Hin varanlegu gildi...

16

Til míns ástkæra vinar! Ég elska þig og dái. Það er allt of sumt. Það skiptir engu máli hvað þú hafir gert, ást mín er skilyrðislaus.

Ég þekki þann eilífa, lifandi anda sem býr innra með þér. Dvalarstaður þinn er jörðin, þar býrð þú og lifir þínu lífi, tekur þí

nar eigin ákvarðanir og reynir að fremsta megni að vera góður samfélagsþegn. Ég skil þetta vel því það þarf hafa fyrir lífinu, sjá fyrir sér og sínum. En þetta væri miklu auðveldara ef þú lærðir að tengjast Mér. Þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir er andinn stöðuglega ungur. Hann deyr aldrei. Þín eiginlega persóna, þúið sem við við köllum það sem á sér stað í líma þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast eftir efnislægum verðmætum fram yfir hin andlegu gæði því það mun koma sá dagur að við þurfum að skilja við þetta allt. Það sem ætti í raun og veru að skipta okkur mestu máli eru hin andlegu gæði eins og kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem 

gefur lífi þínu gildi, hversu sterkur þú ert andlega, hinn eignlegi auður.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skipta andleg verðmæti mestu máli, hvernig þú hefur lifað og ko

mi

ð fram við aðra. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika í verki. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út h

önd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig.”Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann.” Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, l

ykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.Með Kærleikskveðju,

þinn himneski Faðir

23

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband