5.12.2015 | 12:30
Fögnuður, ekki fullkomleiki
Ef þú líkist Mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds tónlistin þegar þú opnar gjafirnar og kannski hafa þær að geyma nákvæmlega það sem þig hefur ætíð langað í
Mínar jólahátíðir hafa sjaldan verið það hrífandi eða fullkomnar. Jú, þær hafa verið bæði fallegar og skemmtilegar og ég hef myndað mér góðar minningar um þær en hugtök sem lýsa nokkrum af síðustu jólunum eru róleg jól eða óreiðukennd jól. Engin þeirra voru neitt í líkingu við hin fullkomnu jól en öll þeirra mynda sérstakar minningar sem eru mér dýrmætar.
Það er aðeins upp á síðkastið sem ég hef fellt mig við það að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Þau þurfa ekki að ganga fram af mér með töfrum ef aðeins kærleikur og vellíðan eru til staðar og maður gefur sér tíma til að heiðra fæðingu Jesú.
Þegar öllu er á botninn hvolft voru fyrstu jólin frekar skipulagslaus. Ef við ættum að endurskapa þau til fulls þyrftum við að vera heimilislaus, þreytt og á faraldsfæti í þeim eina tilgangi að láta skrá okkur vegna skattheimtu. Það hljómar ekki eins og þau hafi verið skemmtileg eða fullkomin hvernig sem á þau er litið! Og ofan á allt annað; að eignast barn og koma sér fyrir hjá kúm og kindum. Þessi lýsing hæfir nokkurn veginn versta degi lífs míns!
Hins vegar breytti Guð þessari nótt með töfrum sínum. Englar birtust fjárhirðum og ný stjarna skein á himni til þess að vísa vitringunum leið til hins nýfædda konungs. Ég þori að veðja að María og Jósep hafi ætíð metið mikils þessa brjálæðislegu nótt og oft sagt Jesú þessa furðulegu sögu í uppvexti Hans. Lífið nú á dögum getur einnig verið frekar óreiðukennt en Jesús mætir alltaf og færir okkur dásemd sína.
Þegar mér líst ekki á jólin mín þá bætir úr skák að finna leið til að gera jólin svolítið betri hjá einhverjum öðrum. Þegar ég var barn var fjölskylda mín vön að fara til elliheimila um jólin. Það var yndislegt að sjá þá gleði sem við færðum fólkinu þar. Með því aðeins að koma til fólksins varð það þess áskynja að það var ekki einsamalt eða gleymt og að sumum einstaklingum var umhugað um að syngja fyrir það eða færa því jólakort eða bara það sem við ákváðum að gera ár hvert.
Það er ekkert athugavert við að verja tíma í og halda upp á falleg jól og hafa hefðir eða vera með væntingar um að hafa hluti sem gera þau sérstök fyrir þig, fjölskyldu þína og vini; þú skalt aðeins muna það að hægt er að finna fegurð í óreiðunni. Guð hefur oft mætur á að vera þar sem kringumstæður eru ófullkomnar líkt og þegar Hann kom til fjárhússins fyrir löngu síðan og Hann getur hjálpað þér að einbeita þér að því sem gerir jólin sannarlega dásamleg.
Þegar ég skrifaði þessa grein gúglaði ég ófullkomin jól og komst að því að ég var ekki ein í þeim hugleiðingum; margt fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hefur í gegnum árin uppgötvað það sama að það verður að láta sér lynda ófullkomin jól.
Gordon Flett, prófessor við York háskólann í Kanada, tók eftir nokkru áhugaverðu: Jólin vekja hughrif um þær væntingar að hlutirnir þurfi að vera hárréttir. Við höfum neytendamiðað samfélag sem segir okkur að ef þið hafið fullkomið útlit eða hafið unnið fullkomið afrek muni hið fullkomna líf fylgja í kjölfarið. Fólk hefur svo mikið fyrir því að ná ímynd þess fullkomna. Þegar jólin koma er það haldið streitu.
Bloggari, sem heitir Sarah, skrifaði: Stundum er auðvelt að láta lokka sig til að halda jól eins og Pinterest appið (Pinterest.com) segir til um varðandi fullkomin, rétt hönnuð, feit og svöl jól. Hugmyndin, sem liggur að baki, virðist vera sú að ef við skreytum fallega um jólin verði þau falleg og að með einhverjum hætti sé umhverfi okkar besta vísbendingin um innri frið og gleði og besta vörnin gegn veruleika eigin ófullkomleika á jólunum. Þetta árið held ég mín ófullkomnu jól. Kannski vill enginn halda þau eða kosta en ég sit hér núna í skini þúsund ljósa jólaseríu og ég elska þessi ófullkomnu jól og hina ófullkomnu fjölskyldu mína mjög mikið. Allt er á einhvern leyndardómsfullan hátt, rólegt og bjart.
Um jólin höldum við hátíðlega komu Jesú til jarðarinnar við frekar ófullkomnar aðstæður en kærleikurinn, sem fylgdi fæðingu Hans, gerir daginn ógleymanlegan. Bestu minningarnar eru ekki endilega um jól sem urðu fullkomin, heldur um frekar brjálaða daga þegar ást fjölskyldu og vina umvafði okkur. Þegar við nemum staðar og hugleiðum hversu mikið við eigum Honum að þakka getum við sannarlega notið dásamlegra og ófullkominna jóla.
Ég kveð þig loks með fallegri hugsun annars bloggara: Jólin snúast ekki um það að vera fullkomin. Þau eru lofgjörð til Mannsins sem bjargaði okkur frá hinni ómögulegu leit að fullkomnun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2015 | 04:23
BESTU JÓLIN
Bestu Jólin

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.
Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.
Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.
Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum! Ég setti borðann á þennan! Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.
Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna en áttum þó hvert annað.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 04:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. desember 2015
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar