Hvers vegna fjárhúsið?

Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði Hann reifum og lagði Hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu. – Lúkas 2:7

Herra alheimsins hefði getað valið hvaða stað sem var fyrir Jesú að fæðast á. Það vekur upp spurninguna um hvers vegna Guð valdi fábrotinn stað þar sem húsdýr voru hýst og þeim gefið – fjárhús kom til greina þótt Hann hefði getað verið hellir eða gestaherbergi hjá ættingja.

Hægt hefði verið að hafa herbergið fullt af ilmandi heyi – þurrkuðum blómum og grasi sem hafði blómstrað í sumarblíðu áður en það var skorið niður og fegurð þess gerð að engu – eins og í tilfelli Jesú Sjálfs. Í Japan eru gólf samkvæmt hefðinni gerð úr nýslegnu grasi hrísgrjónaplantna sem nefnist tatami vegna þess að ilmurinn er svo góður. Kannski hafði Guð einnig smekk fyrir þeim ilmi. Heyið minnir okkur líka á hverfulleik lífsins.

Við fæðingu var Jesús umkringdur skynlausum skepnum – ef til vill asna, fuglum, kú, geit eða kindum. Um ævina leitaði Jesús uppi hina lágt settu og að lokum sagði Hann fylgjendum Sínum að boða öllu mannkyni fagnaðarerindið.1 Hann beindi orðum Sínum einkum að hinum lítillátu og niðurbrotnu, vændiskonum, skattheimtumönnum, fiskimönnum, börnum – hinum lægst settu í þjóðfélaginu. Hann kom til að leita að og bjarga hinum týndu. Hann umbreytti mönnum sem voru eins og burðardýr í syni og dætur Guðs.

Þá voru það jarðneskir foreldrar hans: auðmjúkur trésmiður og ung stúlka. Jesús hefði getað fæðst inn í efnaða fjölskyldu en Hann gerði það ekki. Jesús fetaði í fótspor föður síns þar til Hann var 30 ára og vann við að breyta óunnu timbri í nytsamleg ílát eða ker á sama hátt og Hann umbreytir enn í dag þeim sem koma til hans í leit að nýju lífi.

Englar buðu hópi tötralegra fjárhirða að koma til þess að sjá hinn nýfædda Jesú.2 Guð hefði getað látið hvern sem var koma til fjárhússins. Hann hefði getað kallað til æðstupresta, fræðimenn, doktora í lögum eða Farísea en Hann gerði það ekki. Guð sendi himneska herskara til fólks sem talið var síst trúrækið vegna þeirrar staðreyndar að starfi þeirra hindraði þá í að iðka margar helgiathafnir sem fylgdu trúnni. Kannski buðu englarnir fjárhirðunum til fjárhússins vegna þess að þeir voru auðmjúkir, týndu sauðirnir sem Jesús hafði komið til þess að frelsa.

Englarnir sögðu fjárhirðunum að þetta barn væri ekki nýfætt, venjulegt barn heldur hinn Fyrirheitni frelsari sem myndi færa hinum lítillátu góðu fréttirnar; sem myndi safna hinum sorgmæddu; sem myndi boða bandingjum lausn og bjóða hinum herteknu frelsi.3

Þegar þeir komu nær sáu þeir unga konu virða fyrir sér barnið sitt eins og aðeins móðir getur gert. Þótt ekki hafi verið fært til bókar að fjárhirðarnir gæfu barninu gjafir held ég að þeir hafi ekki komið tómhentir. Kannski færðu þeir afurðir köllunar sinnar; mjólk að drekka, ost að borða, ull til þess að verma hinn nýfædda, lambakjöt til að gera kjötkássu. Nú á dögum færa fjárhirðar í fjöllum Ítalíu þannig gjafir mæðrum sem nýlega hafa fætt barn.

Þegar fjárhirðarnir héldu leið sína voru þeir fagnandi, vitandi að þessi Drengur, sem fæddist fábrotnu og fátæku fólki, eins og þeir, átti eftir að verða endurlausnari hinna lítillátu – hinna hjartahreinu sem engillinn hafði blessað með friðaróskum.

Guð hefði ekki getað valið betri stað fyrir fæðingu Sonar Síns, Messíass, Jesú. Þótt það geti hafa þótt niðurlægjandi að fæðast við svo fábrotnar aðstæður, uppfyllti fæðingin áætlun Guðs. Hann velur oft leyndardómsfullar leiðir til þess gera undur sín.4 Hann gerði það þá og gerir það enn.

Höf: ónafngreindur

 

  1. Sjá Markús 16:15 
  2. Lúkas 2:8-12 
  3. Sjá Jesaja 61:1 
  4. Sjá Jesaja 55:9 

06.why-stable-636x322


Vonarskeyti Guðs

Norman Vincent Peale rithöfundur, sem þekktur er fyrir hvatningar sínar, skrifaði: „Jólin veifa töfrasprota yfir heiminn og sjá, allt er mýkra og fallegra.“ Þessi tilvitnun leiðir hugann að logandi eldi í arninum, fallegum sokkum sem hanga frá arinhillunni, sígrænu tré sem skreytt er glingri og englahári og í kringum það er vænlegur stafli af innpökkuðum gjöfum; hamingjusöm fjölskylda hefur komið sér þægilega fyrir í sófa. Hún fær sér kakó meðan verið er að lesa sögu fyrir börnin. Í gegnum gluggann sjást snjóflygsur sem falla mjúklega á alhvíta jörðina sem glitrar í tunglskininu. Er þetta hinn fallegi, mildi heimur sem hann ímyndaði sér?

Því miður virðast „fegurð og mýkt“ hvorki stemma við þær sorglegu myndir sem við horfum á í fréttunum eða á veraldarvefnum né þá sorglegu atburði nær okkur, til dæmis áföll vegna efnahagserfiðleika, atvinnumissis, sambandsslita og alvarlegra sjúkdóma eða ástvinamissis.

Samt sem áður verður maður var við hið „fagra og milda.“ Örlæti vina og tillitssemi fjölskyldu, hlýlegt viðmót ókunnugra og óþrjótandi vilji og dugnaður góðgerðarsamtaka við fjáröflun eru allt góð dæmi um það.

Þótt tilgangurinn sé góður er mannkærleikurinn ekki alltaf til staðar og getur brugðist. Það er hægt að hugsa lengra og dýpra, eins og presturinn Tom Cuthell skrifar: „Ár hvert endurtökum við söguna af þeim dásamlega atburði þegar Guð kom inn í þennan snarvitlausa heim og það vakti furðu okkar hvernig Guð gat komið okkur á óvart með kærleika sínum… Fæðing Jesú eru innileg andmæli gegn óbreyttum gangi mála í heiminum, gegn því að láta mannkynið um að bjarga sér sjálft og að skilja fólk eftir í fátækt sinni. Jesús er sá sem bjargar og Hann er öflug hjálp Guðs á meðal okkar; Hann er eina orðið í vonarskeyti Guðs til okkar.“

Svo ef til vill samþykkjum við skrif Hr. Peal eftir allt; að jólin geri lífið mýkra og fallegra, jafnvel þótt það fari ekki eftir því hvernig við höldum upp á þau og ekkert endilega vegna kærleikans sem við berum hvert til annars á jólunum. Því þegar allt kemur til alls, þá er það „eina orðið í vonarskeytinu“ sem gerir jólin „mjúk og falleg“; skeyti Guðs sem ekki er sent aðeins á jólahátíðinni, heldur berst það alla ævi og um ókomna tíð.

Höf: ónafngreindur 

05.telegram-636x322


Bloggfærslur 9. desember 2015

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband