Færsluflokkur: Trúmál

Páskar - hin mikla hátíð!

Easter—Yesterday, Today, and Forever!

Páskar-í gær, í dag og að eilífu!

Samantekið efni eftir Peter Amsterdam 

Hvaða skilning lögðu upprunalegir lærisveinar Jesú á upprisuna, allir þeir sem trúðu á hann á meðan hann bjó hér á jörðu? Hvernig túlkum við þetta nú á dögum?

Um það leyti sem Jesús neytti sinnar síðustu kvöldmáltíðar, ásamt fylgjendum sínum aðeins nokkrum klst. áður en hann var handtekinn, sakfelldur og dæmdur til dauða, gátu þeir skilið að Jesús væri hinn raunverulegi Messías (frelsarinn sjálfur) sem spámenn Gamla Testamentisins höfðu sagt fyrir um. Samt sem áður var skilningur þeirra nokkuð frábrugðinn þeim sem við þekkjum í dag.

Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld trúðu því statt og stöðugt að Guð myndi senda þeim Messías og samkvæmt  túlkun þeirra á Ritningunni áttu þeir við jarðneskan konung sem leysa myndi Ísrael undan kúgun og yfirráðum annarra þjóða sem beittu þá ofbeldi árþúsundum saman. Samkvæmt þessum skýringum átti land fyrirheitanna að vera jarðneskt ríki.

Skilningur lærisveinanna að Jesús væri Messías til andláts hans var enn sá sami og sama túlkunin. Þeir bjuggust við því að Jesús myndi verða smurður til jarðnesks konungs í landi Ísraels. Þetta hefur fastlega verið hvatningin á bak við beiðni þeirra bræðra Jakobs og Jóhannesar að fá að sitja til hægri við Jesú og til vinstri handar við hann þegar hann kæmist til valda. Með öðrum orðum, þeir vildu fá stöður frammámanna þegar hann 

myndi ráða ríkjum í Ísrael. Jafnvel eftir upprisuna, létu þeir samt sem áður ekki af að spyrja Jesú hvenær hann myndi endurreisa Ísrael eins og það væri jarðneskt ríki.

Nýafstaðnir atburðir ýttu undir tilhlökkun þeirra. Þegar þeir sáu stóra hópa fólks flykkjast inn til Jerúsalem yfir páskahátíðina veifa pálmagreinum og hylla Jesú sem konung. Það hlýtur að hafa verið spennandi fyrir lærisveinana! Þeir pílagrímar sem ekki vissu hver hann var eða hvað væri eiginlega að gerast beindu spurningum sínum að fylgjendunum sem svöruðu: „Það er spámaðurinn Jesús.“ Allan tímann sem hann starfaði, læknaði Jesús fjölda sjúkra, mettaði þúsundir á yfirnáttúrulegan hátt, talaði Guðs Orð með valdi, og hann hafði nýlega reist vin sinn Lazarus upp frá dauðum. Vinsældir hans voru í hámarki og svo virðist sem fólk hafi haft miklar væntingar um að hann væri hinn væntanlegi Messías.

Þrátt fyrir þetta allt saman var öllum það augljóst að hér var ekki allt með felldu. Innan fárra daga var Jesús ranglega ákærður og grimmilega tekinn af lífi eins lítillækkandi og hægt var. Messíasi var ætlað að draga heiðingjana fyrir dóm en ekki að þola sjálfur óréttvísi af þeirra völdum.

Þú getur rétt ímyndað þér hversu hrikaleg þessi átakanlega atburarás hlýtur að hafa verið fyrir lærisveinana! Kennimaðurinn sem þeir fylgdu, ástkæri Meistari þeirra sem þeir voru vissir um að væri Messías, var dáinn. Þeir áttu við mikla óvissu að stríða og skorti kjark til að standast þessa raun, en eins og sjá mátti á tveimur þeirra sem voru á göngu í þorpinu Emmaus á degi upprisunnar. Hinn upprisni Jesús nálgaðist þá og hóf göngu með þeim. Í tengslum við að segja frá atburðunum sem voru að gerast, sögðu þeir: „Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael.“ Þeir voru vondaufir og harmi slegnir vegna dauða hans.

Upprisan kom til með að breyta þessu öllu! Guð vakti hinn svokallaða ‛misheppnaða’ Messías upp frá dauðum. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir því hjá Gyðingum að Messías yrði reistur upp frá dauðum, svo það leit ekki út fyrir að lærisveinarnir eða Gyðingar almennt væru að bíða eftir að sjá hvort Jesús myndi uppfylla nokkra spádóma í því efni.

Stuttu fyrir atburðina hafði æðsti presturinn komist að þeirri niðurstöðu að Jesús skyldi deyja og mælti: „Ef vér leyfum honum að halda svona áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.“

Við yfirheyrsluna spurði æðsti presturinn Jesú hvort hann væri Kristur? Eftir að hafa heyrt Jesú gefa jákvætt svar og hlustað á Jesú vitna í Danielsbók um Manns-soninn sitjandi til hægri handar Guðs, sökuðu æðsti presturinn og þeir sem með honum voru hann um guðlast sem samkvæmt þeirra lögum var dauðarefsivert. 

Pontíus Pílatus, rómverski landshöfðinginn dæmdi Jesú til dauða af því að hann sagðist vera konungur. Það leit út fyrir að Pílatusi fyndist engin raunveruleg ógn stafa af Jesú en vegna eftirgangssemi mannfjöldans og yfirvalda Gyðinga valdi hann þann kostinn að láta krossfesta hann undir rómverskum andspyrnuhreyfingarlögum. Á skiltið sem Pílatus hengdi á krossinn stóð skrifað: „Þetta er Jesús, konungur Gyðinga.“

Jesús var líflátinn af þeim sökum að leiðtogar Gyðinga höfnuðu því að hann væri Messías sem og Rómverjar sögðu engan óleyfilegan konung koma til með að lifa. Eigi að síður gerðist sá ótrúlegi og óvænti atburður að með upprisunni ógilduðust dómsúrskurðir bæði í gyðinglegum og rómverskum réttarsölum.

Samkvæmt rómverskum lögum um falskonunga að þeir skulu deyja og fyrir að leiðtogar Gyðinga trúðu ekki að Jesús væri Kristur, umsnéri Guð ákvörðunum sínum og staðfesti þess í stað að Jesús væri með því að rísa upp frá dauðum bæði konungur og Messías.

Þetta staðfestir allt það sem Jesús var að kenna um föður sinn, Guðs ríki, og hjálpræðið. Upprisan sannaði að Jesús var hinn raunverulegi Messías og ásamt komu Heilags Anda, hófst nýr skilningur á Guði. Mikilvægi upprisunnar á dögum Jesú var að hún staðfesti að Jesús var sá sem hann sagðist vera. 

Fyrir upprisuna höfðu lærisveinarnir ekki skilið til hlítar það sem Jesús hafði sagt þeim um dauða sinn og upprisu. Hins vegar, eftir að hann reis upp frá dauðum 40 dögum áður en hann steig upp til himna, útskýrði hann Ritninguna fyrir þeim og þá skildu þeir þær.

Að sjá Jesú í ljósi persónugervings með dauða hans og upprisu varð hjálpræðið aðgengilegt öllum og var ástæðan fyrir því að postularnir boðuðu Krist upprisinn í Postulasögunni. Þess vegna staðhæfðu rithöfundar Nýja Testamentisins að upprisan sannaði að Jesús var Sonur Guðs.

Fimmtíu dögum eftir upprisuna eftir að Jesús var stiginn upp til himna, kom Heilagur Andi einnig í heiminn en á nýjan hátt með því að búa sér stað innra með trúuðum. Þessir viðburðir hvöttu lærisveinana og frumkirkjuna til að dreifa fréttunum um gjörvallan heiminn eins og hann þekktist á þeim tíma, að Jesús fyrir fórn sína á krossinum, mannkynið gæti orðið sátt við Guð.

Fyrir lærisveinana þá og fyrir okkur nú á dögum eru páskarnir undirstaða kristinnar trúar og vonar. Fyrstu lærisveinarnir þótt þeir hafi til að byrja með þurft að kljást við brostnar vonir vegna væntinga sinna, komust fljótlega að því, að þar sem Jesús reis upp frá dauðum að það sem hann gerði, sagði og lofaði var bæði satt og rétt. Þetta fylgir sögunni enn til dagsins í dag. Hinn upprisni Kristur sannaði guðdómleika sinn og trúverðugleika með því að deyja fyrir syndir okkar og síðan rísa upp frá dauðum. 

Vegna þess hvað hann gerði, vitum við að allt sem hann sagði er bæði satt og rétt: að við frelsumst og öðlumst eilíft líf, að Heilagur Andi búi innra með okkur, að við höfum lof fyrir því að vera bænheyrð, að hann mun leiðbeina okkur þegar við biðjum hann um það. Bilið á milli okkar og Guðs hefur verið brúað. Við erum hans börn og munum búa með honum að eilífu.

Vegna upprisunnar höfum við fullvissuna um hjálpræði Krists og fáum að njóta góðs af innblæstri hans nú þegar í dag ásamt þeim heiðri að fá að vera í tilvist hans um aldur og æfi.

Fögnum þess vegna gildi páskanna, í gær og í dag og áfram inn í hið eilífa líf. Gleðilega páska!

 


Athyglisvert atriði...

Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra -. Kól 3:13  

Fannst þetta athyglisvert því hvers vegna að nota kk. þegar þess er ekki lengur þörf og við stöndum andspænis nýjum tímum og nýrri hugsun. Hvað um að segja fyrirgefa hvert öðru í stað þess að segja eins og stendur í okkar ágætu Biblíu "fyrirgefa hver öðrum"? Finnst þetta nokkuð úrelt og kominn tími á að breyta. Læt þetta nægja að sinni.

 


Það mikilvægasta...

Það mikilvægasta er einmitt það! Bænin eða hugleiðslan róar allt líkamskerfið og setur það í stöðu til að láta sálina nærast. Það er eins og það opnist eitthvert svið sem setur alla hluti í jafnvægi. Svo lítil stund í einlægri bæn gefur mikinn sálarstyrk og djörfung til að mæta því sem að höndum ber í lífinu! Gb

Að hugsa sér

HEILÖG JÓL

Meira virði en allt sem er,
meira en það sem fyrir ber,
meira en gjafir gefnar hér,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en snjókorn smá,
meira en ylur eldsins þá,
meira en ómur bjalla frá,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en leikur kær,
meira en sætur ilmur fjær,
meira en blómin mér svo nær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en ljósin skær,
meira en gleðin kristaltær,
meira en hvítur jólasnær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en vinur kær,
meira en tónninn ó, svo tær,
meira en tungli lýstur sær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en stjarnan er,
meira en orð frá vörum mér,
meira en hjartað fyrir sér,
er jólaandinn yfir mér.

R. A. Watterson
(Þýðing: Þórunn Hafstein)


Göngum fram í hugrekki!

"Reynir þú að fela mistök þín eða gengurðu fram í hugrekki og játar þau? Flest fólk mun virða þig meira ef þú viðurkennir mistökin.Screen Shot 2012-02-05 at 23.02.56

Hvernig væri að hefja nýtt líf?

Hvernig væri að hefja nýtt líf?

Jesus5_Þegar Guð skapaði okkur gæddi Hann okkur þörfinni að elska og vera elskuð. Hann einn getur svalað þeirri innstu þörf sérhverrar sálar fyrir skilyrðislausan kærleika og fullkominn sannleika. Veraldlegir hlutir geta nægt líkamanum en aðeins Guð og hinn eilífi kærleikur Hans geta fyllt upp í hið andlega tómarúm hjartans sem Hann ætlaði sér sjálfum og einum. Anda mannsins verður aldrei fullkomlega svalað án allsherjar sameiningu við hinn stórkostlega og ástríka Anda sem skapaði hann.

Myndir þú vilja vera í persónulegu sambandi við Guð, hinn ástríka Föður? Þá er ekki átt við formlegan og fjarlægan Guð sem leitast eftir trúarlegum athöfnum heldur Guð sem elskar þig persónulega og vill fylla líf þitt og hjarta af kærleika, gleði og hugarró – Guð sem vill vera í sambandi við þig, leiða þig í gegnum lífið, hugga þig þegar þér líður illa, fylla anda þinn af trú og sjálfstrausti í stað streitu áhyggjuefna, kenna þér að lifa í kærleika og í sátt og samlyndi við sjálfa/n þig og aðra, leysa spurningar og finna lausnir þegar þú þarft á þeim að halda.

Og síðast en ekki síst. Hvað finnst þér um öruggan aðgang að Himnaríki eftir að lífi lýkur á jörðu?

Þetta allt getur hlotnast þér núna og hvort sem þú trúir því eða ekki þá er það auðvelt!

Hvað sem við reynum þá er enginn af okkur nógu góður til að geta frelsað sjálfan sig og öðlast aðgang að Himnaríki. Biblían segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rómverjabr. 3:23). En góðu fréttirnar eru þær að Guð sendi Jesú Krist til þess að taka á sig syndir mannanna til þess að allir þeir sem á Hann trúa og taka á móti gjöf Hans geti öðlast fyrirgefningu fyrir allar misgjörðir sínar og syndir og sameinast Guði á ný og lifa með kærleikann og frelsið að leiðarljósi að eilífu í Himnaríki. „Því svo elskaði Guð heiminn, að Hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf “ (Jóh. 3:16).

Það getur ef til vill hljómað ofur einfalt og jafnvel barnalega en þetta er einmitt sú áætlun sem Skapari himins og jarðar hefur kosið að birta okkur og með því veita okkur ástríki, sýna okkur sannleikann og frelsa okkur öll. Það var Hans ásetningur að gera okkur allt þetta svo auðvelt fyrir að hver og einn getur tekið á móti kærleika Hans án tillits til kynþáttar, trúar eða samfélagsstöðu. Allir—og hvenær sem er! Í sannleika sagt þá er það svo auðvelt að taka á móti Jesú að Hann sagði: „Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma“ (Markús 10:15).

Jesús elskar þig og Hann mun gefa þér þessa stókostlegu gjöf núna strax ef þú ferð í einlægni með þessa litlu bæn og biður Hann um að koma inn í hjarta þitt: „Elsku Jesús, ég trúi því að Þú hafir dáið fyrir mig og að Þú elskir mig. Á þessari stundu opna ég hjarta mitt fyrir Þér og bið Þig að koma inn. Fyrirgefðu mér misgjörðir mínar og gefðu mér að gjöf að fá að lifa að eilífu í Himnaríki. Fylltu hjarta mitt af kærleika, friði og gleði og kenndu mér að deila öllu þessu með öðrum. Amen.“ 


Það sem lífið snýst um...

Hjálpsemi, umhyggja, skilningur, fyrirgefning, kærleikur, það er það sem lífið snýst um.

Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta.

Screen Shot 2012-03-04 at 20.49.204. mars.

Losaðu þig við þann hugsunarhátt að öll gagnræýni sé slæm og hana beri að for!ast. Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta. Hvernig eigum við annars að taka framförum.

Vegur til farsældar nr. 3

 


...til þess að klóra þig uppá toppinn...

Screen Shot 2012-03-04 at 11.37.07

4. mars.

Ef þú gætir skilið og virkilega trúað því að þú hafir ekki fæðst í þennan heim til þess að klóra þig uppá toppinn heldur til þess að elska Guð og náunga þinn, þá yrðir þú ekki öfundsjúk/ur eða svekkt/ur þegar öðrum virðist ganga betur en þér.

Vegur til farsældar nr. 3

 


Að njóta velgengni þarf ekki a vera á kostnað annarra.

Screen Shot 2012-02-16 at 07.44.40

Þegar fólk lítur upp til þín á hefur þú stórkostlegt tækifæri til þess a hjálpa því að finna hvers það er megnugt. En þú getur það ekki ef þú heimtar a fá a stjórna öllu. A hafa rétt fyrir sér eða að njóta velgengni þarf ekki a vera á kostnað annarra. Léttu byrðarnar hjá öllum. Varpaðu af ér sjálfumgleinni.

Vegur til farsældar nr. 3

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband