BESTU JÓLIN

Bestu Jólin

02.The-best-christmas

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.

Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.

Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.

Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: „Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum!“ „Ég setti borðann á þennan!“ Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna – en áttum þó hvert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband