Ljós gull...

keys.jpgTil þín - með kærleika! Ástkæri vinur!
Þú ert barnið mitt og Ég elska þig. Svo einfalt er það. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, eða hvað þú hefur ekki gert. Innra með þér er lifandi eilífur andi, sem ÉG þekki og elska mikið. 
Þú ert hér á jörðinni, lifir lífinu, tekur ákvarðanir og reynir að komast að því hvernig best er að lifa og gera hlutina. Ég bæði veit þetta og skil því í þessu er lífsbaráttan fólgin. En allt þetta gæti verið miklu auðveldara ef þú næðir andlegu sambandi við MIG.Enda þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og deyir síðan verður andinn aldrei gamall. Hann deyr aldrei. Þú sjálfur, þú sem býrð inni í líkama þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast mikið eftir hinum holdlegu og veraldlegu gæðum heimsins, því dag einn mun að því koma að við skiljum við þetta allt. Það sem í raun og veru skiptir mestu máli eru hin andlegu gæði; kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem gerir þig auðugan í anda og andlega sterkan.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skiptir andlegur styrkur þinn mestu máli. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út hönd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig."Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann." Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, lykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.
Með ástarkveðju,
þinn himneski Faðir.

 


Sorgleg frétt

Þegar ég las þessa frétt fór ég að hugsa um það hvað ég gæti gert meira til að léttu undir með öðrum og hjálpa þeim að takast á við lífið, sjá sér farborða og vinna sigur á fátæktinni í landinu en fyrst verður afstaða fólks að breytast gagnvart neyðarhjálp og hugarfarsbreyting verður að eiga sér stað í hugum flestra.

Vinn sjálf við hjálparstörf hjá Fjölskyldunni-Líknarfélagi ses. sem byggja fram að þessu aðallega á andlegum stuðningi við fólk, hvatningu og ráðgjöf en nú er öldin önnur og öll hjálpin brýn bæði efnislæg og andleg.

Leggjumst á eitt til að vera landinu til sóma í baráttunni gegn fátækt og óhamingju og hjálpum þeim sem eiga um sárt að binda fjárhagslega. Það er mikil andleg áreynsla að vera skuldum hlaðinn og eiga ekki fyrir lífsnauðsynjum handa fjölskyldunni og börnum sínum. Það stendur í okkar göfugu bók að það fylgi því mikil gæfa að gefa, hinn sanni vegur til farsældar. 

Guðbjörg Sigurðardóttir 

 

 

 

 


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins...

IMG_2538

Það finnst enginn Jesú á krossinum! Hann er löngu stiginn niður af honum! Það finnst enginn Kristur í gröfinni heldur, því Hann er lifandi í hjörtum okkar; Hann lifir innra með okkur! Hann reis upp til sigurs, gleði og frjálsræðis þar sem dauðinn nær ekki lengur til okkar og leysti okkur undan oki syndarinnar og þeirri hræðilegu kvöl að þurfa að deyja án þess að þekkja Guð. Allt þetta tók Hann á sig okkur vegna, því til þess kom Hann í heiminn. Það var Hans hlutverk...

   


 


Vegur til farsældar 3

Vegur til farsældar 3 - 6. apríl 10

Það er list að geta hlustað á aðra og setja sig í þeirra spor, hlúa að þeim þrátt fyrir annríki dagsins. Virða þá og sýna tillitssemi, hlýju og kærleika er dýrmæt stund sem margborgar sig og skilar sér alltaf til baka. Hin sanna góða viska, verðmætari en hið dýrasta gull.

Höf: Guðbjörg Sigurðardóttir 


GULLKORN DAGSINS

Vegur til farsældar - 6. apríl 10

Páskagullkorn


02_febuary_2001_24_978349.jpg    Ímyndaðu þér að þú hafir verið tekin/n til fanga af illum dreka. Riddari í skínandi herklæðum, sem veit að þú getur aldrei borgað honum krónu í staðinn, setur sjálfan sig í hættu þín vegna. Hann skorar illa drekann á hólm og hættir þar með lífi sínu fyrir þig. Hann ræður niðurlögum drekans og ver þannig frelsi þitt. Ef þú sérð þessa mynd fyrir þér ertu rétt farin/n að uppgötva undur upprisunnar. Kristur sigraði allt illt og dauða til þess að geta leyst fólk eins og þig og mig úr fjötrum, því að hann elskar okkur.-TFI meðlimur 

Páskagullkorn

3yogam.jpgVið fögnum sigurhátíð Frelsarans og hefjum okkur yfir drunga einmanaleika, veiklyndis og örvæntingar og horfum  í átt til styrkleika, fegurðar og hamingju.Floyd W. Tomkins

Upprisan er söguleg staðreynd; án hennar væri mannkynssagan skert skynsemi.Clark H. Pinnock

Mynd: Drottinn skrifaði ekki fyrirheit sitt um upprisu Frelsarans einungis í bækur heldur einnig á hvert einstakt nýútsprungið laufblað að vori.Martin Luther.


Páskagullkorn

PáskarnirPáskagullkorn eru sannleikurinn sem umbreytir heilagri kirkju Guðs úr safni í ráðuneyti Guðs.-Warren Wiersbe

Hið eina sem getur varpað skugga á heiðskíran páskadagsmorgunn, sem ber vitni um sigur Guðs, er fátæktin sem einkennir trúrækni mína, minningin um stundir kastað á glæ í trúleysi og máttlaus viðbrögð mín við gjafmildi Drottins.-A. E. Whitman

 


Páskagullkorn...

Sýndu áv30fafpr.jpgallt kærleika, þrátt fyrir efasemdir og myrkur, og haltu fast í túna.

Það er ekkert til í heiminum sem kærleikurinn getur ekki sigrað. Við erum mennskir menn en vegna páskahátíðarinnar getur Jesús framkvæmt hið yfirnáttúrulega í gegnum okkur. 

Örvæntið ekki því við höldum páskana hátíðlega og "hallelúja" er okkar söngur.


Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Apríl 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband