15.12.2015 | 08:38
Mannblendni - list sem flestir þurfa að tileinka sér
Hvern viltu heimsækja, spurði litli dökkhærði hjúkrunarfræðingurinn þegar ég var að fá mér te í biðstofunni og var að krota í dagbókina mína.
Frænda minn, svaraði ég brosandi. Hann er hins vegar sofandi svo ég bíð.
Honum veitir ekki af gestum. Hann er enn bara barn, sagði hún móðurlega. Þótt hann skagi yfir mig, næstum fullorðni frændi minn þegar hann er ekki að hrynja niður í sjúkrahúsrúmi, man ég enn búttaðar kinnar hans og fætur þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn þriggja mánaða gömlum.
Hjúkrunarfræðingurinn ásamt hjúkrunarmanninum fyrir utan herbergi frænda míns sem sýndi mér hvernig ég skyldi klæðast sóttvarnarbúningnum og töluðu hlýlega um frænda minn. Við höfum áhyggjur af honum, stundum kemur enginn að heimsækja hann. Ég kinkaði kolli til samþykkis þótt hann væri í einangrun og í efnameðferð, það var ekki eins og við gætum öll vaðið inn til hans hvenær sem er.
Nokkru seinna á meðan við frændi minn töluðum saman, fékk hann mér farsímanúmerið sitt og sagði að honum þætti vænt um að fólk hringdi til sín. Enn frekar en áður voru afsakanirnar gagnslausar. Hversu erfitt getur það verið að taka upp símann?
Ég var oft veik sem barn og unglingur og upp til tvítugs. Ég man að ég var skikkuð til að vera í rúminu á meðan kraftmeiri systkini og vinir hlupu um og hjóluðu og nutu ferska loftsins. Mér gramdist hvernig líkaminn starfaði ekki almennilega og það var erfitt að ráða við það. Það skipti miklu máli þegar fólk kom til mín og forvitnaðist um líðan mína. Vissulega fann ég til einmanaleika á meðan á sjúkdómi mínum stóð en núna þegar ég er heilbrigð stend ég mig að því að afsaka mig. Ég þekki hann ekki það vel. Honum finnst ég áreiðanlega ekki svo spennandi. Til hvers ætti hann að vilja tala við eldri frænku sína?
Nú til dags þegar við förum úr einu í annað, reynum að deila tímanum á milli vinnu og barna, milli heimilishalds og gæludýra, útréttinga og annarra skyldustarfa, hljótum við að lifa á tímaskeiði þar sem fólk er enn tímabundnara en áður fyrr. En þegar við mætum Jesú einn góðan veðurdag, segir Hann ekki: Þú varst upptekin en samt hafðirðu tíma til að lesa þessa miklu skáldsögu og lakka táneglurnar. Gott hjá þér! Af ljúfmennsku Sinni raðaði Hann gjörðum okkar í forgangsröð fyrir tveim þúsöldum síðan þegar Hann sagði: :Því hungraður var ég, þyrstur, gestur, nakinn, sjúkur og í fangelsi og þér önnuðust mig. 1) Síður merkilegir hlutir falla í skuggann þegar ljósi Jesú er beint að þeim.
- Höf. Lani Woods
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Trúin og lífið | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.