Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jólakveðja til ættingja og vina...

Kæru vinir og fjölskylda. Óska ykkur gleðilegra jóla, blessun og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðnar stundir, hjálp ykkar og vináttu. Ég hef haft það óvenjulega annríkt síðustu mánuðina og misserin eins og ykkur er ef til vill kunnugt um og biðst þess vegna afsökunar á hversu sjaldan ég hef látið heyra í mér. Þið eruð stöðugt í huga mínum og hjarta og ég vil ykkur allra best í einu og öllu og vonast til að hitta ykkur aftur áður en langt um líður. 

Hrós hvetur meira en hagnaðarvon. Ánægt fólk er kraftmikið fólk. Vegur til farsældar nr.2 

                                                                                                                        


Vegur til farsældar...Orð dagsins!

Á jólunum lítum við á heiminn með kærleik í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaða þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.

Vegur til farsældar nr. 2 

  


Brot úr mínu lífi...úr fjarlægu landi!

Glitrandi sandur, minning sem lifir!

Mig langar að segja frá einu sérkennilegu atviki í lífi mínu sem minnir mig svo mikið á jólin, ljósadýrð þeirra í myrkri skammdegisins. Ég var stödd á sjávarströndu í Austur-Asíu, nánar tiltekið í portúgölsku Macau sem nú tilheyrir Kína, með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur sonum. Það var komið kvöld en eins og við vitum myrkrar miklu fyrr á þessum slóðum en við eigum að venjast hér á norðurhjaranum. Þegar sólin sest síðla dags eða eins og við köllum þar kvöld, skellur myrkrið á fyrirvaralaust í öllu sínu veldi og þú finnur þig allt í einu í nýjum heimi við gjörbreyttar aðstæður. Trén hafa tekið á sig nýja mynd og allt sem þú heyrir og upplifir í kringum þig hefur breyst í einni svipan og það er eins og ný sköpun hafi gerst og dýrð Guðs sé að verki, raunveruleg og lifandi. 

Það var komið kvöld, ég hljóp í flæðamálinu, volgur sjórinn lék um fætur mínar og ökkla, svartur sandurinn þyrlaðist upp við hreyfinguna og gaf af sér glitrandi himneskt ljós sem minnti mig á dýrð jólanna í skammdeginu hér á Íslandi, ljós sem skín í myrkri. Hið eilífa ljós, Jesú!

Frásögn:Guðbjörg Sgiurðardóttir 


Sannleikskorn

Lífið er baráttu háð. Við þurfum að takast á við það á hverjum degi og stundum hlaðast verkin upp án afláts en ef við venjum okkur á að æfa okkar andlega þrek í stuttri hugleiðslubæn á hverjum morgni og leyfum kærleiksmætti Krists að streyma um okkur öðlumst við nýja sýn á lífið. 

Guðbjörg  

 


Saga sem lifir

Hinn mesti kærleikur. Hvert sem skotmarkið átti að vera, þá lentu deyðandi sprengjurnar á munaðarleysingjahæli, sem rekið var af nokkrum trúboðum í litlu víetnömsku þorpi. Trúboðarnir og tvö barnanna létust samstundis. Nokkur önnur börn voru særð, þar á meðal lítil átta ára telpa. Fyrsta læknishjálp sem kom að voru bandarískur herlæknir og hjúkrunarfræðingur sem komu í jeppa. Meðferðis höfðu þau aðeins neyðartösku og nauðsynleg áhöld til skyndihjálpar.Þau mátu ástand telpunnar á þann veg að hún mundi deyja fljótlega af áfalli og blóðmissi ef hún fengi ekki blóðgjöf hið bráðasta. Snögg athugun leiddi í ljós að hvorugt þeirra hafði réttan blóðflokk en nokkur ómeiddu barnanna komu til greina. Læknirinn talaði svokallaða blendingsvíetnömsku og hjúkrunarkonan ofurlítið af menntskólafrönsku. Í sameiningu reyndu þau ásamt með táknmáli að gera sig skiljanleg um kringumstæðurnar, frammi fyrir dauðskelfdum áheyrendum sínum. Því næst spurðu þau hvort einhver vildi bjóða sig fram til að gefa blóð svo bjarga mætti lífi litlu stúlkunnar. Bón þeirra var svarað með starandi augum og þögn. Eftir nokkur löng augnablik kom upp hikandi lítil hönd, sem hvarf jafnharðan niður aftur en svo upp aftur á ný. “Ó þakka þér,” sagði hjúkrunarkonan á frönsku: “Hvað heitir þú?” “Heng,” svaraði litli drengurinn alvarlegur.Heng var lagður með hraði á börur. Handleggurinn sótthreinsaður með spritti og nál sett upp í æð hans. Í gegnum þetta allt lá Heng stífur og þögull. Eftir skamma stund gaf hann frá sér harmþrungið snökt, en greip strax fyrir andlitið með lausu hendinni til að fela það. “Finnurðu til, Heng?” Spurði læknirinn. Heng hristi höfuðið en eftir örfá augnablik slapp út annað snökt og enn og aftur reyndi hann að fela vanlíðan sína. Einstöku ekkahljóð gaf til kynna stöðugan, hljóðan grát og enn reyni hann að fela grátinn með því að kreista aftur augun og troða hnefanum upp í munninn til að kæfa hljóðið. Er hér var komið sögu kom víetnömsk hjúkrunarkona á vettvang til að hjálpa. Er hún sá baráttu litla drengsins ávarpaði hún hann á víetnömsku, hlustaði á svar hans og svaraði honum svo með róandi röddu.Heng hætti strax að gráta og leit spyrjandi á víetnömsku hjúkrunarkonuna. Er hún kinkaði kolli með sannfæringu, breiddist svipur léttis yfir allt litla andlitið hans.Ameríski hjúkrunarfræðingurinn leit spyrjandi á víetnamskan kollega sinn. Hún skýrði út angist litla drengsins og sagði: “Hann hélt að hann væri að deyja. Hann misskildi ykkur. Hann hélt að þið hefðuð beðið hann að gefa allt blóðið sitt svo litla stúlkan mætti lifa.”“En af hverju var hann fús til að gera slíkt?” spurði herhjúkrunarkonan.Víetnamska hjúkrunarkonan endurtók spurninguna til litla drengsins sem einfaldlega svaraði: “Hún er vinur minn”.

Þýdd frásögn úr mánaðarritinu Activated. Sjá, activated.org


Andleg æfing

Kyrrðarstundir“Treystu heldur Guði sem lætur oss allt ríkulega í té til nautnar”. (1Tímóteusarbréf 6:17)Næst þegar þyrmir yfir þig og þér finnst þú stressaður, finndu þá hljóðlátan stað og taktu þér fimm mínútur í að prófa þetta: Lokaðu augunum og einbeitu hugsunum þínum á kyrrlátan stað. Það getur verið margbrotinn staður eins og ströndin þar sem hlýjar öldur skolast yfir fætur þér og mild golan skrjáfar í pálmatrjánum og hári þínu. Eða eitthvað einfalt eins og að slappa af í uppáhalds stólnum þínum á frídegi. Sjáðu nú fyrir þér að Jesús sé nú með þér, ánægður, afslappaður og fullur tilhlökkunar eftir því að eyða með þér svolitlum tíma. Þegar þú hefur greypt þessa mynd tryggilega í huga þér, reyndu þá að “vera” þarna í nokkrar mínútur. Finndu hvernig líkaminn, hugurinn og andinn slaka á. Þegar þú snýrð aftur til “raunveruleikans” finnst þér þú hvíldur og betur andlega undurbúinn undir hvað það sem dagurinn hefur uppá að bjóða.

Hagnýt viskuorð

Hlýlegt faðmlag er eins og snerting af himni ofan. Vegur til farsældar nr. 1

Tilgangur lífsins er ekki að skapa efnisleg verðmæti heldur að skapa gott líf. Vegur til farsældar nr.2

 

 


Vegur til farsældar-Það sem fólk segir...

"Gott að lesa til að koma sér af stað á morgnanna." 

Vegur til farsældar - hugleiðing dagsins

Guð metur auðmýkt þína. Það gera vinir þínir og vinnufélagar einnig. Vegur til farsældar nr. 2

Gnægð himnaríkis kann ráð við öllum þeim vanda sem þú þarft nokkurn tíma að fást við. Vegur til farsældar nr. 1



Snauði og Auði-Bók sem vekur áhuga

Spennandi saga af tveimur sjómönnum sem unnu saman í sátt og samlyndi og deildu með sér aflanum sem þeir fiskuðu á trillunni sinni. Þeir voru báðir fjárhagslegir jafningjar í öllum veraldlegum málum, unnu sameiginlega að settu marki en þegar auðurinn kom til skjalanna breyttust viðhorfin og leiðir þeirra skildu. Veraldarhyggjan náði tökum á öðrum þeirra en hinn beindi huga sínum að öðrum efnum sem höfðu varanlegt gildi. Framhald


« Fyrri síða

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband