Færsluflokkur: Lífstíll

GULLKORN DAGSINS

Vegur til farsældar - 6. apríl 10

Páskagullkorn


02_febuary_2001_24_978349.jpg    Ímyndaðu þér að þú hafir verið tekin/n til fanga af illum dreka. Riddari í skínandi herklæðum, sem veit að þú getur aldrei borgað honum krónu í staðinn, setur sjálfan sig í hættu þín vegna. Hann skorar illa drekann á hólm og hættir þar með lífi sínu fyrir þig. Hann ræður niðurlögum drekans og ver þannig frelsi þitt. Ef þú sérð þessa mynd fyrir þér ertu rétt farin/n að uppgötva undur upprisunnar. Kristur sigraði allt illt og dauða til þess að geta leyst fólk eins og þig og mig úr fjötrum, því að hann elskar okkur.-TFI meðlimur 

Páskagullkorn

3yogam.jpgVið fögnum sigurhátíð Frelsarans og hefjum okkur yfir drunga einmanaleika, veiklyndis og örvæntingar og horfum  í átt til styrkleika, fegurðar og hamingju.Floyd W. Tomkins

Upprisan er söguleg staðreynd; án hennar væri mannkynssagan skert skynsemi.Clark H. Pinnock

Mynd: Drottinn skrifaði ekki fyrirheit sitt um upprisu Frelsarans einungis í bækur heldur einnig á hvert einstakt nýútsprungið laufblað að vori.Martin Luther.


Páskagullkorn

PáskarnirPáskagullkorn eru sannleikurinn sem umbreytir heilagri kirkju Guðs úr safni í ráðuneyti Guðs.-Warren Wiersbe

Hið eina sem getur varpað skugga á heiðskíran páskadagsmorgunn, sem ber vitni um sigur Guðs, er fátæktin sem einkennir trúrækni mína, minningin um stundir kastað á glæ í trúleysi og máttlaus viðbrögð mín við gjafmildi Drottins.-A. E. Whitman

 


Hestar og heilsa...

100_1012.jpg

Ég hef upp á síðkastið verið að þróa með mér þá hugmynd að endurhæfing á hestbaki geti verið stórkostleg heilsubót fyrir fólk sem þarf að takast á við erfið mál í lífinu. Ég hef sjálf verið að stunda hestamennsku, eftir 30 ára dvöl erlendis þar af 15 ár í Austurlöndum fjær þar sem ég vann við kristileg störf sem ráðgjafi og trúnaðarvinur, en lagði mikla rækt við hestalistina á mínum yngri árum eða þar til rétt fram yfir tvítugt, átti hesta og stundaði hestamennsku af alúð.

Ég er búin að fá aðstöðu til að hrinda hugsjóninni af stað til að byrja með og hef nú þegar ráðfært mig við nokkra sjúkraliða til að heyra þeirra álit á málinu og fór það ekki á milli mála að þörfin var til staðar en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, samstæður áhugi samfara andlegum skapandi þrótti. 

Hvað segir fólk?

Með kveðju,

Guðbjörg Sigurðardóttir 

 

 

 


Lykill dagsins...

Þakka1lexhe.jpgðu fyrir einn hlut og þú verður minntur á annan og annan. Hamingjan finnur þig ef þú einblínir á hið jákvæða. Vegur til farsældar nr. 1

Lykill dagsins...

Biðjið og yður mun gefast. Fyrirheit Guðs eru lykillinn að fjárhirslu himnaríkis. Vegur til farsældar (Sjá lýsingu í neðangreindum texta.)Vegur til farsældar er óvenjulegt dagatal því í því birtast eingöngu mánaðardagarnir, óháðir ártali. Það inniheldur kjarnmikinn og jákvæðan boðskap sem boðar sterkari tengsl við fjölskylduna, vini og samferðamenn. Þetta er boðskapur sem leiðir hugann að lausn vandamála og kallar fram nánari athugun á sjónarmiðum annarra. Textanum fylgja ljósmyndir úr náttúrunni og hinu daglega lífi

Lykill dagsins - Vegur til farsældar

Stórar sálir eru oft þær sem hafa orðið fyrir mikilli sorg en neitað að gefast upp. Vegur til farsældar 

Lykill að góðum og farsælum degi...

Ef þú vilt eiga hlutdeild í frægðinni þarftu líka að geta tekið aðfinnslunum. Vegur til farsældar

Hestar og heilsa...Verðugt verkefni...

p8190009_895527.jpg

Hestamennskan hefur alltaf verið mér kær eins og ég segja sjálf frá í kaflabroti af sjálfri mér í byrjun bloggskífa minna á síðastliðnu ári.

Eins og ég sjálf skýri frá þá lagði ég hestamennskuna á hilluna í þrjá áratugi vegna köllunar til andlegra starfa, að hjálpa einstaklingum að takast á við lífið á jákvæðan og drífandi hátt með kærleika Guðs að leiðarljósi. 

Fyrir ári síðan eignaðist ég hest sem ég hef mikið yndi af og nota til endurhæfingar af heilsufarsástæðum sem er mér ómetanleg hollusta hvað varðar andlegan og líkamlegan styrk og hef nú þegar farið í tvær hestferðir í sumar og líður aldrei betur á sál og líkama. 

Guðbjörg og Andrew og hryssan mín Efling. 

Væri þetta ekki verðugt verkefni til endurhæfingar og heilsubótar? Það væri gaman að vita.

100_1012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Á hestbaki efir langt hlé úr hestmennskunni.

Fór mér hægt í byrjun en mikið langaði mig að láta gamminn geisa.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband