Keppnisskap...

Bensíngjöfin og bremsan.

04 April 2000 0016

Eftir Tom Hack

 Ég hef ekki alltaf verið sá auðveldasti til að vinna með. Í raun þá hefur sumt fólk haft álíka mikinn áhuga á að vinna með mér eins og að eiga broddgölt fyrir gæludýr. 

 Hluti af vandamálinu var mitt mikla keppnisskap og ég skal gefa þér sýnishorn af því hvernig það gróf undan samskiptum mínum við vinnufélagana. Ég deildi stjórnunarábyrgð með orkumiklum samstarfsmanni. Paul var snöggur að hugsa, kvikur í hreyfingum, var mjög skipulagður og kom miklu í verk á einum degi en ég var hinsvegar hægari, varkárari og meira fyrir að greina hlutina. Ég var vanur að segja, "ég er bara með tvo gíra - hægt og afturábak". Þegar ég vann með Paul fannst mér ég alltaf vera skrefi á eftir og það æsti upp í mér samkeppnisandann. Ég ákvað fljótt að ég mundi gera betur en Paul á öllum sviðum. Ef hann ætlaði að mæta hálftíma fyrir í vinnuna til að ná smá forskoti á daginn þá ætlaði ég að mæta klukkutíma fyrr til að ná forskoti á hann. Ef að hann ætlaði að einbeita sér að ákveðnu vandamáli þá var ég búinn að stúdera það frá öllum mögulegum sjónarhornum. Nú þetta eyðilagði ávinninginn af því að vinna saman.

Ég bað fyrir þessu og Jesús gaf mér litla líkingu. Hann sagði mér að við værum eins og bíll og minnti mig á að bíllinn þarf bæði að hafa bremsur og bensíngjöf. Ef hann hefði bara bensíngjöf þá mundi hann lenda útaf í fyrsta skiptið sem hann kæmi í beygju og færi aðeins of hratt. Ef hann hefði bara bremsur þá kæmist hann aldrei neitt. Til þess að komast áfram og halda sig á veginum þarf hann bæði bensíngjöf og bremsur sem vinna saman í jafnvægi.

 Hvað þetta þýddi var alveg ljóst fyrir mér. Í fyrsta lagi þá þurfti ég að gera mér grein fyrir því að það sem ég áleit vera persónulegan veikleika var í raun styrkur. Sú staðreynd að ég gekk hægar til dæmis hjálpaði okkur sem stjórnunarteymi til að vera heildsteyptara og að hugsa og biðja hlutina í gegn áður en við framkvæmdum þá. Í öðru lagi, í stað þess að sjá styrkleika annarra sem ógnun og fara í samkeppni við þá, þá þurfti ég að læra að leyfa öðrum að vinna að því sem þeir skörðuðu framúr í og reyna að nýta mína styrkleika til að styrkja þeirra en frekar. 

Ánægjulegi endirinn er að ég breytti hugsunarhætti mínum og Paul og ég héldum áfram að vinna vel saman. Ég er aðeins reyndari núna og lífsreglan mín, "ekki samkeppni" hefur reynst mér vel í alls konar samböndum. 

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband