Færsluflokkur: Trúmál

Einstök gjöf...

Chistmas light 2019Jólin eru afmælisdagurinn Minn, dagurinn sem Ég fæddist inn í þennan heim og birtist í veraldarsögunni með það fyrir augun að gefa mannkyninu einstaka gjöf. Getur þú verið með Mér í smástund á þessum afmælisdegi Mínum? Ég bið aðeins um eitt stundarkorn til þess að beina huga þínum og hjarta til Mín svo Ég geti tjáð þér hversu mikið Ég elska þig. Það var vegna elsku Minnar til þín að Ég fékk að lifa og Ég dó þín vegna. Kærleikurinn var og er enn þann dag í dag mikilvægasti þátturinn í Mínu eðli. Dauði Minn á krossinum var til hjálpræðis öllum þeim sem lifa, hafa lifað og munu lifa. Samt hefði Ég gert þetta aðeins fyrir þig því þú ert Mér svo mikils virði!“

 

 


Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...

Gleðilega páska til fjölskyldu, vina og fleiri sem þetta lásu.

Gleðiboðskapur páskanna er engu líkur, einstakur á sinn hátt og dýrðlegur . Hann er lífskrafturinn og kærleikurinn sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum, Guðsmanninn sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkyn og með því opnaði dyrnar til eilífs lífs. Þessi kærleikur breytti breytti gangi mannkynssögunnar um ókomna framtíð. 

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6


Gagnrýni og framför

Losaðu þig við þann hugsunarhátt að öll gagnrýni sé slæm og hana beri að forðast. Það er gott að fá að vita hverju þarf að breyta. Hvernig eigum við annars að taka framförum?

Vegur til farsældar


Vegur til farsældar - Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki...

Látið ekki hugfallast, standið stöðug í trúnni, hleypið ljósinu inn og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta er töfraaðferð sem bregst ekki þrátt fyrir allrar þær hindranir og þjáningar sem hver og einn verður að takast á við á lífsleiðinni. Hleypið ljósinu inn; ljósi Guðs, Jesú Kristi og þá hverfur myrkrið af sjálfu sér. Lítum til framtíðar með gleði í hjarta og látum vandamálin ekki ná tökum á okkur, því það finnst alltaf einhver farsæl leið til að leysa vandann. Hjálpin er alltaf til staðar en til að öðlast hana þarf að ná til hennar á persónulegan hátt til þess að finna gleðina og friðinn sem streymir frá henni.


Vegur til farsældar

Það er gott að líta til baka annað slagið hversu langt þú hefur náð en það er enn betra horfa fram á við til fjallanna sem enn eru óklifin, og til útsýnisins sem mun heilla þig ef þú heldur áfram að klifra og gefst ekki upp.


Jólin eru nokkurs konar töfratími...

k2.items.cache.02465e9ee395604fff849b7af2f9a088_Lnsp_528
Gleðilega jólahátíð, kæru ættingjar og vinir með ósk um farsæld á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir gamlar og góðar liðnar stundir. Jólin eru nokkurs konar töfratími þegar kærleika og gjöfum er deilt á meðal ættingja og vina. Það sem skiptir mestu máli er það að um jólin minnumst við fæðingar Jesú Krists sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur hvert og eitt. Vonandi hafa sem flestir átt dásamlegar stundir á þessum tíma, fullir af lífskrafti og viljastyrk til þess að takast á við allar þær áskoranir sem nýja árið ber í skauti sér.


Jólin er sá tími ársins þegar fólk hugsar dýpra hvert um annað svo gleymum ekki að sýna ástúð og kærleika.

07-1.God-with-us-636x322

Það er svo margt í lífinu sem fer fram hjá okkur.  Margt sem skiptir miklu máli en við sniðgöngum oft og tíðum; eins og að láta okkur þykja vænt um náungann án þess að nokkuð persónulegt sé á ferðinni. Ef við sniðgöngum þá sem okkur finnst kannski vera eitthvað fráhrindandi eða ekki geta laðað aðra að sér, þá eru við að meina þeim um kærleika Guðs sem er hinn æðsti kærleikur. Jólin er sá tími ársins þegar fólk hugsar dýpra hvert um annað, svo við skulum nýta þann tíma til að mýkja andrúmsloftið í heiminum. ,,Eitt smátt gerir eitt stórt.’’

 

 

 


Bestu jólin

 

B

Bestu Jólin

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.

Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja

i þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.

Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.

Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: „Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum!“ „Ég setti borðann á þennan!“ Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna – en áttum þó hvert annað.

 
 
 

Töfrar jólanna í hnotskurn

Töfrum hl08.following-star-636x322aðinn árstími

Fyrir fáeinum árum varði mjög hæfileikaríkur vinur minn mörgum klukkutímum í að búa til úr deigi dásamlega, margbrotna mynd af fæðingu Jesú í fjárhúsinu. Miðpunkturinn var fjárhúsið, en myndin náði miklu lengra til Betlehem og landslagsins í kringum það þorp.

Hann málaði byggingarnar í Betlehem og götur hennar voru þaktar fíngerðri möl, mosi var í görðunum og í brekkunum og stór íbúðarhús, hjallar, búðir, krár og margt fólk prýddi þorpið ásamt villiköttum sem voru á ferð.    

Aldrei gæti ég byggt nokkuð sem minnti á þessa smíð! Ef satt skal segja er nógu erfitt fyrir mig að brjóta saman pappír svo úr verði pappírsflugvél. Snilld þessa vinar  jafnaðist á við   fórnfýsi hans, þar eð hann gaf fólki myndina snemma á næsta ári.   

Ég var hrifinn af því hvernig myndin varpaði ekki aðeins ljósi á það sem átti sér stað í fjárhúsinu heldur líka hvað var að gerast á öðrum stöðum í þorpinu þá nótt. Það sýndi að frátöldum hirðingjunum sem sáu og heyrðu englasöng og lofsöng um Guð var flest fólk líklega að huga að eigin málum án þess að hafa hugmynd um hvað átti sér stað þessa nótt. 

Að sumu leyti er hlutunum svona fyrir komið enn þann dag í dag. Við getum farið í gegnum jólin án þess að upplifa þau til fulls. Þótt við njótum hátíðahaldanna getur dýpri merking jólanna farið fram hjá okkur.

Án vitundar flestra Betlehemsbúa átti unaðaslegur hlutur sér stað mitt á meðal þeirra, þessa nótt á fyrstu jólum og dásamlegur hlutur getur átt sér stað þetta árið hjá sérhverju okkar ef við höldum hjötum okkar opnum. Ef til vill er það ekki íburðarmikið eða stórt en ef við erum ekki miðvituð um það sem er að gerast gæti þetta farið framhjá okkur. Ég tel að jólin séu töfrandi tími og ég hlakka til  að finna leyndardóma þeirra. Ég vona að þú gerir það líka. 

 

Gleðileg jól!

 

Samuel Keating 

 


Þýðing jólanna

Jólin eru miknine_devotionals_largeilvæg hátíð hjá þeim sem eru kristnir. Þau eru tími einlægrar gleði því þá minnumst við fæðingar Frelsarans og þeirra atburða sem gerðust einmitt þá þegar Hann kom fyrst til jarðarinnar. Stundum erum við svo upptekin af öllu jólastússinu; fjölskylduboðum og því að sinna þörfum annarra, að við gefum okkur ekki nægan tíma til að leiða hugann að því stórkostlega undri sem fæðing Krists bar í skauti sér. Slíkt hefur stundum hent mig. Á þessu ári varði ég smátíma í það að athuga hvernig ég gæti einbeitt mér að því að gefa jólunum meiri andlega þýðingu; einbeita mér að þýðingu þeirra, sögu og því dásamlega undri sem jólin eru. Það er einlæg von mín að allt það, sem ég uppgötvaði, verði öðrum einnig til blessunar. Meira...


Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband