8.12.2011 | 08:38
Til þess sem les...
Til þín! - Með kærleika! Ástkæri vinur! Þú ert barnið Mitt og Ég elska þig svo mikið. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi, eilífur andi, sem Ég þekki náið og elska mikið. og reynir að komast að því hvernig best sé að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því að í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við Mig. Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því að dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði sem eru kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan. Þegar að því kemur að þú kveðjir þennan heim, þá er það andlegur styrkur þinn sem máli skiptir. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver Ég er. Því að Ég, Guð, er kærleikurinn og Ég elska þig. Mig langar að búa með þér til eilífðar. Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins og líf þitt er á enda, þarftu að fá lykilinn að heimili Mínu til að fá að komast inn á þann stað sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttu bara út hönd þína og Ég mun gefa þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi, Þú mátt eiga hann af því að Ég elska þig. Það má líkja þessu við eins og Ég væri að bjóða Þú átt þetta vegna þess að Ég elska þig. Með þessum fjársjóði. Mér til eilífðar. Segðu einfaldlega: Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum, ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykilinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann. Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu. Ég elska þig, þú ert barn Mitt og Ég gef þér lykilinn að sjóði Mínum, lykillinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum. Með ástarkveðju. Þinn himneski Faðir
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er jólalegur og góður boðskapur :)
Þorsteinn Sverrisson, 15.12.2011 kl. 21:54
Kæri Þorsteinn.
Ég þakka þessi góðu orð þín um boðskapinn í textanum sem er alveg tilvalinn jólaboðskapur, lykillinn að kærleikanum. Frábær athugasemd!
Óska þér gleðilegra jóla og farsældar á kamandi ári. Guð lýsi þinn veg!
Með kærri kveðju,
Guðbjörg
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir, 17.12.2011 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.