Færsluflokkur: Lífstíll

Látum verkin... tala sínu máli...

01 January 2001 30Það þarf alltaf að gerast einhver þróun, annars er stöðnunin ótvíræð. Þróun til framfara verður að eiga sér stað og er af hinu góða en henni fylgja nýjungar á hinum ýmsu sviðum bæði efnislægum og huglægum. Það þarf að gefa nýjum og ferskum hugmyndum vængi svo þær fái að njóta sín, beri ávöxt, dafni, þroskist og verði að veruleika.Þannig er farið um trúna eins og allt annað sem til er, og fyrir mér er hún lifandi fyrirbæri, orkulind sem hægt er að virkja og hagnýta eins og allt annað sem til er. Við þurfum ekki að örvænta þótt víða sjáist blikur á lofti í efnahagsmálunum, hér heima fyrir og úti í hinum víða heimi þar sem stríð geisa án afláts. Það mun birta upp um síðir í þeim málum sem og öðrum. Horfum fram á við hughraust, þrátt fyrir yfirvofandi þrengingar. Lyftum huganum til ljóssins dýrðar, kærleika Guðs þess athvarfs sem alltaf veitir skjól á hvaða tíma sem er. Eflum vináttuböndin og styðjum hvert annað í þrengingunum þrátt fyrir erfiðleikana og látið "kærleika, gleði og farsæld móta dagfar þitt á árinu." Vegur til farsældar nr. 1

Gleðilegt nýtt ár...

 tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur daglega á hverjum morgni þegar við vöknum. 

Vegur til farsældar nr. 1 

 


Heilræði dagsins...

Eins öruggt og ljós sem sést hinumegin við jarðgöngin birtir upp um síðir eftir að storminum lægir.

 

 

 


Í morgunsárið...mín skoðun...

Vegur til farsældar segir: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.  

Hægara sagt en gert, þegar það neikvæða vægast sagt blasir látlaust við manni í hvívetna í fréttaflóðinu og umræðunni í dag! En viljum snúa við blaðinu og skoða heiminn í kringum okkur í nýju ljósi, hið jákvæða verði ofan á, verðum við að leita á himneskar slóðir, gefa okkur tíma til að njóta lífsins, sjá fegurð í öllum hlutum sem líka blasir við manni á hverju strái!

Það er mín reynsla að þetta hefur svo mikið með hugarfarið að gera, hvernig maður er stemmdur hverju sinni og hvað maður leyfir sér að hugsa, hvort maður leiti innri styrkleika eða er lætur maður stjórnast af utanaðkomandi áhrifum allt í kring. Hlutur sem við verðum öll að gera upp við okkur og taka eigin ákvarðanir um eins og segir í máltækinu alkunna,"hver er sinnar gæfu smiður."

Eins og kemur fram í blogginu mínu hef ég mikið yndi af hestum og gefa þeir mér mikið hvað varðar ánægju og gleði en þegar ég skoða betur mitt innra líf er ég mikill náttúruunnandi og get auðveldlega sökkt mér inn í slík efni. Hafði mikinn áhuga á efnafærði í skóla, fannst gaman að kryfja hlutina til mergjar og skilja þeirra innra eðli, hvernig þeir virkuðu og allt það en þar var margs að spyrja fannst mér og lét ég mig dreyma um æðri öfl og æðri tilveru.

Þannig fattaði ég eðli trúarinnar, í henni er fólgið afl sem má virkja og láta leiðast af á hagnýtan og jákvæðan hátt í nútímalífi en það er mín skoðun að á þeim vettvangi verði að gerast breytingar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins ef vel á að fara þegar litið er til framtíðar.

Það þarf að njóta lífsins og til þess þarf frelsi innan viss ramma auðvitað en er það ekki sú list sem við flest sækjumst eftir að lifa í raun og veru? Til þess þarf gagnkvæman skilning, náungkærleika og gjafmildi í stað einstaklingshyggju sem hefur verið vægast sagt nokkuð ríkjandi í heiminum upp á síðkastið. Samt sem áður þarf að gefa gaum að því að viðskipti eru nauðsynleg mannleg samskipti sem þarf að þróa eins og allt annað með opnum huga án fyrirfram ákvarðaðra skoðana sem ekki verður haggað, heldur halda áfram að læra af því sem miður fer, viðurkenna mistökin og halda ótrauð áfram. 

 


Jólakveðja til ættingja og vina...

Kæru vinir og fjölskylda. Óska ykkur gleðilegra jóla, blessun og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðnar stundir, hjálp ykkar og vináttu. Ég hef haft það óvenjulega annríkt síðustu mánuðina og misserin eins og ykkur er ef til vill kunnugt um og biðst þess vegna afsökunar á hversu sjaldan ég hef látið heyra í mér. Þið eruð stöðugt í huga mínum og hjarta og ég vil ykkur allra best í einu og öllu og vonast til að hitta ykkur aftur áður en langt um líður. 

Hrós hvetur meira en hagnaðarvon. Ánægt fólk er kraftmikið fólk. Vegur til farsældar nr.2 

                                                                                                                        


Vegur til farsældar...Orð dagsins!

Á jólunum lítum við á heiminn með kærleik í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaða þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.

Vegur til farsældar nr. 2 

  


Brot úr mínu lífi...úr fjarlægu landi!

Glitrandi sandur, minning sem lifir!

Mig langar að segja frá einu sérkennilegu atviki í lífi mínu sem minnir mig svo mikið á jólin, ljósadýrð þeirra í myrkri skammdegisins. Ég var stödd á sjávarströndu í Austur-Asíu, nánar tiltekið í portúgölsku Macau sem nú tilheyrir Kína, með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur sonum. Það var komið kvöld en eins og við vitum myrkrar miklu fyrr á þessum slóðum en við eigum að venjast hér á norðurhjaranum. Þegar sólin sest síðla dags eða eins og við köllum þar kvöld, skellur myrkrið á fyrirvaralaust í öllu sínu veldi og þú finnur þig allt í einu í nýjum heimi við gjörbreyttar aðstæður. Trén hafa tekið á sig nýja mynd og allt sem þú heyrir og upplifir í kringum þig hefur breyst í einni svipan og það er eins og ný sköpun hafi gerst og dýrð Guðs sé að verki, raunveruleg og lifandi. 

Það var komið kvöld, ég hljóp í flæðamálinu, volgur sjórinn lék um fætur mínar og ökkla, svartur sandurinn þyrlaðist upp við hreyfinguna og gaf af sér glitrandi himneskt ljós sem minnti mig á dýrð jólanna í skammdeginu hér á Íslandi, ljós sem skín í myrkri. Hið eilífa ljós, Jesú!

Frásögn:Guðbjörg Sgiurðardóttir 


Lítum lengra

Trúin er lifandi fyrirbæri, nærandi lífgjafi og orkulind sálarinnar. Þeir sem höndla hana búa yfir auknum krafti og hugviti til að skapa og hrinda nýjum hugmyndum fram á sjónarsviðið og láta þær verða að veruleika. Lærum að nýta hana, við þörfnumst þess. 



Vegur til farsældar

Poster Mottos2006 3ice

Vegur til farsældar. Hefur að geyma hagnýt viskuorð og spakmæli sem skipt geta sköpum. 

Margir setja von sína á fjárhagslegt öryggi en hvað stoðar það þegar spilaborgin fellur og veraldlegur stöðugleiki verður að engu? Er það ekki náungakærleikurinn, hjálpsemin og samstarfið á milli einstaklinga og hópa sem kemur okkur yfir efsta hjallann í þrengingum það göfuga og guðdómlega. "Kærleikurinn sem aldrei fellur úr gildi." 

 


Vegur til farsældar

2

Mitt persónulega álit. Um nokkurra ára skeið hafði hópur textahöfunda, hljóðfæraleikara og söngvara unnið vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Þau voru frekar sundurleitur hópur sem hafði gengið í gegnum bæði góða tíma og slæma en alltaf hafði þeim tekist að halda hópnum saman. Þannig að þegar sköpunargáfa næstum allra í hópnum náði áður óþekktri lægð þá urðu hjónin sem fóru fyrir hópnum áhyggjufull. Þau voru kristin og reiddu sig mikið á bænina svo að þau fóru að biðja Guð um að sýna þeim hvað hafði farið úrskeiðis og hvernig þau gætu lagað ástandið.Svarið sem þau fengu var stutt og einfalt: “Þið hafið verið að spara kærleikann”. Allir voru orðnir svo uppteknir af starfinu af þau voru hætt að gefa sér tíma til að sýna hvort öðru kærleika og væntumþykju – en það var það sem hafði gert hópinn svo samstilltan í upphafi.Hjónin útskýrðu þetta fyrir hinum í hópnum og saman gerðu þau lista yfir alla litlu hlutina sem þau voru hætt að gera hvert fyrir annað. Í lok fundarins báðu þau saman til Jesú um að Hann mundi hjálpa þeim til að gefa sér tíma til að sýna hvert öðru kærleika. Það leið ekki á löngu áður en hópurinn hafði samið sýna bestu tónlist til þessa. Þau höfðu fundið leyndardóminn að því að vinna náið saman og viðhalda sköpunargáfunni. Hann fólst í hinum daglegu athöfnum sem sýndu góðvild og umhyggju þeirra hvert fyrir öðru.Að sjálfsögðu erum við ekki öll tónlistarfólk en það er varla nokkur sú manneskja á jörðinni sem er ekki hluti af að minnsta kosti einum hópi. Fjölskyldu, í hjónabandi, í viðskiptum, sem starfskraftur, vinnufélagar, íþróttahópur eða vinahópur. “Engin maður er eyland”. Við þörfnumst öll hvers annars og við höfum öll tækifæri til að láta gott af okkur leiða í lífum annarra. Samskipti og kærleikur eru lyklarnir og eins og alltaf vill Guð ekkert nema það besta handa okkur. Þegar þú hjálpar Honum að draga fram það besta í fari annarra þá mun Hann draga fram það besta í þínu fari. Keith Phillips

Dásamleg sannindi um gildi kærleikans í samskiptum, lífi og starfi, því "Guð er kærleikur."

Greinin er upprunalega skrifuð á ensku. Hún er þýdd úr tímariti sem heitir Activated. Blaðið felur í sér margar upplyftandi greinar sem fjalla um mikilvæg lífssannindi, von og kærleika. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband