sem leiðir af sér glaðan dag,

því gott er að hafa létta lund

leikandi sér á hverri stund. 

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Efni til íhugunar...

Þegar þú eldist kemstu  að raun um að sönn hamingja byggir ekki á því hversu miklu þú hefur komið til leiðar eða hversu mörgum prófgráðum þú hefur lokið eða hversu stórt hús þá átt eða hversu fínn bíllinn þinn er. Hún felst í því að öðlast frið, gleði og rósemi í lífinu  sem mun bráðlega verða það sem skiptir þig mestu máli. Fjölskyldan þín skiptir þig miklu máli, ást og vinátta skiptir þig miklu máli. Hlutir sem eru í gæðaflokki, en ekki bara í magni.


Innlegg inn í daginn...

Vaknaði nokkuð snemma í morgun en ekkert fyrr en venjulega því þetta er víst orðinn nokkurs konar vani.  Fórum að sofa tæplega 11:00 í gærkvöldi og hlustuðum fyrst á uppbyggilegt efni fyrir okkur sjálf til að fara inn í svefninn með jákvæðu hugarfari. 
Var nokkuð stirð en snaraði mér samt á þrekhjólið sem ég hafði ekki verið að nota sem skyldi en betra er seint en aldrei eins og máltækið segir. Lagði meiri stund á fara á hestbak og þjálfa miðtaugakerfið á þann veg. Mér hefur satt að segja reynst hestamennskan ákaflega góð aðferð til þjálfunar líkamans á svo margan hátt eins og alla fínvöðvana sem við stjórnum aðeins á takmörkuðu leyti. Þeir leynast út um allan líkamann og þegar þeir stirðna þá á maður erfitt með að stjórna förum sínum, sérstaklega í takmörkuðu og þröngu umhverfi og á ég erfitt með að þola þannig kringumstæður. Ég skynja takmarkað og þröngt umhverfi bæði andlega og líkamlega en það er heilt svið út af fyrir sig sem mér finnst mjög athyglisvert en getur verið erfitt að útskýra í stuttu máli en vonandi að ég fái tækifæri til að skilgreina þetta betur við annað tækifæri.. Það er erfitt að vera við kringumstæður þar sem ég verð að sitja í óþægilegum stól sem þýðir aðeins stóll sem er of hár fyrir mig eða passar einhvern veginn ekki og þreytir mig í mjóbakinu sem oft verður átakanleg stund.

Aftur að hjólinu: Ástæðan var ekki leti því mér finnst gaman að þjálfa þegar ég hef þrek til þess, jafnvel þegar ég dríf mig í hreyfinguna hvernig sem mér í raun og veru líður þá verður hún alltaf til góðs. 
Við gerðum nokkrar breytingar í gær og færðum skrifborðið mitt inn í skrifstofu mannsins míns, hjálparhelluna mína og hjólið inn í stofu þar sem skrifborðið var um nokkurt skeið.
Ég var eitthvað búin að kvarta yfir því að stýrið hallaðist of mikið fram sem var vægast sagt óþægilegt fyrir mig. 
Þetta var nú lagað í skyndi og það var ekki við manninn mælt því þetta var eins og nýtt þrekhjól væri komið í mínar hendur og nýtti ég mér tækifærið eins vel og ég gat. 
Um átta leytið komu meðulin til sögunnar og þurfti ég að búa mig undir næsta klukkutímann og hafa nóg að gera í því sem ég get eins og að þvo þvottinn og hengja hann upp og gengur það oftast nær ágætlega í hvaða ástandi sem er en get samt ekki brotið saman þvottinn í þótt ég sé fær um að gera ýmislegt annað og kalla ég þetta hægagangsástand og lýsi því eins og með bílinn þegar hann vantar eldsneyti eða er bensínlaus eins og fólk segir af gömlum vana. Þetta er aðeins lítill partur úr lífi mínu sem mig langaði að deila með þeim sem vilja kynna sér þetta fyrirbæri sem er vægast sagt mörgu fólki bæði fræðimönnum, og öðrum mikil ráðgáta. 
Ég las það einu sinni í erlendri bók að það sem þykir ómögulegt taki bara lengri tíma en ella. Nokkuð góð setning því til þess að sigrast á erfiðum málum hver sem þau nú eru þarf óbilandi þrautseigju, trúartraust og mikla djörfung.

Jæja, ég læt nú þetta nægja í bili en vonandi lesandi góður að þetta innlit inn í mitt líf geri þér gott. Varðandi þessi skrif mín þá er það ætlun mín að taka saman meira efni varðandi parkinsonsveikina en þetta er skrifað sem brot úr reynslusögu einstaklings með parkinsonskveiki. 

 

Að hugsa sér

HEILÖG JÓL

Meira virði en allt sem er,
meira en það sem fyrir ber,
meira en gjafir gefnar hér,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en snjókorn smá,
meira en ylur eldsins þá,
meira en ómur bjalla frá,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en leikur kær,
meira en sætur ilmur fjær,
meira en blómin mér svo nær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en ljósin skær,
meira en gleðin kristaltær,
meira en hvítur jólasnær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en vinur kær,
meira en tónninn ó, svo tær,
meira en tungli lýstur sær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en stjarnan er,
meira en orð frá vörum mér,
meira en hjartað fyrir sér,
er jólaandinn yfir mér.

R. A. Watterson
(Þýðing: Þórunn Hafstein)


Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband