Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Páskagullkorn

PáskarnirPáskagullkorn eru sannleikurinn sem umbreytir heilagri kirkju Guðs úr safni í ráðuneyti Guðs.-Warren Wiersbe

Hið eina sem getur varpað skugga á heiðskíran páskadagsmorgunn, sem ber vitni um sigur Guðs, er fátæktin sem einkennir trúrækni mína, minningin um stundir kastað á glæ í trúleysi og máttlaus viðbrögð mín við gjafmildi Drottins.-A. E. Whitman

 


Páskagullkorn...

Sýndu áv30fafpr.jpgallt kærleika, þrátt fyrir efasemdir og myrkur, og haltu fast í túna.

Það er ekkert til í heiminum sem kærleikurinn getur ekki sigrað. Við erum mennskir menn en vegna páskahátíðarinnar getur Jesús framkvæmt hið yfirnáttúrulega í gegnum okkur. 

Örvæntið ekki því við höldum páskana hátíðlega og "hallelúja" er okkar söngur.


Mynd dagsins og páskagullkorn...

28-1.jpg

Svartasta myrkrið skellur á rétt fyrir dögun; dýpsta örvæntingin verður rétt áður en sáluhjálpin berst.

Páskagullkorn

Það er ekki hægt að prédika páskaboðskapinn í þátíð. Hann er boðskapur sem á við í dag og um ókomna tíð. Hann er boðskapur Guðs sem verður að enduróma í hjörtum okkar allt lífið. Frank D. Getty 

Látum sigurhrópið sem barst okkur á fyrstu páskahátíðinni hljóma í hjörtum okkar á ný! Helvíti skelfur yfir fögnuði okkar, því fagnaðarópið ber þess vott að við erum frjáls. Höfundur óþekktur 

 


Lykill að góðum og farsælum degi...

Ef þú vilt eiga hlutdeild í frægðinni þarftu líka að geta tekið aðfinnslunum. Vegur til farsældar

Gullmolar...

Guð hefur gefið okkur tvær hendur, aðra til að taka á móti en hina til að gefa.

mynd_dagsins-blagresi.jpg

Það felst mikil farsæld í því að bera með sér gjafmildan huga og vilja gjöra öðrum gott en til þess að vel fari en til þess þarf að hafa stefnu sem fólk kann að meta og virða. Hvernig væri að innleiða þá hugsjón inn í þjóðarsálina, þau kristilegu gildi sem alltaf eru til staðar innra með okkur í hugarfylgsnunum en verða einungis að veruleika með því að láta gott af sér leiða og láta verkin tala. Það eru litlu hlutirnir sem skipta svo miklu máli hvað við gerum hverju sinni sem geta skipt sköpum og breytt döprum degi í sólskinsdag. 

Guðbjörg Sigurðardóttir 

 


Kærleikur í verki...

8Það eru til margar leiðir sem hægt er að sýna öðrum elskusemi og jákvæð viðhorf. Það er hægt að gefa frá sér hlýja kveðju í staðinn fyrir kuldalegt viðmót. Gefðu þér tíma til að svara spurningum annarra, þolinmóður og hreinskilinn í stað þess að flýta sér stressfullur á sífeldum þeytingi án þess að láta sig varða um tilfinningar annarra. Það er svo margt sem hægt er að gera til að láta öðrum líða vel í návist þinni, að þeim finnist þeir skipta þig máli. Gefðu þér tíma til að tala við þá í stað þess að vera alltaf gera eitthvað svo mikilvægt að það megi ekki bíða. Láttu þig virka jákvætt á aðra, hlýr og notalegur í viðmóti, þolinmóður og alltaf reiðubúinn að fyrirgefa misbresti þeirra, mannlega þáttinn í okkur öllum sem við fæðumst með og þurfum sífellt að takast á við. Gefðu öðrum af tíma þínum með því staldra við og hlusta á þá, tala um hlutina og létta af sér. Réttu öðrum hjálparhönd og vertu tillitssamur í fari og framkomu! Allt þetta Kærleikurinn að verki.

Texti þýddur úr Ensku.

 

 


Viðhorf...hvernig við lítum á hlutina...

Úr hverju ertu gerð?

20

Ung kona fór að hitta móður sína og sagði henni frá öllum örðugleikum sínum. Lífið var erfitt og hana langaði til að gefast upp. Það virtist sem í hvert skipti sem eitt vandamál hafði verið leyst kom óðar annað í þess stað. Hún var orðin þreytt á stöðugri baráttu.

Móðirin fór með hana út í eldhús og fyllti þrjá potta með vatni. Í einn pott setti hún gulrót, í annan pottinn setti hún egg og í þriðja pottinn setti hún malaðar kaffibaunir. Hún kveikti á eldavélinni og stillti á suðu án þess að segja orð.Tuttugu mínútum síðar veiddi hún upp gulrótina og setti hana í skál. Hún tók eggið og setti það í aðra skál. Síðan hellti hún kaffinu í síu og yfir í bolla. Síðan sneri hún sér að dótturinni og spurði: “Hvað sérðu?”“Gulrót, egg og kaffi,” svaraði unga konan.“Komdu við gulrótina,” sagði móðirin. Dóttirin reyndi að taka hana upp en hún fór í sundur við snertinguna. Hún hafði breyst í mauk.“Núna eggið,” sagði móðirin.Dóttirin braut eggið á brún skálarinnar, fletti skurninni af og sagði að eggið væri harðsoðið.“Nú skaltu reyna kaffið.”Dóttirin brosti og lyfti bollanum að munninum og andaði að sér ilminum og brosti jafnvel breiðar eftir fyrsta sopann. Kaffið var bragðmikið og hafði fyllingu.“Hvað viltu fara með þessu, mamma?” spurði unga konan.“Aðalatriðið er að gulrótin, eggið og kaffið stóðu öll frammi fyrir sama mótlæti – sjóðandi vatni – en hvert um sig brást ólíkt við. Gulrótin kom hörð sterk og ósveigjanleg til leiks en varð veikbyggð og molnaði. Eggið hafði verið brothætt en eftir að hafa verið í sjóðandi vatninu, hertist það. Það var öðruvísi með kaffibaunirnar. Þegar þær voru í vatninu breyttu þær því. “Hvert þessara fyrirbæra ert þú?” spurði móðirin. “Hvernig bregstu við þegar mótlæti knýr dyra? Ertu gulrót, egg eða kaffibaun? Úr hverju ertu gerð?”Eftir Flor CordobaFjögurra ára sonur minn er með Legóæði. Kannski er það aldurinn, eða kannski sú staðreynd að hann er listfengur og elskar að byggja en það líður ekki sá dagur að ég komi ekki að honum byggjandi eitthvað með Legóinu. Stundum sest ég hjá honum og byggi líka. Mér finnst mikið koma til bíla hans og geimskipa og annarra hluta, svo að ég sætti mig við að þurfa að leita að týndum litlum kubbum um allt hús, næstum því á hverjum degi.Dag einn kom hann hlaupandi til þess að sýna mér nýtt geimskip sem hann hafði byggt og rakst af slysni á hurðarstaf með það. Vesalings litla geimskipið tvístraðist í þúsund stykki að því er virtist og þau fóru út um allt – yfir gólfið og undir borð, stóla og sófa og alla aðra torsótta staði í herberginu.Það mátti lesa algera skelfingu úr andliti Ricardos. Ég reyndi að hugga hann. “Þetta er allt í lagi. Nú geturðu byggt annað geimskip og ég er viss um að það verði enn betra. Ekki láta hugfallast. Tíndu bara saman kubbana og byggðu nýtt geimskip.” En aumingja Ricardo var svo hnugginn að hann sagðist ekki ætla að reyna aftur. Hann tíndi hægt og rólega saman kubbana og ætlaði að láta þá á sinn stað.Nokkrum mínútum síðar kom hann hlaupandi aftur með glænýtt geimskip. “Mamma, þú hafðir rétt fyrir þér,” sagði hann. “Þetta er miklu betra geimskip en hitt geimskipið!”Ég var svo stolt af litla drengnum mínum og atvikið kenndi mér lexíu. Hversu oft hef ég ekki reynt að byggja upp draum en hann hefur síðan brotnað í þúsund mola! En í hvert skipti var Jesús til staðar, segjandi mér að láta ekki hugfallast, heldur að byrja að byggja upp á nýtt. Að tína saman stykkin og byrja uppbyggingu aftur er oft jafnvel erfiðara en að byrja í fyrsta skipti. En með trú lítils barns eru allir hlutir – jafnvel enn ánægjulegri hlutir – mögulegir.


Látum verkin... tala sínu máli...

01 January 2001 30Það þarf alltaf að gerast einhver þróun, annars er stöðnunin ótvíræð. Þróun til framfara verður að eiga sér stað og er af hinu góða en henni fylgja nýjungar á hinum ýmsu sviðum bæði efnislægum og huglægum. Það þarf að gefa nýjum og ferskum hugmyndum vængi svo þær fái að njóta sín, beri ávöxt, dafni, þroskist og verði að veruleika.Þannig er farið um trúna eins og allt annað sem til er, og fyrir mér er hún lifandi fyrirbæri, orkulind sem hægt er að virkja og hagnýta eins og allt annað sem til er. Við þurfum ekki að örvænta þótt víða sjáist blikur á lofti í efnahagsmálunum, hér heima fyrir og úti í hinum víða heimi þar sem stríð geisa án afláts. Það mun birta upp um síðir í þeim málum sem og öðrum. Horfum fram á við hughraust, þrátt fyrir yfirvofandi þrengingar. Lyftum huganum til ljóssins dýrðar, kærleika Guðs þess athvarfs sem alltaf veitir skjól á hvaða tíma sem er. Eflum vináttuböndin og styðjum hvert annað í þrengingunum þrátt fyrir erfiðleikana og látið "kærleika, gleði og farsæld móta dagfar þitt á árinu." Vegur til farsældar nr. 1

Í morgunsárið...mín skoðun...

Vegur til farsældar segir: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.  

Hægara sagt en gert, þegar það neikvæða vægast sagt blasir látlaust við manni í hvívetna í fréttaflóðinu og umræðunni í dag! En viljum snúa við blaðinu og skoða heiminn í kringum okkur í nýju ljósi, hið jákvæða verði ofan á, verðum við að leita á himneskar slóðir, gefa okkur tíma til að njóta lífsins, sjá fegurð í öllum hlutum sem líka blasir við manni á hverju strái!

Það er mín reynsla að þetta hefur svo mikið með hugarfarið að gera, hvernig maður er stemmdur hverju sinni og hvað maður leyfir sér að hugsa, hvort maður leiti innri styrkleika eða er lætur maður stjórnast af utanaðkomandi áhrifum allt í kring. Hlutur sem við verðum öll að gera upp við okkur og taka eigin ákvarðanir um eins og segir í máltækinu alkunna,"hver er sinnar gæfu smiður."

Eins og kemur fram í blogginu mínu hef ég mikið yndi af hestum og gefa þeir mér mikið hvað varðar ánægju og gleði en þegar ég skoða betur mitt innra líf er ég mikill náttúruunnandi og get auðveldlega sökkt mér inn í slík efni. Hafði mikinn áhuga á efnafærði í skóla, fannst gaman að kryfja hlutina til mergjar og skilja þeirra innra eðli, hvernig þeir virkuðu og allt það en þar var margs að spyrja fannst mér og lét ég mig dreyma um æðri öfl og æðri tilveru.

Þannig fattaði ég eðli trúarinnar, í henni er fólgið afl sem má virkja og láta leiðast af á hagnýtan og jákvæðan hátt í nútímalífi en það er mín skoðun að á þeim vettvangi verði að gerast breytingar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins ef vel á að fara þegar litið er til framtíðar.

Það þarf að njóta lífsins og til þess þarf frelsi innan viss ramma auðvitað en er það ekki sú list sem við flest sækjumst eftir að lifa í raun og veru? Til þess þarf gagnkvæman skilning, náungkærleika og gjafmildi í stað einstaklingshyggju sem hefur verið vægast sagt nokkuð ríkjandi í heiminum upp á síðkastið. Samt sem áður þarf að gefa gaum að því að viðskipti eru nauðsynleg mannleg samskipti sem þarf að þróa eins og allt annað með opnum huga án fyrirfram ákvarðaðra skoðana sem ekki verður haggað, heldur halda áfram að læra af því sem miður fer, viðurkenna mistökin og halda ótrauð áfram. 

 


Orð dagsins...morgunstund

Kærleikur, auðmýkt, bæn og gott samband við aðra leysa allan vanda. 

Vegur til farsældar nr.2 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband