Færsluflokkur: Ljóð
19.5.2010 | 08:29
Slæða kærleikans
Ást Guðs er eins og lækur
tær, gagnsæ og óaðfinnanleg.
Hún hverfur ekki inn í skelina
þegar henni er raskað.
Hún umbreytist í hið fegursta gull
er ljósgjafi fyrir þá sem ganga í myrkri.
Því segi Ég ljósgafar Mínir,
látið ástina vinna í hjörtum ykkar
og umvefjið hana slæðu kærleikans,
umhyggju og krafti.
Haldið fast í hana, viskuna
og trúna, birgi ykkar og vígi.
Höfundur: Guðbjörg Sigurðardottir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 07:48
Gullmolar...
Guð hefur gefið okkur tvær hendur, aðra til að taka á móti en hina til að gefa.
Það felst mikil farsæld í því að bera með sér gjafmildan huga og vilja gjöra öðrum gott en til þess að vel fari en til þess þarf að hafa stefnu sem fólk kann að meta og virða. Hvernig væri að innleiða þá hugsjón inn í þjóðarsálina, þau kristilegu gildi sem alltaf eru til staðar innra með okkur í hugarfylgsnunum en verða einungis að veruleika með því að láta gott af sér leiða og láta verkin tala. Það eru litlu hlutirnir sem skipta svo miklu máli hvað við gerum hverju sinni sem geta skipt sköpum og breytt döprum degi í sólskinsdag.
Guðbjörg Sigurðardóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 07:51
Bjartur árdagsljómi...mögnuð mynd.
Fannst þessi mynd alveg mögnuð til að byrja daginn í góðum gír, með hressa lund og bjartsýnn þrátt fyrir myrkur skammdegisins.
En það birtir upp um síður bæði í stjórnmálum sem öðru og áður en langt um líður hækkar sól á himni og það verður gleði í stað vonbrigða, lausnir í stað vandamála hver sem þau nú eru, stór eða smá þegar við setjum traust okkar á æðri máttarvöld, almættið sjálft, hinn eilífa lausnargjafa sem aldrei fellur úr gildi og bregst aldrei. Já, hvers vegna ekki?
Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, segja Orðskviðirnir 4:18
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 08:51
í morgunsárið...Vegur til farsældar
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 07:28
Auðæfi sem vara...gullkorn dagsins.
Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.
Vegur til farsældar nr. 1
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 07:33
Gullkorn dagsins..
Tækifærin blasa við okkur á hverjum degi þegar vöknum á morgnanna en ekki bara í upphafi ársins. Vegur til farsældar nr.1
Með nýju ári koma ný tækifæri til nýs og betra lífs. Láttu þau ekki fara fram hjá þér fara!
Vegur til farsældar nr. 2
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 07:55
Orð inn í daginn...
Látum skynsemina ráða ferð okkur um fortíðina, trúna um framtíðina en það sem mestu máli skiptir kærleika allt í kring.
Vegur til farsældar nr. 1
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 08:49
Starf sem lifir...
Þegar jóln taka enda, sagði kaupmaður einn við ráðherra, hafa þau endað og það er okkar starf að losa búðina við jólin. Já, sagði ráðherrann en, mitt starf er mikilvægara, því það geymir jólin í hjörtum fólksins míns út allt líf þess
Eleanor Doan
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 13:54
Hlýja og góðvild...
Innilegustu jóla og nýjársóskir til allra þeirra sem snertu líf mitt á þessu viðburðarríka ári með ósk um bjarta og kærleiksríka framtíð. Látum ljósið skína þrátt fyrir mótbyrinn og umrótið í þjóðfélaginu og heiminum, brosum gegnum tárin eða þegar þegar við höfum ekki löngun til þess og heimurinn mun brosa við okkur. Tökum þátt í því að gleðja aðra á þessum jólum og látum hlýju brossins og kærleikans verma okkur um hjartarætur nú og um ókomna framtíð.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 12:54
Giving
Love is a mysterious thing,
it comes and goes, it always is
Like a blooming flower in the spring,
it waits, it dances and it sings
Sometimes it faces sorrow and pain,
like a living substance in the rain.
With divine power it delights to live
in hearts of those who choose to give.
Giving is a loving duty,
fragranced in it's very beauty.
Always there in every place,
she waits to serve and fill a space.
So let us give to win a friend,
who will stay with you to the very end.
The Lord is loving, he is fair,
he showed me how to give and share.
Höfundur: Guðbjörg Sigurðardóttir
Ljóð | Breytt 24.12.2008 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar