Færsluflokkur: Trúmál

Orð dagsins...

IMG_2538

Það finnst enginn Jesú á krossinum! Hann er löngu stiginn niður af honum! Það finnst enginn Kristur í gröfinni heldur, því Hann er lifandi í hjörtum okkar; Hann lifir innra með okkur! Hann reis upp til sigurs, gleði og frjálsræðis þar sem dauðinn nær ekki lengur til okkar og leysti okkur undan oki syndarinnar og þeirri hræðilegu kvöl að þurfa að deyja án þess að þekkja Guð. Allt þetta tók Hann á sig okkur vegna, því til þess kom Hann í heiminn. Það var Hans hlutverk...

   


 


Vegur til farsældar 3

Vegur til farsældar 3 - 6. apríl 10

Það er list að geta hlustað á aðra og setja sig í þeirra spor, hlúa að þeim þrátt fyrir annríki dagsins. Virða þá og sýna tillitssemi, hlýju og kærleika er dýrmæt stund sem margborgar sig og skilar sér alltaf til baka. Hin sanna góða viska, verðmætari en hið dýrasta gull.

Höf: Guðbjörg Sigurðardóttir 


Páskagullkorn


02_febuary_2001_24_978349.jpg    Ímyndaðu þér að þú hafir verið tekin/n til fanga af illum dreka. Riddari í skínandi herklæðum, sem veit að þú getur aldrei borgað honum krónu í staðinn, setur sjálfan sig í hættu þín vegna. Hann skorar illa drekann á hólm og hættir þar með lífi sínu fyrir þig. Hann ræður niðurlögum drekans og ver þannig frelsi þitt. Ef þú sérð þessa mynd fyrir þér ertu rétt farin/n að uppgötva undur upprisunnar. Kristur sigraði allt illt og dauða til þess að geta leyst fólk eins og þig og mig úr fjötrum, því að hann elskar okkur.-TFI meðlimur 

Páskagullkorn

3yogam.jpgVið fögnum sigurhátíð Frelsarans og hefjum okkur yfir drunga einmanaleika, veiklyndis og örvæntingar og horfum  í átt til styrkleika, fegurðar og hamingju.Floyd W. Tomkins

Upprisan er söguleg staðreynd; án hennar væri mannkynssagan skert skynsemi.Clark H. Pinnock

Mynd: Drottinn skrifaði ekki fyrirheit sitt um upprisu Frelsarans einungis í bækur heldur einnig á hvert einstakt nýútsprungið laufblað að vori.Martin Luther.


Páskagullkorn

PáskarnirPáskagullkorn eru sannleikurinn sem umbreytir heilagri kirkju Guðs úr safni í ráðuneyti Guðs.-Warren Wiersbe

Hið eina sem getur varpað skugga á heiðskíran páskadagsmorgunn, sem ber vitni um sigur Guðs, er fátæktin sem einkennir trúrækni mína, minningin um stundir kastað á glæ í trúleysi og máttlaus viðbrögð mín við gjafmildi Drottins.-A. E. Whitman

 


Páskagullkorn...

Sýndu áv30fafpr.jpgallt kærleika, þrátt fyrir efasemdir og myrkur, og haltu fast í túna.

Það er ekkert til í heiminum sem kærleikurinn getur ekki sigrað. Við erum mennskir menn en vegna páskahátíðarinnar getur Jesús framkvæmt hið yfirnáttúrulega í gegnum okkur. 

Örvæntið ekki því við höldum páskana hátíðlega og "hallelúja" er okkar söngur.


Mynd dagsins og páskagullkorn...

28-1.jpg

Svartasta myrkrið skellur á rétt fyrir dögun; dýpsta örvæntingin verður rétt áður en sáluhjálpin berst.

Páskagullkorn

Það er ekki hægt að prédika páskaboðskapinn í þátíð. Hann er boðskapur sem á við í dag og um ókomna tíð. Hann er boðskapur Guðs sem verður að enduróma í hjörtum okkar allt lífið. Frank D. Getty 

Látum sigurhrópið sem barst okkur á fyrstu páskahátíðinni hljóma í hjörtum okkar á ný! Helvíti skelfur yfir fögnuði okkar, því fagnaðarópið ber þess vott að við erum frjáls. Höfundur óþekktur 

 


Vegur til farsældar! Bók sem vert er að veita athygli!

06967.jpgVEGUR TIL FARSÆLDAR -1

 

 

Vegur til farsældar er óvenjulegt dagatal því í því birtast eingöngu mánaðardagarnir, óháðir ártali. Það inniheldur kjarnmikinn og jákvæðan boðskap sem boðar sterkari tengsl við fjölskylduna, vini og samferðamenn. Þetta er boðskapur sem leiðir hugann að lausn vandamála og kallar fram nánari athugun á sjónarmiðum annarra. Textanum fylgja ljósmyndir úr náttúrunni og hinu daglega lífi.

 

Höfundur: Maria Fontaine

Ritstj.: Guðbjörg Sigurðardóttir



Lykill dagsins...

Þakka1lexhe.jpgðu fyrir einn hlut og þú verður minntur á annan og annan. Hamingjan finnur þig ef þú einblínir á hið jákvæða. Vegur til farsældar nr. 1

Hestar og heilsa...Verðugt verkefni...

p8190009_895527.jpg

Hestamennskan hefur alltaf verið mér kær eins og ég segja sjálf frá í kaflabroti af sjálfri mér í byrjun bloggskífa minna á síðastliðnu ári.

Eins og ég sjálf skýri frá þá lagði ég hestamennskuna á hilluna í þrjá áratugi vegna köllunar til andlegra starfa, að hjálpa einstaklingum að takast á við lífið á jákvæðan og drífandi hátt með kærleika Guðs að leiðarljósi. 

Fyrir ári síðan eignaðist ég hest sem ég hef mikið yndi af og nota til endurhæfingar af heilsufarsástæðum sem er mér ómetanleg hollusta hvað varðar andlegan og líkamlegan styrk og hef nú þegar farið í tvær hestferðir í sumar og líður aldrei betur á sál og líkama. 

Guðbjörg og Andrew og hryssan mín Efling. 

Væri þetta ekki verðugt verkefni til endurhæfingar og heilsubótar? Það væri gaman að vita.

100_1012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Á hestbaki efir langt hlé úr hestmennskunni.

Fór mér hægt í byrjun en mikið langaði mig að láta gamminn geisa.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband