Saga sem lifir

Hinn mesti kærleikur. Hvert sem skotmarkið átti að vera, þá lentu deyðandi sprengjurnar á munaðarleysingjahæli, sem rekið var af nokkrum trúboðum í litlu víetnömsku þorpi. Trúboðarnir og tvö barnanna létust samstundis. Nokkur önnur börn voru særð, þar á meðal lítil átta ára telpa. Fyrsta læknishjálp sem kom að voru bandarískur herlæknir og hjúkrunarfræðingur sem komu í jeppa. Meðferðis höfðu þau aðeins neyðartösku og nauðsynleg áhöld til skyndihjálpar.Þau mátu ástand telpunnar á þann veg að hún mundi deyja fljótlega af áfalli og blóðmissi ef hún fengi ekki blóðgjöf hið bráðasta. Snögg athugun leiddi í ljós að hvorugt þeirra hafði réttan blóðflokk en nokkur ómeiddu barnanna komu til greina. Læknirinn talaði svokallaða blendingsvíetnömsku og hjúkrunarkonan ofurlítið af menntskólafrönsku. Í sameiningu reyndu þau ásamt með táknmáli að gera sig skiljanleg um kringumstæðurnar, frammi fyrir dauðskelfdum áheyrendum sínum. Því næst spurðu þau hvort einhver vildi bjóða sig fram til að gefa blóð svo bjarga mætti lífi litlu stúlkunnar. Bón þeirra var svarað með starandi augum og þögn. Eftir nokkur löng augnablik kom upp hikandi lítil hönd, sem hvarf jafnharðan niður aftur en svo upp aftur á ný. “Ó þakka þér,” sagði hjúkrunarkonan á frönsku: “Hvað heitir þú?” “Heng,” svaraði litli drengurinn alvarlegur.Heng var lagður með hraði á börur. Handleggurinn sótthreinsaður með spritti og nál sett upp í æð hans. Í gegnum þetta allt lá Heng stífur og þögull. Eftir skamma stund gaf hann frá sér harmþrungið snökt, en greip strax fyrir andlitið með lausu hendinni til að fela það. “Finnurðu til, Heng?” Spurði læknirinn. Heng hristi höfuðið en eftir örfá augnablik slapp út annað snökt og enn og aftur reyndi hann að fela vanlíðan sína. Einstöku ekkahljóð gaf til kynna stöðugan, hljóðan grát og enn reyni hann að fela grátinn með því að kreista aftur augun og troða hnefanum upp í munninn til að kæfa hljóðið. Er hér var komið sögu kom víetnömsk hjúkrunarkona á vettvang til að hjálpa. Er hún sá baráttu litla drengsins ávarpaði hún hann á víetnömsku, hlustaði á svar hans og svaraði honum svo með róandi röddu.Heng hætti strax að gráta og leit spyrjandi á víetnömsku hjúkrunarkonuna. Er hún kinkaði kolli með sannfæringu, breiddist svipur léttis yfir allt litla andlitið hans.Ameríski hjúkrunarfræðingurinn leit spyrjandi á víetnamskan kollega sinn. Hún skýrði út angist litla drengsins og sagði: “Hann hélt að hann væri að deyja. Hann misskildi ykkur. Hann hélt að þið hefðuð beðið hann að gefa allt blóðið sitt svo litla stúlkan mætti lifa.”“En af hverju var hann fús til að gera slíkt?” spurði herhjúkrunarkonan.Víetnamska hjúkrunarkonan endurtók spurninguna til litla drengsins sem einfaldlega svaraði: “Hún er vinur minn”.

Þýdd frásögn úr mánaðarritinu Activated. Sjá, activated.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband