Færsluflokkur: Lífstíll

Fagnaðu frelsinu...

Frelsið

 

Þegar sortinn sækir þig á 

og sækist eftir þér að fá.

Frelsisandinn faðmi þig,

hann færir þig á æðra stig.

 

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Ljósinu hleyptu að þér nú,

hamingja og gleði eflir trú.

 

Í hjarta þínu leiktu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

Því gott er að hafa létta lund

 leikandi sér á hverri stund. 

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Meira um páskana...

17. apríl 2014

Páskahátíðarhald

 

„Hann er ekki hér. Hann er upp risinn!" Mattheusarguðspjall 28:6

 

 

Þegar Jesú dó á krossinum var hlutverki hans lokið, eins og stendur í ritningunni að hjálpræði okkar hefði unnið. Hann sagði:"Það er fullkomnað." 1 Lokið! 

Þegar María Magdalena var ætlaði að fara að snerta hann þegar hann birtist henni við gröfina, sagði hann: "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns."2

Hann þurfti ekki að láta velta steininum frá gröfinni til að komast út, því að hann var með líkama sem gæti hafa gengið í gegnum steininn! Hvers vegna þurfti engillinn að rúlla steininum í burtu? 3 Til þess að lærisveinarnir sæju og allur heimurinn gæti séð að hann var þar ekki lengur. Steininum var ekki velt frá svo að Jesú gæti komist út; hann gæti hafa gengið í gegnum fjallið eða steininn. Honum var velt frá svo að aðrir gætu séð að hann var horfinn úr gröfinni og hafði risið upp frá dauðum. 

Vitandi hversu mikið María Magdalena elskaði hann, beið hann eftir því að geta séð hana. Hún beið þar og grét og þegar hún sá manninn sem hún hélt að væri garðyrkjumaður, sagði hún: "Seg mér, hvar þeir hafa lagt hann!" Kona, hví grætur þú? Eftir þetta áttaði hún sig á hver hann var og vildi snerta hann. Hún var að því komin að faðma hann en hann sagði: "Bíddu, því ég er ekki enn stiginn upp til föður míns." 

 

Samantekið efni

Þýðandi: Guðbjörg Sigurðardóttir 

  

 

Meira...

 

 



Það sem skiptir öllu máli...

Síðastliðin sex ár hefur hafa orðið mikil umskipti í mínu lífi vegna óumflýjanlegra veikinda sem er læknisfræðilega ólæknadi en hverning litið er á þá yfirlýsingu gæti verið mjög einstaklingsbundið og fer eftir viðhorfum hvers og eins, trú og innri gerð. Ég veit að trúin flytur fjöll, allskonar fjöll og hindranir sem verða á vegi manns en að geta litið upp og séð hið jákvæðna í öllu getur skipt sköpum. Það eru hin jákvæðu viðhorf sem skipta öllu máli hvernig maður snýst við hlutunum og tekur á þeim. Meira á næstu grösum. 


Ný stjórnarmyndun! Leyfið þeim að njóta vafans!

Það er sagt að sagan hafi tilhneigingu til að endurtaka sig, sem er sönnuð staðreynd, en hvers vegna ekki að leyfa þeim að njóta vafans og vona að þeir leiti til visku spekinganna. Það er óhætt að segja að ástandið sé dapurlegt en þú tapar aldrei á því að horfa á björtu hliðarnar á hlutum eða málefnum. 

Það er ljóst að erindrekar stjórnmálaflokkanna þurfi að sýna umburðarlyndi og skilning við að velja samstarfsaðila að þeir sjái alvöru málsins varðandi fjármál alls þorra landsmanna og geti staðir við orð sín. Það er ekki hver hafi rétt fyrir sér sem skiptir máli heldur hver hafi haldbærar lausnir við efnahagsvandanum sem blasir við flestum þegnum þjóðfélagsins heldur hvað sé rétt að gera til að bjarga þjóðinni á afar viðkvæmum tímum.

Það er mín áskorun til þeirra sem "meira mega sín" í þjóðfélaginu að finna það innra sér að gefa meira af sér til þeirra sem minna mega sín. Miklu betra að finna gleði í því að láta gott af sér leiða og sýna góðvild og gæsku gagnvart náunganum heldur en það finna fyrir því ófrelsi að vera skikkaður til þess. 


Það mikilvægasta...

Það mikilvægasta er einmitt það! Bænin eða hugleiðslan róar allt líkamskerfið og setur það í stöðu til að láta sálina nærast. Það er eins og það opnist eitthvert svið sem setur alla hluti í jafnvægi. Svo lítil stund í einlægri bæn gefur mikinn sálarstyrk og djörfung til að mæta því sem að höndum ber í lífinu! Gb

Það finnst engin betri leið...

20Það er hægt að líkja lífinu við fjallgöngu en það þarf mikla þrautseigju og viljakraft til að halda áfram upp á tindinn og stundum finnst okkur best að snúa við eins og það sé eitthvað auðveldara. Það þarf að bjóða erfiðleikunum birginn með því að vera tilbúinn til að mæta þeim áður en þeir birtast. Þegar þú ákveður innra með þér að fyrirgefa er það í raun og veru það sem þú ert að gera og þú safnar að þér nýjum krafti og afli til að standast það mótlæti sem verður á vegi þínum. Á fjallinu sérðu allan sjóndeildarhringinn fyrir þér, skínandi bjartan og heillandi, framtíðin blasir við þér og þú horfir fram á veginn fullur af innblæstri og trú. Lát væntumþykju og kærleika Jesú Krists leiða þig í gegnum völundarhús lífsins með fyrirgefninguna að leiðarljósi. Það finnst engin betri leið! Hvers vegna ekki að láta reyna á það?

Göngum fram í hugrekki!

"Reynir þú að fela mistök þín eða gengurðu fram í hugrekki og játar þau? Flest fólk mun virða þig meira ef þú viðurkennir mistökin.Screen Shot 2012-02-05 at 23.02.56

Það sem lífið snýst um...

Hjálpsemi, umhyggja, skilningur, fyrirgefning, kærleikur, það er það sem lífið snýst um.

Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta.

Screen Shot 2012-03-04 at 20.49.204. mars.

Losaðu þig við þann hugsunarhátt að öll gagnræýni sé slæm og hana beri að for!ast. Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta. Hvernig eigum við annars að taka framförum.

Vegur til farsældar nr. 3

 


...til þess að klóra þig uppá toppinn...

Screen Shot 2012-03-04 at 11.37.07

4. mars.

Ef þú gætir skilið og virkilega trúað því að þú hafir ekki fæðst í þennan heim til þess að klóra þig uppá toppinn heldur til þess að elska Guð og náunga þinn, þá yrðir þú ekki öfundsjúk/ur eða svekkt/ur þegar öðrum virðist ganga betur en þér.

Vegur til farsældar nr. 3

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband