Færsluflokkur: Bækur

Lykill dagsins...

Biðjið og yður mun gefast. Fyrirheit Guðs eru lykillinn að fjárhirslu himnaríkis. Vegur til farsældar (Sjá lýsingu í neðangreindum texta.)Vegur til farsældar er óvenjulegt dagatal því í því birtast eingöngu mánaðardagarnir, óháðir ártali. Það inniheldur kjarnmikinn og jákvæðan boðskap sem boðar sterkari tengsl við fjölskylduna, vini og samferðamenn. Þetta er boðskapur sem leiðir hugann að lausn vandamála og kallar fram nánari athugun á sjónarmiðum annarra. Textanum fylgja ljósmyndir úr náttúrunni og hinu daglega lífi

Hin varanlegu gildi...

16

Til míns ástkæra vinar! Ég elska þig og dái. Það er allt of sumt. Það skiptir engu máli hvað þú hafir gert, ást mín er skilyrðislaus.

Ég þekki þann eilífa, lifandi anda sem býr innra með þér. Dvalarstaður þinn er jörðin, þar býrð þú og lifir þínu lífi, tekur þí

nar eigin ákvarðanir og reynir að fremsta megni að vera góður samfélagsþegn. Ég skil þetta vel því það þarf hafa fyrir lífinu, sjá fyrir sér og sínum. En þetta væri miklu auðveldara ef þú lærðir að tengjast Mér. Þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir er andinn stöðuglega ungur. Hann deyr aldrei. Þín eiginlega persóna, þúið sem við við köllum það sem á sér stað í líma þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast eftir efnislægum verðmætum fram yfir hin andlegu gæði því það mun koma sá dagur að við þurfum að skilja við þetta allt. Það sem ætti í raun og veru að skipta okkur mestu máli eru hin andlegu gæði eins og kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem 

gefur lífi þínu gildi, hversu sterkur þú ert andlega, hinn eignlegi auður.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skipta andleg verðmæti mestu máli, hvernig þú hefur lifað og ko

mi

ð fram við aðra. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika í verki. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út h

önd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig.”Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann.” Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, l

ykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.Með Kærleikskveðju,

þinn himneski Faðir

23

Viðhorf...hvernig við lítum á hlutina...

Úr hverju ertu gerð?

20

Ung kona fór að hitta móður sína og sagði henni frá öllum örðugleikum sínum. Lífið var erfitt og hana langaði til að gefast upp. Það virtist sem í hvert skipti sem eitt vandamál hafði verið leyst kom óðar annað í þess stað. Hún var orðin þreytt á stöðugri baráttu.

Móðirin fór með hana út í eldhús og fyllti þrjá potta með vatni. Í einn pott setti hún gulrót, í annan pottinn setti hún egg og í þriðja pottinn setti hún malaðar kaffibaunir. Hún kveikti á eldavélinni og stillti á suðu án þess að segja orð.Tuttugu mínútum síðar veiddi hún upp gulrótina og setti hana í skál. Hún tók eggið og setti það í aðra skál. Síðan hellti hún kaffinu í síu og yfir í bolla. Síðan sneri hún sér að dótturinni og spurði: “Hvað sérðu?”“Gulrót, egg og kaffi,” svaraði unga konan.“Komdu við gulrótina,” sagði móðirin. Dóttirin reyndi að taka hana upp en hún fór í sundur við snertinguna. Hún hafði breyst í mauk.“Núna eggið,” sagði móðirin.Dóttirin braut eggið á brún skálarinnar, fletti skurninni af og sagði að eggið væri harðsoðið.“Nú skaltu reyna kaffið.”Dóttirin brosti og lyfti bollanum að munninum og andaði að sér ilminum og brosti jafnvel breiðar eftir fyrsta sopann. Kaffið var bragðmikið og hafði fyllingu.“Hvað viltu fara með þessu, mamma?” spurði unga konan.“Aðalatriðið er að gulrótin, eggið og kaffið stóðu öll frammi fyrir sama mótlæti – sjóðandi vatni – en hvert um sig brást ólíkt við. Gulrótin kom hörð sterk og ósveigjanleg til leiks en varð veikbyggð og molnaði. Eggið hafði verið brothætt en eftir að hafa verið í sjóðandi vatninu, hertist það. Það var öðruvísi með kaffibaunirnar. Þegar þær voru í vatninu breyttu þær því. “Hvert þessara fyrirbæra ert þú?” spurði móðirin. “Hvernig bregstu við þegar mótlæti knýr dyra? Ertu gulrót, egg eða kaffibaun? Úr hverju ertu gerð?”Eftir Flor CordobaFjögurra ára sonur minn er með Legóæði. Kannski er það aldurinn, eða kannski sú staðreynd að hann er listfengur og elskar að byggja en það líður ekki sá dagur að ég komi ekki að honum byggjandi eitthvað með Legóinu. Stundum sest ég hjá honum og byggi líka. Mér finnst mikið koma til bíla hans og geimskipa og annarra hluta, svo að ég sætti mig við að þurfa að leita að týndum litlum kubbum um allt hús, næstum því á hverjum degi.Dag einn kom hann hlaupandi til þess að sýna mér nýtt geimskip sem hann hafði byggt og rakst af slysni á hurðarstaf með það. Vesalings litla geimskipið tvístraðist í þúsund stykki að því er virtist og þau fóru út um allt – yfir gólfið og undir borð, stóla og sófa og alla aðra torsótta staði í herberginu.Það mátti lesa algera skelfingu úr andliti Ricardos. Ég reyndi að hugga hann. “Þetta er allt í lagi. Nú geturðu byggt annað geimskip og ég er viss um að það verði enn betra. Ekki láta hugfallast. Tíndu bara saman kubbana og byggðu nýtt geimskip.” En aumingja Ricardo var svo hnugginn að hann sagðist ekki ætla að reyna aftur. Hann tíndi hægt og rólega saman kubbana og ætlaði að láta þá á sinn stað.Nokkrum mínútum síðar kom hann hlaupandi aftur með glænýtt geimskip. “Mamma, þú hafðir rétt fyrir þér,” sagði hann. “Þetta er miklu betra geimskip en hitt geimskipið!”Ég var svo stolt af litla drengnum mínum og atvikið kenndi mér lexíu. Hversu oft hef ég ekki reynt að byggja upp draum en hann hefur síðan brotnað í þúsund mola! En í hvert skipti var Jesús til staðar, segjandi mér að láta ekki hugfallast, heldur að byrja að byggja upp á nýtt. Að tína saman stykkin og byrja uppbyggingu aftur er oft jafnvel erfiðara en að byrja í fyrsta skipti. En með trú lítils barns eru allir hlutir – jafnvel enn ánægjulegri hlutir – mögulegir.


Orð dagsins...morgunstund

Kærleikur, auðmýkt, bæn og gott samband við aðra leysa allan vanda. 

Vegur til farsældar nr.2 


Jólakveðja til ættingja og vina...

Kæru vinir og fjölskylda. Óska ykkur gleðilegra jóla, blessun og farsæld á komandi ári með þökk fyrir liðnar stundir, hjálp ykkar og vináttu. Ég hef haft það óvenjulega annríkt síðustu mánuðina og misserin eins og ykkur er ef til vill kunnugt um og biðst þess vegna afsökunar á hversu sjaldan ég hef látið heyra í mér. Þið eruð stöðugt í huga mínum og hjarta og ég vil ykkur allra best í einu og öllu og vonast til að hitta ykkur aftur áður en langt um líður. 

Hrós hvetur meira en hagnaðarvon. Ánægt fólk er kraftmikið fólk. Vegur til farsældar nr.2 

                                                                                                                        


Vegur til farsældar...Orð dagsins!

Á jólunum lítum við á heiminn með kærleik í huga. Þau eru tími til að minnast þess að heimurinn byggist upp af fólki eins og okkur og leitast við að sjá þeirra innri mann. Það skiptir ekki máli hverjir mennirnir eru eða hvaða þeir koma, allir glíma við einhvern vanda.

Vegur til farsældar nr. 2 

  


Brot úr mínu lífi...úr fjarlægu landi!

Glitrandi sandur, minning sem lifir!

Mig langar að segja frá einu sérkennilegu atviki í lífi mínu sem minnir mig svo mikið á jólin, ljósadýrð þeirra í myrkri skammdegisins. Ég var stödd á sjávarströndu í Austur-Asíu, nánar tiltekið í portúgölsku Macau sem nú tilheyrir Kína, með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur sonum. Það var komið kvöld en eins og við vitum myrkrar miklu fyrr á þessum slóðum en við eigum að venjast hér á norðurhjaranum. Þegar sólin sest síðla dags eða eins og við köllum þar kvöld, skellur myrkrið á fyrirvaralaust í öllu sínu veldi og þú finnur þig allt í einu í nýjum heimi við gjörbreyttar aðstæður. Trén hafa tekið á sig nýja mynd og allt sem þú heyrir og upplifir í kringum þig hefur breyst í einni svipan og það er eins og ný sköpun hafi gerst og dýrð Guðs sé að verki, raunveruleg og lifandi. 

Það var komið kvöld, ég hljóp í flæðamálinu, volgur sjórinn lék um fætur mínar og ökkla, svartur sandurinn þyrlaðist upp við hreyfinguna og gaf af sér glitrandi himneskt ljós sem minnti mig á dýrð jólanna í skammdeginu hér á Íslandi, ljós sem skín í myrkri. Hið eilífa ljós, Jesú!

Frásögn:Guðbjörg Sgiurðardóttir 


Vegur til farsældar

Ég vil nýta þetta einstaka tækifæri til að óska öllum lesendum og aðdáendum ofangreindrar bókar, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka fyrir öll fallegu orðin sem sögð hafa verið um þessa bók að hún sé æðisleg og henti fólki svo vel í dag. Stutt og kjarnmikil lesning til að byrja daginn á jákvæðum nótum. 

Með bestu kveðju,

Guðbjörg Sigurðardóttir 

 


Höfundarlýsing

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir kennari að mennt. Maður hennar Andrew Scott Fortune fæddur í Bretlandi og býr nú á Íslandi. Þau eiga tvo uppkomna syni og fjögur barnabörn. Guðbjörg hefur síðastliðin 35 ár stundað trúboðs-hjálparstörf ásamt manni sínum og starfa þau nú hér á landi við andleg ráðgjafastörf með kærleika Guðs að leiðarljósi. Þú sjá um útgáfu flettibókanna vinsælu sem heita "Vegur til farsældar" ásamt barnabókunum "Þroskandi Sögum." Bækurnar eru þýddar úr ensku með leyfi útgáfufyrirtækisins Aurora. Bækurnar byggja á kenningum Biblíunnar um kærleika Guðs til allra manna og hvernig hagnýta megi trúna í öllum samböndum fólks, lífi og starfi. Þar er fjallað um andleg gild lífsins í þessu lífi og áfram. Heiminn sem við vildum öll geta skyggnst inn í hér og nú en fáum það aðeins eins og Páll postuli ritaði í þessum fræga og góða kafla 1. Kóriktubréfs 13. "Nú sjáum við svo sem í skuggsjá í óljósri mynd en þá augliti til auglitis."

Brot úr lífi mínu

IMG_0598 Ég heiti Guðbjörg Sigurðardóttir og er fædd og uppalin í Hvítárholti í              Hrunamannahreppi, sem er býli staðsett á bökkum Hvítár-Eystri í nágrenni  Flúða í Árnessýslu. 
Ég var mikill hestaunnandi strax í æsku og reið oft  berbakt og beislislaust á vissum hestum, þótt stundum hafi tryppin orðið  fyrir valinu. Ég man sérstaklega eftir einu tilviki, þar sem ungfolinn stakk  sér og henti mér af baki, með þeim afleiðingum að ég brákaðist á öðrum  handleggnum og það tók mig nokkrar vikur að ná fullum bata. 
  Hestamennskan hefur verið mér mikið hugðarefni alla tíð, þótt forlögin hafi  leitt mig í aðrar áttir í áratugi, eða síðan ég var rúmlega tvítug og fram yfir  sextugt. Þótt hestamennskan hafi verið mér kær og mikill innblástur fylgi  því að spretta úr spori á fjörugum og góðum hesti, var það mér ekki nóg.  Hugur minn leitaði oft á önnur mið sem mér fannst ég yrði að uppgötva.
  Mig hefur alltaf langað til að geta hjálpað fólki og verið því innan handar í  lífinu á einhvern hátt, en mig skorti til þess kunnáttu og andlegan styrk.  Ég stóð frammi fyrir tveimur valkostum að halda áfram með mitt hugljúfa  líf í hestamennskunni eða gerast erindreki kærleika Guðs í  kærleikssnauðum heimi viðskipta og efnishyggju.Trúboðsstarfið varð fyrir valinu og allt annað varð að víkja!

« Fyrri síða

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband