Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Í LOK ÁRSINS

ÞÖGLAR STUNDIR

12.At-the-close-of-the-year-636x322

Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu. (Sjá Orðskviðirnir 25:25.) En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs. (Sjá Sálmarnir 90:9.) Á milli þessa há- og lágpunkta voru svo venjulegir dagar þegar ekkert óvenjulegt gerðist.

 

Nú árið er liðið, metið sett,

síðasta dáðin drýgð, síðasta orðið sagt.

Minningin er eftir ein

um alla gleði, sorg, og bót

og nú með áform hrein og bein,

við tökum nýju ári mót.

—Róbert Browning (1812–1899) (Þýtt á íslensku)

 

Nýtt ár er að hefjast og án efa mun það vera stráð gleðistundum, fögnuði, góðum fréttum, einhverjum vandræðum og mörgum hverdagslegum dögum. Þó svo við væntum einhverra stórra atburða, svo sem að byrja í nýrri vinnu, flytja inn á nýtt heimili eða eignast barn, þá eru flest atriði framtíðarinnar hulin okkur eins og gamall málsháttur hermir svo viturlega: „Hulan sem hylur framtíðina fyrir okkur er ofin af engli miskunnarinnar.“

 

Ég sé ekki ófarið skref þegar ég stíg yfir á annað ár; en ég hef skilið fortíðina eftir í höndum Guðs – Hann mun lýsa upp framtíðina með miskunn Sinni og það sem lítur út fyrir að vera myrkt í fjarlægðinni getur lýst upp er ég nálgast það.

—Mary Gardiner Brainard (1837–1905)

 

Og hvað með einmitt núna? Guð er hér hjá okkur núna, alveg eins og Hann var í fortíð og Hann mun vera hjá okkur um alla framtíð. Við skulum ljúka þessu ári með því að þekkja Þann sem er byrjunin og endirinn. (Sjá Opinberun Jóhannesar 22:13.) og sem verður ávallt með okkur; í byrjun, í lokin og alla leiðina þar á milli. (Sjá Matteus 28:20.)

 


MIKILVÆGAST AF ÖLLU

11.The-most-important-thing-636x322

 —Breyting á tilvitnun í 1. Kórintubréfi 13

Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður.

Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar kokkur.

Ef ég vinn við matargerð í Hjálpræðishernum, syng jólasöngva á hjúkrunarheimili og gef allt sem ég á í góðgerðarstarfsemi en sýni engan kærleika, þá græði ég ekkert á því.

Ef ég skreyti jólatréð með glitrandi englum og hekluðum snjóflyksum, mæti í ótal jólaboð og syng kantötu með kórnum en einbeiti mér ekki að Kristi, þá hef ég farið á mis við aðalatriðið.

Ef þú sýnir kærleika, þá hættir þú að elda til þess að faðma barnið þitt að þér. Ef þú ert kærleiksrík, hættir þú að skreyta til þess að kyssa eiginmanninn. Kærleikurinn er hlýr og vingjarnlegur þrátt fyrir strit og þreytu. Kærleikurinn kemur í veg fyrir öfund í garð nágrannans sem hefur dekkað fallegt jólaborð með postulíni og jóladúkum.

Kærleikurinn kemur í veg fyrir óp og öskur á börnin að vera ekki fyrir. Í staðinn gerir kærleikurinn það að verki að allir þakka fyrir það að þau séu þarna, einmitt til þess að vera fyrir. Ef þú sýnir kærleika, þá gefur þú ekki bara þeim gjafir sem geta gefið þér gjafir, heldur gleðst yfir því að gefa þeim sem ekki geta það.

Kærleikurinn eflir biðlund gagnvart öllu, hann styrkir trú á alla hluti, styrkir von um góða hluti og eflir þolinmæði. Ef þú ert kærleiksrík/ur mistekst þér aldrei. Geisladiskar munu koma til með að rispast, leikföng að gleymast, ný tölva mun verða úrelt en besta gjöfin, kærleikurinn, mun endast.

Á meðan við erum að rembast við að gera innkaupalista og senda út boðskort í dæmigerðu desemberveðri, þá er gott að vera minnt/ur á að það er til fólk í kringum okkur sem er umstangsins virði og fólk sem finnst það sama um okkur. Jólin tengja okkur saman með þráðum kærleika og væntumþykju sem ofnir eru á hinn einfaldasta og öflugasta hátt.

—Donald E. Westlake (1933–2008)

 

Gefðu af þér gleði,

gefðu söng í hjarta,

sýndu samkennd þína

sem varir alla ævi.

Sendu glaðvær skilaboð,

rétt' út hjálparhönd,

segðu þreyttum nágranna:

„Jesús skilur allt!“

Sendu nýjar fréttir

fjarlægs vinar til;

gefðu blóm úr garði

með ljáðri bók.

Þvoðu diska kvöldsins,

þurrka ryk í stofu;

gefðu bæn um að lyfta

mannsins drunga og deyfð!

Gefðu gjöfina að deila,

gefðu vonargjöf;

ljós af blikandi kerti trúar

til handa þeim sem fálma

hægt í gegnum skugga.

Linaðu daga drunga

þeirra týndu og aleinu.

Gefðu æ af sjálfri/um þér, ALLTAF.

Margaret E. Sangster (1838 – 1912) (Þýtt á í íslensku)

 

 


ATRIÐI TIL UMHUGSUNAR

Stöðug jól

878af4972e07916863ae909a162bf74b_L

Englarnir sem sungu Guði lofsöng nóttina sem Jesús fæddist syngja enn þann dag í dag. Ef þú leggur vandlega við hlustir geturðu heyrt í þeim þrátt fyrir skarkala lífsins. Syngdu með.

 

Jesús var gjöf Guðs handa öllum heiminum, ekki bara á jólunum heldur á hverjum degi gegnum allt lífið og handan þess um alla eilífð. Það var hin fullkomna gjöf því Jesús getur mætt sérhverri þörf sem er og getur látið alla drauma rætast.

 

Sagan um jólin segir okkur að það sé í lagi að byrja með lítið. Jesús hóf lífið sem lítið barn sem fæddist í fjárhúsi en endaði við hægri hlið hásætis Guðs. Vegna Hans mun lítilfjörlegt upphaf okkar hafa stórkostlegri enda í eilífu ríki Hans.

 

Jólin eru hugarástand. Þau eru hamingja, þakklæti, kærleikur og örlæti. Iðkaðu þetta og hver dagur getur líkst aðfangadegi.

 

Jólin koma og fara en Jesús yfirgefur aldrei hjartað.


EIN Á JÓLUNUM

10.Alone-christmas-636x322

Ég hafði verið að reyna að hugsa ekki um jólin. Ég kveið fyrir jóladeginum og vonaði að einhver engill kæmi inn í líf mitt og reddaði öllu saman. Ég reyndi jafnvel að láta sem þetta væri bara venjulegur dagur, ekki sérstakur dagur, í voninni um að einmanaleikinn hyrfi en ég gat ekki losnað við hann; jólin voru alls staðar í kringum mig og ég var alein. Það var enginn til staðar til að tala við, enginn til að hlæja með og enginn sem, gat óskað mér gleðilegra jóla.

Til þess að reyna að gleðja sjálfa mig, reyndi ég að minnast gleðilegra minninga til þess að fylla hugann. Ein minningin, sem skaust upp í kollinum, var um kennarann minn í sunnudagaskólanum. Hann var rólegur og vingjarnlegur maður sem varði töluverðum tíma með okkur börnunum og hafði lag á því að gera hlutina skemmtilega. Hann sagði að Jesús væri gleðigjafinn í sínu lífi. Þessi orð hans fóru í gegnum hugann þegar ég hugsaði til baka til bernskuáranna: „Taktu bara Jesú með þér.“

Myndi það virka? Ég íhugaði það. Ég var ein – enginn kæmi til með vita af þessu. Svo ég ákvað þá að gera Jesú að vini mínum allan daginn.

Við gerðum alla hluti saman; við drukkum heitt kakó við arineldinn, gengum saman um göturnar, hlógum og veifuðum til vegfarenda. Ég gat næstum fundið fyrir handlegg Hans utan um mig hvert sem ég fór og mér fannst ég heyra rödd Hans tala til mín. Með hvísli, sem var handan við ríki hins heyranlega hljóðs, sagði Hann mér að Hann elskaði mig – já, mig – og að Hann myndi ávallt vera vinur minn. Einhvern veginn vissi ég að ég myndi aldrei vera ein aftur.

Þegar ég lagðist til svefns þetta jólakvöld, var ég svo innilega hamingjusöm, það ríkti yfir mér friður og ég var alsæl. Þetta var svolítið skrítið en samt ekki. Ég hafði varið deginum með Jesú og ég vonaði bara að aðrir hefðu átt jafn hamingjuríkan jóladag og ég.

 

Ég er alls ekki einn, hugsaði ég með mér. Ég var aldrei einn. Þetta eru auðvitað skilaboð jólanna. Við erum aldrei ein; ekki þegar dimman grúfir sig yfir okkur og kaldur vindurinn blæs og heiminum virðist standa á sama. Því þetta er ennþá sá tími sem Guð velur. —Taylor Caldwell (1900–1985)

 

Sjá, Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. —Jesús, Matteus 28:20

Eftir Vivian Patterson

 


Gerðu betur ef þú getur?

30. JANÚAR

Hvettu liðsmenn þína til a hugsa um og ræða hvernig megi gera hlutina betur. Það mun skila betri árangri og liðið verður samheldnara og hamingjusamara fyrir vikið.

Screen Shot 2012-01-30 at 15.56.35

Hvers vegna einmanaleiki?

Screen Shot 2012-01-17 at 19.37.25

18. janúar.

Hvers vegna einmanaleiki? Finnast einhver ráð?  

"Það hefur verið sagt að fólk sé einmana vegna þess að það hlaði veggi en byggi ekki brýr. Byggðu brú og með því tengist þú einhverjum öðrum. Það er þess virði og hleypir hlýju, vinskap og kærleika inn í líf þitt."

 Vegur til farsældar nr. 3


Hjónabandið...

Screen Shot 2012-01-16 at 08.27.1716. janúar.

Hjónabandið býður upp á dásamleg verðlaun til handa þeim sem eru tilbúnir til þess að færa þær fórnir sem þarf til þess að hjónabandið geti orðið allt það sem því er ætlað að vera.


GLEÐILEG JÓL, HEILSUM, NÝJA ÁRINU MEÐ DJÖRFUNG!

P1020731

VEGANESTI TIL FRAMTÍÐAR: "Látum okkur þykja vænt um hvert annað, látum gott af okkur leiða. Sýnum kærleika í verki. Verum umhyggjusöm. Elskum fjölskyldu okkar.

Látum okkur þykja vænt um vini okkar. Verum elskuleg við nágranna okkar. Verum vingjarnleg við þá sem við hittum. Vertum miskunnsöm og samúðarfull. Með því aða miðla kærleikanum erum við að sýna öðrum kærelika Minn." 

Með innilegri ósk um gæfuríkt komandi ár,

 Guðbjörg Sigurðardóttir 


 


Til þess sem les...

318570_220934321303833_100001618006886_645729_963736027_nTil þín! -­ Með kærleika! Ástkæri vinur! Þú ert barnið Mitt og Ég elska þig svo mikið. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi, eilífur andi, sem Ég þekki náið og elska mikið. og reynir að komast að því hvernig best sé að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því að í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við Mig. Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því að dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði sem eru kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan. Þegar að því kemur að þú kveðjir þennan heim, þá er það andlegur styrkur þinn sem máli skiptir. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver Ég er. Því að Ég, Guð, er kærleikurinn og Ég elska þig. Mig langar að búa með þér til eilífðar. Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins og líf þitt er á enda, þarftu að fá lykilinn að heimili Mínu til að fá að komast inn á þann stað sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttu bara út hönd þína og Ég mun gefa þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi, “Þú mátt eiga hann af því að Ég elska þig.” Það má líkja þessu við eins og Ég væri að bjóða “Þú átt þetta vegna þess að Ég elska þig”. Með þessum fjársjóði. Mér til eilífðar. Segðu einfaldlega: “Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum, ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykilinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann”. Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu. Ég elska þig, þú ert barn Mitt og Ég gef þér lykilinn að sjóði Mínum, lykillinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum. Með ástarkveðju. Þinn himneski Faðir

Vegur til farsældar! Bók sem vert er að veita athygli!

06967.jpgVEGUR TIL FARSÆLDAR -1

 

 

Vegur til farsældar er óvenjulegt dagatal því í því birtast eingöngu mánaðardagarnir, óháðir ártali. Það inniheldur kjarnmikinn og jákvæðan boðskap sem boðar sterkari tengsl við fjölskylduna, vini og samferðamenn. Þetta er boðskapur sem leiðir hugann að lausn vandamála og kallar fram nánari athugun á sjónarmiðum annarra. Textanum fylgja ljósmyndir úr náttúrunni og hinu daglega lífi.

 

Höfundur: Maria Fontaine

Ritstj.: Guðbjörg Sigurðardóttir



Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband