Færsluflokkur: Trúin og lífið

Heilsteypt lýsing á kærleika

1. Korintubréf 13

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10 En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

11 Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

12 Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

13 En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society


EIN Á JÓLUNUM

10.Alone-christmas-636x322

Ég hafði verið að reyna að hugsa ekki um jólin. Ég kveið fyrir jóladeginum og vonaði að einhver engill kæmi inn í líf mitt og reddaði öllu saman. Ég reyndi jafnvel að láta sem þetta væri bara venjulegur dagur, ekki sérstakur dagur, í voninni um að einmanaleikinn hyrfi en ég gat ekki losnað við hann; jólin voru alls staðar í kringum mig og ég var alein. Það var enginn til staðar til að tala við, enginn til að hlæja með og enginn sem, gat óskað mér gleðilegra jóla.

Til þess að reyna að gleðja sjálfa mig, reyndi ég að minnast gleðilegra minninga til þess að fylla hugann. Ein minningin, sem skaust upp í kollinum, var um kennarann minn í sunnudagaskólanum. Hann var rólegur og vingjarnlegur maður sem varði töluverðum tíma með okkur börnunum og hafði lag á því að gera hlutina skemmtilega. Hann sagði að Jesús væri gleðigjafinn í sínu lífi. Þessi orð hans fóru í gegnum hugann þegar ég hugsaði til baka til bernskuáranna: „Taktu bara Jesú með þér.“

Myndi það virka? Ég íhugaði það. Ég var ein – enginn kæmi til með vita af þessu. Svo ég ákvað þá að gera Jesú að vini mínum allan daginn.

Við gerðum alla hluti saman; við drukkum heitt kakó við arineldinn, gengum saman um göturnar, hlógum og veifuðum til vegfarenda. Ég gat næstum fundið fyrir handlegg Hans utan um mig hvert sem ég fór og mér fannst ég heyra rödd Hans tala til mín. Með hvísli, sem var handan við ríki hins heyranlega hljóðs, sagði Hann mér að Hann elskaði mig – já, mig – og að Hann myndi ávallt vera vinur minn. Einhvern veginn vissi ég að ég myndi aldrei vera ein aftur.

Þegar ég lagðist til svefns þetta jólakvöld, var ég svo innilega hamingjusöm, það ríkti yfir mér friður og ég var alsæl. Þetta var svolítið skrítið en samt ekki. Ég hafði varið deginum með Jesú og ég vonaði bara að aðrir hefðu átt jafn hamingjuríkan jóladag og ég.

 

Ég er alls ekki einn, hugsaði ég með mér. Ég var aldrei einn. Þetta eru auðvitað skilaboð jólanna. Við erum aldrei ein; ekki þegar dimman grúfir sig yfir okkur og kaldur vindurinn blæs og heiminum virðist standa á sama. Því þetta er ennþá sá tími sem Guð velur. —Taylor Caldwell (1900–1985)

 

Sjá, Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar. —Jesús, Matteus 28:20

Eftir Vivian Patterson

 


Vonarskeyti Guðs

Norman Vincent Peale rithöfundur, sem þekktur er fyrir hvatningar sínar, skrifaði: „Jólin veifa töfrasprota yfir heiminn og sjá, allt er mýkra og fallegra.“ Þessi tilvitnun leiðir hugann að logandi eldi í arninum, fallegum sokkum sem hanga frá arinhillunni, sígrænu tré sem skreytt er glingri og englahári og í kringum það er vænlegur stafli af innpökkuðum gjöfum; hamingjusöm fjölskylda hefur komið sér þægilega fyrir í sófa. Hún fær sér kakó meðan verið er að lesa sögu fyrir börnin. Í gegnum gluggann sjást snjóflygsur sem falla mjúklega á alhvíta jörðina sem glitrar í tunglskininu. Er þetta hinn fallegi, mildi heimur sem hann ímyndaði sér?

Því miður virðast „fegurð og mýkt“ hvorki stemma við þær sorglegu myndir sem við horfum á í fréttunum eða á veraldarvefnum né þá sorglegu atburði nær okkur, til dæmis áföll vegna efnahagserfiðleika, atvinnumissis, sambandsslita og alvarlegra sjúkdóma eða ástvinamissis.

Samt sem áður verður maður var við hið „fagra og milda.“ Örlæti vina og tillitssemi fjölskyldu, hlýlegt viðmót ókunnugra og óþrjótandi vilji og dugnaður góðgerðarsamtaka við fjáröflun eru allt góð dæmi um það.

Þótt tilgangurinn sé góður er mannkærleikurinn ekki alltaf til staðar og getur brugðist. Það er hægt að hugsa lengra og dýpra, eins og presturinn Tom Cuthell skrifar: „Ár hvert endurtökum við söguna af þeim dásamlega atburði þegar Guð kom inn í þennan snarvitlausa heim og það vakti furðu okkar hvernig Guð gat komið okkur á óvart með kærleika sínum… Fæðing Jesú eru innileg andmæli gegn óbreyttum gangi mála í heiminum, gegn því að láta mannkynið um að bjarga sér sjálft og að skilja fólk eftir í fátækt sinni. Jesús er sá sem bjargar og Hann er öflug hjálp Guðs á meðal okkar; Hann er eina orðið í vonarskeyti Guðs til okkar.“

Svo ef til vill samþykkjum við skrif Hr. Peal eftir allt; að jólin geri lífið mýkra og fallegra, jafnvel þótt það fari ekki eftir því hvernig við höldum upp á þau og ekkert endilega vegna kærleikans sem við berum hvert til annars á jólunum. Því þegar allt kemur til alls, þá er það „eina orðið í vonarskeytinu“ sem gerir jólin „mjúk og falleg“; skeyti Guðs sem ekki er sent aðeins á jólahátíðinni, heldur berst það alla ævi og um ókomna tíð.

Höf: ónafngreindur 

05.telegram-636x322


Undursamlegur viðburður

01-full-wonder-636x322

 Sagan um fyrsta helgileikinn um fæðingu Jesú, er vel þekkt og er hún uppistaða jólanna: Heilagur Frans af Assisi er samkvæmt hefðinni talinn hafa beðið íbúa þorpsins Grecchio að leika persónurnar í helgileiknum árið 1223. Eitt er víst að þessir „lifandi helgileikir“ urðu mjög vinsælir og þessi nýja hefð breiddist út um heiminn.

Vandinn var bara sá að þessir stóru leikir kröfðust margra leikenda og mikils undirbúnings. Á meðan á uppreisninni í Frakklandi stóð voru helgileikirnir bældir niður og búnir til umfangsminni leikir sem fjölskyldur gátu notið heima við.

Það sem þekktast var í þessum helgileikjum voru hinar litríku „santouns“, sem þýðir litlar, helgar verur á mállýsku Provence–héraðsins. Auk þeirra sem koma fram í Biblíunni, þ.e. fjölskylda Jesú, hirðingjarnir, englar og konungar – koma fram í þessum leikjum hversdagslegt fólk og venjulegir iðnaðarmenn og smákaupmenn.

Það er þó ein persóna sem þú þekkir kannski ekki strax en er ómissandi í helgileik í Provence–héraðinu. Hún kemur ekki með gjöf en lyftir höndum til himins og í svipnum má lesa lotningu og gleði. Þetta er Lou Ravi (hinn glaði). Á Ítalíu nefnist samsvarandi persóna Lo Stupido (hinn undrandi) og sameiginlegt einkenni þeirra er mikil lotning og undran. Þeir virðast koma tómhentir en færa í raun og veru fallegustu gjöfina; lotningu sína.

Við sem þekkjum svo vel söguna um tilurð jólanna getum auðveldlega fundið fyrir blessuninni sem henni fylgir. Fæðing Jesú verður hefðbundinn, endurtekinn atburður eins og hver annar. Þótt hún sé í raun allt annað en það. Sannleikurinn er þessi: Guð elskar okkur það mikið að Hann kom til jarðarinnar í mannslíki, Sonarins Jesú, svo við mættum kynnast Honum og læra að treysta Honum og elska Hann á móti.1 Við skulum ávallt varðveita hina barnslegu lotningu Lou Ravi vegna þessarar stórkostlegu gjafar!

  1. Sjá Jóhannes 3:16

Fögnuður, ekki fullkomleiki

 

03.Celebration-not-perfection1-636x322Ef þú líkist Mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds tónlistin þegar þú opnar gjafirnar og kannski hafa þær að geyma nákvæmlega það sem þig hefur ætíð langað í…

Mínar jólahátíðir hafa sjaldan verið það hrífandi eða fullkomnar. Jú, þær hafa verið bæði fallegar og skemmtilegar og ég hef myndað mér góðar minningar um þær en hugtök sem lýsa nokkrum af síðustu jólunum eru „róleg jól“ eða „óreiðukennd jól“. Engin þeirra voru neitt í líkingu við hin fullkomnu jól – en öll þeirra mynda sérstakar minningar sem eru mér dýrmætar.

Það er aðeins upp á síðkastið sem ég hef fellt mig við það að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Þau þurfa ekki að ganga fram af mér með töfrum ef aðeins kærleikur og vellíðan eru til staðar og maður gefur sér tíma til að heiðra fæðingu Jesú.

Þegar öllu er á botninn hvolft voru fyrstu jólin frekar skipulagslaus. Ef við ættum að endurskapa þau til fulls þyrftum við að vera heimilislaus, þreytt og á faraldsfæti í þeim eina tilgangi að láta skrá okkur vegna skattheimtu. Það hljómar ekki eins og þau hafi verið skemmtileg eða fullkomin hvernig sem á þau er litið! Og ofan á allt annað; að eignast barn og koma sér fyrir hjá kúm og kindum. Þessi lýsing hæfir nokkurn veginn versta degi lífs míns!

Hins vegar breytti Guð þessari nótt með töfrum sínum. Englar birtust fjárhirðum og ný stjarna skein á himni til þess að vísa vitringunum leið til hins nýfædda konungs. Ég þori að veðja að María og Jósep hafi ætíð metið mikils þessa brjálæðislegu nótt og oft sagt Jesú þessa furðulegu sögu í uppvexti Hans. Lífið nú á dögum getur einnig verið frekar óreiðukennt en Jesús mætir alltaf og færir okkur dásemd sína.

Þegar mér líst ekki á jólin mín þá bætir úr skák að finna leið til að gera jólin svolítið betri hjá einhverjum öðrum. Þegar ég var barn var fjölskylda mín vön að fara til elliheimila um jólin. Það var yndislegt að sjá þá gleði sem við færðum fólkinu þar. Með því aðeins að koma til fólksins varð það þess áskynja að það var ekki einsamalt eða gleymt og að sumum einstaklingum var umhugað um að syngja fyrir það eða færa því jólakort eða bara það sem við ákváðum að gera ár hvert.

Það er ekkert athugavert við að verja tíma í og halda upp á falleg jól og hafa hefðir eða vera með væntingar um að hafa hluti sem gera þau sérstök fyrir þig, fjölskyldu þína og vini; þú skalt aðeins muna það að hægt er að finna fegurð í óreiðunni. Guð hefur oft mætur á að vera þar sem kringumstæður eru ófullkomnar líkt og þegar Hann kom til fjárhússins fyrir löngu síðan og Hann getur hjálpað þér að einbeita þér að því sem gerir jólin sannarlega dásamleg.

Þegar ég skrifaði þessa grein gúglaði ég „ófullkomin jól“ og komst að því að ég var ekki ein í þeim hugleiðingum; margt fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hefur í gegnum árin uppgötvað það sama – að það verður að láta sér lynda ófullkomin jól.

Gordon Flett, prófessor við York háskólann í Kanada, tók eftir nokkru áhugaverðu: „Jólin vekja hughrif um þær væntingar að hlutirnir þurfi að vera hárréttir. Við höfum neytendamiðað samfélag sem segir okkur að ef þið hafið fullkomið útlit eða hafið unnið fullkomið afrek muni hið fullkomna líf fylgja í kjölfarið. Fólk hefur svo mikið fyrir því að ná ímynd þess fullkomna. Þegar jólin koma er það haldið streitu.“

Bloggari, sem heitir Sarah, skrifaði: „Stundum er auðvelt að láta lokka sig til að halda jól eins og Pinterest appið (Pinterest.com) segir til um varðandi fullkomin, rétt hönnuð, feit og svöl jól. Hugmyndin, sem liggur að baki, virðist vera sú að ef við skreytum fallega um jólin verði þau falleg og að með einhverjum hætti sé umhverfi okkar besta vísbendingin um innri frið og gleði og besta vörnin gegn veruleika eigin ófullkomleika á jólunum. Þetta árið… held ég mín ófullkomnu jól. Kannski vill enginn halda þau eða kosta en … ég sit hér núna í skini þúsund ljósa jólaseríu og ég elska þessi ófullkomnu jól og hina ófullkomnu fjölskyldu mína mjög mikið. Allt er á einhvern leyndardómsfullan hátt, rólegt og bjart.“

Um jólin höldum við hátíðlega komu Jesú til jarðarinnar við frekar ófullkomnar aðstæður en kærleikurinn, sem fylgdi fæðingu Hans, gerir daginn ógleymanlegan. Bestu minningarnar eru ekki endilega um jól sem urðu fullkomin, heldur um frekar brjálaða daga þegar ást fjölskyldu og vina umvafði okkur. Þegar við nemum staðar og hugleiðum hversu mikið við eigum Honum að þakka getum við sannarlega notið dásamlegra og ófullkominna jóla.

Ég kveð þig loks með fallegri hugsun annars bloggara: „Jólin snúast ekki um það að vera fullkomin. Þau eru lofgjörð til Mannsins sem bjargaði okkur frá hinni ómögulegu leit að fullkomnun“. 

 

« Fyrri síða

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband