Slæða kærleikans

15clrfl.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ást Guðs er eins og lækur

tær, gagnsæ og óaðfinnanleg.

Hún hverfur ekki inn í skelina

þegar henni er raskað.

Hún umbreytist í hið fegursta gull

er ljósgjafi fyrir þá sem ganga í myrkri.

 

Því segi Ég ljósgafar Mínir,

látið ástina vinna í hjörtum ykkar

og umvefjið hana slæðu kærleikans,

umhyggju og krafti.

Haldið fast í hana, viskuna

og trúna, birgi ykkar og vígi.

 Höfundur: Guðbjörg Sigurðardottir 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Hvernig geturðu kallað það kærleik að vilja brenna mig að eilífu í helvíti fyrir það eitt að forfaðir minn (samkvæmt biblíunni) fékk sér bita af epli?

Arnar, 19.5.2010 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Hvaðan fékkstu þá hugmynd eftir að lesa ljóðið mitt að það sé kærleikur að vilja brenna einhvern í helju? Ég lifi fyrir það eitt að hjálpa fólki að upplifa himnaríki í lífinu núna og að eilífu þrátt fyrir harðnandi heim, kulda og kærleiksleysi, græðgi og stöðug stríð. Þú þarft ekki annað en taka við Jesú kærleika inn í þitt líf til að komst til himna í stað þess að fara til heljar. Svona einfalt er það, það er þitt val.

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir, 19.5.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Arnar

Ekki ljóðið þitt heldur þjóðsögur af skapsveiflum guðsins sem þú talar um, þar sem hann dæmir umhugsunar laust ófædd börn til vistar og pyntinga í helvíti fyrir eplaát forfeðra þeirra (samkvæmt þjóðsögunum sjálfum).

Arnar, 20.5.2010 kl. 10:06

4 Smámynd: Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég er ekki að tala um skapvondan Guð, hljómar eins og Djöfullinn, heldur kærleiksríkan Guð. Guð dæmir ekki ófædd börn. Guð er andi kærleikans en því miður hafa margir notað nafn Hans til að fremja verknaði sem ekki er stjórnað af kærleika. Guð á ekki sök á því, Hann hefur gefið mannkyninu frjálst val.

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir, 20.5.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband