Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2011 | 09:55
Falleg Sál
Falleg sál svo full af bjarma,
blíðlega hún þerrar hvarma.
Ljós sem lýsir allar nætur
fyllt er friði, ljút það lætur.
Englar syngja um dýrðarlöndin,
fögur er sú geislaströndin.
Ljúft er þar að vera og búa
meðal þeirra sem elska og trúa.
Höf. (Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 06:54
Ljós gull...
Til þín - með kærleika! Ástkæri vinur!
Þú ert barnið mitt og Ég elska þig. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi eilífur andi, sem ÉG þekki og elska mikið.
Þú ert hér á jörðinni, lifir lífinu, tekur ákvarðanir og reynir að komast að því hvernig best er að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við MIG.Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og deyir síðan verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú sjálfur, þú sem býrð inni í líkama þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði; kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skiptir andlegur styrkur þinn mestu máli. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út hönd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig."Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann." Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, lykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.
Með ástarkveðju,
þinn himneski Faðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 08:29
Orð dagsins...
Það finnst enginn Jesú á krossinum! Hann er löngu stiginn niður af honum! Það finnst enginn Kristur í gröfinni heldur, því Hann er lifandi í hjörtum okkar; Hann lifir innra með okkur! Hann reis upp til sigurs, gleði og frjálsræðis þar sem dauðinn nær ekki lengur til okkar og leysti okkur undan oki syndarinnar og þeirri hræðilegu kvöl að þurfa að deyja án þess að þekkja Guð. Allt þetta tók Hann á sig okkur vegna, því til þess kom Hann í heiminn. Það var Hans hlutverk...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 07:00
GULLKORN DAGSINS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 07:59
Páskagullkorn
Ímyndaðu þér að þú hafir verið tekin/n til fanga af illum dreka. Riddari í skínandi herklæðum, sem veit að þú getur aldrei borgað honum krónu í staðinn, setur sjálfan sig í hættu þín vegna. Hann skorar illa drekann á hólm og hættir þar með lífi sínu fyrir þig. Hann ræður niðurlögum drekans og ver þannig frelsi þitt. Ef þú sérð þessa mynd fyrir þér ertu rétt farin/n að uppgötva undur upprisunnar. Kristur sigraði allt illt og dauða til þess að geta leyst fólk eins og þig og mig úr fjötrum, því að hann elskar okkur.-TFI meðlimur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 18:42
Páskagullkorn
Við fögnum sigurhátíð Frelsarans og hefjum okkur yfir drunga einmanaleika, veiklyndis og örvæntingar og horfum í átt til styrkleika, fegurðar og hamingju.Floyd W. Tomkins
Upprisan er söguleg staðreynd; án hennar væri mannkynssagan skert skynsemi.Clark H. Pinnock
Mynd: Drottinn skrifaði ekki fyrirheit sitt um upprisu Frelsarans einungis í bækur heldur einnig á hvert einstakt nýútsprungið laufblað að vori.Martin Luther.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 08:44
Páskagullkorn
Páskarnir eru sannleikurinn sem umbreytir heilagri kirkju Guðs úr safni í ráðuneyti Guðs.-Warren Wiersbe
Hið eina sem getur varpað skugga á heiðskíran páskadagsmorgunn, sem ber vitni um sigur Guðs, er fátæktin sem einkennir trúrækni mína, minningin um stundir kastað á glæ í trúleysi og máttlaus viðbrögð mín við gjafmildi Drottins.-A. E. Whitman
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 07:56
Páskagullkorn...
Sýndu ávallt kærleika, þrátt fyrir efasemdir og myrkur, og haltu fast í túna.
Það er ekkert til í heiminum sem kærleikurinn getur ekki sigrað. Við erum mennskir menn en vegna páskahátíðarinnar getur Jesús framkvæmt hið yfirnáttúrulega í gegnum okkur.
Örvæntið ekki því við höldum páskana hátíðlega og "hallelúja" er okkar söngur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2009 | 12:10
Dagsljóminn...
Krafturinn á bak við guðdómleikann.
Það er einhver til staðar sem skilur þig, hugsanir þínar, tilfinningar, gleði og sorgir og vill taka þátt í þinni innri baráttu, löngunum og vonum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 07:44
Morgunþankar...
"Mistök kenna okkur meira en velgengni. Þau kenna okkur visku og auðmýkt, tvær auðlindir sem vert er að sækjast eftir og virkja." Vegur til farsældar
En til þess þarf hugrekki og dirfsku að þora að klífa tindinn og taka ákvarðanir þrátt fyrir gagnrýni og mótlæti. Stórhuginn heldur ótrauður áfram og lætur ekki haggast þrátt fyrir mótbyrinn, því hann býr yfir innra öryggi og getu sem hann hefur öðlast við þá dýrmætu reynslu að takast á við erfið mál og láta ekki bugast. Allt veltur þetta á viðhorfunum okkar, hvernig við bregðumst við hlutunum og tökum á þeim, þar á meðal litlu ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir daginn út og daginn inn allt lífið út. Þetta getur verið erfið lífsreynsla en þegar uppi er staðið og við stöndum frammi fyrir stórum ákvörðunum reynast þær okkur auðveldur leikur. Við verðum að hafa framtíðarsýn til að drífa okkur áfram í gegnum erfðina tíma framundan, vera jákvæð í viðmóti við aðra og deila með okkur gleði því það muni birta upp um síðir. Lífið er ekki einungis dans á rósum, það hefur líka þyrna.
Guðbjörg Sigurðardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar