Töfrar jólanna í hnotskurn

Töfrum hl08.following-star-636x322aðinn árstími

Fyrir fáeinum árum varði mjög hæfileikaríkur vinur minn mörgum klukkutímum í að búa til úr deigi dásamlega, margbrotna mynd af fæðingu Jesú í fjárhúsinu. Miðpunkturinn var fjárhúsið, en myndin náði miklu lengra til Betlehem og landslagsins í kringum það þorp.

Hann málaði byggingarnar í Betlehem og götur hennar voru þaktar fíngerðri möl, mosi var í görðunum og í brekkunum og stór íbúðarhús, hjallar, búðir, krár og margt fólk prýddi þorpið ásamt villiköttum sem voru á ferð.    

Aldrei gæti ég byggt nokkuð sem minnti á þessa smíð! Ef satt skal segja er nógu erfitt fyrir mig að brjóta saman pappír svo úr verði pappírsflugvél. Snilld þessa vinar  jafnaðist á við   fórnfýsi hans, þar eð hann gaf fólki myndina snemma á næsta ári.   

Ég var hrifinn af því hvernig myndin varpaði ekki aðeins ljósi á það sem átti sér stað í fjárhúsinu heldur líka hvað var að gerast á öðrum stöðum í þorpinu þá nótt. Það sýndi að frátöldum hirðingjunum sem sáu og heyrðu englasöng og lofsöng um Guð var flest fólk líklega að huga að eigin málum án þess að hafa hugmynd um hvað átti sér stað þessa nótt. 

Að sumu leyti er hlutunum svona fyrir komið enn þann dag í dag. Við getum farið í gegnum jólin án þess að upplifa þau til fulls. Þótt við njótum hátíðahaldanna getur dýpri merking jólanna farið fram hjá okkur.

Án vitundar flestra Betlehemsbúa átti unaðaslegur hlutur sér stað mitt á meðal þeirra, þessa nótt á fyrstu jólum og dásamlegur hlutur getur átt sér stað þetta árið hjá sérhverju okkar ef við höldum hjötum okkar opnum. Ef til vill er það ekki íburðarmikið eða stórt en ef við erum ekki miðvituð um það sem er að gerast gæti þetta farið framhjá okkur. Ég tel að jólin séu töfrandi tími og ég hlakka til  að finna leyndardóma þeirra. Ég vona að þú gerir það líka. 

 

Gleðileg jól!

 

Samuel Keating 

 


Hamingjan...

Við konan mín höfðum gert ráð fyrir að halda litla veislu með fáum vinum og vandamönnum á heimili okkar, á fyrsta afmælisdegi Audrey, dóttur okkar; þess í stað endaði veislan í formkökuhúllumhæ á veitingastaðnum sem afi hennar og amma stýra. Það skal viðurkennt að þetta var líklega gert í þágu allra hinna. Audrey gerði mest af því að virða hin gætilega fyrir sér í örygginu sem fólst í því að sitja á handlegg einhvers og hún neitaði algjörlega að láta taka mynd af sér við eina kertið þrátt fyrir hvatningu í þá veru.

Fólk talar um hversu hratt tíminn líður og mér finnst það sannarlega líka. Kannski er það vegna þess að ég er að eldast. Þegar ég var barn að aldri virtust dagar, vikur og mánuðir – að maður tali nú ekki um ár – líða svo hægt. Nú virðast aðeins nokkrar vikur síðan ég sá Audrey í fyrsta skipti. Ég man svo vel eftir þeim degi ásamt öllum hinum fyrstu áhrifunum og tilfinningunum sem hún vakti, eins og þegar hjúkrunarfræðingurinn baðaði Audrey í fyrsta skipti og síðan þegar hún sofnaði í fyrsta skipti í fangi mér.

Áður en hún fæddist heyrði ég foreldra oft tala um ánægjuna við það að eiga börn en ég sannfærðist ekki um það. Voru þeir ekki stressaðri, þreyttari og líf þeirra erilsamara en áður? Áttu þeir ekki minni frítíma? Fóru þeir ekki hjá sér þegar börnin hvolfdu matardiski eða relluðu þegar þau voru þreytt; mislíkaði þeim ekki hvernig þau héldu sér í þá eða voru sífellt að óhlýðnast þeim? Ég var viss um að ég yrði þannig. Þótt mér þætti skemmtilegt að umgangast börn annarra fannst mér að ég myndi taka minn eigin tíma og þægindi fram yfir að sjá um eigin börn.

Hins vegar get ég núna ekki ímyndað mér lífið án Audrey. Hvert bros, hver hlátrasköll, hver uppgötvun sem hún gerir, hvert nýtt leikfang sem hún ræður við, hvert dýrahljóð sem hún nær að herma eftir, fyllir mig dýpri hamingjutilfinningu og þakklæti fyrir nærveru hennar í lífi mínu. Síðasta uppgötvun hennar er að skríkja upp yfir sig en það virkar vel til þess að ná athygli minni þegar hún vill leika sér við mig eða láta lesa fyrir sig en jafnvel það minnkar ekki ástina sem ég ber til hennar eða hamingjutilfinninguna sem hún veitir.

Maður gæti haldið að Guð, himneskur faðir okkar, færi hjá sér við skort okkar á visku, yrði þreyttur á eilífri þörf okkar fyrir Hann og vera leiður vegna annmarka okkar. En Guð verður aldrei leiður á okkur né þreyttur á að umgangast okkur.

-Samuel Keating er verkefnisstjóri við Tengsl tímaritið og býr í Mílanó, Ítalíu.

 

Kærleikur í verki    

Sýndu fólki ósvikinn kærleika og umhyggju og þú munt ekki eiga erfitt með að eignast vini. Fólk getur ekki komist hjá því að laðast að manneskju sem er elskuleg. Þeim sem fellur vel við annað fólk er einstaklingur sem öðru fólki líkar við. Þegar þú fylgir Gullnu reglunni “Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” mun fólk laðast að þér eins og býflugur að hunangi. Fyrr eða síðar mun það gjalda líku líkt. Það er eitt af gleðiefnum við að þekkja og elska Jesú og fylgja Gullnu reglunni.

  • Shannon Shayler

 

"Persónuleg leit að eigingjarnri hamingju og ánægju leiðir ekki til hamingju, heldur leiðir það til hamingju að finna Guð og færa líf Hans öðrum og færa þeim hamingju. Þá leitar hamingjan þig uppi og umlykur þig, jafnvel án þess að þú leitir hennar. Leitaðu að einhverjum sem þú getur glatt, þá finnur hamingjan þig. Vertu svo upptekin/n við að reyna að gera einhvern annan hamingjusaman, þá geturðu ekki komist hjá því að vera hamingjusamur/söm. Sýndu öðrum óeigingjarna ást og þau munu elska þig meira en nokkurn annan." – 

 

Við skulum elska hvort annað í meira mæli. Við skulum gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Við skulum láta kærleika Guðs skína í gegnum okkur og birtast í meiri fyrirgefningu, meiri skilningi, meiri samskiptum, meiri sameiningu, meiri stuðningi, velvilja, kærleika og í raunhæfum, umhyggjusömum verkum.

Við skulum gefa af tíma okkar. Við skulum vera hlustendur. Opnum hjarta okkar og líf fyrir öðrum. Við skulum vera fljót að fyrirgefa og gleyma. Við skulum leggja okkur fram við að gæta bróður okkar. Við skulum ekki halda aftur af einfaldri væntumþykju sem miðlar á dásamlegan hátt kærleika Guðs. Við skulum reyna eftir fremsta megni að vera gott fordæmi. Við skulum vera sterkar axlir sem hægt er að halla sér að og gráta við. Við skulum ekki vera fljót að draga ályktanir eða dæma óréttmæta dóma en frekar láta fólk njóta vafans þegar það á í erfiðleikum. Við skulum bera byrðar hvers annars og uppfylla þannig æðsta boðorð Guðs: miðlun kærleika. Við skulum öll keppa að því að vera dæmi um skilyrðislausan kærleika Guðs. – Maria Fontaine

 

Allir hafa áhrif. Þegar ein manneskja gengur fram í kærleika hvetur hún aðra til að fara eins að. Ef þú aðeins sýnir ástúð, mun einhver annar grípa anda þess á lofti. Kærleikur í verki er svo smitandi og hann berst út frá hjarta til hjarta. Ef ástríki skín af okkur, munu aðrir endurvarpa því. D.B.B.

 

Kærleikur getur komið af stað dásamlegri keðjuverkun. Þegar einstaklingur hefur frumkvæði að því að elska aðra setur hann í gang keðjuverkun kærleika sem endist og endist og endist. Einfalt kærleiksverk, hlýtt orð eða jafnvel ástrík hugsun er það eina sem þarf. Kærleikur fæðir af sér kærleika. - S.S.  

 

 

Elska                                                     (page 5, omit)

Eftir Phillip Lynch

Í fyrstu þegar ég hóf að lesa Biblíuna var orð sem dró að sér athygli mína “elska” (kærleikur). Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég las setningar eins og: “Og ég mun festa þig mér eilíflega og ég mun festa þér mér í réttlæti og réttvísi, í kærleika og miskunnsemi” 1) eða “með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig.” 2) eða “leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn” 3) eða “Um daga býður Drottinn út náð sinni og um nætur syng ég honum ljóð, bæn til Guðs, lífs míns.” 4)

Í sumum enskum þýðingum eru orð eins og “stöðugur kærleikur,” “miskunn” eða einfaldlega “kærleikur” notuð í staðinn fyrir “elska,” og ég sakna þess orðs. Það virðist í einu orði ná yfir merkingu sem Guð hefur ríkasta fyrir mér (það virðist skilgreina merkingu Guðs best fyrir mér). Það er þýðing á hebreska orðinu chased og Miles Coverdale þrykkti það fyrir löngu, einn af fyrstu þýðendum Biblíunnar á ensku. Í grískum og latneskum þýðingum sem áttu sér stað á undan enskri þýðingu Coverdales hafði chased verið þýtt með orðunum eleos og misericordia á hvoru máli en var ámóta og íslenska orðið “náð.”

Náð er dásamlegur hlutur og við getum virkilega orðið sammála um að Guð er fullur náðar en Coverdale varð þess áskynja að orðið hafði blæbrigðaríkari og dýpri merkingu, þannig sátum við uppi með hið dásamlega orð “elska.” (Lovingkindness) Greinilega voru síðari tíma fræðimenn sammála um það því orðið barst yfir í aðrar þýðingar á fyrstu öldum enskrar þýðingar, t.d. Tyndales og Authorized (heimil) útgáfan eða King James Version.

Þegar kærleikur umlykur mannfólkið – a.m.k. í huga okkar – vegna Valentínusardagsins, finnst mér við hæfi að rifja upp þennan dásamlega kærleik sem Guð ber til okkar. Jóhannes greip kjarna Guðs í hinni dásamlegu yfirlýsingu: “Guð er kærleikur” 5) Það er greinilegt að margir höfundar Biblíunnar sem höfðu verið uppi öldum eða árþúsundum áður, skildu þetta líka. Þeir höfundar sem þekktu Guð til fulls vissu að Hann bar umhyggju fyrir fólki með elsku. (að Hann bar elsku til þeirra)

Þeir sem telja Guð dómharðan og reiðan og vilja murka lífið úr þeim sem dirfast að reita Hann til reiði, líta í höfuðatriðum á Hann sem Guð Gamla testamentisins. Sú skoðun byggist mikið á vali og hefur að engu samskipti sem Guð hefur við meirihluta mannkyns. Guð hefur alltaf elskað okkur. Það er í eðli Hans. Þótt Hann vildi það ekki gæti Hann ekki látið það vera. Hann er að sjálfsögðu fær um hvað sem er, nema að fara gegn eigin eðli. Þannig heldur Hann áfram að ausa yfir okkur elsku og ég er persónulega feginn því!

  • Phillip Lynch er rithöfundur og álitsgjafi í andlegum málum og heimslitafræðum og býr í Atlantic, Kanada.
  • 1) Hósea 2:19
  • 2) Jeremía 31:3
  • 3) Sálmarnir 103:4
  • 4) Sálmarnir 42:9

Þýðing jólanna

Jólin eru miknine_devotionals_largeilvæg hátíð hjá þeim sem eru kristnir. Þau eru tími einlægrar gleði því þá minnumst við fæðingar Frelsarans og þeirra atburða sem gerðust einmitt þá þegar Hann kom fyrst til jarðarinnar. Stundum erum við svo upptekin af öllu jólastússinu; fjölskylduboðum og því að sinna þörfum annarra, að við gefum okkur ekki nægan tíma til að leiða hugann að því stórkostlega undri sem fæðing Krists bar í skauti sér. Slíkt hefur stundum hent mig. Á þessu ári varði ég smátíma í það að athuga hvernig ég gæti einbeitt mér að því að gefa jólunum meiri andlega þýðingu; einbeita mér að þýðingu þeirra, sögu og því dásamlega undri sem jólin eru. Það er einlæg von mín að allt það, sem ég uppgötvaði, verði öðrum einnig til blessunar. Meira...


Mannblendni - list sem flestir þurfa að tileinka sér

 

 

“Hvern viltu heimsækja,” spurði litli dökkhærði hjúkrunarfræðingurinn þegar ég var að fá mér te í biðstofunni og var að krota í dagbókina mína.

“Frænda minn,” svaraði ég brosandi. “Hann er hins vegar sofandi svo ég bíð.”  

“Honum veitir ekki af gestum. Hann er enn bara barn,” sagði hún móðurlega. Þótt hann skagi yfir mig, næstum fullorðni frændi minn þegar hann er ekki að hrynja niður í sjúkrahúsrúmi, man ég enn búttaðar kinnar hans og fætur þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn þriggja mánaða gömlum.

Hjúkrunarfræðingurinn ásamt hjúkrunarmanninum fyrir utan herbergi frænda míns sem sýndi mér hvernig ég skyldi klæðast sóttvarnarbúningnum og töluðu hlýlega um frænda minn. “Við höfum áhyggjur af honum, stundum kemur enginn að heimsækja hann.” Ég kinkaði kolli til samþykkis þótt hann væri í einangrun og í efnameðferð, það var ekki eins og við gætum öll vaðið inn til hans hvenær sem er.

Nokkru seinna á meðan við frændi minn töluðum saman, fékk hann mér farsímanúmerið sitt og sagði að honum þætti vænt um að fólk hringdi til sín. Enn frekar en áður voru afsakanirnar gagnslausar. Hversu erfitt getur það verið að taka upp símann?

Ég var oft veik sem barn og unglingur og upp til tvítugs. Ég man að ég var skikkuð til að vera í rúminu á meðan kraftmeiri systkini og vinir hlupu um og hjóluðu og nutu ferska loftsins. Mér gramdist hvernig líkaminn starfaði ekki almennilega og það var erfitt að ráða við það. Það skipti miklu máli þegar fólk kom til mín og forvitnaðist um líðan mína. Vissulega fann ég til einmanaleika á meðan á sjúkdómi mínum stóð en núna þegar ég er heilbrigð stend ég mig að því að afsaka mig. “Ég þekki hann ekki það vel.” “Honum finnst ég áreiðanlega ekki svo spennandi.” “Til hvers ætti hann að vilja tala við eldri frænku sína?”

Nú til dags þegar við förum úr einu í annað, reynum að deila tímanum á milli vinnu og barna, milli heimilishalds og gæludýra, útréttinga og annarra skyldustarfa, hljótum við að lifa á tímaskeiði þar sem fólk er enn tímabundnara en áður fyrr. En þegar við mætum Jesú einn góðan veðurdag, segir Hann ekki: “Þú varst upptekin en samt hafðirðu tíma til að lesa þessa miklu skáldsögu og lakka táneglurnar. Gott hjá þér!” Af ljúfmennsku Sinni raðaði Hann gjörðum okkar í forgangsröð fyrir tveim þúsöldum síðan þegar Hann sagði: “:Því hungraður var ég, þyrstur, gestur, nakinn, sjúkur og í fangelsi og þér önnuðust mig.” 1) Síður merkilegir hlutir falla í skuggann þegar ljósi Jesú er beint að þeim.

 

Screen Shot 2012-01-04 at 23.57.12Sjá Matteus 25:34-40

 

 

  • Höf. Lani Woods 

  

  •  

 


Heilsteypt lýsing á kærleika

1. Korintubréf 13

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10 En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

11 Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

12 Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

13 En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society


EIN Á JÓLUNUM

10.Alone-christmas-636x322

Ég hafði verið að reyna að hugsa ekki um jólin. Ég kveið fyrir jóladeginum og vonaði að einhver engill kæmi inn í líf mitt og reddaði öllu saman. Ég reyndi jafnvel að láta sem þetta væri bara venjulegur dagur, ekki sérstakur dagur, í voninni um að einmanaleikinn hyrfi en ég gat ekki losnað við hann; jólin voru alls staðar í kringum mig og ég var alein. Það var enginn til staðar til að tala við, enginn til að hlæja með og enginn sem, gat óskað mér gleðilegra jóla.

Til þess að reyna að gleðja sjálfa mig, reyndi ég að minnast gleðilegra minninga til þess að fylla hugann. Ein minningin, sem skaust upp í kollinum, var um kennarann minn í sunnudagaskólanum. Hann var rólegur og vingjarnlegur maður sem varði töluverðum tíma með okkur börnunum og hafði lag á því að gera hlutina skemmtilega. Hann sagði að Jesús væri gleðigjafinn í sínu lífi. Þessi orð hans fóru í gegnum hugann þegar ég hugsaði til baka til bernskuáranna: „Taktu bara Jesú með þér.“

Myndi það virka? Ég íhugaði það. Ég var ein – enginn kæmi til með vita af þessu. Svo ég ákvað þá að gera Jesú að vini mínum allan daginn.

Við gerðum alla hluti saman; við drukkum heitt kakó við arineldinn, gengum saman um göturnar, hlógum og veifuðum til vegfarenda. Ég gat næstum fundið fyrir handlegg Hans utan um mig hvert sem ég fór og mér fannst ég heyra rödd Hans tala til mín. Með hvísli, sem var handan við ríki hins heyranlega hljóðs, sagði Hann mér að Hann elskaði mig – já, mig – og að Hann myndi ávallt vera vinur minn. Einhvern veginn vissi ég að ég myndi aldrei vera ein aftur.

Þegar ég lagðist til svefns þetta jólakvöld, var ég svo innilega hamingjusöm, það ríkti yfir mér friður og ég var alsæl. Þetta var svolítið skrítið en samt ekki. Ég hafði varið deginum með Jesú og ég vonaði bara að aðrir hefðu átt jafn hamingjuríkan jóladag og ég.

 

Ég er alls ekki einn, hugsaði ég með mér. Ég var aldrei einn. Þetta eru auðvitað skilaboð jólanna. Við erum aldrei ein; ekki þegar dimman grúfir sig yfir okkur og kaldur vindurinn blæs og heiminum virðist standa á sama. Því þetta er ennþá sá tími sem Guð velur. —Taylor Caldwell (1900–1985)

 

Sjá, Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. —Jesús, Matteus 28:20

Eftir Vivian Patterson

 


GERIR ÞETTA TIL FRAMBÚÐAR

02465e9ee395604fff849b7af2f9a088_LÞað er svo yndislegt að hugsa um jötuna, englana og nóttina þegar Jesús kom til jarðarinnar. Við einbeitum okkur að þessari hugsun í nokkrar vikur yfir jólahátíðina og ef til vill hugsum við um þetta öðru hvoru allt árið.

En þetta var aðeins hluti af enn yfirgripsmeiri mynd. Jesús skaust ekki bara niður á jörðina svo að englarnir gætu hvatt Hann til dáða. Það var upphafið í óendanleika eilífðarinnar. Alla daga eftir þessi fáu ár sem Jesús var á jörðinni hafa Hann og hinn Heilagi andi verið með þeim sem leita eftir návist Hans; Hann vinnur alla daga, líf eftir líf, að því að bænheyra þá sem þjást af hjartasorg.

Þolinmæði Guðs er alltaf til staðar þegar við fálmum eftir einhverju og hrösum um eitthvað eða flækjumst í vandræði. Honum er umhugað um hvert einstakt atriði í þínu lífi og mínu og Hann er skuldbundinn okkur að eilífu. Jesús gerir þetta til frambúðar.

Stærsta gjöfin, sem við getum fært Jesú í staðinn, er sú að deila fagnaðarboðskapnum um frelsun Hans með þeim sem eiga í baráttu og hafa villst af leið. Við getum átt von á himnasælu og upplifað huggun Heilags anda á erfiðum tímum, á meðan svo margir aðrir þekkja ekki eða treysta ekki á kærleika Guðs og horfast í augu við endalausa baráttu við að finna tilgang með lífinu og öðlast vitneskju um það að lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því.

Jafnvel þótt að allt það, sem við gerum til þess að hjálpa öðrum til að treysta á kærleika Guðs, sýnist smávægilegt í samanburði við þörfina, þá getur árangurinn leitt af sér ennþá betri niðurstöður en við getum nokkurn tímann ímyndað okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hluti undursamleika jólanna allt það sem hefur verið áorkað með svo smávægilegri byrjun. Það sem byrjaði með pínulitlu barni, í pínulítilli jötu, í pínulitlu þorpi og í pínulitlu landi, varð að stórri, eilífri gjöf til handa óteljandi mönnum og konum í tíma sem hefur engin takmörk.

Guð gerðist skuldbundinn okkur án endis og án takmarkana. Allir sem opna hjarta sitt gagnvart Honum geta verið vissir um öryggi alla tíð í örmum Hins Eina sem setur engin takmörk fyrir óendanleika kærleika Síns. Allt í einu, jafnvel sjónarspilið á himnum þá nótt með alla englana, virðist tilkomulítið í samanburði við þau undur sem Sjálfur Guð kom með til jarðarinnar til að færa þér og mér persónulega.

 


Að fylgja stjörnunni

Á hverjum jólum ímynda ég mér vitringana þrjá þar sem þeir fara gegnum eyðimörkina í leit að dularfullu stjörnunni. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir fara yfir heitan sandinn að deginum til og slá svo upp tjöldum á kvöldin. Hvergi á jörðinni er himinninn eins hlaðinn fegurð og dulúð og um stjörnubjarta nótt í eyðimörkinni! Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir sitja fyrir utan tjöldin og horfa undrandi upp til himins með engin önnur ljós sem truflað gætu hina einskæru listsnilli Guðs. Þessi nýja stjarna hafði ekki verið þarna áður. Hún hlýtur að hafa vakið undrun þeirra.

Þeir höfðu heyrt talað um komu Messíass, Hins smurða. Þeir höfðu lesið sér til um þetta í fornum bókum en nú lásu þeir þetta í stjörnunum.

„Tilgangurinn með fæðingu okkar var að fylgja þessum málstað eftir. Við verðum að fylgja stjörnunni.“

Svo þeir ferðuðust í trú sem að lokum leiddi þá til litla, nýfædda barnsins sem lá í fábrotinni jötu.

Þeir krupu í lotningu og hvísluðu. „Hann er Konungur konunganna.“

Þetta minnir mig á eigin leit.

Ég var enginn vitringur en ég hafði einnig komið auga á stjörnu. Hún skein ekki skært á himnum; hún lýsti ekki upp líf mitt en skin hennar snerti hjarta mitt. Áhrif hennar voru raunveruleg og það gerði mig órólegan.

Hvaðan kemur þetta ljós?

Það var eins og ljósið væri að kalla á mig til þess að svipta hulunni af leyndardómi þess.

Tilgangurinn með fæðingu minni var að fylgja þessum málstað eftir. Ég verð að fylgja ljósinu.

Og það var einmitt það sem ég gerði. Ég hóf leit að sannleikanum, án úlfalda, en ég fylgdi skini stjörnunnar.

Dag einn fann ég fjárhúsið.

Það geisaði stormur. Það var ausandi rigning þegar ég tók annan ferðamann tali.

„Þú ert að leita að Guði, ekki satt?“ spurði hann mig.

„Jú, það er ég. Hvar er Hann?“

Hann brosti og sagði: „Hann er hérna, tilbúinn til að vera Konungur hjarta þíns, ef þú vilt leyfa Honum það.“

Þann dag byrjaði stjarnan að skína í hjarta mér.

Stjarnan, sem vitringarnir fylgdu, er horfin en jólastjarnan í hjarta mér skín ennþá skært.

Höf: Lætur ekki nafns síns getið 

08.following-star-636x322


Guð á meðal okkar

Sumt fólk getur ekki skilið það hvernig Guð gat komið niður til okkar og verið hjúpaður mannlegum líkama. Mér finnst það ekkert undarlegt. Reyndar á ég létt með að trúa því vegna þess að ég sé Jesús fæðast í hjörtum manna á hverjum degi. Hann kemur og dvelur í hjörtunum og umbreytir lífi fólks. Fyrir mér er það stórkostlegt kraftaverk

Í Guðs orði stendur að eitt af titlum Jesú sé „dásamlegur“. „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðafaðir, Friðarhöfðingi.“1

Hann var dásamlegur, gekk um, gerði gott og læknaði alla sem voru undirokaðir.2 Hann var dásamlegur í dauða Sínum vegna þess að Hann dó fyrir þig og mig, við getum átt eilíft líf vegna þess.3 Hann var dásamlegur í upprisu Sinni: Vegna þess að Hann reis upp frá dauðum verðum við einnig reist upp frá dauðum.4 Núna er Hann dásamlegur í lífi eftir dauðann vegna þess að Hann lifir til þess að ganga á milli og miðla málum fyrir okkur.5

Það nægir ekki að Kristur, konungur konunganna, fæddist í Betlehem undir stjörnunni sem boðaði komu Hans; Hann verður að fæðast í hjörtum okkar.

Kannski hefurðu virt fyrir þér málverkið fræga eftir William Holman Hunt þar sem Jesús sést standa fyrir framan luktar dyr haldandi á lukt. Það fylgir sögunni að skömmu eftir að Hunt hafði lokið verkinu, sem varð frægasta málverk hans, hafi einhver sagt honum að hann hefði gert skissu; það vantaði hurðarhún.

„Ég gerði ekki skissu,“ svaraði Hunt. „Dyrnar eru dyr að hjartanu og aðeins er hægt að opna þær innan frá.“

Jesús getur ekki opnað dyr nema þeim sé lokið upp innan frá. Í Guðs orði stendur: „En þeim sem tóku við honum gaf Hann rétt til að verða Guðs börn.“6 Taktu á móti Honum inn í hjarta þitt. Hann mun umbreyta lífi þínu!

Ef þú hefur ekki enn tekið á móti dásamlegustu gjöf Guðs, Jesú Kristi, getur þú gert það nú með því að biðja eftirfarandi bæn:

Ég þakka þér, Jesús, fyrir að koma í heim okkar og lifa eins og einn af okkur. Þakka þér fyrir að deyja fyrir mig svo að ég geti átt eilíft líf á himnum. Fyrirgefðu allar misgjörðir mínar og fylltu líf mitt kærleika Þínum.

07.God-with-us-636x322


Hvers vegna fjárhúsið?

Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði Hann reifum og lagði Hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu. – Lúkas 2:7

Herra alheimsins hefði getað valið hvaða stað sem var fyrir Jesú að fæðast á. Það vekur upp spurninguna um hvers vegna Guð valdi fábrotinn stað þar sem húsdýr voru hýst og þeim gefið – fjárhús kom til greina þótt Hann hefði getað verið hellir eða gestaherbergi hjá ættingja.

Hægt hefði verið að hafa herbergið fullt af ilmandi heyi – þurrkuðum blómum og grasi sem hafði blómstrað í sumarblíðu áður en það var skorið niður og fegurð þess gerð að engu – eins og í tilfelli Jesú Sjálfs. Í Japan eru gólf samkvæmt hefðinni gerð úr nýslegnu grasi hrísgrjónaplantna sem nefnist tatami vegna þess að ilmurinn er svo góður. Kannski hafði Guð einnig smekk fyrir þeim ilmi. Heyið minnir okkur líka á hverfulleik lífsins.

Við fæðingu var Jesús umkringdur skynlausum skepnum – ef til vill asna, fuglum, kú, geit eða kindum. Um ævina leitaði Jesús uppi hina lágt settu og að lokum sagði Hann fylgjendum Sínum að boða öllu mannkyni fagnaðarerindið.1 Hann beindi orðum Sínum einkum að hinum lítillátu og niðurbrotnu, vændiskonum, skattheimtumönnum, fiskimönnum, börnum – hinum lægst settu í þjóðfélaginu. Hann kom til að leita að og bjarga hinum týndu. Hann umbreytti mönnum sem voru eins og burðardýr í syni og dætur Guðs.

Þá voru það jarðneskir foreldrar hans: auðmjúkur trésmiður og ung stúlka. Jesús hefði getað fæðst inn í efnaða fjölskyldu en Hann gerði það ekki. Jesús fetaði í fótspor föður síns þar til Hann var 30 ára og vann við að breyta óunnu timbri í nytsamleg ílát eða ker á sama hátt og Hann umbreytir enn í dag þeim sem koma til hans í leit að nýju lífi.

Englar buðu hópi tötralegra fjárhirða að koma til þess að sjá hinn nýfædda Jesú.2 Guð hefði getað látið hvern sem var koma til fjárhússins. Hann hefði getað kallað til æðstupresta, fræðimenn, doktora í lögum eða Farísea en Hann gerði það ekki. Guð sendi himneska herskara til fólks sem talið var síst trúrækið vegna þeirrar staðreyndar að starfi þeirra hindraði þá í að iðka margar helgiathafnir sem fylgdu trúnni. Kannski buðu englarnir fjárhirðunum til fjárhússins vegna þess að þeir voru auðmjúkir, týndu sauðirnir sem Jesús hafði komið til þess að frelsa.

Englarnir sögðu fjárhirðunum að þetta barn væri ekki nýfætt, venjulegt barn heldur hinn Fyrirheitni frelsari sem myndi færa hinum lítillátu góðu fréttirnar; sem myndi safna hinum sorgmæddu; sem myndi boða bandingjum lausn og bjóða hinum herteknu frelsi.3

Þegar þeir komu nær sáu þeir unga konu virða fyrir sér barnið sitt eins og aðeins móðir getur gert. Þótt ekki hafi verið fært til bókar að fjárhirðarnir gæfu barninu gjafir held ég að þeir hafi ekki komið tómhentir. Kannski færðu þeir afurðir köllunar sinnar; mjólk að drekka, ost að borða, ull til þess að verma hinn nýfædda, lambakjöt til að gera kjötkássu. Nú á dögum færa fjárhirðar í fjöllum Ítalíu þannig gjafir mæðrum sem nýlega hafa fætt barn.

Þegar fjárhirðarnir héldu leið sína voru þeir fagnandi, vitandi að þessi Drengur, sem fæddist fábrotnu og fátæku fólki, eins og þeir, átti eftir að verða endurlausnari hinna lítillátu – hinna hjartahreinu sem engillinn hafði blessað með friðaróskum.

Guð hefði ekki getað valið betri stað fyrir fæðingu Sonar Síns, Messíass, Jesú. Þótt það geti hafa þótt niðurlægjandi að fæðast við svo fábrotnar aðstæður, uppfyllti fæðingin áætlun Guðs. Hann velur oft leyndardómsfullar leiðir til þess gera undur sín.4 Hann gerði það þá og gerir það enn.

Höf: ónafngreindur

 

  1. Sjá Markús 16:15 
  2. Lúkas 2:8-12 
  3. Sjá Jesaja 61:1 
  4. Sjá Jesaja 55:9 

06.why-stable-636x322


Vonarskeyti Guðs

Norman Vincent Peale rithöfundur, sem þekktur er fyrir hvatningar sínar, skrifaði: „Jólin veifa töfrasprota yfir heiminn og sjá, allt er mýkra og fallegra.“ Þessi tilvitnun leiðir hugann að logandi eldi í arninum, fallegum sokkum sem hanga frá arinhillunni, sígrænu tré sem skreytt er glingri og englahári og í kringum það er vænlegur stafli af innpökkuðum gjöfum; hamingjusöm fjölskylda hefur komið sér þægilega fyrir í sófa. Hún fær sér kakó meðan verið er að lesa sögu fyrir börnin. Í gegnum gluggann sjást snjóflygsur sem falla mjúklega á alhvíta jörðina sem glitrar í tunglskininu. Er þetta hinn fallegi, mildi heimur sem hann ímyndaði sér?

Því miður virðast „fegurð og mýkt“ hvorki stemma við þær sorglegu myndir sem við horfum á í fréttunum eða á veraldarvefnum né þá sorglegu atburði nær okkur, til dæmis áföll vegna efnahagserfiðleika, atvinnumissis, sambandsslita og alvarlegra sjúkdóma eða ástvinamissis.

Samt sem áður verður maður var við hið „fagra og milda.“ Örlæti vina og tillitssemi fjölskyldu, hlýlegt viðmót ókunnugra og óþrjótandi vilji og dugnaður góðgerðarsamtaka við fjáröflun eru allt góð dæmi um það.

Þótt tilgangurinn sé góður er mannkærleikurinn ekki alltaf til staðar og getur brugðist. Það er hægt að hugsa lengra og dýpra, eins og presturinn Tom Cuthell skrifar: „Ár hvert endurtökum við söguna af þeim dásamlega atburði þegar Guð kom inn í þennan snarvitlausa heim og það vakti furðu okkar hvernig Guð gat komið okkur á óvart með kærleika sínum… Fæðing Jesú eru innileg andmæli gegn óbreyttum gangi mála í heiminum, gegn því að láta mannkynið um að bjarga sér sjálft og að skilja fólk eftir í fátækt sinni. Jesús er sá sem bjargar og Hann er öflug hjálp Guðs á meðal okkar; Hann er eina orðið í vonarskeyti Guðs til okkar.“

Svo ef til vill samþykkjum við skrif Hr. Peal eftir allt; að jólin geri lífið mýkra og fallegra, jafnvel þótt það fari ekki eftir því hvernig við höldum upp á þau og ekkert endilega vegna kærleikans sem við berum hvert til annars á jólunum. Því þegar allt kemur til alls, þá er það „eina orðið í vonarskeytinu“ sem gerir jólin „mjúk og falleg“; skeyti Guðs sem ekki er sent aðeins á jólahátíðinni, heldur berst það alla ævi og um ókomna tíð.

Höf: ónafngreindur 

05.telegram-636x322


Tími kraftaverka

Fyrir no04.A.time_.of_.miracles-636x322kkrum árum síðan bjó ég og starfaði í miðstöð fyrir sjálfboðaliða í litlu þorpi í Suður-Rússlandi. Viku fyrir jólin það árið skall á stórhríð sem olli því að aðal rafmagnsstrengur héraðsins fauk og slitnaði í sundur. Enginn vissi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara þar sem viðgerðarmennirnir þurftu að bíða eftir því að verðinu slotaði svo þeir gætu komist til svæðisins, sem orðið hafði fyrir skemmdunum og var staðsett í fjalllendi, og lagað strenginn.

Á meðan reyndu allir að komast af á sem bestan hátt. Allar stóru matvöruverslanirnar voru lokaðar og litlu búðirnar voru lýstar upp með kertum eða rafölum knúnum eldsneyti. Þar sem engin upphitun var til staðar, varð fljótlega kalt í húsunum. Fólk, sem einungis var með rafmagnseldavélar, kveikti upp eld utandyra til þess að elda matinn. Um leið og vatnsbirgðirnar í þorpinu þrutu, var ekkert vatn fáanlegt. Sem betur fer snjóaði um nóttina og við gátum brætt snjó til að drekka, þrífa og þvo okkur. Við kveiktum á kertum á kvöldin og sögðum sögur, sungum og við bjuggum til fígúrur svo við gætum búið til jólajötu.

Dagarnir liðu og ekkert rafmagn kom. Svo kom aðfangadagur og við veltum því fyrir okkur hvort við ættum nokkuð að setja jólaseríur á jólatréð eða hvort við ættum bara að hafa gamla háttinn á og nota kerti. Einn starfsbróðir okkar var hvergi banginn og sagði: „Ég ætla að setja jólaseríurnar á tréð og setja þær í samband. Guð getur gert kraftaverk og komið rafmagninu á í tæka tíð.“

Þegar við vorum að undirbúa kvöldmáltíðina á aðfangadag, var enn rafmagnslaust. Það var komið kvöld og allt var tilbúið. Búið var að leggja á borðið, búið að bera fram matinn. Við lutum höfði í bæn og færðum þakkir fyrir matinn og komu Krists til jarðarinnar sem lítið barn. Þegar við lukum bæninni og opnuðum augun gátum við næstum ekki trúað okkar eigin augum – öll ljósin í íbúðinni voru kviknuð og jólatréð var uppljómað og skein mikilfenglega. Tímasetningin var óaðfinnanleg! Verið getur að Guð hafi ekki sjálfur kveikt ljósin með yfirnáttúrulegum hætti en ég hef á tilfinningunni að Hann hafi átt þátt í því að ljósin kviknuðu einmitt á réttum tíma.

 

 


Undursamlegur viðburður

01-full-wonder-636x322

 Sagan um fyrsta helgileikinn um fæðingu Jesú, er vel þekkt og er hún uppistaða jólanna: Heilagur Frans af Assisi er samkvæmt hefðinni talinn hafa beðið íbúa þorpsins Grecchio að leika persónurnar í helgileiknum árið 1223. Eitt er víst að þessir „lifandi helgileikir“ urðu mjög vinsælir og þessi nýja hefð breiddist út um heiminn.

Vandinn var bara sá að þessir stóru leikir kröfðust margra leikenda og mikils undirbúnings. Á meðan á uppreisninni í Frakklandi stóð voru helgileikirnir bældir niður og búnir til umfangsminni leikir sem fjölskyldur gátu notið heima við.

Það sem þekktast var í þessum helgileikjum voru hinar litríku „santouns“, sem þýðir litlar, helgar verur á mállýsku Provence–héraðsins. Auk þeirra sem koma fram í Biblíunni, þ.e. fjölskylda Jesú, hirðingjarnir, englar og konungar – koma fram í þessum leikjum hversdagslegt fólk og venjulegir iðnaðarmenn og smákaupmenn.

Það er þó ein persóna sem þú þekkir kannski ekki strax en er ómissandi í helgileik í Provence–héraðinu. Hún kemur ekki með gjöf en lyftir höndum til himins og í svipnum má lesa lotningu og gleði. Þetta er Lou Ravi (hinn glaði). Á Ítalíu nefnist samsvarandi persóna Lo Stupido (hinn undrandi) og sameiginlegt einkenni þeirra er mikil lotning og undran. Þeir virðast koma tómhentir en færa í raun og veru fallegustu gjöfina; lotningu sína.

Við sem þekkjum svo vel söguna um tilurð jólanna getum auðveldlega fundið fyrir blessuninni sem henni fylgir. Fæðing Jesú verður hefðbundinn, endurtekinn atburður eins og hver annar. Þótt hún sé í raun allt annað en það. Sannleikurinn er þessi: Guð elskar okkur það mikið að Hann kom til jarðarinnar í mannslíki, Sonarins Jesú, svo við mættum kynnast Honum og læra að treysta Honum og elska Hann á móti.1 Við skulum ávallt varðveita hina barnslegu lotningu Lou Ravi vegna þessarar stórkostlegu gjafar!

  1. Sjá Jóhannes 3:16

Fögnuður, ekki fullkomleiki

 

03.Celebration-not-perfection1-636x322Ef þú líkist Mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds tónlistin þegar þú opnar gjafirnar og kannski hafa þær að geyma nákvæmlega það sem þig hefur ætíð langað í…

Mínar jólahátíðir hafa sjaldan verið það hrífandi eða fullkomnar. Jú, þær hafa verið bæði fallegar og skemmtilegar og ég hef myndað mér góðar minningar um þær en hugtök sem lýsa nokkrum af síðustu jólunum eru „róleg jól“ eða „óreiðukennd jól“. Engin þeirra voru neitt í líkingu við hin fullkomnu jól – en öll þeirra mynda sérstakar minningar sem eru mér dýrmætar.

Það er aðeins upp á síðkastið sem ég hef fellt mig við það að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Þau þurfa ekki að ganga fram af mér með töfrum ef aðeins kærleikur og vellíðan eru til staðar og maður gefur sér tíma til að heiðra fæðingu Jesú.

Þegar öllu er á botninn hvolft voru fyrstu jólin frekar skipulagslaus. Ef við ættum að endurskapa þau til fulls þyrftum við að vera heimilislaus, þreytt og á faraldsfæti í þeim eina tilgangi að láta skrá okkur vegna skattheimtu. Það hljómar ekki eins og þau hafi verið skemmtileg eða fullkomin hvernig sem á þau er litið! Og ofan á allt annað; að eignast barn og koma sér fyrir hjá kúm og kindum. Þessi lýsing hæfir nokkurn veginn versta degi lífs míns!

Hins vegar breytti Guð þessari nótt með töfrum sínum. Englar birtust fjárhirðum og ný stjarna skein á himni til þess að vísa vitringunum leið til hins nýfædda konungs. Ég þori að veðja að María og Jósep hafi ætíð metið mikils þessa brjálæðislegu nótt og oft sagt Jesú þessa furðulegu sögu í uppvexti Hans. Lífið nú á dögum getur einnig verið frekar óreiðukennt en Jesús mætir alltaf og færir okkur dásemd sína.

Þegar mér líst ekki á jólin mín þá bætir úr skák að finna leið til að gera jólin svolítið betri hjá einhverjum öðrum. Þegar ég var barn var fjölskylda mín vön að fara til elliheimila um jólin. Það var yndislegt að sjá þá gleði sem við færðum fólkinu þar. Með því aðeins að koma til fólksins varð það þess áskynja að það var ekki einsamalt eða gleymt og að sumum einstaklingum var umhugað um að syngja fyrir það eða færa því jólakort eða bara það sem við ákváðum að gera ár hvert.

Það er ekkert athugavert við að verja tíma í og halda upp á falleg jól og hafa hefðir eða vera með væntingar um að hafa hluti sem gera þau sérstök fyrir þig, fjölskyldu þína og vini; þú skalt aðeins muna það að hægt er að finna fegurð í óreiðunni. Guð hefur oft mætur á að vera þar sem kringumstæður eru ófullkomnar líkt og þegar Hann kom til fjárhússins fyrir löngu síðan og Hann getur hjálpað þér að einbeita þér að því sem gerir jólin sannarlega dásamleg.

Þegar ég skrifaði þessa grein gúglaði ég „ófullkomin jól“ og komst að því að ég var ekki ein í þeim hugleiðingum; margt fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hefur í gegnum árin uppgötvað það sama – að það verður að láta sér lynda ófullkomin jól.

Gordon Flett, prófessor við York háskólann í Kanada, tók eftir nokkru áhugaverðu: „Jólin vekja hughrif um þær væntingar að hlutirnir þurfi að vera hárréttir. Við höfum neytendamiðað samfélag sem segir okkur að ef þið hafið fullkomið útlit eða hafið unnið fullkomið afrek muni hið fullkomna líf fylgja í kjölfarið. Fólk hefur svo mikið fyrir því að ná ímynd þess fullkomna. Þegar jólin koma er það haldið streitu.“

Bloggari, sem heitir Sarah, skrifaði: „Stundum er auðvelt að láta lokka sig til að halda jól eins og Pinterest appið (Pinterest.com) segir til um varðandi fullkomin, rétt hönnuð, feit og svöl jól. Hugmyndin, sem liggur að baki, virðist vera sú að ef við skreytum fallega um jólin verði þau falleg og að með einhverjum hætti sé umhverfi okkar besta vísbendingin um innri frið og gleði og besta vörnin gegn veruleika eigin ófullkomleika á jólunum. Þetta árið… held ég mín ófullkomnu jól. Kannski vill enginn halda þau eða kosta en … ég sit hér núna í skini þúsund ljósa jólaseríu og ég elska þessi ófullkomnu jól og hina ófullkomnu fjölskyldu mína mjög mikið. Allt er á einhvern leyndardómsfullan hátt, rólegt og bjart.“

Um jólin höldum við hátíðlega komu Jesú til jarðarinnar við frekar ófullkomnar aðstæður en kærleikurinn, sem fylgdi fæðingu Hans, gerir daginn ógleymanlegan. Bestu minningarnar eru ekki endilega um jól sem urðu fullkomin, heldur um frekar brjálaða daga þegar ást fjölskyldu og vina umvafði okkur. Þegar við nemum staðar og hugleiðum hversu mikið við eigum Honum að þakka getum við sannarlega notið dásamlegra og ófullkominna jóla.

Ég kveð þig loks með fallegri hugsun annars bloggara: „Jólin snúast ekki um það að vera fullkomin. Þau eru lofgjörð til Mannsins sem bjargaði okkur frá hinni ómögulegu leit að fullkomnun“. 

 

BESTU JÓLIN

Bestu Jólin

02.The-best-christmas

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.

Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.

Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.

Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: „Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum!“ „Ég setti borðann á þennan!“ Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna – en áttum þó hvert annað.


Frelsið...

Frelsið

 

Leyfðu frelsi að faðma þig,

það mun þig færa á æðra stig.

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Hleyptu ljósi að um stund,

hamingja og gleði léttir lund.

Syngdu frá hjarta þínu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Páskarnir eiga ekki aðeins að vera minningardagur...

Lifandi von

http://activated-europe.com/is/lifandi-von/

02-Living.Hope

Ég óx upp á kristnu heimili og hef þekkt páskasöguna frá því ég var barn en það var ekki fyrr en í fyrra að ég uppgötvaði hvaða merkingu páskar hafa fyrir mig persónulega.

Á síðustu páskum dvöldu hugsanir mínar ekki við dýrð upprisu Krists, sigur góðs yfir hinu illa né jafnvel við bjarta dagrenningu fyrir utan gluggann minn. Aðeins einni viku áður hafði besta vinkona mín hringt og fært mér þær sorglegu fréttir að pabbi hennar hefði orðið bráðkvaddur nóttina áður. Hugur minn var enn í sjokki og ég harmi slegin. Hvernig gat líf tekið svo skyndilegan enda án þess að hægt væri að segja síðustu orðin eða kveðja. Mér varð hugsað til barnabarnanna sem munu vaxa úr grasi án þess að þekkja afa sinn og mér varð hugsað til vinkonu minnar sem mun ekki lengur njóta stuðnings né ráðlegginga föður síns og ekkjunnar sem myndi sakna elskulegrar nærveru eiginmanns síns.

Þegar ég las Biblíufræðslurit um páskana þar sem sagt var ítarlega frá síðustu klukkustundzunum í lífi Jesú, krossfestingunni og upprisunni, datt mér skyndilega í hug að dauði Frelsarans hefur í augum vina og lærisveina virst vera það hræðilegasta sem gæti gerst. Samt umbreyttist það yfir í dásamlegasta kraftaverk sem unnt var að ímynda sér: Sigur Krists yfir dauðanum. Ef von hlaust af svo hræðilegum atburði er hægt að finna slíka von nú á dögum? Ég hugsaði til vinkonu minnar sem þjáðist. Hvar var vonin í svona hörmulegum og ótímabærum dauða?

Augu mín staðnæmdust á Biblíuversi: “endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.” Þegar ég hugleiddi þessi orð gerði ég mér ljóst að kraftaverki páskanna lauk ekki fyrir 2000 árum með upprisu Jesú. Kraftaverkið hefur haldið áfram og borið með sér skilaboð um lifandi von gegnum aldirnar og yfir í 21. öldina.

Það skiptir ekki máli hversu dimmar horfur eru nú á dögum, ný, stórkostleg dagrenning nálgast. Þegar Jesús bjó sig undir að yfirgefa lærisveina Sína, gerði Hann það með þeim orðum að vegna þess að Hann lifir, lifa þeir (og við) einnig.

Páskarnir eiga ekki aðeins að vera minningardagur sem haldinn er einu sinni á ári, heldur eru þeir lifandi von í hjarta okkar allt árið. Eins örugglega og að sólin rís á morgnana getum við sagt skilið við þá sorg og þjáningu sem við stöndum frammi fyrir og risið upp aftur með endurnýjaðri trú og huggun í eilífum kærleika Guðs.

  1. 1 Pétursbréf 1:3 â†©
  2. Sjá Jóhannes 14-19 â†©

 


Lykill að velgengni...

Þegar fLykill að velgengniólk lítur upp til þín þá hefur þú kjörið tækifæri til að hjálpa því að uppgötva hæfileika sína og fá að vita hvað í því búi. Það fylgir því engin farsæld fyrir stjórnanda ef hann/hún krefst þess að ráða og stjórna öllu.

Að hafa rétt fyrir sér eða njóta velgengni þarf ekki að vera á kostnað annarra. Léttu öðrum byrðarnar, sýndu  þeim ljúfmennsku og kærleika og þér mun farnast vel. 

 

 


Parkinsonveiki og sjúkraþjálfun á hestbaki

Endurhæfing eða sjúkraþjálfun á hestbaki hefur haft ákaflega góð áhrif á mig til að bæta heilsuna og er ég fullviss um á hún hefur haft drjúgan þátt í því að halda einkennum parkinsonveikinnar í skefjum. Reiðmennska og sjúkraþjálfun á hestbaki eiga virkan þátt í því að halda vöðvum og vefjum líkamans mjúkum og sveigjanlegum og sporna við stífum og hægum hreyfingum sem geta verið mjög sársaukafullar á meðan það ástand gengur yfir. 

Mér hefur tekist að halda lyfjanotkuninni í skefjum sem fylgir þessum sjúkdómi sem er mikill sigur í sjálfu sér og kemur í veg fyrir mjög óþægilegar aukaverkanir sem erfitt er að ganga í gegnum og þola á meðan þær vara. 
 
Guðbjörg Sigurðardóttir

Í morgunsárið...

Frelsið

 

Þegar sortinn sækir þig á 

og sækist eftir þér að fá.

Frelsisandinn faðmi þig,

hann færir þig á æðra stig.

 

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Ljósinu hleyptu að þér nú,

hamingja og gleði eflir trú.

 

Í hjarta þínu leiktu lag

sem leiðir af sér glaðan dag,

því gott er að hafa létta lund

leikandi sér á hverri stund. 

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband