24.10.2013 | 09:21
Brot úr mínum degi! Parkinsons úr vegi!
Vaknaði nokkuð snemma í morgun en ekkert fyrr en venjulega því þetta er víst orðinn nokkurs konar vani. Fórum að sofa tæplega 11:00 í gærkvöldi og hlustuðum fyrst á uppbyggilegt efni fyrir okkur sjálf til að fara inn í svefninn með jákvæðu hugarfari.
Var nokkuð stirð en snaraði mér samt á þrekhjólið sem ég hafði ekki verið að nota sem skyldi en betra er seint en aldrei eins og máltækið segir. Lagði meiri stund á fara á hestbak og þjálfa miðtaugakerfið á þann veg. Mér hefur satt að segja reynst hestamennskan ákaflega góð aðferð til þjálfunar líkamans á svo margan hátt eins og alla fínvöðvana sem við stjórnum aðeins á takmörkuðu leyti. Þeir leynast út um allan líkamann og þegar þeir stirðna þá á maður erfitt með að stjórna förum sínum, sérstaklega í takmörkuðu og þröngu umhverfi og á ég erfitt með að þola þannig kringumstæður. Ég skynja takmarkað og þröngt umhverfi bæði andlega og líkamlega en það er heilt svið út af fyrir sig sem mér finnst mjög athyglisvert en getur verið erfitt að útskýra í stuttu máli en vonandi að ég fái tækifæri til að skilgreina þetta betur við annað tækifæri.. Það er erfitt að vera við kringumstæður þar sem ég verð að sitja í óþægilegum stól sem þýðir aðeins stóll sem er of hár fyrir mig eða passar einhvern veginn ekki og þreytir mig í mjóbakinu sem oft verður átakanleg stund.
Aftur að hjólinu: Ástæðan var ekki leti því mér finnst gaman að þjálfa þegar ég hef þrek til þess, jafnvel þegar ég dríf mig í hreyfinguna hvernig sem mér í raun og veru líður þá verður hún alltaf til góðs.
Við gerðum nokkrar breytingar í gær og færðum skrifborðið mitt inn í skrifstofu mannsins míns, hjálparhelluna mína og hjólið inn í stofu þar sem skrifborðið var um nokkurt skeið.
Ég var eitthvað búin að kvarta yfir því að stýrið hallaðist of mikið fram sem var vægast sagt óþægilegt fyrir mig.
Þetta var nú lagað í skyndi og það var ekki við manninn mælt því þetta var eins og nýtt þrekhjól væri komið í mínar hendur og nýtti ég mér tækifærið eins vel og ég gat.
Um átta leytið komu meðulin til sögunnar og þurfti ég að búa mig undir næsta klukkutímann og hafa nóg að gera í því sem ég get eins og að þvo þvottinn og hengja hann upp og gengur það oftast nær ágætlega í hvaða ástandi sem er en get samt ekki brotið saman þvottinn í þótt ég sé fær um að gera ýmislegt annað og kalla ég þetta hægagangsástand og lýsi því eins og með bílinn þegar hann vantar eldsneyti eða er bensínlaus eins og fólk segir af gömlum vana. Þetta er aðeins lítill partur úr lífi mínu sem mig langaði að deila með þeim sem vilja kynna sér þetta fyrirbæri sem er vægast sagt mörgu fólki bæði fræðimönnum, og öðrum mikil ráðgáta.
Ég las það einu sinni í erlendri bók að það sem þykir ómögulegt taki bara lengri tíma en ella. Nokkuð góð setning því til þess að sigrast á erfiðum málum hver sem þau nú eru þarf óbilandi þrautseigju, trúartraust og mikla djörfung.
Jæja, ég læt nú þetta nægja í bili en vonandi lesandi góður að þetta innlit inn í mitt líf geri þér gott. Varðandi þessi skrif mín þá er það ætlun mín að taka saman meira efni varðandi parkinsonsveikina en þetta er skrifað sem brot úr reynslusögu einstaklings með parkinsonskveiki.
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Heimspeki, Íþróttir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Guðbjörg lífið er ekki alltaf auðvelt en við sem vitum hvað er að vera með eitthvað sem ekki læknast en hægt er að halda niðri með því að láta sig hafa það og gera allt sem þeir geta til að halda í hreyfinguna, Hreyfing er eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir okkur. Hafðu góðan dag elsku stelpan mín :))) xoxoxoxo Helga
Helga Auðunsdóttir, 24.10.2013 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.