Færsluflokkur: Trúmál

Allir hafa að glíma við einhvern vanda...

P1020731

25. DESEMBER

Á jólunum lítum við heiminn með kærleikann í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaðan þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.

Vegur til farsældar nr. 2 


GLEÐILEG JÓL, HEILSUM, NÝJA ÁRINU MEÐ DJÖRFUNG!

P1020731

VEGANESTI TIL FRAMTÍÐAR: "Látum okkur þykja vænt um hvert annað, látum gott af okkur leiða. Sýnum kærleika í verki. Verum umhyggjusöm. Elskum fjölskyldu okkar.

Látum okkur þykja vænt um vini okkar. Verum elskuleg við nágranna okkar. Verum vingjarnleg við þá sem við hittum. Vertum miskunnsöm og samúðarfull. Með því aða miðla kærleikanum erum við að sýna öðrum kærelika Minn." 

Með innilegri ósk um gæfuríkt komandi ár,

 Guðbjörg Sigurðardóttir 


 


Til þess sem les...

318570_220934321303833_100001618006886_645729_963736027_nTil þín! -­ Með kærleika! Ástkæri vinur! Þú ert barnið Mitt og Ég elska þig svo mikið. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi, eilífur andi, sem Ég þekki náið og elska mikið. og reynir að komast að því hvernig best sé að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því að í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við Mig. Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því að dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði sem eru kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan. Þegar að því kemur að þú kveðjir þennan heim, þá er það andlegur styrkur þinn sem máli skiptir. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver Ég er. Því að Ég, Guð, er kærleikurinn og Ég elska þig. Mig langar að búa með þér til eilífðar. Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins og líf þitt er á enda, þarftu að fá lykilinn að heimili Mínu til að fá að komast inn á þann stað sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttu bara út hönd þína og Ég mun gefa þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi, “Þú mátt eiga hann af því að Ég elska þig.” Það má líkja þessu við eins og Ég væri að bjóða “Þú átt þetta vegna þess að Ég elska þig”. Með þessum fjársjóði. Mér til eilífðar. Segðu einfaldlega: “Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum, ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykilinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann”. Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu. Ég elska þig, þú ert barn Mitt og Ég gef þér lykilinn að sjóði Mínum, lykillinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum. Með ástarkveðju. Þinn himneski Faðir

Lovely Soul


Lovely Soul

Lovely soul so full of peace,
sets my aching heart at ease.
Full of glory, full of light,
Her sun is set, now it’s night.

Angels sing and take her hand
and bring her to the Promised Land.
Forever in Heaven she will be,
full of joy and ecstasy.

(Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

Falleg Sál

Falleg sál sem lýsir friði
Léttir mína hjartans kvöl
Full af dýrðar eðalviði
Gengin er sól og linar böl

Englar ljúfir snerta hönd
Og fylgja henni um ókunn lönd
Á himnum dansar systir mín
Gleðin björt úr augum sín.

Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)
Þýð. (Þórunn Hafstein)


Falleg Sál

1

Falleg sál svo full af bjarma,

blíðlega hún þerrar hvarma.

Ljós sem lýsir allar nætur

fyllt er friði, ljút það lætur.

Englar syngja um dýrðarlöndin,

fögur er sú geislaströndin.

Ljúft er þar að vera og búa

meðal þeirra sem elska og trúa.

 

Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

1

 


"Ég lifi og þér munuð lifa"

Standið Ei við Gröf mína og Grátið

  

Standið ei við gröf mína og grátið

því enginn hefur sál mína hér látið.

Ég er vindurinn sem feykist framhjá þér

og demanturinn sem geislar út frá sér.

Ég er sólskinið sem fær grasið til að gróa,

hustregnið sem vökvar grund og móa 

 

Þegar þú vaknar og morguns fer að gæta

hörfar döggin sú hin frjóa væta.

Fuglar fljúga hljótt yfir fjöll og engi.

Stjörnur skína á nóttu vítt og lengi.

Standið ei við gröf mína og gráti

því enginn hefur sál mína hér látið.

Höf. og þýð. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)

Eftir nokkra óvenjulega atburði og tildrög fann ég þetta lag sungið á netinu á Ensku, hlustaði á það hugfanginn nokkrum sinnum og þannig varð íslenskta ljóðið til sem ekki er bein þýðing heldur er það samið í stíl og anda ljóðs eftir Mary E. Frye 


Hvað er ást? Spyr fólk í einlægni...

Gott að spyrja að þessu! Það er það sem við öll leitumst eftir og finnum stundum í mannlegum samskiptum en fullkomleikann er aðeins að finna í Guðs ást, hinn sanna kærleika sem umber allt samber 1 Korintubréfi 13 - Kærleikurinn er eins og ljósið, jákvæður og bjartur! Hleypum honum að okkur og sýnum umburðarlyndi í samskiptum og berjumst gegn neikvæðum öflum sem sveima um í myrkraskotum og fylgsnum næturinnar þar sem þau eiga heima. Hleypum þeim ekki að okkur, heldur beinum sjónum okkar til hins jákvæða, bjarta og góða í fari annarra!

 


Boð dagsins...

Sendi út lofgjörð dagsins, þá viskulind sem gefur þér kraft til að takast á við verkefni dagsins án mikillar fyrirhafnar eða áreynslu af þinni hálfu. Það er eins og einhver undraorka taki völdin, fylli þig lífsgleði og ánægju sem styrkir þig í starfi og eflir samskiptin. Góður kostur ef vel er að gáð! Það borgar sig að láta gleðina gjalla og spara ekki hlýjuna og brosið!

02_febuary_2001_12.jpg

 

 

 

 

 


Slæða kærleikans

15clrfl.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ást Guðs er eins og lækur

tær, gagnsæ og óaðfinnanleg.

Hún hverfur ekki inn í skelina

þegar henni er raskað.

Hún umbreytist í hið fegursta gull

er ljósgjafi fyrir þá sem ganga í myrkri.

 

Því segi Ég ljósgafar Mínir,

látið ástina vinna í hjörtum ykkar

og umvefjið hana slæðu kærleikans,

umhyggju og krafti.

Haldið fast í hana, viskuna

og trúna, birgi ykkar og vígi.

 Höfundur: Guðbjörg Sigurðardottir 

 

 


Ljós gull...

keys.jpgTil þín - með kærleika! Ástkæri vinur!
Þú ert barnið mitt og Ég elska þig. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi eilífur andi, sem ÉG þekki og elska mikið. 
Þú ert hér á jörðinni, lifir lífinu, tekur ákvarðanir og reynir að komast að því hvernig best er að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við MIG.Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og deyir síðan verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú sjálfur, þú sem býrð inni í líkama þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði; kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skiptir andlegur styrkur þinn mestu máli. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út hönd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig."Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann." Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, lykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.
Með ástarkveðju,
þinn himneski Faðir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband