19.1.2009 | 21:08
Kjöroðr síðustu daga...Vegur til farsældar
Svolítill kærleiksvottur getur skipt miklu máli.
Vera má að kærleiksverk og vinarþel breyti engu um rás sögunnar en breyti það lífi fólks til hins betra skiptir það miklu máli.
Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur. Fólk metur þig meira fyrir heiðarleikann.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 10:49
Viðhorf...hvernig við lítum á hlutina...
Úr hverju ertu gerð?
Ung kona fór að hitta móður sína og sagði henni frá öllum örðugleikum sínum. Lífið var erfitt og hana langaði til að gefast upp. Það virtist sem í hvert skipti sem eitt vandamál hafði verið leyst kom óðar annað í þess stað. Hún var orðin þreytt á stöðugri baráttu.
Móðirin fór með hana út í eldhús og fyllti þrjá potta með vatni. Í einn pott setti hún gulrót, í annan pottinn setti hún egg og í þriðja pottinn setti hún malaðar kaffibaunir. Hún kveikti á eldavélinni og stillti á suðu án þess að segja orð.Tuttugu mínútum síðar veiddi hún upp gulrótina og setti hana í skál. Hún tók eggið og setti það í aðra skál. Síðan hellti hún kaffinu í síu og yfir í bolla. Síðan sneri hún sér að dótturinni og spurði: Hvað sérðu?Gulrót, egg og kaffi, svaraði unga konan.Komdu við gulrótina, sagði móðirin. Dóttirin reyndi að taka hana upp en hún fór í sundur við snertinguna. Hún hafði breyst í mauk.Núna eggið, sagði móðirin.Dóttirin braut eggið á brún skálarinnar, fletti skurninni af og sagði að eggið væri harðsoðið.Nú skaltu reyna kaffið.Dóttirin brosti og lyfti bollanum að munninum og andaði að sér ilminum og brosti jafnvel breiðar eftir fyrsta sopann. Kaffið var bragðmikið og hafði fyllingu.Hvað viltu fara með þessu, mamma? spurði unga konan.Aðalatriðið er að gulrótin, eggið og kaffið stóðu öll frammi fyrir sama mótlæti sjóðandi vatni en hvert um sig brást ólíkt við. Gulrótin kom hörð sterk og ósveigjanleg til leiks en varð veikbyggð og molnaði. Eggið hafði verið brothætt en eftir að hafa verið í sjóðandi vatninu, hertist það. Það var öðruvísi með kaffibaunirnar. Þegar þær voru í vatninu breyttu þær því. Hvert þessara fyrirbæra ert þú? spurði móðirin. Hvernig bregstu við þegar mótlæti knýr dyra? Ertu gulrót, egg eða kaffibaun? Úr hverju ertu gerð?Eftir Flor CordobaFjögurra ára sonur minn er með Legóæði. Kannski er það aldurinn, eða kannski sú staðreynd að hann er listfengur og elskar að byggja en það líður ekki sá dagur að ég komi ekki að honum byggjandi eitthvað með Legóinu. Stundum sest ég hjá honum og byggi líka. Mér finnst mikið koma til bíla hans og geimskipa og annarra hluta, svo að ég sætti mig við að þurfa að leita að týndum litlum kubbum um allt hús, næstum því á hverjum degi.Dag einn kom hann hlaupandi til þess að sýna mér nýtt geimskip sem hann hafði byggt og rakst af slysni á hurðarstaf með það. Vesalings litla geimskipið tvístraðist í þúsund stykki að því er virtist og þau fóru út um allt yfir gólfið og undir borð, stóla og sófa og alla aðra torsótta staði í herberginu.Það mátti lesa algera skelfingu úr andliti Ricardos. Ég reyndi að hugga hann. Þetta er allt í lagi. Nú geturðu byggt annað geimskip og ég er viss um að það verði enn betra. Ekki láta hugfallast. Tíndu bara saman kubbana og byggðu nýtt geimskip. En aumingja Ricardo var svo hnugginn að hann sagðist ekki ætla að reyna aftur. Hann tíndi hægt og rólega saman kubbana og ætlaði að láta þá á sinn stað.Nokkrum mínútum síðar kom hann hlaupandi aftur með glænýtt geimskip. Mamma, þú hafðir rétt fyrir þér, sagði hann. Þetta er miklu betra geimskip en hitt geimskipið!Ég var svo stolt af litla drengnum mínum og atvikið kenndi mér lexíu. Hversu oft hef ég ekki reynt að byggja upp draum en hann hefur síðan brotnað í þúsund mola! En í hvert skipti var Jesús til staðar, segjandi mér að láta ekki hugfallast, heldur að byrja að byggja upp á nýtt. Að tína saman stykkin og byrja uppbyggingu aftur er oft jafnvel erfiðara en að byrja í fyrsta skipti. En með trú lítils barns eru allir hlutir jafnvel enn ánægjulegri hlutir mögulegir.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 08:19
Látum verkin... tala sínu máli...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 08:51
í morgunsárið...Vegur til farsældar
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 07:28
Auðæfi sem vara...gullkorn dagsins.
Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.
Vegur til farsældar nr. 1
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 07:33
Gullkorn dagsins..
Tækifærin blasa við okkur á hverjum degi þegar vöknum á morgnanna en ekki bara í upphafi ársins. Vegur til farsældar nr.1
Með nýju ári koma ný tækifæri til nýs og betra lífs. Láttu þau ekki fara fram hjá þér fara!
Vegur til farsældar nr. 2
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 07:55
Orð inn í daginn...
Látum skynsemina ráða ferð okkur um fortíðina, trúna um framtíðina en það sem mestu máli skiptir kærleika allt í kring.
Vegur til farsældar nr. 1
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 09:48
Gleðilegt nýtt ár...
Ný tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur daglega á hverjum morgni þegar við vöknum.
Vegur til farsældar nr. 1
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2008 | 09:03
Heilræði dagsins...
Eins öruggt og ljós sem sést hinumegin við jarðgöngin birtir upp um síðir eftir að storminum lægir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2008 | 09:14
Í morgunsárið...mín skoðun...
Vegur til farsældar segir: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.
Hægara sagt en gert, þegar það neikvæða vægast sagt blasir látlaust við manni í hvívetna í fréttaflóðinu og umræðunni í dag! En viljum snúa við blaðinu og skoða heiminn í kringum okkur í nýju ljósi, hið jákvæða verði ofan á, verðum við að leita á himneskar slóðir, gefa okkur tíma til að njóta lífsins, sjá fegurð í öllum hlutum sem líka blasir við manni á hverju strái!
Það er mín reynsla að þetta hefur svo mikið með hugarfarið að gera, hvernig maður er stemmdur hverju sinni og hvað maður leyfir sér að hugsa, hvort maður leiti innri styrkleika eða er lætur maður stjórnast af utanaðkomandi áhrifum allt í kring. Hlutur sem við verðum öll að gera upp við okkur og taka eigin ákvarðanir um eins og segir í máltækinu alkunna,"hver er sinnar gæfu smiður."
Eins og kemur fram í blogginu mínu hef ég mikið yndi af hestum og gefa þeir mér mikið hvað varðar ánægju og gleði en þegar ég skoða betur mitt innra líf er ég mikill náttúruunnandi og get auðveldlega sökkt mér inn í slík efni. Hafði mikinn áhuga á efnafærði í skóla, fannst gaman að kryfja hlutina til mergjar og skilja þeirra innra eðli, hvernig þeir virkuðu og allt það en þar var margs að spyrja fannst mér og lét ég mig dreyma um æðri öfl og æðri tilveru.
Þannig fattaði ég eðli trúarinnar, í henni er fólgið afl sem má virkja og láta leiðast af á hagnýtan og jákvæðan hátt í nútímalífi en það er mín skoðun að á þeim vettvangi verði að gerast breytingar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins ef vel á að fara þegar litið er til framtíðar.
Það þarf að njóta lífsins og til þess þarf frelsi innan viss ramma auðvitað en er það ekki sú list sem við flest sækjumst eftir að lifa í raun og veru? Til þess þarf gagnkvæman skilning, náungkærleika og gjafmildi í stað einstaklingshyggju sem hefur verið vægast sagt nokkuð ríkjandi í heiminum upp á síðkastið. Samt sem áður þarf að gefa gaum að því að viðskipti eru nauðsynleg mannleg samskipti sem þarf að þróa eins og allt annað með opnum huga án fyrirfram ákvarðaðra skoðana sem ekki verður haggað, heldur halda áfram að læra af því sem miður fer, viðurkenna mistökin og halda ótrauð áfram.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2008 | 11:07
Orð dagsins...morgunstund
Kærleikur, auðmýkt, bæn og gott samband við aðra leysa allan vanda.
Vegur til farsældar nr.2
26.12.2008 | 22:14
Jólakveðja til ættingja og vina...
Kæru vinir og fjölskylda. Óska ykkur gleðilegra jóla, blessun og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðnar stundir, hjálp ykkar og vináttu. Ég hef haft það óvenjulega annríkt síðustu mánuðina og misserin eins og ykkur er ef til vill kunnugt um og biðst þess vegna afsökunar á hversu sjaldan ég hef látið heyra í mér. Þið eruð stöðugt í huga mínum og hjarta og ég vil ykkur allra best í einu og öllu og vonast til að hitta ykkur aftur áður en langt um líður.
Hrós hvetur meira en hagnaðarvon. Ánægt fólk er kraftmikið fólk. Vegur til farsældar nr.2
26.12.2008 | 08:49
Starf sem lifir...
Þegar jóln taka enda, sagði kaupmaður einn við ráðherra, hafa þau endað og það er okkar starf að losa búðina við jólin. Já, sagði ráðherrann en, mitt starf er mikilvægara, því það geymir jólin í hjörtum fólksins míns út allt líf þess
Eleanor Doan
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2008 | 13:55
Vegur til farsældar...Orð dagsins!
Á jólunum lítum við á heiminn með kærleik í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaða þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.
Vegur til farsældar nr. 2
25.12.2008 | 11:47
Brot úr mínu lífi...úr fjarlægu landi!
Glitrandi sandur, minning sem lifir!
Mig langar að segja frá einu sérkennilegu atviki í lífi mínu sem minnir mig svo mikið á jólin, ljósadýrð þeirra í myrkri skammdegisins. Ég var stödd á sjávarströndu í Austur-Asíu, nánar tiltekið í portúgölsku Macau sem nú tilheyrir Kína, með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur sonum. Það var komið kvöld en eins og við vitum myrkrar miklu fyrr á þessum slóðum en við eigum að venjast hér á norðurhjaranum. Þegar sólin sest síðla dags eða eins og við köllum þar kvöld, skellur myrkrið á fyrirvaralaust í öllu sínu veldi og þú finnur þig allt í einu í nýjum heimi við gjörbreyttar aðstæður. Trén hafa tekið á sig nýja mynd og allt sem þú heyrir og upplifir í kringum þig hefur breyst í einni svipan og það er eins og ný sköpun hafi gerst og dýrð Guðs sé að verki, raunveruleg og lifandi.
Það var komið kvöld, ég hljóp í flæðamálinu, volgur sjórinn lék um fætur mínar og ökkla, svartur sandurinn þyrlaðist upp við hreyfinguna og gaf af sér glitrandi himneskt ljós sem minnti mig á dýrð jólanna í skammdeginu hér á Íslandi, ljós sem skín í myrkri. Hið eilífa ljós, Jesú!
Frásögn:Guðbjörg Sgiurðardóttir
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 18:53
Vegur til farsældar
Ég vil nýta þetta einstaka tækifæri til að óska öllum lesendum og aðdáendum ofangreindrar bókar, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka fyrir öll fallegu orðin sem sögð hafa verið um þessa bók að hún sé æðisleg og henti fólki svo vel í dag. Stutt og kjarnmikil lesning til að byrja daginn á jákvæðum nótum.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Sigurðardóttir
Bækur | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 13:54
Hlýja og góðvild...
Innilegustu jóla og nýjársóskir til allra þeirra sem snertu líf mitt á þessu viðburðarríka ári með ósk um bjarta og kærleiksríka framtíð. Látum ljósið skína þrátt fyrir mótbyrinn og umrótið í þjóðfélaginu og heiminum, brosum gegnum tárin eða þegar þegar við höfum ekki löngun til þess og heimurinn mun brosa við okkur. Tökum þátt í því að gleðja aðra á þessum jólum og látum hlýju brossins og kærleikans verma okkur um hjartarætur nú og um ókomna framtíð.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 00:41
Lítum lengra
Trúin er lifandi fyrirbæri, nærandi lífgjafi og orkulind sálarinnar. Þeir sem höndla hana búa yfir auknum krafti og hugviti til að skapa og hrinda nýjum hugmyndum fram á sjónarsviðið og láta þær verða að veruleika. Lærum að nýta hana, við þörfnumst þess.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 12:54
Giving
Love is a mysterious thing,
it comes and goes, it always is
Like a blooming flower in the spring,
it waits, it dances and it sings
Sometimes it faces sorrow and pain,
like a living substance in the rain.
With divine power it delights to live
in hearts of those who choose to give.
Giving is a loving duty,
fragranced in it's very beauty.
Always there in every place,
she waits to serve and fill a space.
So let us give to win a friend,
who will stay with you to the very end.
The Lord is loving, he is fair,
he showed me how to give and share.
Höfundur: Guðbjörg Sigurðardóttir
Ljóð | Breytt 24.12.2008 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 10:34
Sannleikskorn
Lífið er baráttu háð. Við þurfum að takast á við það á hverjum degi og stundum hlaðast verkin upp án afláts en ef við venjum okkur á að æfa okkar andlega þrek í stuttri hugleiðslubæn á hverjum morgni og leyfum kærleiksmætti Krists að streyma um okkur öðlumst við nýja sýn á lífið.
Guðbjörg
Trúmál og siðferði | Breytt 24.12.2008 kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar