Viðhorf...hvernig við lítum á hlutina...

Úr hverju ertu gerð?

20

Ung kona fór að hitta móður sína og sagði henni frá öllum örðugleikum sínum. Lífið var erfitt og hana langaði til að gefast upp. Það virtist sem í hvert skipti sem eitt vandamál hafði verið leyst kom óðar annað í þess stað. Hún var orðin þreytt á stöðugri baráttu.

Móðirin fór með hana út í eldhús og fyllti þrjá potta með vatni. Í einn pott setti hún gulrót, í annan pottinn setti hún egg og í þriðja pottinn setti hún malaðar kaffibaunir. Hún kveikti á eldavélinni og stillti á suðu án þess að segja orð.Tuttugu mínútum síðar veiddi hún upp gulrótina og setti hana í skál. Hún tók eggið og setti það í aðra skál. Síðan hellti hún kaffinu í síu og yfir í bolla. Síðan sneri hún sér að dótturinni og spurði: “Hvað sérðu?”“Gulrót, egg og kaffi,” svaraði unga konan.“Komdu við gulrótina,” sagði móðirin. Dóttirin reyndi að taka hana upp en hún fór í sundur við snertinguna. Hún hafði breyst í mauk.“Núna eggið,” sagði móðirin.Dóttirin braut eggið á brún skálarinnar, fletti skurninni af og sagði að eggið væri harðsoðið.“Nú skaltu reyna kaffið.”Dóttirin brosti og lyfti bollanum að munninum og andaði að sér ilminum og brosti jafnvel breiðar eftir fyrsta sopann. Kaffið var bragðmikið og hafði fyllingu.“Hvað viltu fara með þessu, mamma?” spurði unga konan.“Aðalatriðið er að gulrótin, eggið og kaffið stóðu öll frammi fyrir sama mótlæti – sjóðandi vatni – en hvert um sig brást ólíkt við. Gulrótin kom hörð sterk og ósveigjanleg til leiks en varð veikbyggð og molnaði. Eggið hafði verið brothætt en eftir að hafa verið í sjóðandi vatninu, hertist það. Það var öðruvísi með kaffibaunirnar. Þegar þær voru í vatninu breyttu þær því. “Hvert þessara fyrirbæra ert þú?” spurði móðirin. “Hvernig bregstu við þegar mótlæti knýr dyra? Ertu gulrót, egg eða kaffibaun? Úr hverju ertu gerð?”Eftir Flor CordobaFjögurra ára sonur minn er með Legóæði. Kannski er það aldurinn, eða kannski sú staðreynd að hann er listfengur og elskar að byggja en það líður ekki sá dagur að ég komi ekki að honum byggjandi eitthvað með Legóinu. Stundum sest ég hjá honum og byggi líka. Mér finnst mikið koma til bíla hans og geimskipa og annarra hluta, svo að ég sætti mig við að þurfa að leita að týndum litlum kubbum um allt hús, næstum því á hverjum degi.Dag einn kom hann hlaupandi til þess að sýna mér nýtt geimskip sem hann hafði byggt og rakst af slysni á hurðarstaf með það. Vesalings litla geimskipið tvístraðist í þúsund stykki að því er virtist og þau fóru út um allt – yfir gólfið og undir borð, stóla og sófa og alla aðra torsótta staði í herberginu.Það mátti lesa algera skelfingu úr andliti Ricardos. Ég reyndi að hugga hann. “Þetta er allt í lagi. Nú geturðu byggt annað geimskip og ég er viss um að það verði enn betra. Ekki láta hugfallast. Tíndu bara saman kubbana og byggðu nýtt geimskip.” En aumingja Ricardo var svo hnugginn að hann sagðist ekki ætla að reyna aftur. Hann tíndi hægt og rólega saman kubbana og ætlaði að láta þá á sinn stað.Nokkrum mínútum síðar kom hann hlaupandi aftur með glænýtt geimskip. “Mamma, þú hafðir rétt fyrir þér,” sagði hann. “Þetta er miklu betra geimskip en hitt geimskipið!”Ég var svo stolt af litla drengnum mínum og atvikið kenndi mér lexíu. Hversu oft hef ég ekki reynt að byggja upp draum en hann hefur síðan brotnað í þúsund mola! En í hvert skipti var Jesús til staðar, segjandi mér að láta ekki hugfallast, heldur að byrja að byggja upp á nýtt. Að tína saman stykkin og byrja uppbyggingu aftur er oft jafnvel erfiðara en að byrja í fyrsta skipti. En með trú lítils barns eru allir hlutir – jafnvel enn ánægjulegri hlutir – mögulegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband