Færsluflokkur: Heimspeki
4.1.2012 | 11:19
Settu fólk í forgang...
Settu fólk í forgang frekar en þína eigin velgengni og þá mun velgengnin setja þig í forgang.
Vegur til farsældar nr. 3 Eldmóðurinn er driffjöður lífsins. Án hans getur þú ekkert en með honum eru þér allir vegir færir.
Vegur til farsældar nr. 1
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viljirðu lifa hamingjuríku lífi skaltu byrja hvern dag á því að minnast einhvers sem þú er þakklát/ur fyrir.
Vegur til farsældar
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2012 | 08:27
HORFUM UM OXL MEÐ SKILNINGI.
1.1.2012 | 12:50
Gleðilegt nýtt ár! Hvað ætli þetta ár beri í skauti sínu? Látum mátt framsýninnar knýja fram það góða og farsæla.
Færsluflokkur
Aðalflokkur:Bílar og akstur Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Formúla 1 Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll ljóð Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúarbrögð Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði
Athugasemdir
Leyfa athugasemdir við færsluí daga frá birtingu
Vegur til farsældar nr. 2
Margir eiga sér drauma en eðeins þeir sem gera þá að markmiðum sínum gera þá að veruleika. Draumar þeirra rætast.
Vegur til farsældar nr. 3
Nýtt ár er eins og óskrifuð bók. Skrifum í hana það sem í lok ársins minnir okkur á gleði í stað trega.
Vegur til farsældar nr. 1
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 23:45
Ég stend á tímamótum
Ég stend á tímamótum, nýtt ár er að hefjast. Megi Guð hjálpa mér að vera góð/ur sanngjarn/-gjörn og vitur í öllum mínum gjörðum.
Vegur til farsældar nr. 1
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2011 | 07:16
Allir hafa að glíma við einhvern vanda...
25. DESEMBER
Á jólunum lítum við heiminn með kærleikann í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaðan þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.
Vegur til farsældar nr. 2
8.12.2011 | 08:38
Til þess sem les...
17.3.2011 | 09:06
Hvað er ást? Spyr fólk í einlægni...
Gott að spyrja að þessu! Það er það sem við öll leitumst eftir og finnum stundum í mannlegum samskiptum en fullkomleikann er aðeins að finna í Guðs ást, hinn sanna kærleika sem umber allt samber 1 Korintubréfi 13 - Kærleikurinn er eins og ljósið, jákvæður og bjartur! Hleypum honum að okkur og sýnum umburðarlyndi í samskiptum og berjumst gegn neikvæðum öflum sem sveima um í myrkraskotum og fylgsnum næturinnar þar sem þau eiga heima. Hleypum þeim ekki að okkur, heldur beinum sjónum okkar til hins jákvæða, bjarta og góða í fari annarra!
22.4.2010 | 06:54
Ljós gull...
Til þín - með kærleika! Ástkæri vinur!
Þú ert barnið mitt og Ég elska þig. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi eilífur andi, sem ÉG þekki og elska mikið.
Þú ert hér á jörðinni, lifir lífinu, tekur ákvarðanir og reynir að komast að því hvernig best er að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við MIG.Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og deyir síðan verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú sjálfur, þú sem býrð inni í líkama þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði; kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skiptir andlegur styrkur þinn mestu máli. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út hönd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig."Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann." Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, lykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.
Með ástarkveðju,
þinn himneski Faðir.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar