Færsluflokkur: Heilbrigðismál
27.9.2015 | 02:17
Frelsið...
Frelsið
Leyfðu frelsi að faðma þig,
það mun þig færa á æðra stig.
Í morgunsárið brostu breitt,
það borgar sig nú yfirleitt.
Hleyptu ljósi að um stund,
hamingja og gleði léttir lund.
Syngdu frá hjarta þínu lag
sem leiðir af sér glaðan dag.
© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2015 | 09:30
Parkinsonveiki og sjúkraþjálfun á hestbaki
Endurhæfing eða sjúkraþjálfun á hestbaki hefur haft ákaflega góð áhrif á mig til að bæta heilsuna og er ég fullviss um á hún hefur haft drjúgan þátt í því að halda einkennum parkinsonveikinnar í skefjum. Reiðmennska og sjúkraþjálfun á hestbaki eiga virkan þátt í því að halda vöðvum og vefjum líkamans mjúkum og sveigjanlegum og sporna við stífum og hægum hreyfingum sem geta verið mjög sársaukafullar á meðan það ástand gengur yfir.
6.5.2014 | 08:41
Meira um páskana...
17. apríl 2014
Páskahátíðarhald
Hann er ekki hér. Hann er upp risinn!" Mattheusarguðspjall 28:6
Þegar Jesú dó á krossinum var hlutverki hans lokið, eins og stendur í ritningunni að hjálpræði okkar hefði unnið. Hann sagði:"Það er fullkomnað." 1 Lokið!
Þegar María Magdalena var ætlaði að fara að snerta hann þegar hann birtist henni við gröfina, sagði hann: "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns."2
Hann þurfti ekki að láta velta steininum frá gröfinni til að komast út, því að hann var með líkama sem gæti hafa gengið í gegnum steininn! Hvers vegna þurfti engillinn að rúlla steininum í burtu? 3 Til þess að lærisveinarnir sæju og allur heimurinn gæti séð að hann var þar ekki lengur. Steininum var ekki velt frá svo að Jesú gæti komist út; hann gæti hafa gengið í gegnum fjallið eða steininn. Honum var velt frá svo að aðrir gætu séð að hann var horfinn úr gröfinni og hafði risið upp frá dauðum.
Vitandi hversu mikið María Magdalena elskaði hann, beið hann eftir því að geta séð hana. Hún beið þar og grét og þegar hún sá manninn sem hún hélt að væri garðyrkjumaður, sagði hún: "Seg mér, hvar þeir hafa lagt hann!" Kona, hví grætur þú? Eftir þetta áttaði hún sig á hver hann var og vildi snerta hann. Hún var að því komin að faðma hann en hann sagði: "Bíddu, því ég er ekki enn stiginn upp til föður míns."
Samantekið efni
Þýðandi: Guðbjörg Sigurðardóttir
Meira...
28.10.2013 | 10:02
Það sem skiptir öllu máli...
Síðastliðin sex ár hefur hafa orðið mikil umskipti í mínu lífi vegna óumflýjanlegra veikinda sem er læknisfræðilega ólæknadi en hverning litið er á þá yfirlýsingu gæti verið mjög einstaklingsbundið og fer eftir viðhorfum hvers og eins, trú og innri gerð. Ég veit að trúin flytur fjöll, allskonar fjöll og hindranir sem verða á vegi manns en að geta litið upp og séð hið jákvæðna í öllu getur skipt sköpum. Það eru hin jákvæðu viðhorf sem skipta öllu máli hvernig maður snýst við hlutunum og tekur á þeim. Meira á næstu grösum.
24.10.2013 | 09:21
Brot úr mínum degi! Parkinsons úr vegi!
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2011 | 10:42
Boð dagsins...
Sendi út lofgjörð dagsins, þá viskulind sem gefur þér kraft til að takast á við verkefni dagsins án mikillar fyrirhafnar eða áreynslu af þinni hálfu. Það er eins og einhver undraorka taki völdin, fylli þig lífsgleði og ánægju sem styrkir þig í starfi og eflir samskiptin. Góður kostur ef vel er að gáð! Það borgar sig að láta gleðina gjalla og spara ekki hlýjuna og brosið!
14.1.2011 | 07:34
Endurhæfing á hestbaki! Reiðmennska í nýju ljósi...
Mig langar að geta þróað sérstaka endurhæfingu á hestbaki fyrir fólk með heilsubrest á einhvern hátt sem spilar inn í bæði andlega og líkamlega heilsu en skortir fjármagn til að koma verkefninu áfram án liðsafla annarra eða stuðnings, sjálf að berjast við langvarandi taugasjúkdóm en margs er til að vinna, hugsjón sem ég vildi sjá verða að veruleika fyrr en ekki seinna.
Er með hesthús á höfuðborgarsvæðinu þar sem ég og maðurinn minn erum með hestana okkar sem við þjálfum til reiðar fyrir okkur sjálf og þá sem vilja nota þetta einstaka tækifæri til að kynnast hestum, þjálfa reiðmennsku eða einfaldlega taka þátt í henni á einhvern hátt, njóta nærveru hestanna og friðarins sem þeim fylgja sem alkunnugt er á meðal hestfólks losar um streitu, hvílir hugann og hressir sálina.
Gerum reiðmennskuna að jákvæðu afli í hugum fólks yfirleitt til að hressa upp á lífið og bæta lífsgæði þeirra sem berjast við erfiða sjúkdóma bæði andlega og líkamlega. Já, göngum til góðs með hagnýta reiðmennsku í fararbroddi og sjáum hvað hægt er að skapa og koma til leiðar samhent og einhuga.
Vilji einhverjir sýna verkefninu áhuga, hringið í síma 8208408 eða sendið tölvupóst til gb@fjölskyldan.org
22.11.2009 | 09:31
Hestar og heilsa...
Ég hef upp á síðkastið verið að þróa með mér þá hugmynd að endurhæfing á hestbaki geti verið stórkostleg heilsubót fyrir fólk sem þarf að takast á við erfið mál í lífinu. Ég hef sjálf verið að stunda hestamennsku, eftir 30 ára dvöl erlendis þar af 15 ár í Austurlöndum fjær þar sem ég vann við kristileg störf sem ráðgjafi og trúnaðarvinur, en lagði mikla rækt við hestalistina á mínum yngri árum eða þar til rétt fram yfir tvítugt, átti hesta og stundaði hestamennsku af alúð.
Ég er búin að fá aðstöðu til að hrinda hugsjóninni af stað til að byrja með og hef nú þegar ráðfært mig við nokkra sjúkraliða til að heyra þeirra álit á málinu og fór það ekki á milli mála að þörfin var til staðar en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, samstæður áhugi samfara andlegum skapandi þrótti.
Hvað segir fólk?
Með kveðju,
Guðbjörg Sigurðardóttir
16.8.2009 | 11:24
Hestar og heilsa...Verðugt verkefni...
Hestamennskan hefur alltaf verið mér kær eins og ég segja sjálf frá í kaflabroti af sjálfri mér í byrjun bloggskífa minna á síðastliðnu ári.
Eins og ég sjálf skýri frá þá lagði ég hestamennskuna á hilluna í þrjá áratugi vegna köllunar til andlegra starfa, að hjálpa einstaklingum að takast á við lífið á jákvæðan og drífandi hátt með kærleika Guðs að leiðarljósi.
Fyrir ári síðan eignaðist ég hest sem ég hef mikið yndi af og nota til endurhæfingar af heilsufarsástæðum sem er mér ómetanleg hollusta hvað varðar andlegan og líkamlegan styrk og hef nú þegar farið í tvær hestferðir í sumar og líður aldrei betur á sál og líkama.
Guðbjörg og Andrew og hryssan mín Efling.
Væri þetta ekki verðugt verkefni til endurhæfingar og heilsubótar? Það væri gaman að vita.
Á hestbaki efir langt hlé úr hestmennskunni.
Fór mér hægt í byrjun en mikið langaði mig að láta gamminn geisa.
2.6.2009 | 07:48
Gullmolar...
Guð hefur gefið okkur tvær hendur, aðra til að taka á móti en hina til að gefa.
Það felst mikil farsæld í því að bera með sér gjafmildan huga og vilja gjöra öðrum gott en til þess að vel fari en til þess þarf að hafa stefnu sem fólk kann að meta og virða. Hvernig væri að innleiða þá hugsjón inn í þjóðarsálina, þau kristilegu gildi sem alltaf eru til staðar innra með okkur í hugarfylgsnunum en verða einungis að veruleika með því að láta gott af sér leiða og láta verkin tala. Það eru litlu hlutirnir sem skipta svo miklu máli hvað við gerum hverju sinni sem geta skipt sköpum og breytt döprum degi í sólskinsdag.
Guðbjörg Sigurðardóttir
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar