Færsluflokkur: Bloggar

Fögnuður, ekki fullkomleiki

 

03.Celebration-not-perfection1-636x322Ef þú líkist Mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds tónlistin þegar þú opnar gjafirnar og kannski hafa þær að geyma nákvæmlega það sem þig hefur ætíð langað í…

Mínar jólahátíðir hafa sjaldan verið það hrífandi eða fullkomnar. Jú, þær hafa verið bæði fallegar og skemmtilegar og ég hef myndað mér góðar minningar um þær en hugtök sem lýsa nokkrum af síðustu jólunum eru „róleg jól“ eða „óreiðukennd jól“. Engin þeirra voru neitt í líkingu við hin fullkomnu jól – en öll þeirra mynda sérstakar minningar sem eru mér dýrmætar.

Það er aðeins upp á síðkastið sem ég hef fellt mig við það að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Þau þurfa ekki að ganga fram af mér með töfrum ef aðeins kærleikur og vellíðan eru til staðar og maður gefur sér tíma til að heiðra fæðingu Jesú.

Þegar öllu er á botninn hvolft voru fyrstu jólin frekar skipulagslaus. Ef við ættum að endurskapa þau til fulls þyrftum við að vera heimilislaus, þreytt og á faraldsfæti í þeim eina tilgangi að láta skrá okkur vegna skattheimtu. Það hljómar ekki eins og þau hafi verið skemmtileg eða fullkomin hvernig sem á þau er litið! Og ofan á allt annað; að eignast barn og koma sér fyrir hjá kúm og kindum. Þessi lýsing hæfir nokkurn veginn versta degi lífs míns!

Hins vegar breytti Guð þessari nótt með töfrum sínum. Englar birtust fjárhirðum og ný stjarna skein á himni til þess að vísa vitringunum leið til hins nýfædda konungs. Ég þori að veðja að María og Jósep hafi ætíð metið mikils þessa brjálæðislegu nótt og oft sagt Jesú þessa furðulegu sögu í uppvexti Hans. Lífið nú á dögum getur einnig verið frekar óreiðukennt en Jesús mætir alltaf og færir okkur dásemd sína.

Þegar mér líst ekki á jólin mín þá bætir úr skák að finna leið til að gera jólin svolítið betri hjá einhverjum öðrum. Þegar ég var barn var fjölskylda mín vön að fara til elliheimila um jólin. Það var yndislegt að sjá þá gleði sem við færðum fólkinu þar. Með því aðeins að koma til fólksins varð það þess áskynja að það var ekki einsamalt eða gleymt og að sumum einstaklingum var umhugað um að syngja fyrir það eða færa því jólakort eða bara það sem við ákváðum að gera ár hvert.

Það er ekkert athugavert við að verja tíma í og halda upp á falleg jól og hafa hefðir eða vera með væntingar um að hafa hluti sem gera þau sérstök fyrir þig, fjölskyldu þína og vini; þú skalt aðeins muna það að hægt er að finna fegurð í óreiðunni. Guð hefur oft mætur á að vera þar sem kringumstæður eru ófullkomnar líkt og þegar Hann kom til fjárhússins fyrir löngu síðan og Hann getur hjálpað þér að einbeita þér að því sem gerir jólin sannarlega dásamleg.

Þegar ég skrifaði þessa grein gúglaði ég „ófullkomin jól“ og komst að því að ég var ekki ein í þeim hugleiðingum; margt fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hefur í gegnum árin uppgötvað það sama – að það verður að láta sér lynda ófullkomin jól.

Gordon Flett, prófessor við York háskólann í Kanada, tók eftir nokkru áhugaverðu: „Jólin vekja hughrif um þær væntingar að hlutirnir þurfi að vera hárréttir. Við höfum neytendamiðað samfélag sem segir okkur að ef þið hafið fullkomið útlit eða hafið unnið fullkomið afrek muni hið fullkomna líf fylgja í kjölfarið. Fólk hefur svo mikið fyrir því að ná ímynd þess fullkomna. Þegar jólin koma er það haldið streitu.“

Bloggari, sem heitir Sarah, skrifaði: „Stundum er auðvelt að láta lokka sig til að halda jól eins og Pinterest appið (Pinterest.com) segir til um varðandi fullkomin, rétt hönnuð, feit og svöl jól. Hugmyndin, sem liggur að baki, virðist vera sú að ef við skreytum fallega um jólin verði þau falleg og að með einhverjum hætti sé umhverfi okkar besta vísbendingin um innri frið og gleði og besta vörnin gegn veruleika eigin ófullkomleika á jólunum. Þetta árið… held ég mín ófullkomnu jól. Kannski vill enginn halda þau eða kosta en … ég sit hér núna í skini þúsund ljósa jólaseríu og ég elska þessi ófullkomnu jól og hina ófullkomnu fjölskyldu mína mjög mikið. Allt er á einhvern leyndardómsfullan hátt, rólegt og bjart.“

Um jólin höldum við hátíðlega komu Jesú til jarðarinnar við frekar ófullkomnar aðstæður en kærleikurinn, sem fylgdi fæðingu Hans, gerir daginn ógleymanlegan. Bestu minningarnar eru ekki endilega um jól sem urðu fullkomin, heldur um frekar brjálaða daga þegar ást fjölskyldu og vina umvafði okkur. Þegar við nemum staðar og hugleiðum hversu mikið við eigum Honum að þakka getum við sannarlega notið dásamlegra og ófullkominna jóla.

Ég kveð þig loks með fallegri hugsun annars bloggara: „Jólin snúast ekki um það að vera fullkomin. Þau eru lofgjörð til Mannsins sem bjargaði okkur frá hinni ómögulegu leit að fullkomnun“. 

 

Fagnaðu frelsinu...

Frelsið

 

Þegar sortinn sækir þig á 

og sækist eftir þér að fá.

Frelsisandinn faðmi þig,

hann færir þig á æðra stig.

 

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Ljósinu hleyptu að þér nú,

hamingja og gleði eflir trú.

 

Í hjarta þínu leiktu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

Því gott er að hafa létta lund

 leikandi sér á hverri stund. 

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Ekkert nema dæmigerð valdabarátta.

Easter—Yesterday, Today, and Forever!

Páskar-í gær, í dag og að eilífu!

Samantekið efni eftir Peter Amsterdam 

Hvaða skilning lögðu upprunalegir lærisveinar Jesú á upprisuna, allir þeir sem trúðu á hann á meðan hann bjó hér á jörðu? Hvernig túlkum við þetta nú á dögum?

Um það leyti sem Jesús neytti sinnar síðustu kvöldmáltíðar, ásamt fylgjendum sínum aðeins nokkrum klst. áður en hann var handtekinn, sakfelldur og dæmdur til dauða, gátu þeir skilið að Jesús væri hinn raunverulegi Messías (frelsarinn sjálfur) sem spámenn Gamla Testamentisins höfðu sagt fyrir um. Samt sem áður var skilningur þeirra nokkuð frábrugðinn þeim sem við þekkjum í dag.

Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld trúðu því statt og stöðugt að Guð myndi senda þeim Messías og samkvæmt  túlkun þeirra á Ritningunni áttu þeir við jarðneskan konung sem leysa myndi Ísrael undan kúgun og yfirráðum annarra þjóða sem beittu þá ofbeldi árþúsundum saman. Samkvæmt þessum skýringum átti land fyrirheitanna að vera jarðneskt ríki.

Skilningur lærisveinanna að Jesús væri Messías til andláts hans var enn sá sami og sama túlkunin. Þeir bjuggust við því að Jesús myndi verða smurður til jarðnesks konungs í landi Ísraels. Þetta hefur fastlega verið hvatningin á bak við beiðni þeirra bræðra Jakobs og Jóhannesar að fá að sitja til hægri við Jesú og til vinstri handar við hann þegar hann kæmist til valda. Með öðrum orðum, þeir vildu fá stöður frammámanna þegar hann 

myndi ráða ríkjum í Ísrael. Jafnvel eftir upprisuna, létu þeir samt sem áður ekki af að spyrja Jesú hvenær hann myndi endurreisa Ísrael eins og það væri jarðneskt ríki.

Nýafstaðnir atburðir ýttu undir tilhlökkun þeirra. Þegar þeir sáu stóra hópa fólks flykkjast inn til Jerúsalem yfir páskahátíðina veifa pálmagreinum og hylla Jesú sem konung. Það hlýtur að hafa verið spennandi fyrir lærisveinana! Þeir pílagrímar sem ekki vissu hver hann var eða hvað væri eiginlega að gerast beindu spurningum sínum að fylgjendunum sem svöruðu: „Það er spámaðurinn Jesús.“ Allan tímann sem hann starfaði, læknaði Jesús fjölda sjúkra, mettaði þúsundir á yfirnáttúrulegan hátt, talaði Guðs Orð með valdi, og hann hafði nýlega reist vin sinn Lazarus upp frá dauðum. Vinsældir hans voru í hámarki og svo virðist sem fólk hafi haft miklar væntingar um að hann væri hinn væntanlegi Messías.

Þrátt fyrir þetta allt saman var öllum það augljóst að hér var ekki allt með felldu. Innan fárra daga var Jesús ranglega ákærður og grimmilega tekinn af lífi eins lítillækkandi og hægt var. Messíasi var ætlað að draga heiðingjana fyrir dóm en ekki að þola sjálfur óréttvísi af þeirra völdum.

Þú getur rétt ímyndað þér hversu hrikaleg þessi átakanlega atburarás hlýtur að hafa verið fyrir lærisveinana! Kennimaðurinn sem þeir fylgdu, ástkæri Meistari þeirra sem þeir voru vissir um að væri Messías, var dáinn. Þeir áttu við mikla óvissu að stríða og skorti kjark til að standast þessa raun, en eins og sjá mátti á tveimur þeirra sem voru á göngu í þorpinu Emmaus á degi upprisunnar. Hinn upprisni Jesús nálgaðist þá og hóf göngu með þeim. Í tengslum við að segja frá atburðunum sem voru að gerast, sögðu þeir: „Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael.“ Þeir voru vondaufir og harmi slegnir vegna dauða hans.

Upprisan kom til með að breyta þessu öllu! Guð vakti hinn svokallaða ‛misheppnaða’ Messías upp frá dauðum. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir því hjá Gyðingum að Messías yrði reistur upp frá dauðum, svo það leit ekki út fyrir að lærisveinarnir eða Gyðingar almennt væru að bíða eftir að sjá hvort Jesús myndi uppfylla nokkra spádóma í því efni.

Stuttu fyrir atburðina hafði æðsti presturinn komist að þeirri niðurstöðu að Jesús skyldi deyja og mælti: „Ef vér leyfum honum að halda svona áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.“

Við yfirheyrsluna spurði æðsti presturinn Jesú hvort hann væri Kristur? Eftir að hafa heyrt Jesú gefa jákvætt svar og hlustað á Jesú vitna í Danielsbók um Manns-soninn sitjandi til hægri handar Guðs, sökuðu æðsti presturinn og þeir sem með honum voru hann um guðlast sem samkvæmt þeirra lögum var dauðarefsivert. 

Pontíus Pílatus, rómverski landshöfðinginn dæmdi Jesú til dauða af því að hann sagðist vera konungur. Það leit út fyrir að Pílatusi fyndist engin raunveruleg ógn stafa af Jesú en vegna eftirgangssemi mannfjöldans og yfirvalda Gyðinga valdi hann þann kostinn að láta krossfesta hann undir rómverskum andspyrnuhreyfingarlögum. Á skiltið sem Pílatus hengdi á krossinn stóð skrifað: „Þetta er Jesús, konungur Gyðinga.“

Jesús var líflátinn af þeim sökum að leiðtogar Gyðinga höfnuðu því að hann væri Messías sem og Rómverjar sögðu engan óleyfilegan konung koma til með að lifa. Eigi að síður gerðist sá ótrúlegi og óvænti atburður að með upprisunni ógilduðust dómsúrskurðir bæði í gyðinglegum og rómverskum réttarsölum.

Samkvæmt rómverskum lögum um falskonunga að þeir skulu deyja og fyrir að leiðtogar Gyðinga trúðu ekki að Jesús væri Kristur, umsnéri Guð ákvörðunum sínum og staðfesti þess í stað að Jesús væri með því að rísa upp frá dauðum bæði konungur og Messías.

Þetta staðfestir allt það sem Jesús var að kenna um föður sinn, Guðs ríki, og hjálpræðið. Upprisan sannaði að Jesús var hinn raunverulegi Messías og ásamt komu Heilags Anda, hófst nýr skilningur á Guði. Mikilvægi upprisunnar á dögum Jesú var að hún staðfesti að Jesús var sá sem hann sagðist vera. 

Fyrir upprisuna höfðu lærisveinarnir ekki skilið til hlítar það sem Jesús hafði sagt þeim um dauða sinn og upprisu. Hins vegar, eftir að hann reis upp frá dauðum 40 dögum áður en hann steig upp til himna, útskýrði hann Ritninguna fyrir þeim og þá skildu þeir þær.

Að sjá Jesú í ljósi persónugervings með dauða hans og upprisu varð hjálpræðið aðgengilegt öllum og var ástæðan fyrir því að postularnir boðuðu Krist upprisinn í Postulasögunni. Þess vegna staðhæfðu rithöfundar Nýja Testamentisins að upprisan sannaði að Jesús var Sonur Guðs.

Fimmtíu dögum eftir upprisuna eftir að Jesús var stiginn upp til himna, kom Heilagur Andi einnig í heiminn en á nýjan hátt með því að búa sér stað innra með trúuðum. Þessir viðburðir hvöttu lærisveinana og frumkirkjuna til að dreifa fréttunum um gjörvallan heiminn eins og hann þekktist á þeim tíma, að Jesús fyrir fórn sína á krossinum, mannkynið gæti orðið sátt við Guð.

Fyrir lærisveinana þá og fyrir okkur nú á dögum eru páskarnir undirstaða kristinnar trúar og vonar. Fyrstu lærisveinarnir þótt þeir hafi til að byrja með þurft að kljást við brostnar vonir vegna væntinga sinna, komust fljótlega að því, að þar sem Jesús reis upp frá dauðum að það sem hann gerði, sagði og lofaði var bæði satt og rétt. Þetta fylgir sögunni enn til dagsins í dag. Hinn upprisni Kristur sannaði guðdómleika sinn og trúverðugleika með því að deyja fyrir syndir okkar og síðan rísa upp frá dauðum. 

Vegna þess hvað hann gerði, vitum við að allt sem hann sagði er bæði satt og rétt: að við frelsumst og öðlumst eilíft líf, að Heilagur Andi búi innra með okkur, að við höfum lof fyrir því að vera bænheyrð, að hann mun leiðbeina okkur þegar við biðjum hann um það. Bilið á milli okkar og Guðs hefur verið brúað. Við erum hans börn og munum búa með honum að eilífu.

Vegna upprisunnar höfum við fullvissuna um hjálpræði Krists og fáum að njóta góðs af innblæstri hans nú þegar í dag ásamt þeim heiðri að fá að vera í tilvist hans um aldur og æfi.

Fögnum þess vegna gildi páskanna, í gær og í dag og áfram inn í hið eilífa líf. Gleðilega páska!

 



Páskar - hin mikla hátíð!

Easter—Yesterday, Today, and Forever!

Páskar-í gær, í dag og að eilífu!

Samantekið efni eftir Peter Amsterdam 

Hvaða skilning lögðu upprunalegir lærisveinar Jesú á upprisuna, allir þeir sem trúðu á hann á meðan hann bjó hér á jörðu? Hvernig túlkum við þetta nú á dögum?

Um það leyti sem Jesús neytti sinnar síðustu kvöldmáltíðar, ásamt fylgjendum sínum aðeins nokkrum klst. áður en hann var handtekinn, sakfelldur og dæmdur til dauða, gátu þeir skilið að Jesús væri hinn raunverulegi Messías (frelsarinn sjálfur) sem spámenn Gamla Testamentisins höfðu sagt fyrir um. Samt sem áður var skilningur þeirra nokkuð frábrugðinn þeim sem við þekkjum í dag.

Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld trúðu því statt og stöðugt að Guð myndi senda þeim Messías og samkvæmt  túlkun þeirra á Ritningunni áttu þeir við jarðneskan konung sem leysa myndi Ísrael undan kúgun og yfirráðum annarra þjóða sem beittu þá ofbeldi árþúsundum saman. Samkvæmt þessum skýringum átti land fyrirheitanna að vera jarðneskt ríki.

Skilningur lærisveinanna að Jesús væri Messías til andláts hans var enn sá sami og sama túlkunin. Þeir bjuggust við því að Jesús myndi verða smurður til jarðnesks konungs í landi Ísraels. Þetta hefur fastlega verið hvatningin á bak við beiðni þeirra bræðra Jakobs og Jóhannesar að fá að sitja til hægri við Jesú og til vinstri handar við hann þegar hann kæmist til valda. Með öðrum orðum, þeir vildu fá stöður frammámanna þegar hann 

myndi ráða ríkjum í Ísrael. Jafnvel eftir upprisuna, létu þeir samt sem áður ekki af að spyrja Jesú hvenær hann myndi endurreisa Ísrael eins og það væri jarðneskt ríki.

Nýafstaðnir atburðir ýttu undir tilhlökkun þeirra. Þegar þeir sáu stóra hópa fólks flykkjast inn til Jerúsalem yfir páskahátíðina veifa pálmagreinum og hylla Jesú sem konung. Það hlýtur að hafa verið spennandi fyrir lærisveinana! Þeir pílagrímar sem ekki vissu hver hann var eða hvað væri eiginlega að gerast beindu spurningum sínum að fylgjendunum sem svöruðu: „Það er spámaðurinn Jesús.“ Allan tímann sem hann starfaði, læknaði Jesús fjölda sjúkra, mettaði þúsundir á yfirnáttúrulegan hátt, talaði Guðs Orð með valdi, og hann hafði nýlega reist vin sinn Lazarus upp frá dauðum. Vinsældir hans voru í hámarki og svo virðist sem fólk hafi haft miklar væntingar um að hann væri hinn væntanlegi Messías.

Þrátt fyrir þetta allt saman var öllum það augljóst að hér var ekki allt með felldu. Innan fárra daga var Jesús ranglega ákærður og grimmilega tekinn af lífi eins lítillækkandi og hægt var. Messíasi var ætlað að draga heiðingjana fyrir dóm en ekki að þola sjálfur óréttvísi af þeirra völdum.

Þú getur rétt ímyndað þér hversu hrikaleg þessi átakanlega atburarás hlýtur að hafa verið fyrir lærisveinana! Kennimaðurinn sem þeir fylgdu, ástkæri Meistari þeirra sem þeir voru vissir um að væri Messías, var dáinn. Þeir áttu við mikla óvissu að stríða og skorti kjark til að standast þessa raun, en eins og sjá mátti á tveimur þeirra sem voru á göngu í þorpinu Emmaus á degi upprisunnar. Hinn upprisni Jesús nálgaðist þá og hóf göngu með þeim. Í tengslum við að segja frá atburðunum sem voru að gerast, sögðu þeir: „Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísrael.“ Þeir voru vondaufir og harmi slegnir vegna dauða hans.

Upprisan kom til með að breyta þessu öllu! Guð vakti hinn svokallaða ‛misheppnaða’ Messías upp frá dauðum. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir því hjá Gyðingum að Messías yrði reistur upp frá dauðum, svo það leit ekki út fyrir að lærisveinarnir eða Gyðingar almennt væru að bíða eftir að sjá hvort Jesús myndi uppfylla nokkra spádóma í því efni.

Stuttu fyrir atburðina hafði æðsti presturinn komist að þeirri niðurstöðu að Jesús skyldi deyja og mælti: „Ef vér leyfum honum að halda svona áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.“

Við yfirheyrsluna spurði æðsti presturinn Jesú hvort hann væri Kristur? Eftir að hafa heyrt Jesú gefa jákvætt svar og hlustað á Jesú vitna í Danielsbók um Manns-soninn sitjandi til hægri handar Guðs, sökuðu æðsti presturinn og þeir sem með honum voru hann um guðlast sem samkvæmt þeirra lögum var dauðarefsivert. 

Pontíus Pílatus, rómverski landshöfðinginn dæmdi Jesú til dauða af því að hann sagðist vera konungur. Það leit út fyrir að Pílatusi fyndist engin raunveruleg ógn stafa af Jesú en vegna eftirgangssemi mannfjöldans og yfirvalda Gyðinga valdi hann þann kostinn að láta krossfesta hann undir rómverskum andspyrnuhreyfingarlögum. Á skiltið sem Pílatus hengdi á krossinn stóð skrifað: „Þetta er Jesús, konungur Gyðinga.“

Jesús var líflátinn af þeim sökum að leiðtogar Gyðinga höfnuðu því að hann væri Messías sem og Rómverjar sögðu engan óleyfilegan konung koma til með að lifa. Eigi að síður gerðist sá ótrúlegi og óvænti atburður að með upprisunni ógilduðust dómsúrskurðir bæði í gyðinglegum og rómverskum réttarsölum.

Samkvæmt rómverskum lögum um falskonunga að þeir skulu deyja og fyrir að leiðtogar Gyðinga trúðu ekki að Jesús væri Kristur, umsnéri Guð ákvörðunum sínum og staðfesti þess í stað að Jesús væri með því að rísa upp frá dauðum bæði konungur og Messías.

Þetta staðfestir allt það sem Jesús var að kenna um föður sinn, Guðs ríki, og hjálpræðið. Upprisan sannaði að Jesús var hinn raunverulegi Messías og ásamt komu Heilags Anda, hófst nýr skilningur á Guði. Mikilvægi upprisunnar á dögum Jesú var að hún staðfesti að Jesús var sá sem hann sagðist vera. 

Fyrir upprisuna höfðu lærisveinarnir ekki skilið til hlítar það sem Jesús hafði sagt þeim um dauða sinn og upprisu. Hins vegar, eftir að hann reis upp frá dauðum 40 dögum áður en hann steig upp til himna, útskýrði hann Ritninguna fyrir þeim og þá skildu þeir þær.

Að sjá Jesú í ljósi persónugervings með dauða hans og upprisu varð hjálpræðið aðgengilegt öllum og var ástæðan fyrir því að postularnir boðuðu Krist upprisinn í Postulasögunni. Þess vegna staðhæfðu rithöfundar Nýja Testamentisins að upprisan sannaði að Jesús var Sonur Guðs.

Fimmtíu dögum eftir upprisuna eftir að Jesús var stiginn upp til himna, kom Heilagur Andi einnig í heiminn en á nýjan hátt með því að búa sér stað innra með trúuðum. Þessir viðburðir hvöttu lærisveinana og frumkirkjuna til að dreifa fréttunum um gjörvallan heiminn eins og hann þekktist á þeim tíma, að Jesús fyrir fórn sína á krossinum, mannkynið gæti orðið sátt við Guð.

Fyrir lærisveinana þá og fyrir okkur nú á dögum eru páskarnir undirstaða kristinnar trúar og vonar. Fyrstu lærisveinarnir þótt þeir hafi til að byrja með þurft að kljást við brostnar vonir vegna væntinga sinna, komust fljótlega að því, að þar sem Jesús reis upp frá dauðum að það sem hann gerði, sagði og lofaði var bæði satt og rétt. Þetta fylgir sögunni enn til dagsins í dag. Hinn upprisni Kristur sannaði guðdómleika sinn og trúverðugleika með því að deyja fyrir syndir okkar og síðan rísa upp frá dauðum. 

Vegna þess hvað hann gerði, vitum við að allt sem hann sagði er bæði satt og rétt: að við frelsumst og öðlumst eilíft líf, að Heilagur Andi búi innra með okkur, að við höfum lof fyrir því að vera bænheyrð, að hann mun leiðbeina okkur þegar við biðjum hann um það. Bilið á milli okkar og Guðs hefur verið brúað. Við erum hans börn og munum búa með honum að eilífu.

Vegna upprisunnar höfum við fullvissuna um hjálpræði Krists og fáum að njóta góðs af innblæstri hans nú þegar í dag ásamt þeim heiðri að fá að vera í tilvist hans um aldur og æfi.

Fögnum þess vegna gildi páskanna, í gær og í dag og áfram inn í hið eilífa líf. Gleðilega páska!

 


Athyglisvert atriði...

Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra -. Kól 3:13  

Fannst þetta athyglisvert því hvers vegna að nota kk. þegar þess er ekki lengur þörf og við stöndum andspænis nýjum tímum og nýrri hugsun. Hvað um að segja fyrirgefa hvert öðru í stað þess að segja eins og stendur í okkar ágætu Biblíu "fyrirgefa hver öðrum"? Finnst þetta nokkuð úrelt og kominn tími á að breyta. Læt þetta nægja að sinni.

 


Ný stjórnarmyndun! Leyfið þeim að njóta vafans!

Það er sagt að sagan hafi tilhneigingu til að endurtaka sig, sem er sönnuð staðreynd, en hvers vegna ekki að leyfa þeim að njóta vafans og vona að þeir leiti til visku spekinganna. Það er óhætt að segja að ástandið sé dapurlegt en þú tapar aldrei á því að horfa á björtu hliðarnar á hlutum eða málefnum. 

Það er ljóst að erindrekar stjórnmálaflokkanna þurfi að sýna umburðarlyndi og skilning við að velja samstarfsaðila að þeir sjái alvöru málsins varðandi fjármál alls þorra landsmanna og geti staðir við orð sín. Það er ekki hver hafi rétt fyrir sér sem skiptir máli heldur hver hafi haldbærar lausnir við efnahagsvandanum sem blasir við flestum þegnum þjóðfélagsins heldur hvað sé rétt að gera til að bjarga þjóðinni á afar viðkvæmum tímum.

Það er mín áskorun til þeirra sem "meira mega sín" í þjóðfélaginu að finna það innra sér að gefa meira af sér til þeirra sem minna mega sín. Miklu betra að finna gleði í því að láta gott af sér leiða og sýna góðvild og gæsku gagnvart náunganum heldur en það finna fyrir því ófrelsi að vera skikkaður til þess. 


Það mikilvægasta...

Það mikilvægasta er einmitt það! Bænin eða hugleiðslan róar allt líkamskerfið og setur það í stöðu til að láta sálina nærast. Það er eins og það opnist eitthvert svið sem setur alla hluti í jafnvægi. Svo lítil stund í einlægri bæn gefur mikinn sálarstyrk og djörfung til að mæta því sem að höndum ber í lífinu! Gb

Að hugsa sér

HEILÖG JÓL

Meira virði en allt sem er,
meira en það sem fyrir ber,
meira en gjafir gefnar hér,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en snjókorn smá,
meira en ylur eldsins þá,
meira en ómur bjalla frá,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en leikur kær,
meira en sætur ilmur fjær,
meira en blómin mér svo nær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en ljósin skær,
meira en gleðin kristaltær,
meira en hvítur jólasnær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en vinur kær,
meira en tónninn ó, svo tær,
meira en tungli lýstur sær,
eru heilög jólin mér.

Meira virði en stjarnan er,
meira en orð frá vörum mér,
meira en hjartað fyrir sér,
er jólaandinn yfir mér.

R. A. Watterson
(Þýðing: Þórunn Hafstein)


Göngum fram í hugrekki!

"Reynir þú að fela mistök þín eða gengurðu fram í hugrekki og játar þau? Flest fólk mun virða þig meira ef þú viðurkennir mistökin.Screen Shot 2012-02-05 at 23.02.56

Vegur til farsældar

Screen Shot 2012-02-05 at 23.02.56

6. Febrúar

Reynir þú að fela mistök þín eða gengurðu fram í hugrekki og játar þau? Flest fólk mun virða þig meira ef þú viðurkennir mistökin. 

Vegur til farsældar nr. 3 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband