Færsluflokkur: Heimspeki

Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...

Gleðilega páska til fjölskyldu, vina og fleiri sem þetta lásu.

Gleðiboðskapur páskanna er engu líkur, einstakur á sinn hátt og dýrðlegur . Hann er lífskrafturinn og kærleikurinn sem reisti Jesú Krist upp frá dauðum, Guðsmanninn sem gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkyn og með því opnaði dyrnar til eilífs lífs. Þessi kærleikur breytti breytti gangi mannkynssögunnar um ókomna framtíð. 

0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA_thumb_1ba6


Bestu jólin

 

B

Bestu Jólin

Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum að eyða fé til viðbótar til að koma okkur fyrir. Sem betur fer fengu börnin mín þá um haustið, þegar við vorum í göngutúr í nálægum skógi, þá hugmynd að safna könglum og nota þá sem jólaskraut. Við fórum strax að tína og um kvöldmatarleytið vorum við búin að fylla stóran poka.

Síðan unnum við á hverjum laugardagseftirmiðdegi við þetta verkefni okkar. Fyrst voru könglarnir flokkaðir eftir stærð og gæðum. Eftir það bundu krakkarnir þá saman með vír og festu þá við langa stöng. Þannig var hægt að spreyja

i þá í fljótheitum með málningu og hafa blað undir. Þegar málningin þornaði snyrtu þeir könglana og formuðu vírinn þannig að auðvelt var að hengja hann á tré eða krans.

Síðan var kominn tími til að skreyta. Með gylltum og grænum borðum og með hjálp límbyssu breyttust könglarnir fljótlega í einstök listaverk. Útkoman var einföld en sérstaklega falleg og gestir okkar höfðu orð á því hversu falleg stofan væri.

Árið eftir þegar jólaskrautið var sótt í geymsluna kom öllum það fyrst í huga hvernig könglunum hefði reitt af. Þegar tekið var utan af þeim heyrðist hrópað: „Hey, ég fann þennan stóra köngul í göngutúrnum!“ „Ég setti borðann á þennan!“ Allir fóru að rifja upp skemmtilegar minningar frá síðustu jólum og því hlutverki sem könglarnir gegndu.

Ég gerði mér þá grein fyrir því að það þurfi ekki að kosta mikið að gera jólin minnisstæð. Þar sem efnin voru lítil þau jólin hvatti það okkur til að nota köngla sem jólaskraut sem leiddi til þess að minningin um þessi jól varð okkur hugljúf einmitt þegar við höfðum ekki mikið á milli handanna – en áttum þó hvert annað.

 
 
 

ATRIÐI TIL UMHUGSUNAR

Stöðug jól

878af4972e07916863ae909a162bf74b_L

Englarnir sem sungu Guði lofsöng nóttina sem Jesús fæddist syngja enn þann dag í dag. Ef þú leggur vandlega við hlustir geturðu heyrt í þeim þrátt fyrir skarkala lífsins. Syngdu með.

 

Jesús var gjöf Guðs handa öllum heiminum, ekki bara á jólunum heldur á hverjum degi gegnum allt lífið og handan þess um alla eilífð. Það var hin fullkomna gjöf því Jesús getur mætt sérhverri þörf sem er og getur látið alla drauma rætast.

 

Sagan um jólin segir okkur að það sé í lagi að byrja með lítið. Jesús hóf lífið sem lítið barn sem fæddist í fjárhúsi en endaði við hægri hlið hásætis Guðs. Vegna Hans mun lítilfjörlegt upphaf okkar hafa stórkostlegri enda í eilífu ríki Hans.

 

Jólin eru hugarástand. Þau eru hamingja, þakklæti, kærleikur og örlæti. Iðkaðu þetta og hver dagur getur líkst aðfangadegi.

 

Jólin koma og fara en Jesús yfirgefur aldrei hjartað.


Mannblendni - list sem flestir þurfa að tileinka sér

 

 

“Hvern viltu heimsækja,” spurði litli dökkhærði hjúkrunarfræðingurinn þegar ég var að fá mér te í biðstofunni og var að krota í dagbókina mína.

“Frænda minn,” svaraði ég brosandi. “Hann er hins vegar sofandi svo ég bíð.”  

“Honum veitir ekki af gestum. Hann er enn bara barn,” sagði hún móðurlega. Þótt hann skagi yfir mig, næstum fullorðni frændi minn þegar hann er ekki að hrynja niður í sjúkrahúsrúmi, man ég enn búttaðar kinnar hans og fætur þegar ég hélt á honum í fyrsta sinn þriggja mánaða gömlum.

Hjúkrunarfræðingurinn ásamt hjúkrunarmanninum fyrir utan herbergi frænda míns sem sýndi mér hvernig ég skyldi klæðast sóttvarnarbúningnum og töluðu hlýlega um frænda minn. “Við höfum áhyggjur af honum, stundum kemur enginn að heimsækja hann.” Ég kinkaði kolli til samþykkis þótt hann væri í einangrun og í efnameðferð, það var ekki eins og við gætum öll vaðið inn til hans hvenær sem er.

Nokkru seinna á meðan við frændi minn töluðum saman, fékk hann mér farsímanúmerið sitt og sagði að honum þætti vænt um að fólk hringdi til sín. Enn frekar en áður voru afsakanirnar gagnslausar. Hversu erfitt getur það verið að taka upp símann?

Ég var oft veik sem barn og unglingur og upp til tvítugs. Ég man að ég var skikkuð til að vera í rúminu á meðan kraftmeiri systkini og vinir hlupu um og hjóluðu og nutu ferska loftsins. Mér gramdist hvernig líkaminn starfaði ekki almennilega og það var erfitt að ráða við það. Það skipti miklu máli þegar fólk kom til mín og forvitnaðist um líðan mína. Vissulega fann ég til einmanaleika á meðan á sjúkdómi mínum stóð en núna þegar ég er heilbrigð stend ég mig að því að afsaka mig. “Ég þekki hann ekki það vel.” “Honum finnst ég áreiðanlega ekki svo spennandi.” “Til hvers ætti hann að vilja tala við eldri frænku sína?”

Nú til dags þegar við förum úr einu í annað, reynum að deila tímanum á milli vinnu og barna, milli heimilishalds og gæludýra, útréttinga og annarra skyldustarfa, hljótum við að lifa á tímaskeiði þar sem fólk er enn tímabundnara en áður fyrr. En þegar við mætum Jesú einn góðan veðurdag, segir Hann ekki: “Þú varst upptekin en samt hafðirðu tíma til að lesa þessa miklu skáldsögu og lakka táneglurnar. Gott hjá þér!” Af ljúfmennsku Sinni raðaði Hann gjörðum okkar í forgangsröð fyrir tveim þúsöldum síðan þegar Hann sagði: “:Því hungraður var ég, þyrstur, gestur, nakinn, sjúkur og í fangelsi og þér önnuðust mig.” 1) Síður merkilegir hlutir falla í skuggann þegar ljósi Jesú er beint að þeim.

 

Screen Shot 2012-01-04 at 23.57.12Sjá Matteus 25:34-40

 

 

  • Höf. Lani Woods 

  

  •  

 


Fögnuður, ekki fullkomleiki

 

03.Celebration-not-perfection1-636x322Ef þú líkist Mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds tónlistin þegar þú opnar gjafirnar og kannski hafa þær að geyma nákvæmlega það sem þig hefur ætíð langað í…

Mínar jólahátíðir hafa sjaldan verið það hrífandi eða fullkomnar. Jú, þær hafa verið bæði fallegar og skemmtilegar og ég hef myndað mér góðar minningar um þær en hugtök sem lýsa nokkrum af síðustu jólunum eru „róleg jól“ eða „óreiðukennd jól“. Engin þeirra voru neitt í líkingu við hin fullkomnu jól – en öll þeirra mynda sérstakar minningar sem eru mér dýrmætar.

Það er aðeins upp á síðkastið sem ég hef fellt mig við það að jólin þurfa ekki að vera fullkomin. Þau þurfa ekki að ganga fram af mér með töfrum ef aðeins kærleikur og vellíðan eru til staðar og maður gefur sér tíma til að heiðra fæðingu Jesú.

Þegar öllu er á botninn hvolft voru fyrstu jólin frekar skipulagslaus. Ef við ættum að endurskapa þau til fulls þyrftum við að vera heimilislaus, þreytt og á faraldsfæti í þeim eina tilgangi að láta skrá okkur vegna skattheimtu. Það hljómar ekki eins og þau hafi verið skemmtileg eða fullkomin hvernig sem á þau er litið! Og ofan á allt annað; að eignast barn og koma sér fyrir hjá kúm og kindum. Þessi lýsing hæfir nokkurn veginn versta degi lífs míns!

Hins vegar breytti Guð þessari nótt með töfrum sínum. Englar birtust fjárhirðum og ný stjarna skein á himni til þess að vísa vitringunum leið til hins nýfædda konungs. Ég þori að veðja að María og Jósep hafi ætíð metið mikils þessa brjálæðislegu nótt og oft sagt Jesú þessa furðulegu sögu í uppvexti Hans. Lífið nú á dögum getur einnig verið frekar óreiðukennt en Jesús mætir alltaf og færir okkur dásemd sína.

Þegar mér líst ekki á jólin mín þá bætir úr skák að finna leið til að gera jólin svolítið betri hjá einhverjum öðrum. Þegar ég var barn var fjölskylda mín vön að fara til elliheimila um jólin. Það var yndislegt að sjá þá gleði sem við færðum fólkinu þar. Með því aðeins að koma til fólksins varð það þess áskynja að það var ekki einsamalt eða gleymt og að sumum einstaklingum var umhugað um að syngja fyrir það eða færa því jólakort eða bara það sem við ákváðum að gera ár hvert.

Það er ekkert athugavert við að verja tíma í og halda upp á falleg jól og hafa hefðir eða vera með væntingar um að hafa hluti sem gera þau sérstök fyrir þig, fjölskyldu þína og vini; þú skalt aðeins muna það að hægt er að finna fegurð í óreiðunni. Guð hefur oft mætur á að vera þar sem kringumstæður eru ófullkomnar líkt og þegar Hann kom til fjárhússins fyrir löngu síðan og Hann getur hjálpað þér að einbeita þér að því sem gerir jólin sannarlega dásamleg.

Þegar ég skrifaði þessa grein gúglaði ég „ófullkomin jól“ og komst að því að ég var ekki ein í þeim hugleiðingum; margt fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hefur í gegnum árin uppgötvað það sama – að það verður að láta sér lynda ófullkomin jól.

Gordon Flett, prófessor við York háskólann í Kanada, tók eftir nokkru áhugaverðu: „Jólin vekja hughrif um þær væntingar að hlutirnir þurfi að vera hárréttir. Við höfum neytendamiðað samfélag sem segir okkur að ef þið hafið fullkomið útlit eða hafið unnið fullkomið afrek muni hið fullkomna líf fylgja í kjölfarið. Fólk hefur svo mikið fyrir því að ná ímynd þess fullkomna. Þegar jólin koma er það haldið streitu.“

Bloggari, sem heitir Sarah, skrifaði: „Stundum er auðvelt að láta lokka sig til að halda jól eins og Pinterest appið (Pinterest.com) segir til um varðandi fullkomin, rétt hönnuð, feit og svöl jól. Hugmyndin, sem liggur að baki, virðist vera sú að ef við skreytum fallega um jólin verði þau falleg og að með einhverjum hætti sé umhverfi okkar besta vísbendingin um innri frið og gleði og besta vörnin gegn veruleika eigin ófullkomleika á jólunum. Þetta árið… held ég mín ófullkomnu jól. Kannski vill enginn halda þau eða kosta en … ég sit hér núna í skini þúsund ljósa jólaseríu og ég elska þessi ófullkomnu jól og hina ófullkomnu fjölskyldu mína mjög mikið. Allt er á einhvern leyndardómsfullan hátt, rólegt og bjart.“

Um jólin höldum við hátíðlega komu Jesú til jarðarinnar við frekar ófullkomnar aðstæður en kærleikurinn, sem fylgdi fæðingu Hans, gerir daginn ógleymanlegan. Bestu minningarnar eru ekki endilega um jól sem urðu fullkomin, heldur um frekar brjálaða daga þegar ást fjölskyldu og vina umvafði okkur. Þegar við nemum staðar og hugleiðum hversu mikið við eigum Honum að þakka getum við sannarlega notið dásamlegra og ófullkominna jóla.

Ég kveð þig loks með fallegri hugsun annars bloggara: „Jólin snúast ekki um það að vera fullkomin. Þau eru lofgjörð til Mannsins sem bjargaði okkur frá hinni ómögulegu leit að fullkomnun“. 

 

Frelsið...

Frelsið

 

Leyfðu frelsi að faðma þig,

það mun þig færa á æðra stig.

Í morgunsárið brostu breitt,

það borgar sig nú yfirleitt.

Hleyptu ljósi að um stund,

hamingja og gleði léttir lund.

Syngdu frá hjarta þínu lag

sem leiðir af sér glaðan dag.

 

© Júlí 2014 eftir Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir


Páskarnir eiga ekki aðeins að vera minningardagur...

Lifandi von

http://activated-europe.com/is/lifandi-von/

02-Living.Hope

Ég óx upp á kristnu heimili og hef þekkt páskasöguna frá því ég var barn en það var ekki fyrr en í fyrra að ég uppgötvaði hvaða merkingu páskar hafa fyrir mig persónulega.

Á síðustu páskum dvöldu hugsanir mínar ekki við dýrð upprisu Krists, sigur góðs yfir hinu illa né jafnvel við bjarta dagrenningu fyrir utan gluggann minn. Aðeins einni viku áður hafði besta vinkona mín hringt og fært mér þær sorglegu fréttir að pabbi hennar hefði orðið bráðkvaddur nóttina áður. Hugur minn var enn í sjokki og ég harmi slegin. Hvernig gat líf tekið svo skyndilegan enda án þess að hægt væri að segja síðustu orðin eða kveðja. Mér varð hugsað til barnabarnanna sem munu vaxa úr grasi án þess að þekkja afa sinn og mér varð hugsað til vinkonu minnar sem mun ekki lengur njóta stuðnings né ráðlegginga föður síns og ekkjunnar sem myndi sakna elskulegrar nærveru eiginmanns síns.

Þegar ég las Biblíufræðslurit um páskana þar sem sagt var ítarlega frá síðustu klukkustundzunum í lífi Jesú, krossfestingunni og upprisunni, datt mér skyndilega í hug að dauði Frelsarans hefur í augum vina og lærisveina virst vera það hræðilegasta sem gæti gerst. Samt umbreyttist það yfir í dásamlegasta kraftaverk sem unnt var að ímynda sér: Sigur Krists yfir dauðanum. Ef von hlaust af svo hræðilegum atburði er hægt að finna slíka von nú á dögum? Ég hugsaði til vinkonu minnar sem þjáðist. Hvar var vonin í svona hörmulegum og ótímabærum dauða?

Augu mín staðnæmdust á Biblíuversi: “endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.” Þegar ég hugleiddi þessi orð gerði ég mér ljóst að kraftaverki páskanna lauk ekki fyrir 2000 árum með upprisu Jesú. Kraftaverkið hefur haldið áfram og borið með sér skilaboð um lifandi von gegnum aldirnar og yfir í 21. öldina.

Það skiptir ekki máli hversu dimmar horfur eru nú á dögum, ný, stórkostleg dagrenning nálgast. Þegar Jesús bjó sig undir að yfirgefa lærisveina Sína, gerði Hann það með þeim orðum að vegna þess að Hann lifir, lifa þeir (og við) einnig.

Páskarnir eiga ekki aðeins að vera minningardagur sem haldinn er einu sinni á ári, heldur eru þeir lifandi von í hjarta okkar allt árið. Eins örugglega og að sólin rís á morgnana getum við sagt skilið við þá sorg og þjáningu sem við stöndum frammi fyrir og risið upp aftur með endurnýjaðri trú og huggun í eilífum kærleika Guðs.

  1. 1 Pétursbréf 1:3 â†©
  2. Sjá Jóhannes 14-19 â†©

 


Meira um páskana...

17. apríl 2014

Páskahátíðarhald

 

„Hann er ekki hér. Hann er upp risinn!" Mattheusarguðspjall 28:6

 

 

Þegar Jesú dó á krossinum var hlutverki hans lokið, eins og stendur í ritningunni að hjálpræði okkar hefði unnið. Hann sagði:"Það er fullkomnað." 1 Lokið! 

Þegar María Magdalena var ætlaði að fara að snerta hann þegar hann birtist henni við gröfina, sagði hann: "Snertu mig ekki! Ég er ekki enn stiginn upp til föður míns."2

Hann þurfti ekki að láta velta steininum frá gröfinni til að komast út, því að hann var með líkama sem gæti hafa gengið í gegnum steininn! Hvers vegna þurfti engillinn að rúlla steininum í burtu? 3 Til þess að lærisveinarnir sæju og allur heimurinn gæti séð að hann var þar ekki lengur. Steininum var ekki velt frá svo að Jesú gæti komist út; hann gæti hafa gengið í gegnum fjallið eða steininn. Honum var velt frá svo að aðrir gætu séð að hann var horfinn úr gröfinni og hafði risið upp frá dauðum. 

Vitandi hversu mikið María Magdalena elskaði hann, beið hann eftir því að geta séð hana. Hún beið þar og grét og þegar hún sá manninn sem hún hélt að væri garðyrkjumaður, sagði hún: "Seg mér, hvar þeir hafa lagt hann!" Kona, hví grætur þú? Eftir þetta áttaði hún sig á hver hann var og vildi snerta hann. Hún var að því komin að faðma hann en hann sagði: "Bíddu, því ég er ekki enn stiginn upp til föður míns." 

 

Samantekið efni

Þýðandi: Guðbjörg Sigurðardóttir 

  

 

Meira...

 

 



Athyglisvert atriði...

Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra -. Kól 3:13  

Fannst þetta athyglisvert því hvers vegna að nota kk. þegar þess er ekki lengur þörf og við stöndum andspænis nýjum tímum og nýrri hugsun. Hvað um að segja fyrirgefa hvert öðru í stað þess að segja eins og stendur í okkar ágætu Biblíu "fyrirgefa hver öðrum"? Finnst þetta nokkuð úrelt og kominn tími á að breyta. Læt þetta nægja að sinni.

 


Brot úr mínum degi! Parkinsons úr vegi!

Vaknaði nokkuð snemma í morgun en ekkert fyrr en venjulega því þetta er víst orðinn nokkurs konar vani.  Fórum að sofa tæplega 11:00 í gærkvöldi og hlustuðum fyrst á uppbyggilegt efni fyrir okkur sjálf til að fara inn í svefninn með jákvæðu hugarfari. 
Var nokkuð stirð en snaraði mér samt á þrekhjólið sem ég hafði ekki verið að nota sem skyldi en betra er seint en aldrei eins og máltækið segir. Lagði meiri stund á fara á hestbak og þjálfa miðtaugakerfið á þann veg. Mér hefur satt að segja reynst hestamennskan ákaflega góð aðferð til þjálfunar líkamans á svo margan hátt eins og alla fínvöðvana sem við stjórnum aðeins á takmörkuðu leyti. Þeir leynast út um allan líkamann og þegar þeir stirðna þá á maður erfitt með að stjórna förum sínum, sérstaklega í takmörkuðu og þröngu umhverfi og á ég erfitt með að þola þannig kringumstæður. Ég skynja takmarkað og þröngt umhverfi bæði andlega og líkamlega en það er heilt svið út af fyrir sig sem mér finnst mjög athyglisvert en getur verið erfitt að útskýra í stuttu máli en vonandi að ég fái tækifæri til að skilgreina þetta betur við annað tækifæri.. Það er erfitt að vera við kringumstæður þar sem ég verð að sitja í óþægilegum stól sem þýðir aðeins stóll sem er of hár fyrir mig eða passar einhvern veginn ekki og þreytir mig í mjóbakinu sem oft verður átakanleg stund.

Aftur að hjólinu: Ástæðan var ekki leti því mér finnst gaman að þjálfa þegar ég hef þrek til þess, jafnvel þegar ég dríf mig í hreyfinguna hvernig sem mér í raun og veru líður þá verður hún alltaf til góðs. 
Við gerðum nokkrar breytingar í gær og færðum skrifborðið mitt inn í skrifstofu mannsins míns, hjálparhelluna mína og hjólið inn í stofu þar sem skrifborðið var um nokkurt skeið.
Ég var eitthvað búin að kvarta yfir því að stýrið hallaðist of mikið fram sem var vægast sagt óþægilegt fyrir mig. 
Þetta var nú lagað í skyndi og það var ekki við manninn mælt því þetta var eins og nýtt þrekhjól væri komið í mínar hendur og nýtti ég mér tækifærið eins vel og ég gat. 
Um átta leytið komu meðulin til sögunnar og þurfti ég að búa mig undir næsta klukkutímann og hafa nóg að gera í því sem ég get eins og að þvo þvottinn og hengja hann upp og gengur það oftast nær ágætlega í hvaða ástandi sem er en get samt ekki brotið saman þvottinn í þótt ég sé fær um að gera ýmislegt annað og kalla ég þetta hægagangsástand og lýsi því eins og með bílinn þegar hann vantar eldsneyti eða er bensínlaus eins og fólk segir af gömlum vana. Þetta er aðeins lítill partur úr lífi mínu sem mig langaði að deila með þeim sem vilja kynna sér þetta fyrirbæri sem er vægast sagt mörgu fólki bæði fræðimönnum, og öðrum mikil ráðgáta. 
Ég las það einu sinni í erlendri bók að það sem þykir ómögulegt taki bara lengri tíma en ella. Nokkuð góð setning því til þess að sigrast á erfiðum málum hver sem þau nú eru þarf óbilandi þrautseigju, trúartraust og mikla djörfung.

Jæja, ég læt nú þetta nægja í bili en vonandi lesandi góður að þetta innlit inn í mitt líf geri þér gott. Varðandi þessi skrif mín þá er það ætlun mín að taka saman meira efni varðandi parkinsonsveikina en þetta er skrifað sem brot úr reynslusögu einstaklings með parkinsonskveiki. 

 

Næsta síða »

Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband