1.2.2009 | 18:33
Kærleikur í verki...
Það eru til margar leiðir sem hægt er að sýna öðrum elskusemi og jákvæð viðhorf. Það er hægt að gefa frá sér hlýja kveðju í staðinn fyrir kuldalegt viðmót. Gefðu þér tíma til að svara spurningum annarra, þolinmóður og hreinskilinn í stað þess að flýta sér stressfullur á sífeldum þeytingi án þess að láta sig varða um tilfinningar annarra. Það er svo margt sem hægt er að gera til að láta öðrum líða vel í návist þinni, að þeim finnist þeir skipta þig máli. Gefðu þér tíma til að tala við þá í stað þess að vera alltaf gera eitthvað svo mikilvægt að það megi ekki bíða. Láttu þig virka jákvætt á aðra, hlýr og notalegur í viðmóti, þolinmóður og alltaf reiðubúinn að fyrirgefa misbresti þeirra, mannlega þáttinn í okkur öllum sem við fæðumst með og þurfum sífellt að takast á við. Gefðu öðrum af tíma þínum með því staldra við og hlusta á þá, tala um hlutina og létta af sér. Réttu öðrum hjálparhönd og vertu tillitssamur í fari og framkomu! Allt þetta Kærleikurinn að verki.
Texti þýddur úr Ensku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 07:51
Bjartur árdagsljómi...mögnuð mynd.

Fannst þessi mynd alveg mögnuð til að byrja daginn í góðum gír, með hressa lund og bjartsýnn þrátt fyrir myrkur skammdegisins.
En það birtir upp um síður bæði í stjórnmálum sem öðru og áður en langt um líður hækkar sól á himni og það verður gleði í stað vonbrigða, lausnir í stað vandamála hver sem þau nú eru, stór eða smá þegar við setjum traust okkar á æðri máttarvöld, almættið sjálft, hinn eilífa lausnargjafa sem aldrei fellur úr gildi og bregst aldrei. Já, hvers vegna ekki?
Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, segja Orðskviðirnir 4:18
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. febrúar 2009
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar