Færsluflokkur: Ljóð

Jólin eru nokkurs konar töfratími...

k2.items.cache.02465e9ee395604fff849b7af2f9a088_Lnsp_528
Gleðilega jólahátíð, kæru ættingjar og vinir með ósk um farsæld á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir gamlar og góðar liðnar stundir. Jólin eru nokkurs konar töfratími þegar kærleika og gjöfum er deilt á meðal ættingja og vina. Það sem skiptir mestu máli er það að um jólin minnumst við fæðingar Jesú Krists sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur hvert og eitt. Vonandi hafa sem flestir átt dásamlegar stundir á þessum tíma, fullir af lífskrafti og viljastyrk til þess að takast á við allar þær áskoranir sem nýja árið ber í skauti sér.


Í LOK ÁRSINS

ÞÖGLAR STUNDIR

12.At-the-close-of-the-year-636x322

Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu. (Sjá Orðskviðirnir 25:25.) En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs. (Sjá Sálmarnir 90:9.) Á milli þessa há- og lágpunkta voru svo venjulegir dagar þegar ekkert óvenjulegt gerðist.

 

Nú árið er liðið, metið sett,

síðasta dáðin drýgð, síðasta orðið sagt.

Minningin er eftir ein

um alla gleði, sorg, og bót

og nú með áform hrein og bein,

við tökum nýju ári mót.

—Róbert Browning (1812–1899) (Þýtt á íslensku)

 

Nýtt ár er að hefjast og án efa mun það vera stráð gleðistundum, fögnuði, góðum fréttum, einhverjum vandræðum og mörgum hverdagslegum dögum. Þó svo við væntum einhverra stórra atburða, svo sem að byrja í nýrri vinnu, flytja inn á nýtt heimili eða eignast barn, þá eru flest atriði framtíðarinnar hulin okkur eins og gamall málsháttur hermir svo viturlega: „Hulan sem hylur framtíðina fyrir okkur er ofin af engli miskunnarinnar.“

 

Ég sé ekki ófarið skref þegar ég stíg yfir á annað ár; en ég hef skilið fortíðina eftir í höndum Guðs – Hann mun lýsa upp framtíðina með miskunn Sinni og það sem lítur út fyrir að vera myrkt í fjarlægðinni getur lýst upp er ég nálgast það.

—Mary Gardiner Brainard (1837–1905)

 

Og hvað með einmitt núna? Guð er hér hjá okkur núna, alveg eins og Hann var í fortíð og Hann mun vera hjá okkur um alla framtíð. Við skulum ljúka þessu ári með því að þekkja Þann sem er byrjunin og endirinn. (Sjá Opinberun Jóhannesar 22:13.) og sem verður ávallt með okkur; í byrjun, í lokin og alla leiðina þar á milli. (Sjá Matteus 28:20.)

 


MIKILVÆGAST AF ÖLLU

11.The-most-important-thing-636x322

 —Breyting á tilvitnun í 1. Kórintubréfi 13

Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður.

Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar kokkur.

Ef ég vinn við matargerð í Hjálpræðishernum, syng jólasöngva á hjúkrunarheimili og gef allt sem ég á í góðgerðarstarfsemi en sýni engan kærleika, þá græði ég ekkert á því.

Ef ég skreyti jólatréð með glitrandi englum og hekluðum snjóflyksum, mæti í ótal jólaboð og syng kantötu með kórnum en einbeiti mér ekki að Kristi, þá hef ég farið á mis við aðalatriðið.

Ef þú sýnir kærleika, þá hættir þú að elda til þess að faðma barnið þitt að þér. Ef þú ert kærleiksrík, hættir þú að skreyta til þess að kyssa eiginmanninn. Kærleikurinn er hlýr og vingjarnlegur þrátt fyrir strit og þreytu. Kærleikurinn kemur í veg fyrir öfund í garð nágrannans sem hefur dekkað fallegt jólaborð með postulíni og jóladúkum.

Kærleikurinn kemur í veg fyrir óp og öskur á börnin að vera ekki fyrir. Í staðinn gerir kærleikurinn það að verki að allir þakka fyrir það að þau séu þarna, einmitt til þess að vera fyrir. Ef þú sýnir kærleika, þá gefur þú ekki bara þeim gjafir sem geta gefið þér gjafir, heldur gleðst yfir því að gefa þeim sem ekki geta það.

Kærleikurinn eflir biðlund gagnvart öllu, hann styrkir trú á alla hluti, styrkir von um góða hluti og eflir þolinmæði. Ef þú ert kærleiksrík/ur mistekst þér aldrei. Geisladiskar munu koma til með að rispast, leikföng að gleymast, ný tölva mun verða úrelt en besta gjöfin, kærleikurinn, mun endast.

Á meðan við erum að rembast við að gera innkaupalista og senda út boðskort í dæmigerðu desemberveðri, þá er gott að vera minnt/ur á að það er til fólk í kringum okkur sem er umstangsins virði og fólk sem finnst það sama um okkur. Jólin tengja okkur saman með þráðum kærleika og væntumþykju sem ofnir eru á hinn einfaldasta og öflugasta hátt.

—Donald E. Westlake (1933–2008)

 

Gefðu af þér gleði,

gefðu söng í hjarta,

sýndu samkennd þína

sem varir alla ævi.

Sendu glaðvær skilaboð,

rétt' út hjálparhönd,

segðu þreyttum nágranna:

„Jesús skilur allt!“

Sendu nýjar fréttir

fjarlægs vinar til;

gefðu blóm úr garði

með ljáðri bók.

Þvoðu diska kvöldsins,

þurrka ryk í stofu;

gefðu bæn um að lyfta

mannsins drunga og deyfð!

Gefðu gjöfina að deila,

gefðu vonargjöf;

ljós af blikandi kerti trúar

til handa þeim sem fálma

hægt í gegnum skugga.

Linaðu daga drunga

þeirra týndu og aleinu.

Gefðu æ af sjálfri/um þér, ALLTAF.

Margaret E. Sangster (1838 – 1912) (Þýtt á í íslensku)

 

 


Frelsið...

Frelsið

 

Leyfðu frelsi að faðma þig,

það mun þig færa á æðra stig.

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Hleyptu ljósi að um stund,

hamingja og gleði léttir lund.

Syngdu frá hjarta þínu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Fagnaðu frelsinu...

Frelsið

 

Þegar sortinn sækir þig á 

og sækist eftir þér að fá.

Frelsisandinn faðmi þig,

hann færir þig á æðra stig.

 

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Ljósinu hleyptu að þér nú,

hamingja og gleði eflir trú.

 

Í hjarta þínu leiktu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

Því gott er að hafa létta lund

 leikandi sér á hverri stund. 

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Óska þjóðinni gleðilegra jóla, farsæld og framtíðarvon.

HEILÖG JÓL Meira virði en allt sem er, meira en það sem fyrir ber, meira en gjafir gefnar hér, eru heilög jólin mér. Meira virði en snjókorn smá, meira en ylur eldsins þá, meira en ómur bjalla frá, eru heilög jólin mér. Meira virði en leikur kær, meira en sætur ilmur fjær, meira en blómin mér svo nær, eru heilög jólin mér. Meira virði en ljósin skær, meira en gleðin kristaltær, meira en hvítur jólasnær, eru heilög jólin mér. Meira virði en vinur kær, meira en tónninn ó, svo tær, meira en tungli lýstur sær, eru heilög jólin mér. Meira virði en stjarnan er, meira en orð frá vörum mér, meira en hjartað fyrir sér, er jólaandinn yfir mér. R. A. Watterson (Þýðing: Þórunn Hafstein)

 


Að hugsa sér

HEILÖG JÓL

Meira virði en allt sem er,
meira en það sem fyrir ber,
meira en gjafir gefnar hér,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en snjókorn smá,
meira en ylur eldsins þá,
meira en ómur bjalla frá,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en leikur kær,
meira en sætur ilmur fjær,
meira en blómin mér svo nær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en ljósin skær,
meira en gleðin kristaltær,
meira en hvítur jólasnær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en vinur kær,
meira en tónninn ó, svo tær,
meira en tungli lýstur sær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en stjarnan er,
meira en orð frá vörum mér,
meira en hjartað fyrir sér,
er jólaandinn yfir mér.

R. A. Watterson
(Þýðing: Þórunn Hafstein)


Lovely Soul


Lovely Soul

Lovely soul so full of peace,
sets my aching heart at ease.
Full of glory, full of light,
Her sun is set, now it’s night.

Angels sing and take her hand
and bring her to the Promised Land.
Forever in Heaven she will be,
full of joy and ecstasy.

(Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

Falleg Sál

Falleg sál sem lýsir friði
Léttir mína hjartans kvöl
Full af dýrðar eðalviði
Gengin er sól og linar böl

Englar ljúfir snerta hönd
Og fylgja henni um ókunn lönd
Á himnum dansar systir mín
Gleðin björt úr augum sín.

Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)
Þýð. (Þórunn Hafstein)


Falleg Sál

1

Falleg sál svo full af bjarma,

blíðlega hún þerrar hvarma.

Ljós sem lýsir allar nætur

fyllt er friði, ljút það lætur.

Englar syngja um dýrðarlöndin,

fögur er sú geislaströndin.

Ljúft er þar að vera og búa

meðal þeirra sem elska og trúa.

 

Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

1

 


"Ég lifi og þér munuð lifa"

Standið Ei við Gröf mína og Grátið

  

Standið ei við gröf mína og grátið

því enginn hefur sál mína hér látið.

Ég er vindurinn sem feykist framhjá þér

og demanturinn sem geislar út frá sér.

Ég er sólskinið sem fær grasið til að gróa,

hustregnið sem vökvar grund og móa 

 

Þegar þú vaknar og morguns fer að gæta

hörfar döggin sú hin frjóa væta.

Fuglar fljúga hljótt yfir fjöll og engi.

Stjörnur skína á nóttu vítt og lengi.

Standið ei við gröf mína og gráti

því enginn hefur sál mína hér látið.

Höf. og þýð. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

Eftir nokkra óvenjulega atburði og tildrög fann ég þetta lag sungið á netinu á Ensku, hlustaði á það hugfanginn nokkrum sinnum og þannig varð íslenskta ljóðið til sem ekki er bein þýðing heldur er það samið í stíl og anda ljóðs eftir Mary E. Frye 


Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband