25.12.2008 | 11:47
Brot úr mínu lífi...úr fjarlægu landi!
Glitrandi sandur, minning sem lifir!
Mig langar að segja frá einu sérkennilegu atviki í lífi mínu sem minnir mig svo mikið á jólin, ljósadýrð þeirra í myrkri skammdegisins. Ég var stödd á sjávarströndu í Austur-Asíu, nánar tiltekið í portúgölsku Macau sem nú tilheyrir Kína, með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur sonum. Það var komið kvöld en eins og við vitum myrkrar miklu fyrr á þessum slóðum en við eigum að venjast hér á norðurhjaranum. Þegar sólin sest síðla dags eða eins og við köllum þar kvöld, skellur myrkrið á fyrirvaralaust í öllu sínu veldi og þú finnur þig allt í einu í nýjum heimi við gjörbreyttar aðstæður. Trén hafa tekið á sig nýja mynd og allt sem þú heyrir og upplifir í kringum þig hefur breyst í einni svipan og það er eins og ný sköpun hafi gerst og dýrð Guðs sé að verki, raunveruleg og lifandi.
Það var komið kvöld, ég hljóp í flæðamálinu, volgur sjórinn lék um fætur mínar og ökkla, svartur sandurinn þyrlaðist upp við hreyfinguna og gaf af sér glitrandi himneskt ljós sem minnti mig á dýrð jólanna í skammdeginu hér á Íslandi, ljós sem skín í myrkri. Hið eilífa ljós, Jesú!
Frásögn:Guðbjörg Sgiurðardóttir
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.