Færsluflokkur: ljóð

Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem Guð einn getur gefið ef við stöldrum við og gefum okkur tíma.

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6Hrifningin veitir þér gleði og glans,

hertu þig upp og bregð´ þér í dans.

Um er að gera og farsæld uppskera,

átt allt sem þarf með þér að bera.

 

Fylgi þér gæfa um ókomna daga

gegnum allt sem enn mætti laga.

Mannsandinn leitar á gæfunnar mið

magnast og styrkist við Almættis hlið.

Þangað til erfiðið burtrekið verður,

Allsherjar kraftur til staðar þér bregður.

Reynist þér vel og þrótt til þín gefur,

aldrei á verðinum yfir sig sefur.


Lovely Soul


Lovely Soul

Lovely soul so full of peace,
sets my aching heart at ease.
Full of glory, full of light,
Her sun is set, now it’s night.

Angels sing and take her hand
and bring her to the Promised Land.
Forever in Heaven she will be,
full of joy and ecstasy.

(Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

Falleg Sál

Falleg sál sem lýsir friði
Léttir mína hjartans kvöl
Full af dýrðar eðalviði
Gengin er sól og linar böl

Englar ljúfir snerta hönd
Og fylgja henni um ókunn lönd
Á himnum dansar systir mín
Gleðin björt úr augum sín.

Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)
Þýð. (Þórunn Hafstein)


Boð dagsins...

Sendi út lofgjörð dagsins, þá viskulind sem gefur þér kraft til að takast á við verkefni dagsins án mikillar fyrirhafnar eða áreynslu af þinni hálfu. Það er eins og einhver undraorka taki völdin, fylli þig lífsgleði og ánægju sem styrkir þig í starfi og eflir samskiptin. Góður kostur ef vel er að gáð! Það borgar sig að láta gleðina gjalla og spara ekki hlýjuna og brosið!

02_febuary_2001_12.jpg

 

 

 

 

 


Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband