Leitið innri friðar...

02 Febuary 2001 05Ég las neðangreinda frásögn um það að "vera kyrr" með öðrum orðum sálrænt jafnvægi þar sem átt er við innri frið og ró. Það er mín skoðun að slíkt hugarástand sé af andlegum toga spunnið og tilheyri guðdómleikanum. Það sé til æðri máttur, leiðari þessarar friðar sem hægt er að tileinka sér, hagnýta og virkja til að vinna gegn streitu. Það er mín reynsla að til þess að ná andlegri ró þurfum við að læra að slaka á af sál og líkama til að losa um álagið en til þess þarf ásetning og staðfestu að gefa sér tíma að okkar andlega þrek skipti okkur meira máli en nokkuð annað sem lífið hefur upp á að bjóða. Hin sönnu farsælu verðmæti sem í raun og veru skipta okkur mestu máli varandi það sem koma skal.

Guðbjörg Sigurðardóttir

“Verið kyrrir.”

Höfundur Virginia Brandt Berg

“Verið kyrrir og viðurkennið að ég er Guð.” (Sálmarnir 46:10) Drottinn notaði einu sinni þetta Biblíuvers til þess að leggja áherslu á lífsnauðsynlega lexíu sem og að sýna fram á getu sína til þess að veita sérstaka bráða leiðsögn þegar við hlustum á hann í bæn. Ég þurfti að ná sambandi við konu sem ég hafði ekki heimilisfangið hjá og mig bráðvantaði það. Ég var heltekin kvíða. Mér fannst eins og ég myndi molna í bita ef ég kæmi ekki skilaboðum til hennar. Þegar ég bað varðandi það hvað gera skyldi, kom til mín umorðuð setning úr Ritningunni: Vertu bara hljóð. Þegi þú og viðurkenndu að ég er Guð. Þegar ég settist niður, róaðist ég og bað Drottin um að koma í veg fyrir stórslys. Hann talaði til hjartans: Þú skalt aðeins skrifa á blað og fara með það í íbúðina sem hún bjó í áður. Kannski hefur hún ástæðu til þess að fara aftur á staðinn eða að einhver sem þekkir hana veit hvert hún flutti og sendir henni skilaboðin frá þér og segir henni að hafa samband við þig. Þannig að ég skrifaði skilaboðin og fór yfir í íbúðina að skilja þau eftir. Um leið og ég kom þangað með skilaboðin í hendinni, kom þá ekki manneskjan sem ég vildi ná sambandi við en gat ekki! Er ekki dásamlegt hvernig Guð getur leyst úr málum? Ég lærði þá að eins og segir í Guðs Orði “styrkur minn er að vera kyrr” (Jesaja 30:7) Í hinu brjálæðislega kapphlaupi sem nútímalíf er orðið að höfum við jafnvel enn meiri þörf fyrir hina guðdómlegu kyrrð, að baða sálu okkar í þögn. Aðeins þegar andi okkar og hugur er hljóður og kyrrlátur getum við kynnst Guði. “Verið kyrrir og viðurkennið að ég er Guð.” Hvernig leiddi kyrrðin til þess að ég “viðurkenndi að hann er Guð?” Það að hann skyldi svara bæninni á hátt sem er kraftaverk, sýndi fram á þann dásamlega sannleik að hann er Guð. Margt fólk er haldið þeirri villu að kyrrðin í Biblíuversinu eigi við einhvers konar hamda spennu, æfða sjálfsstjórn og að fólk geti kæft kvíða á einhvern hátt. Kannski er það þess megnugt en ef það getur það er það aðeins á yfirborðinu; hið innra er það sjóðandi vökvi. Það er ekki þannig ró sem við eigum við! Kyrrð Guðs er ekki aðeins skortur á virkni. Hún er ósvikin kyrrð andans sem leiðir til skýrrar hugsunar og í þeirri kyrrð kynnumst við vilja og áætlun Guðs. Ég þekki af eigin reynslu að guðdómleg kyrrð hlýst oft af erfiðleikum og prófraunum. Hvernig má það vera? Erfiðleikar og prófraunir yfirbuga sálina og þjáningar gera sálina hógværa. Ert þú að upplifa erfiða tíma einmitt núna? Þá skaltu vera hljóður og kyrr frammi fyrir Drottni og hann mun sýna þér hvernig vinna á sætleika úr þeim vanda. Hann mun kenna þér dásamlega lexíur sem dregnar eru af vandanum, en þú verður að vera hljóður. Það er í þeirri sætu, kyrru helgun sem hann getur talað til hjarta þíns. Hvað á hinn trúaði að gera á stundu myrkursins? Sitja kyrr og hlusta. Lát hann treysta í Drottins nafni og reiða sig á Guð sinn. Láta hann aðeins sitja kyrran eins og Ritningin segir – vertu kyrr og hlustaðu. Það fyrsta sem gera skal er að gera ekkert, að standa kyrr. Það fer gegn mannlegu eðli en það er viturlegt. Orðtakið segir: “Þegar þú ert skekinn, flýt þér eigi.” Með öðrum orðum þegar þú veist ekki hvað gera skal skaltu ekki flýta þér í blindni að gera eitthvað í von um að allt reddist. Stundum hef ég anað út í andlega þoku og mig hefur langað svo mikið að gera eitthvað af eigin afli. Mér hefur fundist ég þurfa að greiða úr flæktum vírum eða finna lausn á vandamáli, að ég yrði að aðhafast eitthvað. Mannlegum mætti mínum fannst hann þurfa að flýta sér og sjá um vandamálið. En ég hef komist að því að þótt mannlegur máttur hjálpi eitthvað til er miklu betra að festa bátinn og láta hann rugga á leguplássinu um tíma og treysta Guði einfaldlega! Vertu kyrr og sjáðu hvað Guð vill gera. Það er þegar við erum hljóð og reiðum okkur á hann að hann getur starfað. Áhyggjur koma oft í veg fyrir að hann geri allt sem hann megnar. Ef við erum annars hugar og hjarta okkar haldið streitu, erum við ekki í þeirri stöðu að hann geti orðið okkur að liði. Friður Guðs þarf að róa hugi okkar og friða hjörtu okkar. Leggðu höndina í lófa Guðs og láttu hann leiða þig út í bjart sólskin elsku sinnar. Vertu kyrr. Láttu hann vinna fyrir þig. “Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.” – með því að vera kyrrir frammi fyrir Guði – “og friður Guðs sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar í Kristi Jesú.” (Filippíbréfið 4:6-7)


Hin varanlegu gildi...

16

Til míns ástkæra vinar! Ég elska þig og dái. Það er allt of sumt. Það skiptir engu máli hvað þú hafir gert, ást mín er skilyrðislaus.

Ég þekki þann eilífa, lifandi anda sem býr innra með þér. Dvalarstaður þinn er jörðin, þar býrð þú og lifir þínu lífi, tekur þí

nar eigin ákvarðanir og reynir að fremsta megni að vera góður samfélagsþegn. Ég skil þetta vel því það þarf hafa fyrir lífinu, sjá fyrir sér og sínum. En þetta væri miklu auðveldara ef þú lærðir að tengjast Mér. Þótt þú haldir áfram að lifa, eldast og síðan deyir er andinn stöðuglega ungur. Hann deyr aldrei. Þín eiginlega persóna, þúið sem við við köllum það sem á sér stað í líma þínum, lifir að eilífu. Þess vegna er ekki gott að sækjast eftir efnislægum verðmætum fram yfir hin andlegu gæði því það mun koma sá dagur að við þurfum að skilja við þetta allt. Það sem ætti í raun og veru að skipta okkur mestu máli eru hin andlegu gæði eins og kærleikur, góðvild, miskunnsemi, skilningur og gjafmildi. Þetta er það sem 

gefur lífi þínu gildi, hversu sterkur þú ert andlega, hinn eignlegi auður.Þegar að því kemur að þú kveður þennan heim, skipta andleg verðmæti mestu máli, hvernig þú hefur lifað og ko

mi

ð fram við aðra. Láttu gott af þér leiða. Sýndu kærleika í verki. Vertu umhyggjusamur. Elskaðu fjölskyldu þína. Láttu þér þykja vænt um vini þína. Vertu elskulegur við nágranna þína. Vertu vingjarnlegur við þá sem þú hittir. Vertu miskunnsamur, vingjarnlegur og samúðarfullur. Með því að miðla kærleikanum ertu að sýna öðrum hver ÉG er. Því ÉG, Guð, er kærleikurinn og ÉG elska þig. MIG langar að búa með þér að eilífu.Þegar þú kemur að leiðarlokum lífsins, þarftu að fá lykilinn að heimilinu MÍNU til að fá að komast inn á þann stað þar sem kærleikurinn ríkir. En þú þarft ekki að vinna fyrir lyklinum, heldur réttir bara út h

önd þína og ÉG afhendi þér hann strax. Lykillinn er sonur minn, Jesú. Ég rétti þér lykilinn og segi; ,,Þú mátt eiga hann af því ég elska þig.”Það má líkja þessu við að ÉG sé að bjóða þér lykilinn að hvelfingu fjársóðar MÍNS og segi við þig: ,,Þú átt þetta vegna þess að ÉG elska þig. Með þessum lykli getur þú opnað hvelfinguna og fundið hana fulla af fjársjóði.Taktu við lyklinum. Lykillinn er aðgangur þinn að búa hjá MÉR að eilífu. Segðu einfaldlega: ,,Guð, ég vil taka við lífslyklinum þínum. Ég tek á móti syni þínum Jesú, sem er lykillinn. Ég tek á móti lyklinum, ég vil fá hann.” Þessi lykill mun þá verða þinn að eilífu.Ég elska þig, þú ert barnið MITT og ÉG gef þér lykilinn að sjóði MÍNUM, l

ykilinn sem gerir þér kleift að lifa að eilífu. Þú átt hann ef þú tekur við honum.Með Kærleikskveðju,

þinn himneski Faðir

23

Dagsljóminn...

04 April 2000 0011

Krafturinn á bak við guðdómleikann.

Það er einhver til staðar sem skilur þig, hugsanir þínar, tilfinningar, gleði og sorgir og vill taka þátt í þinni innri baráttu, löngunum og vonum. 


Kærleikur í verki...

8Það eru til margar leiðir sem hægt er að sýna öðrum elskusemi og jákvæð viðhorf. Það er hægt að gefa frá sér hlýja kveðju í staðinn fyrir kuldalegt viðmót. Gefðu þér tíma til að svara spurningum annarra, þolinmóður og hreinskilinn í stað þess að flýta sér stressfullur á sífeldum þeytingi án þess að láta sig varða um tilfinningar annarra. Það er svo margt sem hægt er að gera til að láta öðrum líða vel í návist þinni, að þeim finnist þeir skipta þig máli. Gefðu þér tíma til að tala við þá í stað þess að vera alltaf gera eitthvað svo mikilvægt að það megi ekki bíða. Láttu þig virka jákvætt á aðra, hlýr og notalegur í viðmóti, þolinmóður og alltaf reiðubúinn að fyrirgefa misbresti þeirra, mannlega þáttinn í okkur öllum sem við fæðumst með og þurfum sífellt að takast á við. Gefðu öðrum af tíma þínum með því staldra við og hlusta á þá, tala um hlutina og létta af sér. Réttu öðrum hjálparhönd og vertu tillitssamur í fari og framkomu! Allt þetta Kærleikurinn að verki.

Texti þýddur úr Ensku.

 

 


Bjartur árdagsljómi...mögnuð mynd.

03 March 2000 0025

Fannst þessi mynd alveg mögnuð til að byrja daginn í góðum gír, með hressa lund og bjartsýnn þrátt fyrir myrkur skammdegisins.

En það birtir upp um síður bæði í stjórnmálum sem öðru og áður en langt um líður hækkar sól á himni og það verður gleði í stað vonbrigða, lausnir í stað vandamála hver sem þau nú eru, stór eða smá þegar við setjum traust okkar á æðri máttarvöld, almættið sjálft, hinn eilífa lausnargjafa sem aldrei fellur úr gildi og bregst aldrei. Já, hvers vegna ekki? 

Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, segja Orðskviðirnir 4:18

 

 


Um bloggið

Framtíðarsýn

Höfundur

Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir
Guðbjörg Fortune Sigurðardóttir

Ég lít á góðar bækur sem lifandi fjársjóð fullar af speki og góðum ráðum sem hægt er að tileinka sér og fara eftir en til þess þarf kraft, reynslu, andagift og stöðuglyndi ef vel á að fara.

Feb. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28

Nýjustu myndir

  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • Chistmas light 2019
  • 0W4A4hTiRwKAIUGIY1QvRA thumb 1ba6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband