24.12.2019 | 08:03
Einstök gjöf...
Jólin eru afmælisdagurinn Minn, dagurinn sem Ég fæddist inn í þennan heim og birtist í veraldarsögunni með það fyrir augun að gefa mannkyninu einstaka gjöf. Getur þú verið með Mér í smástund á þessum afmælisdegi Mínum? Ég bið aðeins um eitt stundarkorn til þess að beina huga þínum og hjarta til Mín svo Ég geti tjáð þér hversu mikið Ég elska þig. Það var vegna elsku Minnar til þín að Ég fékk að lifa og Ég dó þín vegna. Kærleikurinn var og er enn þann dag í dag mikilvægasti þátturinn í Mínu eðli. Dauði Minn á krossinum var til hjálpræðis öllum þeim sem lifa, hafa lifað og munu lifa. Samt hefði Ég gert þetta aðeins fyrir þig því þú ert Mér svo mikils virði!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2019 | 17:27
Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem Guð einn getur gefið ef við stöldrum við og gefum okkur tíma.
Hrifningin veitir þér gleði og glans,
hertu þig upp og bregð´ þér í dans.
Um er að gera og farsæld uppskera,
átt allt sem þarf með þér að bera.
Fylgi þér gæfa um ókomna daga
gegnum allt sem enn mætti laga.
Mannsandinn leitar á gæfunnar mið
magnast og styrkist við Almættis hlið.
Allsherjar kraftur til staðar þér bregður.
Reynist þér vel og þrótt til þín gefur,
aldrei á verðinum yfir sig sefur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2019 | 18:41
Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
Gleðilega páska til fjölskyldu, vina og fleiri sem þetta lásu.
Gleðiboðskapur páskanna er engu líkur, einstakur á sinn hátt og dýrðlegur . Hann er lífskrafturinn og kærleikurinn sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum, Guðsmanninn sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkyn og með því opnaði dyrnar til eilífs lífs. Þessi kærleikur breytti breytti gangi mannkynssögunnar um ókomna framtíð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2019 | 12:30
Gagnrýni og framför
Losaðu þig við þann hugsunarhátt að öll gagnrýni sé slæm og hana beri að forðast. Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta. Hvernig eigum við annars að taka framförum?
Vegur til farsældar
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2019 | 09:36
Innlegg inn í daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2019 | 13:23
Politísk rétthugsun...
Það er lögð mikil áhersla þessa dagana á pólitíska rétthugsun - segja og gera ekkert sem móðgað getur aðra - en andleg rétthugsun gengur lengra. Ekki vegna þess að samfélagslegar reglur krefjast þær heldur vegna þess að kærleikurinn laðar það fram.
Vegur til farsældar
Bloggar | Breytt 27.5.2020 kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2019 | 20:04
Allir þurfa á hvatningu að halda...
ásmenn þurfa á hvatningu að halda að það sé tekið eftir hversu mikið þeir leggja á sig.
Vegur til farsældar nr. 2
Stundum verðum við þreytt á heiminum og eldumst hraðar en við vildum. Líttu á heiminn með augum barnsins og þú endurnýjar lífsþrótt þinn.
Vegur til farsældar nr. 1
Farsælar ákvarðanir mótast af því hvað sé rétt en ekki af því að breyta rétt.
Vegur til farsældar nr. 2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2019 | 07:57
Farsælir leiðtogar
Hlutverk leiðtoga er tvíþætt; að sjá til þess að verkið sé unnið og að vera umhugað um þá sem vinna verkið. Leiðtogi, sem gerir vel æi því síðara, er mun líklegri til að ganga vel með það fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2019 | 10:26
Besta leiðin til að leiðrétta ágreining...
Besta leiðin til að leiðrétta ágreining er ekki fólgin í því hver hafi rétt fyrir sér heldur hvað sé rétt.
Já, þessi orð virka mjög vel í samskiptum en okkur hættir oft til að fylgja tilfinningunum í stað þess að reyna að stjórna þeim og jafna hlutina. Það þarf ekki að vera sammála um allt því að við upplifum hluti á mismunandi hátt og sjáum þá ekki eins. Það er mín reynsla að vera góður hlustandi sem getur breytt erfiðum aðstæðum í geislandi gleði. Þú ert að sigra með Guðs gefinni innri gleði sem "vonar allt og umber allt."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2019 | 07:21
Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...
Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs, Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.
1.1.2019 | 09:05
Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...
Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok dagsins minnir okkur á gleði í stað eftirsjár.
Nýtt ár veitir ný tækifæri til nýs og betra lífs. Nýttu þér þau til fulls.
Stefndu hærra, náðu lengra, afrekaðu meira - vegna þess að þú getur það!á
Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs,Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2018 | 07:58
Vegur til farsældar
Það er gott að líta til baka annað slagið hversu langt þú hefur náð en það er enn betra horfa fram á við til fjallanna sem enn eru óklifin, og til útsýnisins sem mun heilla þig ef þú heldur áfram að klifra og gefst ekki upp.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2018 | 14:06
Jólin eru nokkurs konar töfratími...
Gleðilega jólahátíð, kæru ættingjar og vinir með ósk um farsæld á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir gamlar og góðar liðnar stundir. Jólin eru nokkurs konar töfratími þegar kærleika og gjöfum er deilt á meðal ættingja og vina. Það sem skiptir mestu máli er það að um jólin minnumst við fæðingar Jesú Krists sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur hvert og eitt. Vonandi hafa sem flestir átt dásamlegar stundir á þessum tíma, fullir af lífskrafti og viljastyrk til þess að takast á við allar þær áskoranir sem nýja árið ber í skauti sér.
Trúmál | Breytt 30.12.2018 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2018 | 11:45
Jólin er sá tími ársins þegar fólk hugsar dýpra hvert um annað svo gleymum ekki að sýna ástúð og kærleika.
Það er svo margt í lífinu sem fer fram hjá okkur. Margt sem skiptir miklu máli en við sniðgöngum oft og tíðum; eins og að láta okkur þykja vænt um náungann án þess að nokkuð persónulegt sé á ferðinni. Ef við sniðgöngum þá sem okkur finnst kannski vera eitthvað fráhrindandi eða ekki geta laðað aðra að sér, þá eru við að meina þeim um kærleika Guðs sem er hinn æðsti kærleikur. Jólin er sá tími ársins þegar fólk hugsar dýpra hvert um annað, svo við skulum nýta þann tíma til að mýkja andrúmsloftið í heiminum. ,,Eitt smátt gerir eitt stórt.
2.1.2016 | 09:36
Þar sem engin stjórn er...
Látum hughreysti og djörfung stjórna lífi okkar og lítum til framtíðar með gleði í hjarta og staðfestu í huga.
Þar sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel Orðskviðirnir 11:14
Without wise leadership, a nation falls; there is safety in having many advisers. -Proverbs 11:14
Ef við gætum farið eftir þessum sígildu og aldagömlu leiðbeiningum í okkar daglega lífi og starfi og stefna þannig að meiri einingu í samfélaginu og taka þátt í að efla það og bæta væri heimurinn öðruvísi en í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2015 | 00:04
Í LOK ÁRSINS
ÞÖGLAR STUNDIR
Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu. (Sjá Orðskviðirnir 25:25.) En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs. (Sjá Sálmarnir 90:9.) Á milli þessa há- og lágpunkta voru svo venjulegir dagar þegar ekkert óvenjulegt gerðist.
Nú árið er liðið, metið sett,
síðasta dáðin drýgð, síðasta orðið sagt.
Minningin er eftir ein
um alla gleði, sorg, og bót
og nú með áform hrein og bein,
við tökum nýju ári mót.
Róbert Browning (18121899) (Þýtt á íslensku)
Nýtt ár er að hefjast og án efa mun það vera stráð gleðistundum, fögnuði, góðum fréttum, einhverjum vandræðum og mörgum hverdagslegum dögum. Þó svo við væntum einhverra stórra atburða, svo sem að byrja í nýrri vinnu, flytja inn á nýtt heimili eða eignast barn, þá eru flest atriði framtíðarinnar hulin okkur eins og gamall málsháttur hermir svo viturlega: Hulan sem hylur framtíðina fyrir okkur er ofin af engli miskunnarinnar.
Ég sé ekki ófarið skref þegar ég stíg yfir á annað ár; en ég hef skilið fortíðina eftir í höndum Guðs Hann mun lýsa upp framtíðina með miskunn Sinni og það sem lítur út fyrir að vera myrkt í fjarlægðinni getur lýst upp er ég nálgast það.
Mary Gardiner Brainard (18371905)
Og hvað með einmitt núna? Guð er hér hjá okkur núna, alveg eins og Hann var í fortíð og Hann mun vera hjá okkur um alla framtíð. Við skulum ljúka þessu ári með því að þekkja Þann sem er byrjunin og endirinn. (Sjá Opinberun Jóhannesar 22:13.) og sem verður ávallt með okkur; í byrjun, í lokin og alla leiðina þar á milli. (Sjá Matteus 28:20.)
Bloggar | Breytt 13.12.2015 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2015 | 00:04
MIKILVÆGAST AF ÖLLU
Breyting á tilvitnun í 1. Kórintubréfi 13
Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður.
Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar kokkur.
Ef ég vinn við matargerð í Hjálpræðishernum, syng jólasöngva á hjúkrunarheimili og gef allt sem ég á í góðgerðarstarfsemi en sýni engan kærleika, þá græði ég ekkert á því.
Ef ég skreyti jólatréð með glitrandi englum og hekluðum snjóflyksum, mæti í ótal jólaboð og syng kantötu með kórnum en einbeiti mér ekki að Kristi, þá hef ég farið á mis við aðalatriðið.
Ef þú sýnir kærleika, þá hættir þú að elda til þess að faðma barnið þitt að þér. Ef þú ert kærleiksrík, hættir þú að skreyta til þess að kyssa eiginmanninn. Kærleikurinn er hlýr og vingjarnlegur þrátt fyrir strit og þreytu. Kærleikurinn kemur í veg fyrir öfund í garð nágrannans sem hefur dekkað fallegt jólaborð með postulíni og jóladúkum.
Kærleikurinn kemur í veg fyrir óp og öskur á börnin að vera ekki fyrir. Í staðinn gerir kærleikurinn það að verki að allir þakka fyrir það að þau séu þarna, einmitt til þess að vera fyrir. Ef þú sýnir kærleika, þá gefur þú ekki bara þeim gjafir sem geta gefið þér gjafir, heldur gleðst yfir því að gefa þeim sem ekki geta það.
Kærleikurinn eflir biðlund gagnvart öllu, hann styrkir trú á alla hluti, styrkir von um góða hluti og eflir þolinmæði. Ef þú ert kærleiksrík/ur mistekst þér aldrei. Geisladiskar munu koma til með að rispast, leikföng að gleymast, ný tölva mun verða úrelt en besta gjöfin, kærleikurinn, mun endast.
Á meðan við erum að rembast við að gera innkaupalista og senda út boðskort í dæmigerðu desemberveðri, þá er gott að vera minnt/ur á að það er til fólk í kringum okkur sem er umstangsins virði og fólk sem finnst það sama um okkur. Jólin tengja okkur saman með þráðum kærleika og væntumþykju sem ofnir eru á hinn einfaldasta og öflugasta hátt.
Donald E. Westlake (19332008)
Gefðu af þér gleði,
gefðu söng í hjarta,
sýndu samkennd þína
sem varir alla ævi.
Sendu glaðvær skilaboð,
rétt' út hjálparhönd,
segðu þreyttum nágranna:
Jesús skilur allt!
Sendu nýjar fréttir
fjarlægs vinar til;
gefðu blóm úr garði
með ljáðri bók.
Þvoðu diska kvöldsins,
þurrka ryk í stofu;
gefðu bæn um að lyfta
mannsins drunga og deyfð!
Gefðu gjöfina að deila,
gefðu vonargjöf;
ljós af blikandi kerti trúar
til handa þeim sem fálma
hægt í gegnum skugga.
Linaðu daga drunga
þeirra týndu og aleinu.
Gefðu æ af sjálfri/um þér, ALLTAF.
Margaret E. Sangster (1838 1912) (Þýtt á í íslensku)
Bloggar | Breytt 13.12.2015 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2015 | 00:04
Hvað viltu færa Mér?
Hvað getur þú fært Mér, Konungi konunganna,
Lávarði lávarðanna, sem ríkir á himnum og jörðin er fótskör Mín. (Sjá Tímóteusarbréf 1 6:15; Jesaja 66:1). Hvað gætir þú mögulega fært Mér, Þeim sem á allt? Hvað gæti Mig svo sem vantað? Gjafir sem koma frá hjartanu. Ég mun varðveita allar þær gjafir sem koma frá hjartanu.
Sérhver einstaklingur er skapaður með einstaka blöndu af náðargáfu, hæfileikum og getu. Sumir þessara eiginleika virðast vera eðlilegir T.d. skarpur eða leitandi hugur, hæfni til ákveðinnar fagkunnáttu eða starfsemi. Sumar náðargjafir koma skýrt fram í eðli einstaklings, eins og persónutöfrar. Aðrar náðargjafir láta oft lítið á sér bera en geta hjálpað þér á lífsleiðinni, eins og hógværð, bjartsýni, samkennd og sjálfsfórn. Og svo er það stærsta gjöf allra gjafa: Að geta gefið kærleik og tekið á móti honum. Þetta er náðargjöf sem allir fá í einhverju magni og er hluti af því að vera skapaðir í Guðsmynd. Hverjar svo sem náðargjafirnar eru, þá vinna þær saman og gera þig einstaka/n í Mínum augum.
Allar þessar náðargjafir hafa verið gefnar til að auðga líf þitt og annarra en hvernig þú verð þeim og hversu oft þú beitir þeim er undir þér sjálfri/sjálfum komið. Ekkert gleður Mig meira en að sjá þig nota þær til að koma öðru fólki til góða og gleðja það. Þegar þú gerir það gerist hið undursamlega; náðargjafir þínar og hæfileikar vaxa og margfaldast og kærleikurinn breiðist út frá hjarta til hjarta og síðan aftur til þín.
Hvað getur þú gefið Mér þessi jól og á næsta ári? Notaðu það sem þú átt, allt það sem þú hefur nú þegar fengið í vöggugjöf. Það væri hin fullkomna gjöf handa Mér.
Kærleikskveðja frá Jesú
Bloggar | Breytt 13.12.2015 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 07:28
Bestu jólin
B
Bestu Jólin
Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.
Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja
i þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.
Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.
Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum! Ég setti borðann á þennan! Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.
Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna en áttum þó hvert annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 00:05
ATRIÐI TIL UMHUGSUNAR
Stöðug jól
Englarnir sem sungu Guði lofsöng nóttina sem Jesús fæddist syngja enn þann dag í dag. Ef þú leggur vandlega við hlustir geturðu heyrt í þeim þrátt fyrir skarkala lífsins. Syngdu með.
Jesús var gjöf Guðs handa öllum heiminum, ekki bara á jólunum heldur á hverjum degi gegnum allt lífið og handan þess um alla eilífð. Það var hin fullkomna gjöf því Jesús getur mætt sérhverri þörf sem er og getur látið alla drauma rætast.
Sagan um jólin segir okkur að það sé í lagi að byrja með lítið. Jesús hóf lífið sem lítið barn sem fæddist í fjárhúsi en endaði við hægri hlið hásætis Guðs. Vegna Hans mun lítilfjörlegt upphaf okkar hafa stórkostlegri enda í eilífu ríki Hans.
Jólin eru hugarástand. Þau eru hamingja, þakklæti, kærleikur og örlæti. Iðkaðu þetta og hver dagur getur líkst aðfangadegi.
Jólin koma og fara en Jesús yfirgefur aldrei hjartað.
Bloggar | Breytt 19.12.2015 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar