Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
16.2.2012 | 07:56
Að njóta velgengni þarf ekki a vera á kostnað annarra.

Þegar fólk lítur upp til þín á hefur þú stórkostlegt tækifæri til þess a hjálpa því að finna hvers það er megnugt. En þú getur það ekki ef þú heimtar a fá a stjórna öllu. A hafa rétt fyrir sér eða að njóta velgengni þarf ekki a vera á kostnað annarra. Léttu byrðarnar hjá öllum. Varpaðu af ér sjálfumgleinni.
Vegur til farsældar nr. 3
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

25. Janúar
Hefur þú horft á hóp fugla eða hesta og tekið eftir því að þegar einn fælist þá fælast aðrir fljótt og brátt er allur hópurinn orðinn eirðarlaus og fælinn? Svipuð áhrif eiga sér stað á vinnustöðum eða á heimilum; fólk hefur áhrif hvert á annað. Hvernig áhrif hefur þú á þá sem eru í kringum þig?
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.1.2012 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 08:19
Látum verkin... tala sínu máli...

29.12.2008 | 09:03
Heilræði dagsins...
Eins öruggt og ljós sem sést hinumegin við jarðgöngin birtir upp um síðir eftir að storminum lægir.
28.12.2008 | 09:14
Í morgunsárið...mín skoðun...
Vegur til farsældar segir: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.
Hægara sagt en gert, þegar það neikvæða vægast sagt blasir látlaust við manni í hvívetna í fréttaflóðinu og umræðunni í dag! En viljum snúa við blaðinu og skoða heiminn í kringum okkur í nýju ljósi, hið jákvæða verði ofan á, verðum við að leita á himneskar slóðir, gefa okkur tíma til að njóta lífsins, sjá fegurð í öllum hlutum sem líka blasir við manni á hverju strái!
Það er mín reynsla að þetta hefur svo mikið með hugarfarið að gera, hvernig maður er stemmdur hverju sinni og hvað maður leyfir sér að hugsa, hvort maður leiti innri styrkleika eða er lætur maður stjórnast af utanaðkomandi áhrifum allt í kring. Hlutur sem við verðum öll að gera upp við okkur og taka eigin ákvarðanir um eins og segir í máltækinu alkunna,"hver er sinnar gæfu smiður."
Eins og kemur fram í blogginu mínu hef ég mikið yndi af hestum og gefa þeir mér mikið hvað varðar ánægju og gleði en þegar ég skoða betur mitt innra líf er ég mikill náttúruunnandi og get auðveldlega sökkt mér inn í slík efni. Hafði mikinn áhuga á efnafærði í skóla, fannst gaman að kryfja hlutina til mergjar og skilja þeirra innra eðli, hvernig þeir virkuðu og allt það en þar var margs að spyrja fannst mér og lét ég mig dreyma um æðri öfl og æðri tilveru.
Þannig fattaði ég eðli trúarinnar, í henni er fólgið afl sem má virkja og láta leiðast af á hagnýtan og jákvæðan hátt í nútímalífi en það er mín skoðun að á þeim vettvangi verði að gerast breytingar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins ef vel á að fara þegar litið er til framtíðar.
Það þarf að njóta lífsins og til þess þarf frelsi innan viss ramma auðvitað en er það ekki sú list sem við flest sækjumst eftir að lifa í raun og veru? Til þess þarf gagnkvæman skilning, náungkærleika og gjafmildi í stað einstaklingshyggju sem hefur verið vægast sagt nokkuð ríkjandi í heiminum upp á síðkastið. Samt sem áður þarf að gefa gaum að því að viðskipti eru nauðsynleg mannleg samskipti sem þarf að þróa eins og allt annað með opnum huga án fyrirfram ákvarðaðra skoðana sem ekki verður haggað, heldur halda áfram að læra af því sem miður fer, viðurkenna mistökin og halda ótrauð áfram.
27.12.2008 | 11:07
Orð dagsins...morgunstund
Kærleikur, auðmýkt, bæn og gott samband við aðra leysa allan vanda.
Vegur til farsældar nr.2
Um bloggið
Framtíðarsýn
Nýjustu færslur
- 24.12.2019 Einstök gjöf...
- 26.10.2019 Að hrífast af fegurð veitir varanlega gleði og innri frið sem...
- 22.4.2019 Gleðilega páska til allra sem lesa þetta...
- 5.3.2019 Gagnrýni og framför
- 2.3.2019 Innlegg inn í daginn
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- ljóð
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúarbrögð
- Trúin og lífið
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
http://www.fanstory.com/sarahice
- Fanstory Ljóð eftir mig á ensku ásamt umsögnum
activatedeurope.org
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar