Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Parkinsonveiki og sjúkraþjálfun á hestbaki

Endurhæfing eða sjúkraþjálfun á hestbaki hefur haft ákaflega góð áhrif á mig til að bæta heilsuna og er ég fullviss um á hún hefur haft drjúgan þátt í því að halda einkennum parkinsonveikinnar í skefjum. Reiðmennska og sjúkraþjálfun á hestbaki eiga virkan þátt í því að halda vöðvum og vefjum líkamans mjúkum og sveigjanlegum og sporna við stífum og hægum hreyfingum sem geta verið mjög sársaukafullar á meðan það ástand gengur yfir. 

Mér hefur tekist að halda lyfjanotkuninni í skefjum sem fylgir þessum sjúkdómi sem er mikill sigur í sjálfu sér og kemur í veg fyrir mjög óþægilegar aukaverkanir sem erfitt er að ganga í gegnum og þola á meðan þær vara. 
 
Guðbjörg Sigurðardóttir

Brot úr mínum degi! Parkinsons úr vegi!

Vaknaði nokkuð snemma í morgun en ekkert fyrr en venjulega því þetta er víst orðinn nokkurs konar vani.  Fórum að sofa tæplega 11:00 í gærkvöldi og hlustuðum fyrst á uppbyggilegt efni fyrir okkur sjálf til að fara inn í svefninn með jákvæðu hugarfari. 
Var nokkuð stirð en snaraði mér samt á þrekhjólið sem ég hafði ekki verið að nota sem skyldi en betra er seint en aldrei eins og máltækið segir. Lagði meiri stund á fara á hestbak og þjálfa miðtaugakerfið á þann veg. Mér hefur satt að segja reynst hestamennskan ákaflega góð aðferð til þjálfunar líkamans á svo margan hátt eins og alla fínvöðvana sem við stjórnum aðeins á takmörkuðu leyti. Þeir leynast út um allan líkamann og þegar þeir stirðna þá á maður erfitt með að stjórna förum sínum, sérstaklega í takmörkuðu og þröngu umhverfi og á ég erfitt með að þola þannig kringumstæður. Ég skynja takmarkað og þröngt umhverfi bæði andlega og líkamlega en það er heilt svið út af fyrir sig sem mér finnst mjög athyglisvert en getur verið erfitt að útskýra í stuttu máli en vonandi að ég fái tækifæri til að skilgreina þetta betur við annað tækifæri.. Það er erfitt að vera við kringumstæður þar sem ég verð að sitja í óþægilegum stól sem þýðir aðeins stóll sem er of hár fyrir mig eða passar einhvern veginn ekki og þreytir mig í mjóbakinu sem oft verður átakanleg stund.

Aftur að hjólinu: Ástæðan var ekki leti því mér finnst gaman að þjálfa þegar ég hef þrek til þess, jafnvel þegar ég dríf mig í hreyfinguna hvernig sem mér í raun og veru líður þá verður hún alltaf til góðs. 
Við gerðum nokkrar breytingar í gær og færðum skrifborðið mitt inn í skrifstofu mannsins míns, hjálparhelluna mína og hjólið inn í stofu þar sem skrifborðið var um nokkurt skeið.
Ég var eitthvað búin að kvarta yfir því að stýrið hallaðist of mikið fram sem var vægast sagt óþægilegt fyrir mig. 
Þetta var nú lagað í skyndi og það var ekki við manninn mælt því þetta var eins og nýtt þrekhjól væri komið í mínar hendur og nýtti ég mér tækifærið eins vel og ég gat. 
Um átta leytið komu meðulin til sögunnar og þurfti ég að búa mig undir næsta klukkutímann og hafa nóg að gera í því sem ég get eins og að þvo þvottinn og hengja hann upp og gengur það oftast nær ágætlega í hvaða ástandi sem er en get samt ekki brotið saman þvottinn í þótt ég sé fær um að gera ýmislegt annað og kalla ég þetta hægagangsástand og lýsi því eins og með bílinn þegar hann vantar eldsneyti eða er bensínlaus eins og fólk segir af gömlum vana. Þetta er aðeins lítill partur úr lífi mínu sem mig langaði að deila með þeim sem vilja kynna sér þetta fyrirbæri sem er vægast sagt mörgu fólki bæði fræðimönnum, og öðrum mikil ráðgáta. 
Ég las það einu sinni í erlendri bók að það sem þykir ómögulegt taki bara lengri tíma en ella. Nokkuð góð setning því til þess að sigrast á erfiðum málum hver sem þau nú eru þarf óbilandi þrautseigju, trúartraust og mikla djörfung.

Jæja, ég læt nú þetta nægja í bili en vonandi lesandi góður að þetta innlit inn í mitt líf geri þér gott. Varðandi þessi skrif mín þá er það ætlun mín að taka saman meira efni varðandi parkinsonsveikina en þetta er skrifað sem brot úr reynslusögu einstaklings með parkinsonskveiki. 

 

Hvað er ást? Spyr fólk í einlægni...

Gott að spyrja að þessu! Það er það sem við öll leitumst eftir og finnum stundum í mannlegum samskiptum en fullkomleikann er aðeins að finna í Guðs ást, hinn sanna kærleika sem umber allt samber 1 Korintubréfi 13 - Kærleikurinn er eins og ljósið, jákvæður og bjartur! Hleypum honum að okkur og sýnum umburðarlyndi í samskiptum og berjumst gegn neikvæðum öflum sem sveima um í myrkraskotum og fylgsnum næturinnar þar sem þau eiga heima. Hleypum þeim ekki að okkur, heldur beinum sjónum okkar til hins jákvæða, bjarta og góða í fari annarra!

 


Látum verkin... tala sínu máli...

01 January 2001 30Það þarf alltaf að gerast einhver þróun, annars er stöðnunin ótvíræð. Þróun til framfara verður að eiga sér stað og er af hinu góða en henni fylgja nýjungar á hinum ýmsu sviðum bæði efnislægum og huglægum. Það þarf að gefa nýjum og ferskum hugmyndum vængi svo þær fái að njóta sín, beri ávöxt, dafni, þroskist og verði að veruleika.Þannig er farið um trúna eins og allt annað sem til er, og fyrir mér er hún lifandi fyrirbæri, orkulind sem hægt er að virkja og hagnýta eins og allt annað sem til er. Við þurfum ekki að örvænta þótt víða sjáist blikur á lofti í efnahagsmálunum, hér heima fyrir og úti í hinum víða heimi þar sem stríð geisa án afláts. Það mun birta upp um síðir í þeim málum sem og öðrum. Horfum fram á við hughraust, þrátt fyrir yfirvofandi þrengingar. Lyftum huganum til ljóssins dýrðar, kærleika Guðs þess athvarfs sem alltaf veitir skjól á hvaða tíma sem er. Eflum vináttuböndin og styðjum hvert annað í þrengingunum þrátt fyrir erfiðleikana og látið "kærleika, gleði og farsæld móta dagfar þitt á árinu." Vegur til farsældar nr. 1

Í morgunsárið...mín skoðun...

Vegur til farsældar segir: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.  

Hægara sagt en gert, þegar það neikvæða vægast sagt blasir látlaust við manni í hvívetna í fréttaflóðinu og umræðunni í dag! En viljum snúa við blaðinu og skoða heiminn í kringum okkur í nýju ljósi, hið jákvæða verði ofan á, verðum við að leita á himneskar slóðir, gefa okkur tíma til að njóta lífsins, sjá fegurð í öllum hlutum sem líka blasir við manni á hverju strái!

Það er mín reynsla að þetta hefur svo mikið með hugarfarið að gera, hvernig maður er stemmdur hverju sinni og hvað maður leyfir sér að hugsa, hvort maður leiti innri styrkleika eða er lætur maður stjórnast af utanaðkomandi áhrifum allt í kring. Hlutur sem við verðum öll að gera upp við okkur og taka eigin ákvarðanir um eins og segir í máltækinu alkunna,"hver er sinnar gæfu smiður."

Eins og kemur fram í blogginu mínu hef ég mikið yndi af hestum og gefa þeir mér mikið hvað varðar ánægju og gleði en þegar ég skoða betur mitt innra líf er ég mikill náttúruunnandi og get auðveldlega sökkt mér inn í slík efni. Hafði mikinn áhuga á efnafærði í skóla, fannst gaman að kryfja hlutina til mergjar og skilja þeirra innra eðli, hvernig þeir virkuðu og allt það en þar var margs að spyrja fannst mér og lét ég mig dreyma um æðri öfl og æðri tilveru.

Þannig fattaði ég eðli trúarinnar, í henni er fólgið afl sem má virkja og láta leiðast af á hagnýtan og jákvæðan hátt í nútímalífi en það er mín skoðun að á þeim vettvangi verði að gerast breytingar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum mannlífsins ef vel á að fara þegar litið er til framtíðar.

Það þarf að njóta lífsins og til þess þarf frelsi innan viss ramma auðvitað en er það ekki sú list sem við flest sækjumst eftir að lifa í raun og veru? Til þess þarf gagnkvæman skilning, náungkærleika og gjafmildi í stað einstaklingshyggju sem hefur verið vægast sagt nokkuð ríkjandi í heiminum upp á síðkastið. Samt sem áður þarf að gefa gaum að því að viðskipti eru nauðsynleg mannleg samskipti sem þarf að þróa eins og allt annað með opnum huga án fyrirfram ákvarðaðra skoðana sem ekki verður haggað, heldur halda áfram að læra af því sem miður fer, viðurkenna mistökin og halda ótrauð áfram. 

 


Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband