Guð á meðal okkar

Sumt fólk getur ekki skilið það hvernig Guð gat komið niður til okkar og verið hjúpaður mannlegum líkama. Mér finnst það ekkert undarlegt. Reyndar á ég létt með að trúa því vegna þess að ég sé Jesús fæðast í hjörtum manna á hverjum degi. Hann kemur og dvelur í hjörtunum og umbreytir lífi fólks. Fyrir mér er það stórkostlegt kraftaverk

Í Guðs orði stendur að eitt af titlum Jesú sé „dásamlegur“. „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðafaðir, Friðarhöfðingi.“1

Hann var dásamlegur, gekk um, gerði gott og læknaði alla sem voru undirokaðir.2 Hann var dásamlegur í dauða Sínum vegna þess að Hann dó fyrir þig og mig, við getum átt eilíft líf vegna þess.3 Hann var dásamlegur í upprisu Sinni: Vegna þess að Hann reis upp frá dauðum verðum við einnig reist upp frá dauðum.4 Núna er Hann dásamlegur í lífi eftir dauðann vegna þess að Hann lifir til þess að ganga á milli og miðla málum fyrir okkur.5

Það nægir ekki að Kristur, konungur konunganna, fæddist í Betlehem undir stjörnunni sem boðaði komu Hans; Hann verður að fæðast í hjörtum okkar.

Kannski hefurðu virt fyrir þér málverkið fræga eftir William Holman Hunt þar sem Jesús sést standa fyrir framan luktar dyr haldandi á lukt. Það fylgir sögunni að skömmu eftir að Hunt hafði lokið verkinu, sem varð frægasta málverk hans, hafi einhver sagt honum að hann hefði gert skissu; það vantaði hurðarhún.

„Ég gerði ekki skissu,“ svaraði Hunt. „Dyrnar eru dyr að hjartanu og aðeins er hægt að opna þær innan frá.“

Jesús getur ekki opnað dyr nema þeim sé lokið upp innan frá. Í Guðs orði stendur: „En þeim sem tóku við honum gaf Hann rétt til að verða Guðs börn.“6 Taktu á móti Honum inn í hjarta þitt. Hann mun umbreyta lífi þínu!

Ef þú hefur ekki enn tekið á móti dásamlegustu gjöf Guðs, Jesú Kristi, getur þú gert það nú með því að biðja eftirfarandi bæn:

Ég þakka þér, Jesús, fyrir að koma í heim okkar og lifa eins og einn af okkur. Þakka þér fyrir að deyja fyrir mig svo að ég geti átt eilíft líf á himnum. Fyrirgefðu allar misgjörðir mínar og fylltu líf mitt kærleika Þínum.

07.God-with-us-636x322


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband