7.12.2008 | 09:10
Vegur til farsældar
Mitt persónulega álit. Um nokkurra ára skeið hafði hópur textahöfunda, hljóðfæraleikara og söngvara unnið vel saman að hinum ýmsu verkefnum. Þau voru frekar sundurleitur hópur sem hafði gengið í gegnum bæði góða tíma og slæma en alltaf hafði þeim tekist að halda hópnum saman. Þannig að þegar sköpunargáfa næstum allra í hópnum náði áður óþekktri lægð þá urðu hjónin sem fóru fyrir hópnum áhyggjufull. Þau voru kristin og reiddu sig mikið á bænina svo að þau fóru að biðja Guð um að sýna þeim hvað hafði farið úrskeiðis og hvernig þau gætu lagað ástandið.Svarið sem þau fengu var stutt og einfalt: Þið hafið verið að spara kærleikann. Allir voru orðnir svo uppteknir af starfinu af þau voru hætt að gefa sér tíma til að sýna hvort öðru kærleika og væntumþykju en það var það sem hafði gert hópinn svo samstilltan í upphafi.Hjónin útskýrðu þetta fyrir hinum í hópnum og saman gerðu þau lista yfir alla litlu hlutina sem þau voru hætt að gera hvert fyrir annað. Í lok fundarins báðu þau saman til Jesú um að Hann mundi hjálpa þeim til að gefa sér tíma til að sýna hvert öðru kærleika. Það leið ekki á löngu áður en hópurinn hafði samið sýna bestu tónlist til þessa. Þau höfðu fundið leyndardóminn að því að vinna náið saman og viðhalda sköpunargáfunni. Hann fólst í hinum daglegu athöfnum sem sýndu góðvild og umhyggju þeirra hvert fyrir öðru.Að sjálfsögðu erum við ekki öll tónlistarfólk en það er varla nokkur sú manneskja á jörðinni sem er ekki hluti af að minnsta kosti einum hópi. Fjölskyldu, í hjónabandi, í viðskiptum, sem starfskraftur, vinnufélagar, íþróttahópur eða vinahópur. Engin maður er eyland. Við þörfnumst öll hvers annars og við höfum öll tækifæri til að láta gott af okkur leiða í lífum annarra. Samskipti og kærleikur eru lyklarnir og eins og alltaf vill Guð ekkert nema það besta handa okkur. Þegar þú hjálpar Honum að draga fram það besta í fari annarra þá mun Hann draga fram það besta í þínu fari. Keith Phillips
Dásamleg sannindi um gildi kærleikans í samskiptum, lífi og starfi, því "Guð er kærleikur."
Greinin er upprunalega skrifuð á ensku. Hún er þýdd úr tímariti sem heitir Activated. Blaðið felur í sér margar upplyftandi greinar sem fjalla um mikilvæg lífssannindi, von og kærleika.
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegur til farsældar er orðin vinsæl flettibók sem margir segja vera nauðsynlega fyrir fóldk nú á dögum.
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 18:41
Vegur til farsældar er orðin vinsæl flettibók sem margir segja vera nauðsynlega fyrir fólk nú á dögum.
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.