29.3.2009 | 07:40
Hvað velur þú?

Mörgum mun koma það á óvart þegar þeir koma til himna og sjá hversu mikilvægt það er að gefa af sér ástúð og kærleika, hinar földu, óséðu athafnir sem skipta meira máli þegar til lendar lætur, en hlutirnir sem blasa við okkur á hverri stundu allan daginn.
Þetta er dagur vals.
Þetta er dagur áskorunar.
Þetta er dagurinn sem Ég segi til allra Minna barna:
Hversu langt nær kærleikur þinn?
Hversu langt hugsarðu til annarra?
Hversu mikið gefurðu af sjálfum þér?
Hversu tilbúinn ertu að láta af eigin áformum og því sem þú þarft að gera til að huga að öðrum sem þurfa á ást þinni og kærleika að halda?
Ég hef engin augu nema þín augu, engar varir nema þínar varir, engar hendur nema þínar hendur.
Mikið af þeirri ást og hlýju sem ég auðsýni öðrum fá aðeins að njóta sín í verkum og gjörðum annarra.
Mikið af kærleika Mínum og þægilegheitum verður best deilt með öðrum fyrir tilverknað annarra.
Kærleikur Minn endurspeglast best í þínum verkum.
Þýðandi: Guðbjörg Sigurðardóttir
Með leyfi Aurora Productions
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 05:47
í morgunsárið...
Sjá mynd dagsins á blogginu mínu ásamt texta á Ensku sem mér finnst gott að styðjast við og íhuga þegar ég byrja nýjan og ferskan dag, næra hugann jákvæðum og hvetjandi hugsunum sem styrkja sálarþrekið á annasömum degi að þetta hjálpi og vilji einhver senda mér línu á bloggið mitt er það velkomið.
Með kærri kveðju,
Guðbjörg
I can endure for this minute whatever is happening to me,No matter how heave my heart is, or how dark the moment may be,If I can remain calm and quiet, with all my world crashing about me,Secure in the knowledge God loves me when everyone else seems to doubt me.If I can but keep on believing what I know in my heart to be true,That darkness will fade with the morning and that this will pass away, too.Then nothing in life can defeat me, for as long as this knowledge remains.I can suffer whatever is happening, for I know God will break al the chains.That are binding me tight in the darkness, and trying to fill me with fear.for there is not night without dawning and I know that my morning is near.
Höfundur ókunnur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 22:36
Keppnisskap...
Bensíngjöfin og bremsan.

Eftir Tom Hack
Ég hef ekki alltaf verið sá auðveldasti til að vinna með. Í raun þá hefur sumt fólk haft álíka mikinn áhuga á að vinna með mér eins og að eiga broddgölt fyrir gæludýr.
Hluti af vandamálinu var mitt mikla keppnisskap og ég skal gefa þér sýnishorn af því hvernig það gróf undan samskiptum mínum við vinnufélagana. Ég deildi stjórnunarábyrgð með orkumiklum samstarfsmanni. Paul var snöggur að hugsa, kvikur í hreyfingum, var mjög skipulagður og kom miklu í verk á einum degi en ég var hinsvegar hægari, varkárari og meira fyrir að greina hlutina. Ég var vanur að segja, "ég er bara með tvo gíra - hægt og afturábak". Þegar ég vann með Paul fannst mér ég alltaf vera skrefi á eftir og það æsti upp í mér samkeppnisandann. Ég ákvað fljótt að ég mundi gera betur en Paul á öllum sviðum. Ef hann ætlaði að mæta hálftíma fyrir í vinnuna til að ná smá forskoti á daginn þá ætlaði ég að mæta klukkutíma fyrr til að ná forskoti á hann. Ef að hann ætlaði að einbeita sér að ákveðnu vandamáli þá var ég búinn að stúdera það frá öllum mögulegum sjónarhornum. Nú þetta eyðilagði ávinninginn af því að vinna saman.
Ég bað fyrir þessu og Jesús gaf mér litla líkingu. Hann sagði mér að við værum eins og bíll og minnti mig á að bíllinn þarf bæði að hafa bremsur og bensíngjöf. Ef hann hefði bara bensíngjöf þá mundi hann lenda útaf í fyrsta skiptið sem hann kæmi í beygju og færi aðeins of hratt. Ef hann hefði bara bremsur þá kæmist hann aldrei neitt. Til þess að komast áfram og halda sig á veginum þarf hann bæði bensíngjöf og bremsur sem vinna saman í jafnvægi.
Hvað þetta þýddi var alveg ljóst fyrir mér. Í fyrsta lagi þá þurfti ég að gera mér grein fyrir því að það sem ég áleit vera persónulegan veikleika var í raun styrkur. Sú staðreynd að ég gekk hægar til dæmis hjálpaði okkur sem stjórnunarteymi til að vera heildsteyptara og að hugsa og biðja hlutina í gegn áður en við framkvæmdum þá. Í öðru lagi, í stað þess að sjá styrkleika annarra sem ógnun og fara í samkeppni við þá, þá þurfti ég að læra að leyfa öðrum að vinna að því sem þeir skörðuðu framúr í og reyna að nýta mína styrkleika til að styrkja þeirra en frekar.
Ánægjulegi endirinn er að ég breytti hugsunarhætti mínum og Paul og ég héldum áfram að vinna vel saman. Ég er aðeins reyndari núna og lífsreglan mín, "ekki samkeppni" hefur reynst mér vel í alls konar samböndum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar