Töfrar jólanna í hnotskurn

Töfrum hl08.following-star-636x322aðinn árstími

Fyrir fáeinum árum varði mjög hæfileikaríkur vinur minn mörgum klukkutímum í að búa til úr deigi dásamlega, margbrotna mynd af fæðingu Jesú í fjárhúsinu. Miðpunkturinn var fjárhúsið, en myndin náði miklu lengra til Betlehem og landslagsins í kringum það þorp.

Hann málaði byggingarnar í Betlehem og götur hennar voru þaktar fíngerðri möl, mosi var í görðunum og í brekkunum og stór íbúðarhús, hjallar, búðir, krár og margt fólk prýddi þorpið ásamt villiköttum sem voru á ferð.    

Aldrei gæti ég byggt nokkuð sem minnti á þessa smíð! Ef satt skal segja er nógu erfitt fyrir mig að brjóta saman pappír svo úr verði pappírsflugvél. Snilld þessa vinar  jafnaðist á við   fórnfýsi hans, þar eð hann gaf fólki myndina snemma á næsta ári.   

Ég var hrifinn af því hvernig myndin varpaði ekki aðeins ljósi á það sem átti sér stað í fjárhúsinu heldur líka hvað var að gerast á öðrum stöðum í þorpinu þá nótt. Það sýndi að frátöldum hirðingjunum sem sáu og heyrðu englasöng og lofsöng um Guð var flest fólk líklega að huga að eigin málum án þess að hafa hugmynd um hvað átti sér stað þessa nótt. 

Að sumu leyti er hlutunum svona fyrir komið enn þann dag í dag. Við getum farið í gegnum jólin án þess að upplifa þau til fulls. Þótt við njótum hátíðahaldanna getur dýpri merking jólanna farið fram hjá okkur.

Án vitundar flestra Betlehemsbúa átti unaðaslegur hlutur sér stað mitt á meðal þeirra, þessa nótt á fyrstu jólum og dásamlegur hlutur getur átt sér stað þetta árið hjá sérhverju okkar ef við höldum hjötum okkar opnum. Ef til vill er það ekki íburðarmikið eða stórt en ef við erum ekki miðvituð um það sem er að gerast gæti þetta farið framhjá okkur. Ég tel að jólin séu töfrandi tími og ég hlakka til  að finna leyndardóma þeirra. Ég vona að þú gerir það líka. 

 

Gleðileg jól!

 

Samuel Keating 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband