23.12.2008 | 09:55
Saga sem lifir
Hinn mesti kærleikur. Hvert sem skotmarkið átti að vera, þá lentu deyðandi sprengjurnar á munaðarleysingjahæli, sem rekið var af nokkrum trúboðum í litlu víetnömsku þorpi. Trúboðarnir og tvö barnanna létust samstundis. Nokkur önnur börn voru særð, þar á meðal lítil átta ára telpa. Fyrsta læknishjálp sem kom að voru bandarískur herlæknir og hjúkrunarfræðingur sem komu í jeppa. Meðferðis höfðu þau aðeins neyðartösku og nauðsynleg áhöld til skyndihjálpar.Þau mátu ástand telpunnar á þann veg að hún mundi deyja fljótlega af áfalli og blóðmissi ef hún fengi ekki blóðgjöf hið bráðasta. Snögg athugun leiddi í ljós að hvorugt þeirra hafði réttan blóðflokk en nokkur ómeiddu barnanna komu til greina. Læknirinn talaði svokallaða blendingsvíetnömsku og hjúkrunarkonan ofurlítið af menntskólafrönsku. Í sameiningu reyndu þau ásamt með táknmáli að gera sig skiljanleg um kringumstæðurnar, frammi fyrir dauðskelfdum áheyrendum sínum. Því næst spurðu þau hvort einhver vildi bjóða sig fram til að gefa blóð svo bjarga mætti lífi litlu stúlkunnar. Bón þeirra var svarað með starandi augum og þögn. Eftir nokkur löng augnablik kom upp hikandi lítil hönd, sem hvarf jafnharðan niður aftur en svo upp aftur á ný. Ó þakka þér, sagði hjúkrunarkonan á frönsku: Hvað heitir þú? Heng, svaraði litli drengurinn alvarlegur.Heng var lagður með hraði á börur. Handleggurinn sótthreinsaður með spritti og nál sett upp í æð hans. Í gegnum þetta allt lá Heng stífur og þögull. Eftir skamma stund gaf hann frá sér harmþrungið snökt, en greip strax fyrir andlitið með lausu hendinni til að fela það. Finnurðu til, Heng? Spurði læknirinn. Heng hristi höfuðið en eftir örfá augnablik slapp út annað snökt og enn og aftur reyndi hann að fela vanlíðan sína. Einstöku ekkahljóð gaf til kynna stöðugan, hljóðan grát og enn reyni hann að fela grátinn með því að kreista aftur augun og troða hnefanum upp í munninn til að kæfa hljóðið. Er hér var komið sögu kom víetnömsk hjúkrunarkona á vettvang til að hjálpa. Er hún sá baráttu litla drengsins ávarpaði hún hann á víetnömsku, hlustaði á svar hans og svaraði honum svo með róandi röddu.Heng hætti strax að gráta og leit spyrjandi á víetnömsku hjúkrunarkonuna. Er hún kinkaði kolli með sannfæringu, breiddist svipur léttis yfir allt litla andlitið hans.Ameríski hjúkrunarfræðingurinn leit spyrjandi á víetnamskan kollega sinn. Hún skýrði út angist litla drengsins og sagði: Hann hélt að hann væri að deyja. Hann misskildi ykkur. Hann hélt að þið hefðuð beðið hann að gefa allt blóðið sitt svo litla stúlkan mætti lifa.En af hverju var hann fús til að gera slíkt? spurði herhjúkrunarkonan.Víetnamska hjúkrunarkonan endurtók spurninguna til litla drengsins sem einfaldlega svaraði: Hún er vinur minn.
Þýdd frásögn úr mánaðarritinu Activated. Sjá, activated.org
Trúmál og siðferði | Breytt 24.12.2008 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 07:59
Andleg æfing
Trúmál og siðferði | Breytt 24.12.2008 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 08:07
Hagnýt viskuorð
Hlýlegt faðmlag er eins og snerting af himni ofan. Vegur til farsældar nr. 1
Tilgangur lífsins er ekki að skapa efnisleg verðmæti heldur að skapa gott líf. Vegur til farsældar nr.2
Trúmál og siðferði | Breytt 24.12.2008 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 17:08
Vegur til farsældar-Það sem fólk segir...
Trúmál og siðferði | Breytt 24.12.2008 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 07:28
Vegur til farsældar - hugleiðing dagsins
Guð metur auðmýkt þína. Það gera vinir þínir og vinnufélagar einnig. Vegur til farsældar nr. 2
Gnægð himnaríkis kann ráð við öllum þeim vanda sem þú þarft nokkurn tíma að fást við. Vegur til farsældar nr. 1
16.12.2008 | 05:56
Brot úr mínum degi
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2008 | 14:15
Snauði og Auði-Bók sem vekur áhuga
Spennandi saga af tveimur sjómönnum sem unnu saman í sátt og samlyndi og deildu með sér aflanum sem þeir fiskuðu á trillunni sinni. Þeir voru báðir fjárhagslegir jafningjar í öllum veraldlegum málum, unnu sameiginlega að settu marki en þegar auðurinn kom til skjalanna breyttust viðhorfin og leiðir þeirra skildu. Veraldarhyggjan náði tökum á öðrum þeirra en hinn beindi huga sínum að öðrum efnum sem höfðu varanlegt gildi. Framhald
Trúmál og siðferði | Breytt 16.12.2008 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2008 | 10:14
Vegur til farsældar
Vegur til farsældar. Hefur að geyma hagnýt viskuorð og spakmæli sem skipt geta sköpum.
Margir setja von sína á fjárhagslegt öryggi en hvað stoðar það þegar spilaborgin fellur og veraldlegur stöðugleiki verður að engu? Er það ekki náungakærleikurinn, hjálpsemin og samstarfið á milli einstaklinga og hópa sem kemur okkur yfir efsta hjallann í þrengingum það göfuga og guðdómlega. "Kærleikurinn sem aldrei fellur úr gildi."
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 09:10
Vegur til farsældar
Mitt persónulega álit. Um nokkurra ára skeið hafði hópur textahöfunda, hljóðfæraleikara og söngvara unnið vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Þau voru frekar sundurleitur hópur sem hafði gengið í gegnum bæði góða tíma og slæma en alltaf hafði þeim tekist að halda hópnum saman. Þannig að þegar sköpunargáfa næstum allra í hópnum náði áður óþekktri lægð þá urðu hjónin sem fóru fyrir hópnum áhyggjufull. Þau voru kristin og reiddu sig mikið á bænina svo að þau fóru að biðja Guð um að sýna þeim hvað hafði farið úrskeiðis og hvernig þau gætu lagað ástandið.Svarið sem þau fengu var stutt og einfalt: Þið hafið verið að spara kærleikann. Allir voru orðnir svo uppteknir af starfinu af þau voru hætt að gefa sér tíma til að sýna hvort öðru kærleika og væntumþykju en það var það sem hafði gert hópinn svo samstilltan í upphafi.Hjónin útskýrðu þetta fyrir hinum í hópnum og saman gerðu þau lista yfir alla litlu hlutina sem þau voru hætt að gera hvert fyrir annað. Í lok fundarins báðu þau saman til Jesú um að Hann mundi hjálpa þeim til að gefa sér tíma til að sýna hvert öðru kærleika. Það leið ekki á löngu áður en hópurinn hafði samið sýna bestu tónlist til þessa. Þau höfðu fundið leyndardóminn að því að vinna náið saman og viðhalda sköpunargáfunni. Hann fólst í hinum daglegu athöfnum sem sýndu góðvild og umhyggju þeirra hvert fyrir öðru.Að sjálfsögðu erum við ekki öll tónlistarfólk en það er varla nokkur sú manneskja á jörðinni sem er ekki hluti af að minnsta kosti einum hópi. Fjölskyldu, í hjónabandi, í viðskiptum, sem starfskraftur, vinnufélagar, íþróttahópur eða vinahópur. Engin maður er eyland. Við þörfnumst öll hvers annars og við höfum öll tækifæri til að láta gott af okkur leiða í lífum annarra. Samskipti og kærleikur eru lyklarnir og eins og alltaf vill Guð ekkert nema það besta handa okkur. Þegar þú hjálpar Honum að draga fram það besta í fari annarra þá mun Hann draga fram það besta í þínu fari. Keith Phillips
Dásamleg sannindi um gildi kærleikans í samskiptum, lífi og starfi, því "Guð er kærleikur."
Greinin er upprunalega skrifuð á ensku. Hún er þýdd úr tímariti sem heitir Activated. Blaðið felur í sér margar upplyftandi greinar sem fjalla um mikilvæg lífssannindi, von og kærleika.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2008 | 13:18
Höfundarlýsing
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 22:04
Brot úr lífi mínu
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar